Færsluflokkur: Bloggar

Helgin

Jæja þá er komin ný vika Smile Við hjónin og Bjarni Harald vorum bara heima við alla helgina, Kristinn var duglegur í húsverkunum og Bjarni Harald var duglegur að sofa úti vagni svo pabbi hans gæti verið duglegur inni Grin ég var dugleg að liggja á sófanum og í rúminu en var með frekar mikla samdrætti á laugardaginn ,ákvað að leggja mig inní rúm og athuga hvort það myndi hjálpa og við það hættu þeir að vera reglulegir svo ég var ekkert að fara uppeftir,lá svo í rúminu mest allan gærdaginn GetLost

Margrét Svanhildur var BUSY alla helgina og sást lítið hér heimavið. Hún fór á Handboltaslut helgi á föstudaginn kl:16 spilaði þar 5 leiki og svaf þar, kom fyrst heim kl:16 á laugardaginn. Hún var alsæl með þetta og með medaliu um hálsinn, en hún var ÞREYTT Sleeping og var ánægð að leggjast í rúmið sitt það kvöldið. Svo í gær fór hún til bekkjarsystur sinnar og var þar að leika allan daginn.

Nú fer að  styttast í að Bjarni Harald láti verða af því að fara að labba en hann er farinn að sleppa sér og tekur nokkur skref svo þetta er allt saman að koma (enda kominn tími til ) hann er fá 4 tennur í viðbót núna og verður þá kominn með 16 stk af þeim Grin já hann er duglegur í að hrúa tönnslunum niður.

En þið verðið nú að fara að bæta ykkur í að kvitta bæði hér og á barnalandinu USS USS þetta gengur ekki Angry ég nenni varla að vera að skrifa eða setja inn myndir þegar maður fær ekkert kvitt í gestó Frown  


HELLÚ

Það er nú ekki mikið af frétta af okkur þessa dagana þannig að ég hef ekkert verið að blogga neitt.

Kristinn er bara ALLTAF á fullu í vinnu og heimilsverkunum, Margrét Svanhildur í skólanum, BjarniHarald hjá June og ég á sófanum eða í rúminu.

Ég fékk bréf í síðustu viku og fékk að vita að ég er kominn með meðgöngusykursýki svo maður getur ekki einu sinni huggað sig með smá slikki Blush en ég fitna þá ekki af því á meðan Wink já maður verður bara að leika pollýönnu þessa dagana og sjá það jákvæða við alla hluti Wink ég fer í nálastungur 1x í viku og er það aðeins að hjálpa mér að sofa á nóttinni og svo er ég líka kominn með grindargliðnun að framan og aftan( kenni endalausri rúmlegu um það) svo það er bara gott að ég fæ nálastungur við því.

Kristinn var í fríi í gær og hlóð hann batteríin vel með því að sofa og lesa og bara gera EKKI NEITT Smile hann á svo mikið frí inni og ákvað að taka svona einn dag og hlaða batteriin.Enda er búið að vera mikil pressa á honum og verður það eitthvað áfram svo honum veitti sko ekki af 1x frídegi.

Var að setja inn myndir á barnalandið 

Knús Ragna og allir hinir


Kominn tími á færslu

Ég ætla að byrja á að óska henni Ollý vinkonu ynnilega til hamingju með daginn , vona að þú eigir góðann dag og að þú fáir að eiga hann í friði fyrir litlu frænku, er hún kannski kominn í heiminn??

Ég ligg bara og ligg og þannig líða mínir dagar, ég fékk síðan svo slæman verk í kúluna á laugardaginn að ég ákvað að láta líta á mig þegar ég kom niðureftir voru samdrættir með 6 mín á milli og ég var mjög aum í kúlunni Frown samdrættirnir róuðust svo en ég var lögð inn yfir nóttina vegna verkjarins í kúlunni, var síðan betri á sunnudaginn og fékk að fara heim Wink læknirinn vildi meina að magavöðvarnir væru orðnir mjög aumir vegna allra samdráttanna svo ég var bara ánægð að það sé ekkert alvarlegt í gangi og ligg bara áfram heima.

Kristinn tók sig til og bakaði vatnsdeigsbollur á laugardaginn og voru þær nú ansi flatar svo það var bara sett súkkulaði á aðrahvora og svo gerð samloka Tounge  þær voru MJÖG bragðgóðar Grin  Margrét klæddi sig svo upp á sunnudaginn og labbaði í hús með vinkonum sínum að syngja en það var öskudagur hér á sunnudaginn og þá labba börnin í heima hús og syngja og fá pening eða nammi fyrir sönginn. Hún endurtók svo leikinn á mánudaginn með Johonnu vinkonu sinni og græddi hún helling af nammi og peningum Grin kötturinn var sleginn úr tunnunni í skólanum og líka hjá Bjarna Harald í leikstofunni, Margrét Svanhildur var KUNGFU stelpa og Bjarni Harald var hundur en Margrét átti svona dót úr IKEA með höndskum,skotti og svona á hausinn, Bjarni notaði nú bara þetta á hausinn og var BARA sætur sko og var alsæll með sig Smile

