Færsluflokkur: Bloggar

Hæ hæ öll sömul

Í dag þurfum við mæðgur aðeins að útréttast í bænum, og svo á að fara á ströndina eftir  vinnu hjá húsbóndanum, en í dag er enn einn heitidagurinn og þá er gott að fara á ströndina og busla svolítið.

Í fréttunum í gær var talað um að þessi mánuður er heitasti júlímánuður "ever" hér í danaveldi, hitinn á baðvötnunum er á bilinu 19c til 24c svo það er ekki slæmt að heimsækja strendurnar núna, í dag er líka 25 baðdagurinn í röð, en það er talað um baðdaga þegar hægt er að fara á ströndina, svo að við höfum aldeilis valið okkur sumarið til að flytja hingað út. Það spáir nú skúrum á föstudag og vonast allir til að það rætist, en þeir gátu ekki einu sinni spáð almennilegri rigningu Óákveðinn svo maður veit ekki hversu mikil væta verður úr þessu en vonandi einhver Skömmustulegur þar sem allt er orðið hættulega þurrt hér hjá okkur.

Jæja nóg komið af blaðri um veðrið.....

Núna ætti að vera auðveldara fyrir ykkur að skrifa í gestabókina þar sem við vorum aðeins að laga hana, svo endilega reynið að kvitta...

Bless í bili, Ragna 


Rólegur Þriðjudagur

Já í dag erum við mæðgur bara heimavið að taka því rólega í sólinni Svalur Samt búnar að þrífa og gera fínt hjá okkur í litla húsinu okkar.  En hitabylgjunni á ekkert að linna á næstunni svo ég dreif mig í að þrífa í morgun áður en það varð of heitt til þess.

Margrét fór að hágráta  Gráta á Kastruup í gær þegar Perla var farin en líðanin er betri í dag Glottandi við þurfum bara að vera duglegri að leifa henni að heyra í vinkonum sínum, svo að hún finni ekki fyrir eins mikilum söknuði til þeirra.  Við heyrðum í Fanney í gær og Perla er alveg í skýjunum með dvölina hjá okkur Hlæjandi enda kannski ekki við öðru að búast hehehehe.

Nú er ekki nema vika þar til Frístundarheimilið byrjar hjá skottunni og vonum við að henni eigi eftir að líða sem best þar og í skólanum, ég veit að hún verður fljót að komast inní þetta allt saman hún er svo dugleg þessi elska Glottandi 

 Bið að heilsa Ragna


Manudagur, Snemma a ferd.

I morgun voknudum vid snemma til ad Ragna og stelpurnar gætu tekid lestina. I dag er nefnilega Perla Soley ad fara heim til sin aftur. Ragna ætlar ad taka lestina kl 0730 til Koben. Svo a Perla flug kl1400. Ragna og Margret koma ta ekki heim aftur fyrr en milli 1800 og 1900. Gott ferdarlag tetta og hun klarer det her sig selv. Hlæjandi

Nuna sit eg i umbodinu i Silkeborg næstu 2vikur og tad litur ut fyrir ad tad se ekkert ad gera. Enda er fritiminn enn i gangi. Tetta er kallad industriferie. Goda vid tetta er ad eg slepp vid ad keyra a milli. nuna er adeins 5min akstur i vinnuna.

Annars er allt gott. Bestu kvedjur ur solinni (ennta gott vedur herna).

Kristinn


Sunnudagur

Góðan Daginn!!!!!!!!!!

Við vöknuðum réttu megin við hádeigi og Ragna fór með stelpurnar í bakaríið. Ég var allveg sátturHlæjandi. Í dag á svo að halda hvíldardaginn hátíðlegan. Við ætlum kannski í göngutúr við vatnið ef við nennum því. Spurning því við löbbuðum mikið í dýragarðinum í gær. Annars er spáð skúrum og vonum við að það gangi eftir því jörðin þarf virkilega á því að halda. Hér er allt orðið þurrt og slökkviliðsstjórinn er búinn að banna alla meðferð með opin eld í náttúrinni. Samt ekki alveg öruggt að við fáum rigningu. Núna er skýjað en ekki þungbúið. 24c hiti og 55%raki. Ullandi

Ellers har vi det godt og er i delig humor. Beste hilser fra lille familien i Dalsvinget.

E.S vi er rigtig god til Dansk og kan kun blive bedreHlæjandi


Heilsað uppá Ljónin

Í Dag skruppum við í Dýragarð með svona Safari sniði. Maður getur bæði labbað og keyrt um garðin og skoðað dýrin. Við sáum margskonar dýr, svo vorum við svo heppin að við lentum á matartíma hjá mörgum dýrana og fengum meðalannars að gefa sjálf Kameldýrunum. Stelpunum fannst það allveg í lagi. Við horfðum á úlfana fá matinn sinn og hann var ekki að verri endanum. Þeir fengu kjúlla og 1stk nýdauðan kálf. Þeir hreinlega rifu í sig matinn. Sáum Górillur fá epli, löbbuðum meðal apa, og sáum nashyrninga slást um epli. Svo var keyrt inní ljónabúr og voru ljónin öll frekar róleg og lágu í makindum í góða veðrinu. Sáum að þau hefðu fengið Kú eða naut í dag. Voru enn að slíta hana í sig.

Svo fórum við heim eftir góðan dag og fengu stelpurnar að velja kvöldmat. Það var samhljóða öskrað MacDonalds og þar við sat. Passa mig á því að reyna að við slöppum af á morgun og njóta dagsins.

