Færsluflokkur: Bloggar
Þriðjudagur, 29. maí 2007
KOMIN MEÐ NETIÐ JIBBÍ :)
Já nú erum við loksins nettengd á ný hér á bænum þetta tók aðeins 3 mánuði fyrir TELE 2 en nú erum við glöð og kát á ný og getum verið í sambandi við umheiminn.
Ég (Ragna) er búinn að fá svar frá skólanum og hef fengið inngöngu í hann og byrja 2 júlí , en þá er svona kynningarvika held ég og svo er frí í 3 vikur og svo byrjar allt fyrir alvöru og hlakkar mig mikið til að byrja
Við áttum góða rólega helgi og vorum bara heima að dúllast Margrét fór í afmæli á Laugardaginn og eftir það kíktum við á Bylgju og Sigfús í Aarhus og var það mjög fínt eins og alltaf TAKK FYRIR OKKUR Margrét fékk svo stelpur í heimsókn bæði í gær og fyrradag og við hjónin vorum bara í afslöppun sem var mjög fínt. Við sóttum jú Bangsa á föstudagskvöldið og var hann alsæll að sjá okkur og gátum við séð að honum hefur sko ekki liðið illa meðan við vorum á Íslandi
pössunin gekk semsagt vonum framar og ætlaði Lisbet nú bara að halda honum og spurði hvað við vildum fá fyrir hann
en hann er jú ekki til sölu þessi prins
Jæja nú held ég að ég hafi ekki meira að segja í bili , kveðja frá A D VEJ 25
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 25. maí 2007
Fredag før Pinsevekend
Við brunuðum svo beint heim enda ekki vandamál á þessum tíma dags, það er næstum enginn traffík. Ég (kristinn) mætti svo í vinnu kl 15:00 á þriðjudaginn þannig að fríið var bara búið og alvaran tekin við.
Við nutum tímans vel heima á Íslandi og gátum náð að heimsækja þó nokkra þó svo að ekki náðist að kíkja á alla þá sem við vildum. (Þið verðið bara þá næst).
Það á svo ekki að gera mikið um helgina, reyndar ætlum við að bruna til Lisbet og ná í Bangsa en hann er búinn að vera þar í góðu yfirlæti síðan 6mai. Margrét er víst boðin í afmæli á morgun en svo verður lífið tekið létt og slakað á annars um helgina.
Hafið það gott og bestu kveðjur frá DK.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 21. maí 2007
komið að "heimferð"
Jæja nú liggur leiðin aftur til DK í dag. Og erum við öll sátt við það við erum búin að hafa það rosalega gott hér á Íslandinu í faðmi fjölskyldu og vina. Við vonumst svo til að fá netsamband áný í DK á morgun eða hinn og verðum þá í sambandi við umheiminn á ný
Fanney vinkona okkar ætlar að vera svo sæt að skutla okkur útá flugvöll í dag og svo er brottför um 16:00 þá yfirgefum við klakann í þetta sinn . Já ég segi klakann þar sem það snjóaði þegar við vöknuðum í morgun ÓTRÚLEGT vonumst við nú til að það sé nú aðeins hlýrra heima í SILKEBORG
en það kemur bara í ljós.
Við þökkum rosalega fyrir öll matarboðin og skemmtileg kvöld og var þessi tími eiginlega alltof fljótur að líða en svona er þetta þegar maður er í fríi.
Jæja nú fer Fanney að renna í hlað. SJÁUMST SÍÐAR
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 18. maí 2007
Þétt plan
Já já það er sko þétt planið hjá okkur hér á klakanum. Við erum upptekin alla daga og öll kvöld þangað til við förum. Og því miður náum við ekki að kíkja á alla en þeir verða þá bara efstir á listanum í næstu heimkomu
Við erum búin að hafa það rosalega gott og borða góðan ÍSLENSKAN mat
svo er jú ofsalega gaman að hitta alla og Margréti finnst þetta ógurlega skemmtilegt og fær hún pakka á hverjum viðkomustað sem er jú ekki verra
við ætlum að kíkja aðeins í bæinn í dag með Friðrikku vinkonu okkar sem kom frá Dalvík bara til að hitta okkur
svo er matarboð í kvöld
Jæja ætlum að fara að tíja okkur af stað í bæjarferðina skrifum síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 13. maí 2007
Sunnudagur 13maj
Sælt verði fólkið. Við erum hérna í góðu yfirlæti á Brautarhóli og erum að jafna okkur eftir Brúðkaup ársins. Já í gær giftust Grímur (brósi) og Dögg, þetta var yndisleg athöfn í Skálholtskirkju og þar eftir var boðið til heljar veizlu að hótel Geysi.
Það voru um 130 veizlugestir og buðu brúðhjón vel bæði í mat og drykk. Verð að taka fram að okkur fannst brúðhjónin vera afskaplega fallegt par og nutu þau dagsins. Við fórum svo þegar leikar stóðu sem hæst á Brautarhól og gistum þar síðastliðna nótt. Svo brunuðum við til baka og fengum okkur morgun mat. í dag sunnudag erum við búin að slaka á hérna á brautarhóli ásamt því að við skruppum í Hveragerði og náðum í Margréti. Hún faðmaði Ömmu og Afa í sveitinni extra vel enda ekki séð þau í heilt ár. Hún var einnig mjög heppin því að Amma Gamla frá Vopnafirði (Margrét amma Kristins) er stödd hjá okkur hérna á Brautarhóli.
Jæja læt þetta duga í dag og fer að leggja mig. Við erum nefnilega búin að ákveða að vera dugleg að heimsækja fólk og munum sinna þeirri yðju að krafti meðan við erum stödd hérna á skerinu.
Bestu kveðjur úr sveita sælunni á Brautarhóli, Litla familien frá ADvej 25
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 11. maí 2007
Fredag 11maj
Já nú erum við komin HEIM til íslands. Við komum með flugi í gærkveldi (fimtudag), lentum kl 23:30 og vorum svolítið með skrítna tilfinningu fyrir þessu öllu saman. Við erum nefnilega Heima en samt að heiman. Við brunuðum með Halla og Tótu til Rvk og fórum smá aukatúr svona til að skoða hvað er búið að byggja og hvaðer verið að byggja. Ótrúlegt hvað allt er öðruvísi en samt eins. Svo í dag var slakað á fyrir átök morgundagsins en kíktum samt aðeins á gömlu vinnustaðina okkar og ég (kristinn) spjallaði aðeins við nokkra kunningja þaðan og eyddi óvart öllum deginum þarna. Það er líka ekki skrítið þar sem það eru 360dagar síðan ég var á skerinu síðast. Á meðan fór Ragna og Margrét og heimsóttu Geislabaug. Þar eftir hittu þær svo Jóhönnu vinkonu hennar Rögnu og kíktu á kaffi hús. Margrét fékk loksins alvöru kleinuhring og þá var sko ekki nóg einn heldur 2stk.
Á morgunn förum við í sveitinna og mætum kát og hress í brúðkaup og vonandi verður einhver öl til að skola niður og nóg að éta því ekki er manni annað bjóðandi.
Ef þú lest þetta og uppgvötvar að við erum nærri þér og vilt heyra í okkur þá erum við með síman okkar með okkur og hann er 0045-6128-8855. (og við bítum ekki)
Kveðja Familien ADvej 25 sem er á faraldsfæti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 8. maí 2007
Tirsdag 08maj
Góðan Daginn,
Við erum búin að hafa ágæta langa helgi. Það var frídagur hérna í DK síðastliðinn föstudag, svo að það var tekið til í aukaherberginu og hent dóti uppá loft í geymslu. Svo fórum við í fermingarveizlu til Sdr Hygum þar sem drengurinn hennar Lisbetar var fermdur. Þegar við mættum kl 12:15 (korteri of seint) þar borið fram matur, þriggja rétta. Milli rétta voru sungnir heimasmíðaðir heilla og lofsöngvar um fermingarbarnið (víst danskur siður) og kl 15:30 fengum við svo kaffi, súkkulaði og smákökur. Ekki fengum við faraleyfi fyrr en boðið var uppá nattmad fyrir brottför. Þannig í allt var þetta góður dagur með nægum veitingum og hugglegheitum.
Svo er bara verið að pakka og gera sig kláran fyrir ÍSLAND. Þannig að það er nóg að gera hjá okkur og Margrét vaknar á hverjum degi og telur niður fyrir brottför henni er farið að hlakka mikið til að hitta Ömmur, Afana og alla hina.Já þið megið bíða aðeins lengur eftir myndum þar sem ég hef bara netið í vinnunni og verð að láta það duga enn.
Jæja sjáumst og hafið það gott Familien Albert Damsvej 25
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 3. maí 2007
Fimtudagur 3maj
Jæja set hérna inn smá svona fyrir helgina.
Það er ekki búið að vera svo mikið að gerast hérna í DK, bara heitt og fínt veður og við Margrét erum bara dugleg í boltanum. Um helgina ætlum við svo að slappa af og njóta þess að vera til, kannski taka eitthvað til í garðinum eða reyna að koma reglu á kassastæðurnar í aukaherberginu. Svo verður brunað til Sønderjylland á sunnudaginn í fermingu hjá Jesper hennar Lisbetar. Því miður er enn kalt á næturnar þannig að ekki verður farið í útilegur fyrr en eftir miðjan Maí
. Svo styttist jú í að við komum heim til íslands, það er bara í næstu viku (10mai). Við erum eins og ég fyrr hef sagt farinn að hlakka mikið til og erum spennt fyrir brúðkaupinu sem verður þann 12mai.Svo ætlum við að heimsækja þá ættingja sem vilja fá okkur i heimsokn
.
Jæja bestu sólarkveðjur frá Albert Dams vej 25
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 30. apríl 2007
Fin helgi
Já alveg hreint fín helgi hjá okkur öllum. Við fórum út að borða föstudagskvöld og Margrét fékk að velja staðinn, hún valdi Jensens Buffhus. Maturinn er alltaf jafn góður þarna og við vorum ánægð með útkomuna eins og áður.
Svo kom laugardagur og við vöknuðum snemma enda skvísan spennt fyrir deginum. Við fórum út og náðum okkur í hoppupúða sem við leigðum yfir daginn. Margrét var sko ekkert smá ánægð með það og hann vakti þvílíka lukku hjá stelpunum sem komu. Það var sko hoppað og skoppað allan daginn. Það komu allar stelpurnar í bekknum, ásamt 2nágrannastelpum. Við grilluðum pylsur og bökuðum kökur fyrir stelpurnar sem tóku vel til sín. Þegar þær voru svo farnar lögðum við Ragna okkur í sólinni og létum hana baka okkur aðeins eftir átök dagsins.
Í gær var svo slakað á að mestu fyrir utan að við tókum aðeins til á bak við hús og hreinsuðum beðið þar. Ekki samt hægt að gera neitt stórt þar sem hitinn var um 22c alla helgina.
Jæja bestu sólar og sumarkveðjur frá Albert Dams vej 25
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 27. apríl 2007
Margrét er 7ára í dag
Já þetta er ekki plat, stelpan mín er 7ára og það þíðir að við hjónin erum bara enn eldri og vitrari.
Ragna bakaði múffur fyrir bekkinn sem Margrét fær að taka með sér í skólan í dag. Hún vaknaði alveg eldhress og spurði svo eftir afmælisgjöfinni sinni frá okkur. Það var sko ekki hægt að bíða þar til í dag eftir skóla. Við gáfum henni Bratz dúkku með gæludýri og svo fékk hún eiturrauða fótbolta skó. Hún var að sjálfsögðu kát með þetta en vildi samt líka aðra dúkku.
Svo verður jú fest á morgunn og spáin er ekki bara að rætast með veðrið heldur verður heitara og betra. Þannig að best er að eiga nóg af sólarvörn fyrir skvísurnar.
Ætli það verði svo ekki slappað af á Sunnudaginn eftir helgina og notað nýja hengirúmið sem ég keypti mér. (rosa flott og gott).
Kveðjur úr góða veðrinu. Familien Albert Dams Vej 25
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)