Ég  eyddi síðan mánudagsmorgninum í sykurtest en ég er sko BARA feiginn að það sé yfirstaðið ég kúgaðist og kúgaðist þegar ég drakk fulla flösku að þessu sykurógeði Crying og svo þurfti ég að sitja þarna og bíða í 2 tíma og svo var tekinn blóðprufa og svo heim. Ég fór svo í nálastungur í gær og vona ég bara svo ynnielga að það nái að hjálpa mér eitthvað en ég er orðinn frekar aum í grindinni að framan, hún setti líka nálar í ennið og höfuðið sem á að hjálpa mér að sofa betur en ég er ekki búinn að ná að sofa vel í rúma viku núna, næ ekki að festa svefninn heldur bara dorma Blush og viti menn ég fékk bara þokkalegann nætursvefn í nótt Grin vona bara að það haldist þannig eitthvað áfram.

Jæja best að fara að fá sér í gogginn maður þarf víst að passa að borða líka Wink


Tíminn líður hægt en líður þó

Það er hægt að segja að tíminn líði frekar hægt hjá mér þessa dagana en hann líður þó með hjálp STIEG LARSON bók NR 2 Wink

Það var nú ansi kósý að hafa alla heima hjá sér í nokkra daga í síðustu viku og var Kristinn super duglegur að dúllast með krökkunum,  þau kiktu meðalannars í IKEA og svo var keypt notað rúm handa litla kúlubúanum en ég fann rúm á netinu og er það alveg eins og rúmið hans Bjarna Haralds Grin svo þeir verða í eins rúmum.

Svo kom nú snjór hér á sunnudaginn og þau drifu sig út að gera snjókarl og Bjarni Harald prófaði rennibrautina og róluna í garðinum og var hann sko alveg að fýla það og brosti eyrnanna á milli, það var svo gaman hjá honum í snjónum að það var yndislegt að fylgjast með honum.

Bjarni Harald átti nú frekar erfiðann dag í gær en hann var semsagt í leikstofunni og ein dagmamman í hópnum er með stelpu sem BÝTUR og tók hún sig til og beit litla kútinn minn 2x  fyrst í ennið og svo rétt undir augað og hún náði svo góðu taki undir auganu að June varð að troða puttanum uppí hana til að hún sleppti takinu en það blæddi ekkert svo það þurfti ekkert að sprauta hann, svo tókst honum að detta beint á nefið og rispa það soldið Frown Hann varð rosalega sár úti þessa stelpu og vona ég bara að haldi sig í hæfilegri fjarlægð frá henni næst. Það sér svo á honum að við tókum myndir sem koma á hina síðuna í lok mánaðarins.

Við hjónin fórum svo í foreldraviðtal hjá Dagmömmunni áðan og er hún alsæl með hann, segir að hann sé alltaf svo kátur og glaður piltur Smile svo hún hafði bara gott um hann að segja Grin

Jæja ætla að henda mér á sófann

Ps það er EKKI bannað að kvitta 


Lenti á spítala :(

Já ég fékk aftur hríðar á sunnudaginn lá hér á sófanum frá 14-17 með 5-10mín á milli og vonaðist að þetta gengi nú bara yfir en neinei ég var neydd til að fara uppá deild var skellt þar í monitor og sást þá að þetta voru hríðar(ekki samdrættir) með 6-7 mín á milli :( leghálsinn var skannaður og er hann búinn að styttast um 30% á 2 vikum :( svo ég var lögð inn og fékk lyf 3x en fékk svo að fara heim í gær en á að liggja fram að fæðingu :( má ekkert halda á Bjarna Harald og er það frekar erfitt að geta ekki sinnt honum almennilega en þetta tekur jú allt enda og best fyrir litla kútinn að ég hlusti á læknana og liggi.

Margrét Svanhildur er í vetrarfríi og er því heima núna Kristinn og Bjarni Harald eru svo í fríi á morgun og hinn svo allir fá langa helgi hér á bæ :) 

Jæja best að leggjast útaf áður en allt fer af stað aftur Knús 


HELGIN

Jæja þá er ein enn vikan að hefjast tíminn líður nú ótrúlega hratt þó maður sé bara heima Wink  Við áttum fína helgi hér á bæ Margrét Svanhildur er oðrinn "mamma" en hún er búinn að vera að suða og suða um að fá þessi börn sín og sá Kristinn svo auglýsingu í blaðinu og ákváðum við að kikja á þau. Voru þau síðan tekin með okkur heim, þau eiga sér hús úti og hafa það gott þar, þau heita Lulu og Kalli og eru ofboðslega sætar kaninur Grin Lulu er af tegund sem heitir ljónshöfuð og er hún vel loðin og mjúk Kalli er svo sonur hennar en er ekki eins loðinn hann er hinvegar með skærblá augu er algjör sjarmör SmileÞað er búið að klippa á Kalla svo það koma eingir ungar Grin Margrét er gersamlega í skýjunum með börnin sín en hún borgaði sjálf helminginn og það mun vera mest hún sem sér um þau en við munum að sjálfsögðu aðstoða hana.