Hilser fra familien Dalsvinget Silkeborg

 


Dagur fimm með Perlu Sóley

Jæja í dag er líka heitt en skíjað Skömmustulegur hitinn er samt 30c og mikill raki eða 50% sem er eiginlega óbærilegt maður situr bara inni og svitnar og svitnar. Í dag erum við bara heima og stelpurnar fá bara að njóta þess að vera saman og eru að dunda sér í herberginu hennar Margrétar. Kristinn fór í gær og keypti sér viftu til að hafa á borðinu sínu í vinnunni, svona ef að loftræstikerfið myndi bila aftur hehe.

En gærdagurinn var frekar erfiður hjá honum í vinnunni UllandiÓákveðinn Við elduðum okkur kjúklingabringur í gærkvöldi og fengum okkur ís og jarðarber í eftirrétt uummmmm rosa gott. Annars erum við bara að reyna að tóra í hitanum, en það er ótrúlegt hvað stelpurnar þola þetta vel, þær voru sko úti í garði að leika sér í gær úff úff, það lak af þeim svitinn en þær hvörtuðu sko ekki neitt Glottandi en ég var sko algerlega að leka niður, dreif mig svo bara í ískalda sturtu í gærkvöld og var líðanin aðeins betri eftir það, maður þarf að vera duglegur að drekka í þessum hita og held ég að ég hafi ekki staðið mig nógu vel þar í gær, en mun bæta úr því í dag heheHlæjandi

Jæja bið að heilsa í bili, og endilega skrifið í gestabókina Brosandi höfum frétt að það geti verið eitthvað erfitt að kvitta (smá vesen) en ekki gefast upp Glottandi


Já HEITUR DAGUR

ojjbara hvað það er heitt! Þetta er of mikið! Við fórum í bæinn og náðum að kaupa skólatösku fyrir Perlu og pennaveski líka. Hitinn er 35c og heiðskýrt(kl:12:30) Veður fræðingurinn sagði í fréttunum í gær að dagurinn í dag yrði heitasti dagurinn sem af er af þessu sumri og ætla ég rétt að vona að þetta gerist ekki mkið heytara hér í danaveldi Ullandi

Annars eigum við hjónin afmæli í dag en við erum búin að tolla gift í heila 4 ár það kallast gott í dag held ég miðað við skilnaðartölur, en pabbi tilkynnti náttúrlega Kristni í kirkjunni að nú gæti hann ekki skilað mér svo hann situr bara uppi með mig af eilífu heheheheh

Jæja ætla að reyna að gera eitthvað en það verður ekki gert mikið í dag hehe bara reynt að halda sér á lífi heheSkömmustulegur


HEITUR DAGUR (VINNA)

Svalur Thetta er alltof mikid. Eg mætti i vinnu i morgunn kl 7:30 og ta var hitinn kominn i 23c og loftræstikerfid i husinu var bilad. Hitinn herna inni er 30+ og tetta a bara eftir ad verda heitara. i dag er spad ad tad verdi um 35c hiti uti og glampandi sol. Mig langar mest ad labba ut og fara a strondina, en tad er ekki hægt tar sem eg er einn herna med nemanum. (sit uppi med alla abyrgdina medan cheffin er i fri). Annars er tetta allt a uppleid tvi yfircheffinn (eigandinn) er ad utdeila viftum fyrir okkur. Svo a ad grilla i hadeiginu. Tannig ad tetta verdur kannski ekki svo slæmt.

Kvedja ur vinnunni KB  


Dagur 3 með Perlu Sóley

Úff Úff nú er heitt! Við skvísurnar fórum á ströndina í strætó í dag. Hitinn var 30c-34c og glampandi sól.Svalur Fólk hefur ábyggilega haldið að við ætluðum að halda til á ströndinni, en við vorum með 3x töskur og 1x poka með handklæðum og drykkjum og mat. Sem er nauðsynlegt í svona hita. Kristinn kom svo til okkar eftir vinnu og lagði sig í 2 tíma. Klukkan 18:30 fórum við svo heim á leið í 31c hita, komið var við á Bambino Pizza og pikkað upp kvöldmatinn(það er ekki hægt að elda í þessum hita) Allir fóru svo í bað eftir matinn og fengu á sig aftersun Hlæjandi Hlæjandi Hlæjandi Hlæjandi

Dagur 1 og 2 með Perlu Sóley

Í gær voru stelpurnar að leika sér í garðinum í 29c hita og sól (solítil viðbrigði fyrir Perlu) svo fórum við í bæinn og Perla dressa'i sig upp fyrir skólann í H&M, en að sjálfsögðu nýtti Fanney sér tækifærið og sendi stelpuna með pening fyrir H&M hehehehe. Svo fékk ég líka útrás að versla þó að það væri ekki á Margréti hehe. Kristinn fór í skógarferð með selpurnar og hundinn meðan ég eldaði uppáhald stelpnanna (Lasagnea) og var vel borðað af því Hlæjandi svo fengum  við kristinn okkur kaffi og íslenskar Rjóma Kúlur uummmmm  takk fyrir sendinguna Fanney, það er alltaf best íslenska nammið hehehe.

Í dag ætla stelpurnar að leika og leika, svo ætlum við í göngutúr og kíkja á leiksvæðið okkar hér í götunni. 

Bless í bili 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband