Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 26. apríl 2007
Fotboltafar hja okkur
Ja nú er sko kallinn farinn að taka á því. Mér fannst ekki hægt að Margrét fengi bara að æfa bolta þannig að ég mætti á Oldboys æfingu í fótbolta í gærkveldi. Og en ekki hvað, kallinum tókst að skora úr annarari snertingu. Það er þannig að þeir spila hvern miðvikudag og eru 12-14 í sjálfu liðinu. Svo eru það hinir (ég er með þeim) sem mæta og spila og æfa við hliðina. Við erum svona varalið frá 6-12 strákar ég er reyndar yngstur því þetta er 32+, en þar sem ég hef ekkert að gera í strákana sem eru 18-31 er betra að mæta með hinum eldri, tímasetning á æfingum er líka betri.
Margrét mætti á sína aðra æfingu í gær og ég held að eftir smá tíma komi hún til með að taka bræðurmína alla í einu og yfirspila þá. Hún er þvílíkt áhugasöm og finnst þetta skemmtilegt. Skoraði fullt af mörkum í gær og allt.
Þegar æfinginn er búin borðar hún svo einsog afi sinn á Brautarhóli, og afþví orkan er orðin lítil er svo háttað og farið snemma að sofa þessi kvöld.
Hún er líka ekkert orðin smá spennt fyrir afmælinu sínu. Það er jú á morgun sem barnið mitt verður 7ára!!! Maður er ekkert orðin smá gamall.Svo eins og ég hef fyrr sagt hérna á bloginu, höldum við uppá það á laugardaginn og þá koma allar skvísurnar í bekknum og verður rigtigt fest. Eg ætla ad grilla pylsur í liðið, bjoda uppá köku og þess fyrir utan er ég búin að panta svolítið svona suprise fyrir Margréti.
Jæja bið fyrir bestu kveðjur til allra úr sólinni í DK (aðeins 23c i dag) Kristinn og Familie
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Vor og afmæli
Hallo allir,
Við höfum það ennþá mjög gott hérna fyrir utan netleysið sem er farið að hrjá okkur. Margrét er nýbyrjuð að æfa fótbolta og er rosaleg ánægð með það. Á æfingunum er stelpur á hennar aldri og líka úr bekknum hennar. Svo ætla ég (kristinn) að prófa að mæta hjá old boys og sjá hvort ég geti enn eitthvað.





Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 19. apríl 2007
Stina Lina er ad fermast i dag

Já hún litla systir mín er að fermast í dag. Og ég er bara staddur hérna í DK og átti ekki auðvelt með að bara að skreppa svona í Biskupstungurnar. Ég vona bara að þetta verði góður dagur hjá henni og verð bara að gera mér að góðu að ýmynda mér þær kræsingar sem Mamma er líklega búinn að finna til veizlunar.


Hafið þið það sem allra best og verði ykkur að góðu sem komast í kræsingarnar hennar Mömmu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 16. apríl 2007
Gott "Sumar" og mikill hiti.
Det er dejligt at bo i DK lige nu.
Ja það er búið að vera 20+c alla helgina og grillið hefur verið notað vel i sólinni. Við erum líka búin að vera dugleg og gerðum þósvolítið í garðinum. Slóum grasið og erum byrjuð að klippa og snyrta runna og tré. Samt var hitinn næstum óbærilegur því maður er ennþá að koma undan vetri og þetta er eins og henda á mann sumrinu í einu kasti. Maður á samt ekki að kvarta, heldur bara að vera ánægður.

Hafið þið sem best og einnig góða kveðjur til litla brósa (Oddur Bjarni) gangi þér vel með aðgerðina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 11. apríl 2007
SUMAR SUMAR SUMAR OG SÓL :)
já já nú er sko að koma sumar (það segir veðurkallinn allavegana) en í dag er 15c og sól og á bara að hlýna og um helgina á að vera 20-22c og heiðskýrt svo það verður bara slakað á í garðinum og sólað sig og grillað
og borðað úti eins og Margrét er búin að panta
kannski við bjóðum Bylgju og Sigfús og Rakel Talíu og Fríðu bara í grill og tjill (ég held þau komi aftur út á morgun ,eru núna á Íslandi) en allavegana ef þið kæru vinir lesið þetta þá endilega hafið þetta í huga og sláið á þráðinn. Það væri nefnilega ógurlega gaman að ná að hitta Fríðu í þetta sinn
En annars erum við bara að komast í gang eftir páskana , vinna og skóli á fullu. Við erum að fá "nýtt"þak en það var hreinsað í dag og svo verður það málað á næstu dögum (það var frekar gamallt og slitið) og fannst okkur sniðugra að láta hreynsa og mála heldur en að kaupa nýtt þak. Það er 15 ára ábyrgð á vinnunni svo þetta ætti að duga okkur við erum öll hress og kát ég er reyndar búin að vera með kvefskít um páskana en er að lagast held ég.