Við fórum síðan öll í morgunmat hjá TOYOTA í gær og fengum rúnstykki,kaffi og kakó svo varð Kristinn eftir þar en það var verið að kynna nýjan TOYOTA AVENSIS og var nóg að gera hjá honum í gær.

Við hin vorum bara heima, Margrét  fékk Cecilie í heimsókn og voru þær duglegar að leika sér allan daginn, Bjarni svaf frá 11:20 - 15:45 já hann kann að sofa útí vagni Wink og ég var bara að lesa og slaka á

Við hjónin áttum líka 10 ára afmæli í gær = 10 ár síðan við byrjuðum saman Wink og var eldaður góður matur í tilefni dagsins.

Var að setja inn myndir á barnalandið og þar getið þið meðal annars séð Kalla og Lulu og svo eru líka bumbumyndir Grin

Knús frá okkur öllum  


AFMÆLISKVEÐJUR

Við viljum óska Stínu Línu og Dodda (bróðir pabba) ynnilega til hamingju með daginn í dag og vonum að þið eigið góðan dag Kissing

Ég var annars að koma frá lækninum og fékk að vita að það eina sem er í boði fyrir mig er að LIGGJA en ég fæ samdrætti um leið og ég stend upp af sófanum svo ég verð barasta að hlýða og liggja kjurr ErrmWink  en ég er nú bara jákvæð og róleg yfir þessu enda hjálpar jú ekki að vera eitthvað stressuð og neikvæð        ég er bara að lesa og hef það eins og kósý og ég get

Bið að heilsa í bili RAGNA 


Greynilega ekki fædd til að ganga með börn

Það er ekki hægt að segja að það eigi að vera auðvelt fyrir mig að ganga með börnin mín en hvað leggur maður ekki á sig til að fá gullmola í hendurnar.

ég er búin að vera með samdrætti síðan ég var aðeins kominn 18 vikur á leið en ekki svo slæma og aðalega á kvöldin, svo á miðvikudaginn voru þeir ansi slæmir og allan daginn fór ég bara að sofa snemma og mætti svo í vinnu á miðvikudaginn með samdrætti, samdrættirnir jukust bara og jukust um 11 leitið leist konunum í vinnunni ekkert á mig og létu mig hringja uppá deild var ég beðin um að koma sem fyrst. Ég var nú svo heppin að það var ljósan sem var með mig þegar ég gekk með Bjarna Harald sem tók á móti mér svo hún þekkir mína fyrri sögu, ég fékk mónitor á mig og þá leist okkur ekkert á þetta þar sem það sást á honum að þetta voru meiri hríðar heldur en samdrættir og ekki nema 5 mín á milli Undecided það var kallað strax á lækni og var ákveðið að sprauta mig í lærið til að stoppa hríðarnar, svo var leghálsinn tjekkaður og var hann lokaður SEM BETUR FER það kom svo í ljós að ég er með blöðrubólgu og getur hún orsakað hríðarnar svo ég var sett strax á pensilin við því.  ég fékk svo að fara heim um 5 leitið en á nú bara að liggja og gera ekki neitt ég fór svo í sónar á föstudaginn og var það staðfest að leghálsinn er lokaður en stuttur Wink 

Ég er búin að vera ágæt núna um helgina og læt kallinn bara stjana við mig Wink

Læt ykkur fylgjast með gangi mála síðar Wink


Ég er barasta eins og litlu börnin

Ég var á kvöldvakt í gær og allt í einu eins og hendi væri veifað var ég er að drepast í öðru eyranu Frown ég var jú ALLTAF með í eyrunum sem barn og þekki þessa BEV.... verki jæja ég kláraði vaktina fór heim tróð hvítlauk í eyrað og á bakvið eyrað og reyndi að fara að sofa GEKK EKKI þvílíkur þrýstingur ÁI ÁI Á Crying   ég endaði á að fara fram í sófa og svaf þar sitjandi með hvítlaukinn í eyranu í alla nótt Frown fór svo til læknisins áðan og er með bullandi eyrnabólgu og fékk pensilin við því Frown ég hef nú ekki fengið svona í eyrun síðan 2003 held ég svo ég hélt að ég væri vaxin uppúr þessu ég geri það kannski aldrei Frown 

Dagmamman hans Bjarna Haralds er lögst í flensuna svo hann er núna hjá Gestadagmömmu okkur var nú ekkert vel við að fara með hann til einhverrar sem við höfum aldrei hitt en þetta er fínasta kona um 60 ára og það er bara smá ömmulykt af henni enda var prinsinn alsæll hjá henni í gær og vinkaði bara hress og kátur í morgun Wink   Hann er farinn að arka um allt hús með vagninn sinn á undan sér (ekki dúkkuvagn heldur svona kubbavagn) HEHE hann byrjaði á þessu á sunnudaginn og er hann mjög stoltur af sjálfum sér og ekki erum við hin nú minna stolt Grin 

Jamm jæja ég held ég hafi ekki meira að segja í dag svo ég kveð bara að sinni  


AFMÆLISKVEÐJA

Ynilega til hamingju með afmælið elsku pabbi við sendum þér stórt knús yfir hafið

Komnar nýjar myndir og ný færsla á hina síðuna :) 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband