Færsluflokkur: Bloggar

Leynigestur Margrétar Svanhildar

Já í gær fórum við til Kaupmannahafnar að ná í "pakka" eða það hélt Margrét allavegana, en málið er að þessi pakki var nú bara lifandi 6 ára vinkona Margrétar sem kom með flugi í fylgd frá íslandi. Við ákváðum að þegja alveg yfir þessu og koma henni algjörlega á óvart, enda var það þess virði, váá sú varð hissa. Þegar Perla Sóley kom labbandi sagði Ragna "jæja þarna er pakkinn okkar " og Margrét var alveg "neiieiii mamma þetta er Perla " já hún er pakkinn til þín, ha er hún pakkinn, "vááá" sagði hún og stökk svo á Perlu og faðmaði hana.Hlæjandi Þær voru báðar svo glaðar.Svo sagði Margrét takk og að við foreldrar hennar værum bestu foreldrar í heimi Glottandi hún var svo göð. Perla ætlar að vera hjá okkur í 8 daga svo þetta verður æðislegt fyrir þær báðar.  En Margrét er búin að vera frekar einmanna síðastliðnar vikur og hún Fanney er svo frábær að leyfa okkur að fá hana Perlu sína lánaða, ákvað þetta á föstudaginn, keypti miða og skvísan komin á sunnudeginum, Fanney mín þú ert "one of the kinde" takk æðislega fyrir að leyfa henni að koma við munum hugsa vel um hana. Koss

Jæja þið að vita meira á morgun  bæó


Heitur laugardagur

Jæja nú er sko heitt hér í danaveldi 27c glampandi sól og engin gola Svalur Við kíktum aðeins í miðbæinn, en það er alltaf markaður og lifandi músik í bænum á laugardögum. Bærinn iðaði af lífi og við gátum keypt okkur sólhlíf í garðinn, svo nú er líft í garðinum Hlæjandi.

í Dag hittum við í fyrsta skipti svo íslendinga sem að búa hérna í bænum. Það eru hjón sem búa í hverfi rétt fyrir norðan bæinn. Hittum þau bara á ganginum í Netto (supermarkad). Vorum að spjalla heilmikið við þau og þetta virðist vera hið besta fólk. Á morgun verður síðan farið í smá bíltúr, þannig að við reynum að slappa af og njóta dagsins í dag.

Bestu kveðjur heim í rigninguna.

Familien Dalsvinget. 


Aarhusferð nr. 2

Í dag fórum við mæðgur inní Aarhus, og nú átti að finna föndurbúð, aðeins var verslað í H&M á Margréti maður þarf nú að vera fínn í skólanum Brosandi , svo var sest á kaffihús og hlustað á alla Íslendingana sem gengu fram hjá í kaupæði. Loks fannst föndurbúðin, en ekkert af tré vörum eins og ég var að leita af , spurning hvort ég þurfi ekki bara að fá sendingu frá föndru hehehehe, nei nei  Kristinn verður bara að vera duglegur að smíða fyrir frúna hehe. Við áttum annars fínan dag í verslunarferðinni. Og hittum svo Kristinn eftir vinnu hjá honum og héldum heim á leið.

Rólegir tímar

Svalur Nú í þessari viku er búið að vera frekar rólegt hérna í danaveldi. Það er þannig að flestir eru í sumarfríi eða eitthvað þess háttar og þess vegna er rólegt að gera hjá varahlutadeildinni. Einnig eru flestir á verkstæðinu í fríi. Ragna og Margrét hafa haft nóg að gera við að ganga frá eftir sumarfríið. Annars erum við í afslöppun og rólegheitum enda heitt og verður heitt út vikuna með sól og góðviðri. Fengum aðeins rigningu mán-þriðjudag svona rétt til að vökva grasið.

slakað á eftir frí

Í gær var deginum eytt heimafyrir, þvo þvott og meiri þvott svona eins og gerist þegar maður kemur úr fríi. Allir voru frekar þreyttir en ánægðir með ferðina.

Margrét heldur áfram að tapa tönnunum en í hádeginu í gær reif hún eina úr setti hana á diskinn hjá mömmu sinni og sagði gjörðusvovel og hló svo dátt og pabba hennar fannst þetta mikið fyndið líka.Hehehehe mér fannst nú ekkert gyrnilegt að fá blóðuga tönn á diskinn minn Óákveðinn en svona eru nú þessi börn haha.

Við fengum svo íslenska matargesti en vinafólk okkar Haukur og Badda og börnin 3, eru í bændagistingu hér á jótlandi og komu til okkar í kvölmat. Það var mjög gaman að fá þau, og Margrét var himinlifandi að fá stelpu að leika við. 

Í dag fór svo húsbóndinn aftur til vinnu og við mæðgur verðum heima að þvo meiri þvott og slaka á í leiðinni.   Kanski aðeins að bæta á brúna litinn en dagurinn í dag virðist ætla að bjóða upp á það Svalur bless í bili.


Farið í Frí, Part 3

7júlí, Vaknað eldsnemma (08:00) og keyrt eins og leið lá suður til skemmtigarðs sem heitir Walibi World. Þetta er rosalega stór garður með MIKIÐ af rússibönum og leiktækjum. Þarna er t.d Stærsti rússíbani í evrópu Goliath. Þetta er rússibani sem fer hátt, hratt og langt eða nær um 106km hraða. Ekki fór ég (Kristinn) í hann þar sem það var rúmlega klukkustundar bið í hann. Lét mér nægja tvo aðra sem eru ekki eins stórir en sammt rosalegir. Annar Hét Xpress, hann nær 90kmklst á 2.8sek og fer í 4ar lykkjur og hliðar upp og allt. Manni er skotið af stað með loftpressu, maður situr kjurr og alltí einu er maður á leiðinni beint upp. Hinn var ekki eins rosalegur en sammt fínn. Þar er maður dreginn upp brekku aftur á bak, upp í næstum lóðrétta stöðu. Honum er svo sleppt og maður fer í 2lykkjur á hvolfi og svo 3lykkjuna á hvolfi aftur. Upp brekku og svo er stoppað. Síðan er allt endurtekið nema núna afturábak. Maginn á mér var alveg lennnnngi að jafna sig. Ekki var farið í fleirri tæki eftir að húsbóndinn var búinn að láta hrista vel upp í sér. Náðum samt þar á undan að fara í fullt að tækjum og skemmta okkur mjög vel. Þetta var alveg þess virði þó svo að garðurinn var dýr. Kannski eini gallinn að Margrét var aðeins of ung fyrir flest tækinn (þetta er meira fyrir 10-12 og uppúr). Henni fannst nú samt mjög gaman og allir fóru ánægðir heim í hjólhýsi.

8júlí, Keyrsludagurinn mikli. Núna var ekið sem leið lá gegnum Holland, Þýskaland og upp til DK. Þetta reyndust vera 750km og það með hjólhýsi. Það þýddi að ekið var á um 90kmklst. Vorum á ferðinni með góðu stoppi í allt 10tíma.

Mikið var nú samt gott að komast heim, þetta var nú samt mjög gott frí.SvalurSvalurSvalurUllandi


Farið í Frí, Part 2

SvalurSvalurSvalurSvalur

5júlí, Legið í sólbaði fram eftir degi, þar sem það var ennþá vel heitt og sólin skein. Fórum samt í bíltúr og litum á hafnarbæ sem heitir Lemmer. Kíktum aðeins á mannlífið og verzlanirnar sem bærinn bauð uppá. Þegar við komum til baka var aftur farið á ströndina og slappað af og Bangsi reyndi aftur við sjóinn og hélt núna að hann kynni að synda en þetta var bara busl og hopp þar sem hann náði í botn. (kannski lærir hann þetta seinna). Skelltum okkur í bað og þvoðum af okkur sjóin og reyndum að ná af okkkur þessu brúna en það gekk ekki eins vel því liturinn er víst kominn til að vera. Svalur Fórum svo út að borða á kósý litlu sveitaveitingarhúsi þar sem enginn talaði neitt annað en Hollensku eða Þýsku. Allir fengu samt það sem þeir pöntuðu og við urðum mett og glöð. Annars ótrúlegt hvað margir í Hollandi tala ensku eða skilja, Þjóðverjarnir gátu ekkert þannig að við töluðum ísl-ensku við þá. 

6júlí, Vaknað við úrhellisrigningu, héldum að við værum í útilegu á íslandi! Stytti fljótt upp og hitinn fór upp í 30c+ aftur og sólin baðaði okkur enn á ný. Ákváðum að kíkja á bæ sem heitir Sneek og rölt var göngugatan og það varð okkur greinilegt að Hollendingar eru ekki alveg með á nótunum í því sem heitir Tíska. Samt var að sjálfsögðu spreðað peningum (evrum) á Margréti. Hún fékk pils og eitthvað fleirra í búð sem Rögnu fynnst vera "rossssalega skemmtileg" (C&A).  Hún er víst næstum eins og H&M. Flúðum hitan í bænum og brunuðum aftur á tjaldstæðið og á ströndina.

 


Farið í frí, Part 1

2júlí, Við lögðum af stað frá Silkeborg og stefnan sett á frí. Við ókum af stað með 1tonn í eftirdragi (hjólhýsi) og ferðin lá til Þýskalands. Samt var fyrsta nóttin í Aabenraa í DK. (nenntum ekki að keyra lengra).

3júlí, Lagt af stað eldsnemma (11) og keyrðum yfir grensan. Þegar við komum til þýskalands "féllu himnarnir" olíumælirinn hrapaði ansi hratt og "eitthvað" lak úr Toyotunni. Hringt var til Toyota Þýskalandi og fundið næsta verkstæði. En að sjálfsögðu fannst ekkert að bílnum (enda bilar Toyota ekki) Heldur var þetta hitinn og AC var að anda og skilaði út óþarfa vatni. Líka skiljanlegt þar sem það var um 29-31c hiti allan daginn. Svo norðan við Hamburg lentum við í 2klst, "STAU" (stopp eða hérumbil) var það ekki skemmtilegt en svona er það þegar allir ætla í sömu átt á sama tíma. Komumst loks á tjaldstæði vestan við Bremen. 

4júlí, Lögðum í hann frá Bremen, nú lá leiðin til Hollands. Nánar til tekið til Hindeloopen sem er á Vestur-norður strönd Hollands, þarna í fyrðinum eða innsjónum eða hvað sem þetta er kallað. Nei ekki fékk íslendingurinn það sem hann pantaði, vegna fjórfætlingsins sem lá í coma í aftursætinu. Þennan dag var nefnilega 31-33c og ölllum var heitt. Þetta reddaðist samt allt því á tjaldstæði aðeins sunnar var tekið vel á móti okkur öllum 4. Ekki sakaði heldur að það var mikið ódýrara og færri gestir. Á þessu tjaldstæði var allt í sóma og við hliðina var baðströnd þar sem hægt var að fara í sjóinn og kæla sig og notuðu allir tækifærið, Bangsi líka, þó honum fannst þetta ekkert sniðugt fyrst. 


Búið að vera góð helgi.

Það sem af er helgi erum við búin að fá góðan hita og mikla sól. við erum öll orðinn rauð eða brún. Það er búið að vera um og yfir 25c og yndislegt. Við fengum heimsókn á fimtudag. Maggý og Jói Matti komu með dóttur sína, Margrét fékk loksins leikfélaga. Við fórum svo í Djurssommerland á Föstudaginn, ég fékk óvænt auka frí á föstudaginn þannig að við drifum okkur bara af stað. Það var rosalega gaman og stelpurnar prófuðu flest þau tæki sem þær gátu. Svo var endað á vatnagarðshlutanum. þar var buslað og sullað þar til var lokað. Ókum sem leið lá til baka til Silkeborgar og fengum okkur að borða á Jensens Bofhus. Á laugardeginum ókum við svo niður á strönd hérna í Silkeborg. Flatmöguðum og böðuðum okkur fram eftir degi, svo fórum við í bátaferð niður Gudenaaen. Alla leið niður á Silkeborg So. 

Það var nú fínt að fá svona heimsókn og þeim fannst ekkert verra að vera hérna í þessum hita. Þau eru núna á leiðinni til Klaka frænda í Köben og fá rosalegt ferðaveður. hitinn er ekkert að lækka heldur bara á uppleið. núna kl 12:30 er hitinn orðinn 27c og rakinn er kominn í 50%. Við erum að fara að ná okkur í Hjólhýsi sem við erum búinn að leigja og svo liggur leiðinn til Hollands. (SvalurSvalurSvalur  Ullandi)

Biðjum að heilsa Familien Dalsvinget.

P.s. Bráðum fer ég bara að skrifa þetta á DönskuBrosandi


Kvoldvakt.

Jæja, herna sit eg a einni kvoldvaktinni enn. tad er frekar rolegt nuna og er eg buinn strax ad flestu sem gera tarf. tannig ad eg mun reyna ad finna mer eitthvert verkefni til ad eyda timanum. Joi og Maggy eru ad koma i heimsokn og ætla ad vera yfir helgina hja okkur. Margret er buinn ad taka til hja ser tannig ad hun og Isabella geti leikid ser. Hun er buinn ad hlakka til ad fa loksins einhvern krakka til ad leika ser vid.

I gær (midvikudag) tokum vid verulega a tvi og tvodum Bangsa og hann fekk lika klippingu. tad var svo erfitt ad fa tima hja hundaklippara tannig ad husbondinn keypti goda rakvel og gerdi tetta sjalfur. (myndir koma seinna). Klippingin gekk vel og hundurinn reyndist vera rolegur og likadi vel ad losna vid lubban. svo var hundurinn eitradur svo ad poddurnar leiti ekki i hann. Tad eru einhverjar poddur sem setjast fast i feldin og eru frekar ogedfeldar. Nuna ætti hann ekki af fa slikar.

Verd ad segja ad a tirsdag fengum vid okkur Hamborgahrygg i matinn, fruinn oskadi eftir tvi og ad sjalfsogdu var farid eftir hennar mataroskum. Smakkadist rosalega vel.

Bid ad heilsa og endilega latid i ykkur heyra. (mail,MSN eda her)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband