Færsluflokkur: Bloggar
Sunnudagur, 24. júní 2007
Loksins komnar myndir af kúlubúanum :)
jæja þá erum við loksins búin að setja inn myndir af kúlukrílinu okkar svo settum við inn fullt af myndum á síðuna hennar Margrétar
Annars er bara allt fínt hér í baunalandinu, við fórum á brennu hér í hverfinu í gærkvöldi pg var það mjög gaman. Danir brenna norn á báli á SanktHans aften (jónsmessunótt) og að sjálfsögðu var þessi fína norn á bálinu hjá okkur í gær. Svo á nú bara að slaka á í dag það eru þrumur og RIGNING úti og þá er mest kósý að vera heima hjá sér
Kristinn klippti Hekkið í garðinum hjá okkur í síðustu viku en hann tók þetta í skorpum, nú er Soldið annað að koma að húsinu rosa flott hjá kallinum þar sem þetta var í fyrsta skipti sem hann klippir hekk. Ég hyrti svo upp eftir hann með hjálp Margrétar. Við erum líka búinn að sulta, Rifsberja-Jarðarberja hlaup og bæði rifsberin og jarðarberin voru tind í garðinum okkar
Jæja jæja nóg af fréttum í bili kær kveðja FAMILIEN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 20. júní 2007
Rólegur dagur
Í dag munum við mæðgur eyða deginum heimafyrir í afslöppun. Margrét er heima þar sem hún var svo slæm í maganum í gærkvöldi hún er nú eitthvað skárri núna en hleypur reglulega á WC við eigum nú að fá bréf í vikunni frá Randers og fáum þá að vita hvenær hún fer í speglunina. Ég vona að hún fari ekki að versna aftur en hún var líka mjög slæm af verkjum í síðustu viku
Hún er orðin svo þreytt á þessu litla skynnið svo nú krossum við bara fingur um að það fari að koma einhver svör við þessu öllu saman.
Kristinn var á kvöldvakt í gær og kom smá slasaður heim hann var semsagt að losa plast af dekkjastæðu og það endaði þannig að hann fékk 2x dekk í andlitið, hann er bólgin á nefinu og með sár og gleraugun brotnuðu smá en það ætti að vera hægt að laga þau þar sem umgjörðin sjálf er heil og að sjalfsögðu borgar vinnan viðgerðina þar sem þetta var jú vinnuslys. Ég sagði nú við hann að sem betur fer er hann ekki í vinnu sem er hættuleg þar sem þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann slasar sig í vinnu hjá TOYOTA. En svona er þetta slysin gerast hratt
Nú á Margrét bara viku eftir í skólanum svo er hún komin í 4 vikna frí svo fer hún í frístundina þar til skólinn byrjar á ný. Stína (systir Kristinns) og Lilja vinkona hennar koma núna þann 28 og ætla að vera með Margréti í viku meðan ég er í skólanum þær ætla að stoppa hjá okkur í 10 daga og ætlum við að gera eitthvað sniðugt með þeim
Jæja ætli ég verði ekki að fara að sinna skottunni minni og kannski henda í 1 vél eða svo verið nú væn og kvittið í GESTÓ það er svo miklu skemmtilegra að skrifa þegar maður fær einhver viðbrögð frá ykkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 17. júní 2007
HÆHÓJIBBÍJEI..................................................
Góðann daginn og gleðilegan þjóðhátíðardag
Við viljum þakka fyrir allar kveðjurnar og munum við að sjálfsög'u vera dugleg að leifa ykkur að fylgjast með gangi mála. Heilsan er nú öll að koma held ég en ég er mjög misjöfn milli daga en þetta kemur allt saman. Maginn er farin að kúlumyndast smá og buxurnar farnar að þrengja að Við ætlum að reyna að skanna inn sónarmyndirnar og setja hér inn. Þær eru reyndar ekki mjög skýrar þar sem krílið var eitthvað feimið við þessa truflun og var ekkert að sýna sig of mikið
en það er nú samt hægt að sjá andlit ,hendur og fætur
Við fórum í GILLVEISLU hér í götunni í gær en það er alltaf svona einu sinni á ári. Mæting var kl:16 og var þá farið í leiki og svo var Grillað og allir komu með meðlæti sem var sett á sameiginlegt borð svo var sungið og spjallað allir komu síðan með desert og var sannkallað kökuhlaðborð í eftirrétt við komum fyrst heim kl:24 og var þetta fínasta skemmtun fyrir alla Margrét kynntist krökkunum í götunni betur og við þeim fullorðnu
Við ætlum svo að slaka á í dag og dúllast heima fyrir. Vonandi skemmtið þið ykkur í bænum í mannfjöldanum kær kveðja FAMILIEN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 14. júní 2007
KOMIÐ AÐ FRÉTTUM :)
Jæja þá finnst okkur kominn timi á að segja ykkur fréttir en þannig er að okkar fjölskylda mun stækka um 1 um næstu jól.Já þið lásuð rétt við eigum von á litlu kríli og er áætlaður komutími 24 desember flott dagsetning
við vorum í sónar í morgun og lítur allt vel út barnið er núna heilir 5 cm og spriklaði það vel fyrir okkur
við sóttum svo Margréti snemma í skólann og sögðum henni fréttirnar og að sjálfsögðu er skvísan í skýjunum
hún var fyrst hissa og leit á magann á mér og svo varð hún hálf klökk greyið HI HI. Nú á svo bara að slaka á í dag og njóta dagsins. Ég stefni þó enn á að byrja í skólanum og taka svo bara fæðingarorlof frá skólanum.
Jæja varð nú bara að deila þessum gleðifréttum með ykkur þar sem ég er komin rúma 3 mánuði og er búið að vera erfitt að þegja HIHI ég er nú búin að vera mun slappari heldur enn með Margréti en heilsan er að koma aftur nú er bara að njóta þess að vera GRAVID og þess sem fylgir því bæjó í bili fjölskyldan sem er að fara að stækka
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 11. júní 2007
GÓÐ HELGI :)
Jæja þá er búið að víja tjaldið og var bara þrusufínt að sofa í því við vorum í góðu yfirlæti hjá Fanney og krökkunum í Ringsted í 28c og sól alla helgina. Sátum úti langt fram á kvöld og spjölluðum um heima og geima og Margrét og Perla léku sér alla helgina mjög vel saman og Perla svaf hjá okkur í tjaldinu báðar næturnar. Svo á sunnudaginn brunuðum við Kristinn á Kastrup og náðum í Jóhönnu vorum svo í afslöppun hjá Fanney fram til hálf sjö um kveldið þar sem hitinn var 30c og var ekki hægt að keyra heim vegna hita.
Í dag fór hitinn í 33c og heiðskýrt, við fórum með Margréti til læknis í Randers og var tekin sú ákvörðun að hún fer í speglun það voru teknar blóðprufur í dag og við fáum svo bréf frá lækninum og fáum að vita með framhaldið. Loksins fengum við að spjalla við yfirlækninn og var hún alveg sammála okkur að það þarf að fara að gera eitthvað í þessu.
Við Jóhanna ætlum svo á búðarráp á morgun en hitinn á ekki að vera NEMA 25 -28 á morgun nú sofa allir hér bara með lök sem sæng enda ekki annað hægt
Jóhanna er nú alveg að höndla hitann þokkalega vel en þyggur með þökkum KALDA sturtu HIHI
Jæja nóg að fréttum í bili bið að heilsa kær kveðja úr hitanum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 8. júní 2007
HEEIIIIITTT !!
Ég ætla að byrja á að þakka fyrir afmæliskveðjurnar alltaf gaman að fá kvitt á síðuna við hjónin áttum góðan morgun saman í gær og Kristinn gaf mér voða sæta eyrnalokka og stærðar blómvönd
við slökuðum svo á í sólinni Kristinn fór svo á kvöldvakt og ég lagðist út í garð
og lá nú bara þar í afslöppun þar til ég sótti Margréti það var reyndar ROSALEGA heitt í gær eða 28c og sól en ég þraukaði nokkra tíma í sólinni
Margrét fór að skoða helli í gær með skólanum og sá þar leðurblökur og meira spennandi VOÐA gaman svo höfðum við það kósý við mæðgur í gærköldi og fórum svo bara snemma í bólið en ég var dösuð eftir hitann. Við áttum MJÖG erfitt með svefn í nótt fyrir hita en td. á miðnætti var 20c
ekki gott að sofa í því það endaði svo með að Kristinn tók sængina sína innanúr sængurverinu og svaf bara með sængurverið
vöknuðu allir svo klístraðir og fínir í morgun
Ég ætla að pakka smá í tösku í dag og svo fer ég í nudd svo verður lagt í hann um kaffileitið og brunað til Ringsted en það tekur um 2 tíma SEM BETUR FER ER AIRCON í bílnum jæja best að fara að pakka niður bið að heisla ykkur og GÓÐA HELGI
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 7. júní 2007
Hún er 29 í fyrsta skipti !
Góðan daginn, og til hamingju með afmælið elsku konan mín. Já það er rétt konan mín hún Ragna er orðin 29 í dag í fyrsta skipti.
(verður líklega 29 næstu 3-5 afmælisdaga) Ég er heima núna var í blóðprufum hjá lækninum í morgun. Bara svona í almennri ransókn, maður verður að láta kíkja á sig svona öðru hvoru eins og maður fer með bílinn í skoðun reglulega. Talandi um það fór ég með dísel kaggan í skoðun í gær. Að sjálfsögðu rann hann í gegn eins og ekkert væri og Það athugasemdalaust. Vonandi verður það sama með mig, á heldur ekki von á öðru
. Svo fór kallin og keypti afmælisgjöf fyrir frúnna og blomster
. Hún beið svo spennt eftir að ég kæmi heim enda er hún eins og þegar opna á pakkana á jólunum þegar kemur að afmælisdeginum. Ég er svo að fara á kvöldvakt en ég veit ekki hversu auðvelt það er þar sem hitinn er þegar skriðinn yfir 26c og glampandi sól. Enda er það svo að íslendingar eru ekki skapaðir fyrir langvarandi hita og sól. Svona á það svo að vera um helgina og alveg fram í næstu viku. 25-27c og sól með léttum andvara til að kæla sig 3-5m/sek.
Eins og Ragna hefur fyrr sagt hérna ætlum við að bruna til Sjælland/Ringsted um helgina og heimsækja nýju danabúana. Þannig að við komum til með að njóta helgarinnar og vona lesandi góður að þú komir til með að gera slíkt hið sama jafnvel þó að hitinn verði ekki hin sami hjá þér.
Hafið það gott og bestu kveðjur frá fyrirmyndareiginmanninum í Albert Dams Vej 25.
Kristinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 6. júní 2007
HELLÚ HELLÚ !
Jæja nú er fyrsti gesturinn frá íslandi að fara að koma til okkar en Jóhanna vinkona Rögnu hringdi í gærkvöldi og var þá að kaupa miða til Köben og hún kemur á sunnudaginn, já hún er sko ekki lengi að þessu stúlkan. Þar sem hún er í sumarfríi og orðin leið á rigningu,roki og kulda ákvað hún að skella sér í sólina til okkar
hlakkar okkur mikið til að fá hana og geta sýnt henni allt hér í kring. Við erum búin að ákveða að skella okkur til Ringsted á föstudaginn og ætlum að víja tjaldið í garðinum hjá Fanney og Ara svo pikkum við Jóhönnu upp á sunnudaginn á KASTRUP
SNIÐUGT EKKI SATT ?
Margrét fór ofurspennt í skólann í morgun en þessa viku og næstu viku verða börnin úti í skólanum (ekkert inni) og þau áttu að koma með hvítan bol og eiga að breyta honum í yndíánabol, svo eiga þau að fræðast um yndíána og vera eins og yndíánar í þessa daga. Rosa sniðugt Ég ætla að baka fyrirfram afmælisköku með kaffinu í dag þar sem Kristinn er á kvöldvakt á morgun
þá munum við mæðgur bara hafa kósýkvöld á morgun í tilefni dagsins
en jamm og jæja ætli ég láti þetta ekki duga í dag og munið að það er EKKI bannað að kvitta í gestó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 4. júní 2007
EINS OG EKTA DANIR :)
Jæja nú er maður sko farin að haga sér eins og dani , en í gær var yndislegt veður eða 22c og sól við drifum okkur í býltúr með nesti og nýja skó. Við fundum æðislegan stað við strönd og sátum þar í sólinni í 1 og 1/2 tíma og nutum lífsins. Margrét og Bangsi óðu í vatninu og Margrét fann marga fallega steina og skeljar. Er við komum heim spiluðu Margrét og Kristinn KRIKET með nágrannastelpunum svo fóru stelpurnar í bikini og í vatnsbyssuslag ROSA FJÖR svo var grillað og borðað úti í 20c og kvöldsól
ótrúlega næs. Í dag er veðrið eins og Margrét er farin út að leika með stelpunum í næsta húsi. Ég ætla nú að fara að koma mér útá tún í sólbað og njóta dagsins.
Svo langar mig að óska Símoni bróður mínum YNNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ég vona að þú getir notið dagsins í dag og ég verð hjá þér í huganum ég hugsa stórt til þín í dag elsku bróðir.
Við erum svo að spá í að bruna til RINGSTED til Fanney um næstu helgi og halda þar uppá afmælið mitt, en það fer jú líka eftir veðri hvað við gerum.
jæja nóg í bili held ég endilega kvittið kær kveðja RAGNA
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 1. júní 2007
SUMARIÐ KOMIÐ Í DK
já já nú vilja veðurkallarnir meina að sumarið sé komið hér hjá okkur EKKI SLÆMT veður búið að vera eða um og yfir 20c og sól og á að haldast þannig næstu daga
Margrét er að fara í langt helgarfrí frá skólanum og á ekki að mæta fyrr en á miðvikudaginn næst, á þriðjudaginn er nefnilega þjóðhátíðardagur dana og þá er skellt á fríi líka á mánudaginn. Já danirnir eru sko skki mikið fyrir staka frí daga heldur bæta bara einum við og fá 4 daga frí útur því EKKI VITLAUST. Kristinn er reyndar að vinna á mánudaginn og 1/2 þriðjudaginn en við mæðgur munum bara sleikja sólina og slappa af
Þær á leikskólanum virðast vera afstressaðar í augnablikinu en ég er ekki búin að vera vinna núna síðustu daga, ég er búin að tala við fyrrverandi yfirmann minn og fæ vonandi einhvejrjar dagvaktir þar í júní svo er jú skólinn í júlí. Það er nú ágætt að vera heima í hússtörfum í nokkra daga en ég meika ekki að vera í því allan júní mánuð VILL FÁ EITTHVAÐ AÐ GERA
Margrét er búin að vera á lyfi við maganum sem átti að laga niðurganginn,en hún er búinn með skammtinn og er ENN með niðurgang 2-3x á dag hún er orðin frekar þreytt á þessu litla skinnið sem er ekki skrítið. Við eigum svo að mæta 11 júní í RANDERS í tjékk en það er búið að tala um að ef lyfið myndi ekki virka þá þyrfti að spegla hana
HLAKKAR EKKI TIL ÞESS vona reyndar að þetta fari bara að lagast og hún sleppi við speglun. Annars erum við bara hress og kát hér í SILKEBORGINN enda ekki annað hægt þegar sumarið er komið
Svo er vinafólk okkar að flytja til RINGSTED sem er rétt hjá KÖBEN og eru þau í loftinu akkurat núna spennt og kát við munum svo vera dugleg að hitta þau.
EN jæja nóg komið í bili knús og kram og góða helgi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)