Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 26. ágúst 2009
Jæja best að nota tímann og skrifa nokkrar línur hér inn :)
Margrét Svanhildur stóð sig rosalega vel á Fótboltamótinu á laugardaginn en þær unnu alla sína leiki og hún skoraði 5 mörk, pabbinn var ekkert smá stoltur af skvísunni sinni en hún var nú líka vel þreytt eftir þetta mótið enda spiluðu þær 4 leiki og það var vel heitt úti.
Bjarni Harald er orðinn rosa duglegur að fara á koppinn og pissaði í hann í fyrsta skipti í gær og var ekkert lítið ánægður með sig hann er alltaf jafn ánægður hjá June og er hann víst farinn að stjórna á heimilinu þar HEHE en hann vekur krakkana hennar á morgnanna og svo þegar maðurinn hennnar er heima vill Bjarni bara vera með honum eitthvað að bardúsa.
Símon Mikael er farinn sofa 8-10 tíma í einu á nóttinni (flestar nætur) svo ég er farinn að vakna úthvíld á morgnanna Hann er líka farinn að sofa betur úti. Við fórum í mömmuhitting í gær og var svo gaman að sjá hann þar þau eru farin að uppgötva hvort annað svo mikið og liggja bara saman á gólfinu og skoða hvort annað og dótið. Hann var nú svo þreyttur í gær að hann sofnaði í fanginu á mér með skeiðina í munninum ( var að borða grautinn sinn) ég þvoði honum bara og lagði hann út og hann svaf 2 1/2 tíma.
Ég er svo dugleg núna að ég er farin að gera eplamaukið sjálf og geri grautinn frá grunni, ótrúlegt að ég hafi ekki gert þetta líka fyrir hin þar sem þetta er EKKERT mál. Þetta er nátturlega miklu hollara og MIKLU ódýrara.
Jæja best að kikja aðeins í þvottahúsið, alltaf nóg að gera þar á þessu heimili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 22. ágúst 2009
Lítið um að vera
Já það er nú ekki mikið um að vera hjá okkur familiunni þessa dagana, bara vinna,skóli,dagmamma og við Símon Mikael erum jú bara heima að dúllast eitthvað.
Bjarni Harald er komin til June aftur og er sko alsæll með það maður sér sko greynilega hvað honum líður vel hjá henni Margrét Svanhildur er á fullu í skólanum og er núna byrjuð í ensku líka, hún ætlar síðan að hvíla sig á handboltanum í vetur og varð sund fyrir valinu í staðinn. Kristinn hefur nóg að gera í vinnunni og fótboltanum.
Kristinn og Margrét eru núna á MC DONALDS fótboltamóti og strákarnir sofa eða reyndar er Símon að vakna ákkurat núna hann sefur ENN ekki mikið á daginn en ég má ekki gefa upp vonina heldur bara vera þolinmóð.
Bjarni Harald er farinn að gera nr.2 í klósettið og bara stoltur með það en hann byrjaði allt í einu bara að vilja fara á WC þegar hann þurfti að gera nr.2 og er þetta jú bara besta mál.
Símon Mikael er orðinn 7.2 kg og 66cm svo hann vex vel og hann er líka farinn að borða graut, alsskonar mauk og kartöflur og er sko BARA gaman að gefa honum að borða hann tekur sko endalaust við ég má passa mig að sprengja hann ekki HEHE
En jæja nú vill hann fá athygli litli kúturinn svo ég kveð að sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 12. ágúst 2009
Komin heim
Jæja þá erum við komin heim, við komum heim á laugardaginn eða reyndar sunnudaginn (kl:02:30) og voru allir þreyttir eftir ferðalagið svo það var sofið til kl:10:30 á sunnudaginn. Ferðalagið gekk og við skulum bara ekki ræða það meir, en það er semsagt meira en að segja það að ferðast með 2 litla þreytta kúta börnin sváfu síðan öll í bílnum frá köben og voru barasta borin inn í rúm.
Á mánudaginn byrjaði Kristinn svo að vinna Margrét Svanhildur í skólanum og Bjarni Harald hjá dagmömmu en hann er hjá gestadagmömmu þessa vikuna og gengur það bara vel. Þar sem Símon Mikael grætur enn frekar mikið suma daga þá ákvað ég að það væri betra að setja Bjarna til gestadagmömmu heldur en að hafa hann heima og geta lítið sinnt honum Símon Mikael er nú aðeins farinn að sofa betur úti og vona ég að þetta verði betra og betra með hverjum degi.
Við áttum að sjálfsögðu yndislegan tíma á íslandinu góða og var Símon Mikael skírður miðvikudaginn 29 júli Símon bróðir hélt á honum og þetta gekk allt vel, svo var Inga Rósa vinkona svo yndisleg að elda dýryndis kjúklingarétt og gerði sallöt með TAKK aftur kæra vinkona svo bökuðu Harpa og Stína súkkulaði köku
og svo var skýrnarterta allir voru hæstánægðir með daginn og var Símon bara í góðum gír þennan daginn.
við vorum uppí bústað með mömmu,pabba,Svanhildi og Freyju Sóley nokkra daga og nutu Bjarni Harald og Freyja Sóley sín vel í gúmmístígvelum arkandi á efftir afa sínum og héldust í hendur bara sæt saman.
Við hjónin gripum tækifærið og skelltum okkur í bíó og var það bara gott að komast aðeins út án barna.
Strákarnir voru reyndar veikir fyrstu dagna og fórum við með þá á læknavaktina strax daginn eftir að við komum þar sem Bjarni var með yfir 40c og Símon með ljótann hósta og hæsi, þegar við sögðum að við værum að koma frá danmörku panikkaði símdaman og henti í okkur grímum fyrir strákana og við fórum inn á undan öllum sem biðu (sem var reyndar ágætt þar sem það var full biðstofa) héldu læknarnir semsagt fyrst að þeir væru með svínaflensuna en svo var sem betur fer ekki þeir jöfnuðu sig síðan fljótt og urðu sjálfir sér líkir.
Við vorum viku í sveitinni og var nú bara slakað á þar sem Bjarni Harld fékk aftur hita og ljótan hósta og missti eiginlega bara röddina kíkt var til læknis í svetitinn með hann og vildi hann ekkert gera heldur bara bíða og sjá hvort hann myndi ekki vinna á þessu sjálfur, ég og Bjarni Harald vorum síðan bara 2 í kotinu eitt kvöldið meðan hinir skruppu á selfoss í matarboð, þetta var nú bara kósý við fengum okkur pylsu í kvöldmat og horfðum svo á Stubbana og Dodda í leikfangalandi. Símon svaf allt matarboðið og var bara stilltur hjá pabba sínum.
Jæja nú er hann vaknaður svo Bæjó í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 21. júlí 2009
Styttist í brottför!
Það er farið að styttast vel í brottför. Við erum á fullu að finna allt til sem þarf að hafa með, búin að gera lista yfir það sem á að koma með og förum vel eftir honum enda erfitt að muna eftir öllu þegar um 5manna fjölskyldu er að ræða. Gott að vita til þess að við megum taka með okkur 80kg með öllu.
Margrét fékk að vita á sunnudagskvöldið að við værum að fara til íslands og sú var sko hissa. Hún hoppaði um að kæti og grét eða hló til skiptis.
Í gær áttum við frúin 7ára brúðkaupsafmæli. (Ullarbrúðkaupsafmæli). Já ótrúlegt hvað tíminn flýgur og að maður sé eins ástfanginn og þá :). Við gerðum samt lítið til að halda uppá það, fyrir utan að Margrét bakaði köku fyrir okkur. (gerum okkur kannski dagamun á íslandi ef við getum platað einhvern að passa).
Jæja best að fara taka til og slá garðinn.
Sjáumst kannski á skerinu. Kristinn & Family
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 16. júlí 2009
Alveg að mygla í vinnunni.