En nú er nóg komið af pikki í bili bæjó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 9. apríl 2007
GLEÐILEGA PÁSKA
Halló halló og GLEÐILEGA PÁSKA öll sömul við erum búin að vera rosalega dugleg um páskana, erum loksins búin að fjarlægja ALLA kassa úr stofunni og eldhúsinu og stabbla þeim inní aukaherbergi
svo verður tæmt úr þeim í rólegheitum.
Við hjónin fórum út að borða á laugardagskvöldið og var það mjög fínt (fyrsta skipti sem við förum 2 ein, síðan á Íslandi) við sátum bara og spjölluðum og borðuðm góðan mat í 2 og 1/2 tíma og sáum við að þetta er alveg NAUÐSYNLEGT og þarf að gerast oftar Margrét var alsæl með að gista hjá Freyju og Miru og fengu þær að hafa kósýkvöld þar svo kom hún heim um 10 leitið í gærmorgun og fékk að leita af páskaegginu sínu
svo fengum við fyrstu gestina okkar hingað í ALBERT DAMS VEJ en Lisbet,Karina og Jesper komu hér um 3 leitið og voru hér fram til 22 var þetta mjög fínn og kósý dagur í rigningarveðri , við vorum með lamb og tilheyrandi í kvöld mat og svo var bara spjallað um heima og geyma og krakkarnir spiluðu allan daginn
Kristinn og Lisbet fóru rúnt um garðinn okkar þar sem hún þekkir vel til MOLDVÖRPU starfsins og gat sagt okkur hvað er blóm og hvað er arfi
sá hún að við erum með helling af berjaplöntum og jarðarber og ALLES
en það er mikil órægt í garðinum en það verður lagað í rólegheitum en ekki bara á einum degi
kær kveðja FAMILIEN
Jæja nú ætlum við að vera heima og hygge os í dag Margrét er að fara að fá bekkjarsystur sína í heimsókn og ætla þær að bardúksa eitthvað saman.
Við vonum að þið hafið átt góða frí daga og borðað góðan mat og góðravinahóp
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 6. apríl 2007
VEGGFÓÐRUNIN TÓKST VEL :)
Já nú er búið að veggfóðra 1 og 1/2 vegg í herberginu hennar Margrétar. Þetta tókst vel að lokum, já að lokum segi ég því að þetta byrjaði nú ekki nógu vel vorum orðin frekar pirruð á þessu en svo ákvað ég(Ragna) að slá á þráðinn til Mömmu og Pabba
fékk ég góð ráð þar og allt fór að ganga eins og í sögu
skvísan er ALSÆL með þetta en herbergið verður klárað á morgun svo að nú sefur hún á gólfinu inni hjá okkur. Hún er búin að vera úti að leika það sem af er af pákunum og við bara varla séð hana
liggur við að maður sakni hennar bara. Svo er hún búin að fá leyfi til að gista í húsinu við hliðina á morgun en þar búa þær Freyja sem er jafngömul Margréti og eru þær vinkonur úr skólanum og svo hún Mira sem er 4 ára eru þær allar voða góðar vinkonur og spurðu þær í gær hvort þær mættu gista saman á morgun og ákváðum við bara að leyfa það og ætlum við hjónin þá að kíkja á kaffihus eða eitthvað kósý
hún hefur jú ekki gist hjá neinum síðan á Íslandi fyrir ári síðan og er hún því MJÖG spennt. Bangsi er alsæll að hafa okkur heima og er hann líka úti allan daginn
situr við dyrnar og bíður eftir að komast út í ólina sína svo sytur hann eins og kóngur hér úti á bletti alsæll með lífið
lætur nú aðeins heyra í sér ef einhver kemur OF nálægt húsinu HE HE en það er nú bara öryggi ekki satt ?
Jæja við biðjum að heilsa ykkur í bili og endilega munið að kvitta eftir lesturinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 4. apríl 2007
Komnar myndir
Jæja loksins eru komnar myndir af kotinu okkar gjörið svo vel
Það er allt gott af okkur að frétta við mæðgur eyddum deginum heima og Margrét fékk Ceciliu í heimsókn og léku þær sér í allan dag svo voru elduð hrossabjúgu sem við fengum send frá Brautarhóli um jólin og fékk Cecilie að borða hjá okkur og var hún nú bara hrifin af bjúgunum og kláraði allt saman með bros á vör nú er húsbóndinn kominn í páskafrí og á morgun á að setja veggfóðrið upp hjá Margréti en Kristinn leigði í dag spes borð sem þarf að nota til þess, svo fáið þið myndir af prinsessu herberginu þegar það er fullklárað
Jæja nóg í bili bið að heilsa og óska ykkur góðra frídaga Verið nú ekki feimin við að kvitta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 3. apríl 2007
HEIMA Í RÓLEGHEITUM
JÁ NÚ ERUM VIÐ MÆÐGUR BARA HEIMA Í RÓLEGHEITUM MARGRÉT ER REYNDAR MEÐ JÓHÖNNU HJÁ SÉR OG ERU ÞÆR AÐ LEIKA SÉR ÉG VAR AÐEINS AÐ FÖNDRAST OG SVO ER VERIÐ AÐ ÞVO ÞVOTT EINS OG ÞAÐ ER JÚ GAMAN AÐ ÞVO ÞVOTT VIÐ FÁUM LOKS VEGGFÓÐRIÐ Í MARGRÉTAR HERBERGI Á EFTIR SVO NÚ ER BARA AÐ SLENGJA ÞVÍ Á VEGGINN OG ÞÁ ER HÆGT LEGGJA LOKAHÖNDINA Á HENNAR HERBERGI
HÚN ER NÚ BÚIN AÐ VERA ÓTRÚLEGA ÞOLINMÓÐ AÐ BÍÐA EFTIR AÐ AÐ HENNAR HERBERGI KLÁRIST
VIÐ ÆTLUM SVO AÐ REYNA AÐ HENDA INN MYNDUM Í KVÖLD EÐA Á MORGUN ÞIÐ FYLGIST BARA MEÐ. EIGUM ENN EFTIR AÐ TAKA SMÁ MYNDIR SÍÐAN VIÐ SETTUM ALLT Á SINN STAÐ EN ÞETTA ER ALLT SAMAN AÐ KOMA . ÉG FANN LÍKA ÞESSA FÍNU STRIGASKÓ Á MARGRÉTI Í GÆR OG ER HÚN ALSÆL MEÐ ÞÁ ÉG VEIT NÚ EKKI HVORT ÉG EIGI AÐ ÞORA AÐ SEGJA YKKUR NR HVAÐ ÞEIR ERU EN JÚ JÚ ÞEIR ERU NR 33 JÁ JÁ HÚN ER MEÐ BÝFUR EINS OG MAMMA SÍN
ÉG FANN NÚ EKKERT Á MIG FYRIR BRÚÐKAUPIÐ EN ÞAÐ ER NÚ EKKI Í FYRSTA SKIPTI SEM ÉG FINN EKKERT Á MIG SJÁLFA . EN SVONA ER ÞAÐ NÚ.
EN JÆJA ÉG BIÐ BARA AÐ HEILSA Í BILI OG EKKI GLEYMA AÐ KVITTA
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 2. apríl 2007
fyrsta færslan úr nýja húsinu :)
Já LOKSINS fengum við netið hér í Albert Dams Vej nú farið þið að fá aftur reglulega færslu hér inn og brátt koma myndir
við kláruðum að þrífa og mála í Dalsvinget á laugardaginn , Margrét var hjá Jóhönnu vinkonu sinni allan daginn og við bara unnum og unnum og mikið var nú gott að geta verið hér heima í gær og dúllast í góða veðrinu. Margrét var úti að leika allan daginn með Ceciliu vinkonu sinni úr bekknum sem býr hér í götunni og svo fór hún með þeim niður á höfn sem henni fannst njög gaman. Við hjónin nýttum daginn í að taka úr kössum og gera kósý hér hjá okkur og er þetta nú allt að koma, það er komin smá (sósu) stíll á þetta eins og Kristinn sagði í gær og var hann ánægður með útkomuna
en ég (ragna ) er jú kölluð Sósa af minni fjölskyldu HE HE Við mæðgur sváfum svo til 10 í morgun og ætlum svo að kíkja í bæinn ég ætla að reyna að finna mér eitthvað að vera í í brúðkaupinu í Maí
svo áað reyna að finna strigaskó á skottuna sem gengur nú ekki of vel því hún hefur sínar hugmyndir HIHI nei nei við finnum einhverja í dag
svo eigum við að afhenta lyklana í dag og verður það gott að ljúka því af. En nú ætla ég að fara að græja mig í föt og fara í byen með prinsessunni minni ,það er enn voða gott veður hjá okkur svo það verður pils í dag og leggings sem keiptar voru í gær HIHI svo vantar bara að finna sér sólgleraugu HAHA
mínus hattur samt
bið að heilsa öllum bæjó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)