Það er ekki sérstaklega gaman að vera að vinna þessa dagana. Þegar hitinn er um og yfir 25c og raki þá er best að vera heima á stuttbuxum en ekki í svörtum buxum og skyrtu í glerkassa (vinnustaðurinn er með stóra glugga í hásuður).
Það er líka erfitt að einbeita sér þegar fríið er rétt handan við hornið. Það er frekar lítið að gera og ekki margir bifvélavirkjar í vinnunni í dag. Þetta er spurning að halda þetta út í 11/2 dag í viðbót.
Bjarni og Símon voru í sprutum núna á þriðjudaginn og Símon fékk hita greyið eftir það svo hann er búin að vera frekar lítill og stuttur þráður í skapinu (mamman segir að það komi frá pabbanum :(=
Margrét er búin að vera dugleg að hjálpa til heima við með að passa Bjarna því hann er í fríi. Ragna hefur svo verið dugleg að labba með ungahópin sinn út á róló og leifa þeim að fá smá útrás og Bjarni er alveg voðalega ánægður með það, getur hreinlega dundað sér tímunum saman með skóflu og fötu.
Jæja best að fara að gera eitthvað til að láta tíman líða.
Kveðjur frá sumarblíðunni í DK - Kristinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 2. júlí 2009
Gotugrill ofl
Sidustu helgi var gotugrill her i gotunni og var thetta rosa godur dagur, fjorid byrjadi kl:16 og svo var fest eins lengi og folk nennti ad vera. Eg for heim med strakana um 22:30 og kristinn og Margret komu fyrst heim 1:30 Bjarni Harald var i essinu sinu med 2x vatnsfloskur og gekk a milli og kældi folk nidur HEHE en thad var bara notalegt ad fa gusu fra honum i 25c og sol
Kristinn(frændi Kristins) Nini og krakkarnir theirra 4 komu svo i kvoldmat a sunnudaginn og leist Bjarna Harald nu ekkert a blikuna i byrjun thegar 3x 3ja ara komu og rotudu i dotinu hans en svo leku oll 6 bornin ser vel saman
Ja eg og Simon Mikael forum a skolaslit med Margreti Svanhildi a fostudaginn og var thad mjog gaman en thad er mikid lagt uppur musik a skolaslitunum og eru thetta eiginlega bara tonleikar.
Margret Svanhildur er nuna thessa viku og næstu a sundnamskeidi og likar henni thad vel Bjarni Harald a eina viku eftir fram ad sumarfrii og Kristinn 2 vikur svo verdur skellt ser i fri og var akvedid ad skella ser a klakann thetta arid og skira yngsta fjolskyldumedliminn vid komum a klakann 22 juli og verdum fram til 8 agust. Vid akvadum ad segja Margreti ekki neitt og heldur hun ad vid seum ad fara til Svithjod HAHA thad verdur BARA gaman ad fara a Kastrup i stadinn su verdur hissa
En hun er buin ad vera med svo mikla heimthra nuna og mun hun barasta ekki hondla spennuna ad vera a leidinni heim svo vid reynum bara ad plana allt nuna an thess ad hun viti nokkud. Kristinn er nu buinn ad missa thetta ut ur ser 2x en hun fattar ekkert HEHE.
Thad er hryllilega heitt nuna eda milli 25 og 30 c og sol Simon Mikael er ekki ad hondla thetta vel en brædurnir eru bara a samfellununni thessa dagana. Kristinn keypti sundlaug sidustu helgi og er mikid buid ad nota hana
Jæja ætla ad hætta i bili bæjo
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 22. júní 2009
LOKSINS LOKSINS
Já loksins hef ég tíma í að skrifa smá færslu hér inn , það er nú ekki eins og það sé mikið nýtt í fréttum frá síðustu færlsu en maður verður nú að halda þessari síðu gangandi
Símon Mikael er orðinn aðeins betri en hann er byrjaður í meðferð hjá barnakiropraktor þar sem hann er mjög stífur í hálsinum og vill helst horfa til hægri. Hann sefur samt ekki mikið á daginn en hann er hættur að gráta svona mikið þó hann vaki. Hann er mjög brosmildur og hló í fyrsta sinn á föstudagskvöldið BARA SÆTT
Annars er ekkert í fréttum hér á bæ , sumarið er bara komið á ný með yfir 20c og sól svo allir fóru léttklæddir af stað í morgun
Jæja ætla að fara að sækja miðju ungann og húsbóndann bless í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 11. júní 2009
Orðinn árinu eldri
Já húsmóðirin á bænum varð árinu eldri síðasta sunnudag Bjarni og Oddný(foreldrar Kristins) komu til okkar á laugardaginn og voru hér fram á þriðjudag. Sunnudeginum var eytt í dýragarði í Ebeltoft og fannst Bjarna Harald það sko ekki slæmt og var hann sko alveg í essinu sínu en hann er mjög mikið fyrir dýr. Símon Mikael var svo stylltur að hann svaf allan daginn
Margrét Svanhildur naut þess að vera með ömmu sinni og afa. Um kvöldið fórum við svo út að borða á Bones. Svo þetta var bara hinn fýnasti afmælisdagur
Á mánudaginn lá svo leiðin niður í bæ og var pínu verslað þar og kikt á mannlífið. Þriðjudagurinn var svo bara heimadagur. Bjarni og Oddny fóru svo um kvöldið Kristinn keyrði þau til Billund Takk aftur fyrir komuna þetta var yndislegur tími með ykkur . Ég fór með krakkana á sumartónleika í skólanum en Margrét er búin að vera í musik í vetur og söng hún ásamt sínum hóp 5 lög Bjarni Harald var nú eitthver púkarass þetta kveldið og lét mömmu sína hlaupa um ALLT á eftir sér með Símon Mikael grátandi í fanginu ÚFF þetta var ekki auðvelt
en við fórum síðan bara heim í hléinu þegar Margrét var búin að syngja svo að hinir foreldrarnir gætu heyrt restina af tónleikunum HEHE
Ég fór með Símon Mikael í svæðanudd í dag og vonum við að það hafi hjálpað honum eitthvað og hann fari að róast eitthvað í maganum.
Jæja nú hef ég barasta ekki fleirra í fréttum annað en að það eru komnar nýjar myndir inn á hina síðuna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 5. júní 2009
Hamingjuóskir :)
Við viljum óska Símon (bróðir mínum) ynnilega til hamingju með afmælið í gær við vonum að þú hafir átt góðann afmælisdag.
Svo var nú stór dagur hjá Grím(bróðir Kristins) og Dögg í gær en þau eginuðust prinsessu og viljum við óska þeim ynnilega til hamingju með hana og hlakkar okkur til að sjá hana í næstu íslandsför.
Kossar og knús til ykkar allra og vonum að öllum heilsist vel.
Ragna, Kristinn, Margrét Svanhildur, Bjarni Harald og Símon Mikael
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 3. júní 2009
DRENGJAKORINN ADV 25
Ja vid erum svo heppinn her a bæ ad vid eigum okkar eigin drengjakor en thegar Simon Mikael grætur mikid byrjar Bjarni Harald lika og tha syngja their fallega saman i kor.
Margret Svanhildur var ad keppa a meistaramoti i fotbolta a sunnudaginn og lentu thær i 4 sæti af 16
Simon Mikael er ENN mjog ovær en eg var med hann hja doksa og er med "kolik"veit ekki hvad thad heitir a islensku en thetta er semsagt maginn og mikid loft i honum sem angrar hann en hann thyngist vel og er ordinn 5,3 kg og 58cm svo hann vex vel
en nu er hann byrjadur i orga a mat svo lengra verdur thetta ekki ad sinni BÆJO
PS talvan vildi ekki skipta yfir a islenskt lyklabord :(
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)