Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 23. júlí 2007
HÉR KEMUR FERÐASAGAN MIKLA
Jæja þá erum við komin heim á ný eftir frábært ferðalag og að sjálfsögðu fáið þið smá details á því sem var brallað
MÁNUDAGUR 16/7
Lögðum af stað um 11 leitið og brunuðum sem leið lá til Þýskalands í 35c og sól tjölduðum við í bæ sem heitir RERIK og er á Norðurströnd gamla Austur Þýskalands (við Balticsjó). Þetta er yndislegur lítill ferðamannabær með miklu Ítalíu sniði. Kíkt var á bæinn og farið út að borða, svo var kíkt á ströndina um 21 leitið í 30c og kvöldsól. Héldum svo uppí tjald spiluðum og svo var haldið í draumaheima eftir langan og heitan dag.
ÞRIÐJUDAGUR 17/7
Í dag er pínu kaldara eða 27 - 30c ákváðum við að kíkja í borgina ROSTOCK sem er í um 30 mín frá tjaldstæðinu. Kíktum við í búðir og að sjálfsögðu voru gerð góð kaup í C&A og var það auðvitað Margrét sem græddi á þeim kaupum Fengum okkur svo ís í sólinni og að sjálfsögðu fékk Bangsi líka ís
Svo var farið í ROSTOCK ZOO sem er mjög skemmtilegur dýragarður með öllum þessum venjulegu dýrum auk Mörgæsa, Ísbjarna, Ljónum, Górillur, Fílar , Jaguar og Blettatígrar O.F.L. Svo var brunað til baka, farið út að borða og fékk Kristinn sér fisk (rosa flott og gott) Svo var farið uppí tjald spilað og að sofa enda allir þreyttir eftir frábæran dag.
MIÐVIKUDAGUR 18/7
Við mægður vöknuðum kl:7:30 vegna hita enda kominn 27c ( ekki notalegt í tjaldi í fjallasvefnpoka) Sátum aðeins úti og lituðum og vöktum svo Kristinn og sendum hann í bakaríið að kaupa morgunmat Svo var sólað sig (reyndar flúði húsmóðirin) í skuggann með Bangsa og feðginin kíktu á ströndina og böðuðu sig í sjónum. Svo var slakað meira á borðuð vatnsmelóna og notið lífsins enda ekki annað hægt í 33c og heiðskýru. Um kvöldið var farið út að borða og fengið sér BESTU Pizzur EVER
FIMMTUDAGUR 19/7
Í dag var ferðinni haldið áfram ákváðum við bara að keyra og sjá til hvar yrði tjaldað. Eftir ca. 4 tíma keyrslu á sveitavegum var ákveðið að finna tjaldstæði, fundum við eitt slíkt inní borginni WOLFSBURG sem er VW borg en TOYOTA hjartað sló fast . Um kvöldið var fengið sér VERSTA MC Donalds nokkru sinni meira að segja Kristinn kláraði ekki sinn og þá er mikið sagt
FÖSTUDAGUR 20/7
Jæja í dag erum við hjónin búinn að vera gift í 5 ár og eigum við því TRÉ afmæli . Var deginum eitt á safni/sýningu á VW safni en þar eru líka undirtegundir sem VW samsteipan á(http://www.autostadt.de/portal/site/www/template.PAGE/), eins og AUDI, LAMBORGINI, SKODA, SEAT og BENTLEY Þetta er GEÐVEIKT safn sem er fyrir alla fjölskylduna, þetta er bæði innan og utandyra og svo er farið í 45 mín lestarferð um VW verksmiðjuna þar sem bílarnir eru búnir til og fengum við að sjá hvernig þetta gengur fyrir sig og hvernig eitt stykki bíll er búinn til. Það var rosalega heitt þennan dag eða um 33c og sól og var fólk frekar dasað eftir daginn. Fórum nú samt út að borða á frábærum stað á aðaltorginu í bænum og sátum þar í rólegheitum og fylgdumst með mannlífinu í bænum, voru allir hæstánægðir með daginn og fóru að sofa með bros á vör
LAUGARDAGUR 21/7
Í dag var kíkt á búðarráp og fengu allir eitthvað fínt á sig í dag já líka mamman en hún fann sér þessar líka fínu Bumbubuxur og Bumbubol . Var hitinn um 32c og sú gula glampaði svo orkan var nú ekki of mikil og fannst okkur kærkomið að fara heim í tjald og leggja okkur sem var gert og svo var farið á SUBWAY og fengið sér í gogginn. Er við komum aftur á tjaldsvæðið fann Margrét sér loksins leikfélaga en á leiksæðinu á tjaldsvæðinu var svo heppilegt að hún rakst á danska stelpu. Greyið kominn með smá leið á gamla settinu og var í skýjunum að fá einhvern að leika við
. Svo við gömlu sátum úti og spiluðum í fínum hita og hugglegheitum fram að háttatíma.
SUNNUDAGUR 22/7
Jæja jæja þá var vaknað í rigningu, týpískt þar sem við erum á leiðinni heim í dag. En það var bara pakkað öllu í bílinn og brunað af stað í GRENJANDI rigningu og komið heim til Silkeborg í GRENJANDI rigningu tjaldið hengt upp til þerris í CARPORTINU og gengið frá mest af dótinu hent mat í ofninn kíkt á TV og svo í seng sem var BARA gott allir búnir að fá nóg af vindsængunum
Erum við öll ofsa glöð að hafa drifið okkur í þetta frí þar sem það er búið að rigna í DK allan tímann sem við vorum í sól og 30c og yfir svo er líka bara alltaf gott að breyta um umhverfi og njóta lífsins. Þar sem við gátum ekki sett kæliboxið í samband var ákveðið að fara útað borða öll kvöldin enda vorum við í frí og MJÖG ódýrt að fara útað borða þarna í Deutchlandinu
Erum við öll brún og sæt og Margrét hefur aldrei verið svona dökk áður, rosa sæt svona brún
. Við setjum svo inn myndir sem fyrst en við erum öll í fríi í viku í viðbót svo við ættum nú að hafa tíma í það. Vona að þið hafið haft gaman af að lesa þessa langloku og við sendum ykkur kveðjur í góða veðrið á Islandinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 15. júlí 2007
Komnar nokkrar myndir
Jæja þá er bóndinn loks búinn að mynda frúnna svo að nú getið þið farið að fylgjast með hvernig maður stækkar þessa dagana. Við lofum svo að setja inn bumbumyndir reglulega
Annars áttum við mjög góða helgi með Karin og Tobi keyrðum hér um og sýndum þeim meðal annars HIMMELBJERGET leist þeim mjög vel á kotið okkar og bæinn okkar.
Nú erum við að pakka í bílinn en það á að bruna af stað til Þýskalands í fyrramálið svo ætlum við nú bara að sjá hvernig veðrið verður og hversu lengi við verðum en við verðum allavegana 1x viku.
Þannig að þið fáið LAAANGA skýrslu eftir frí kveð að sinni Ragna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 13. júlí 2007
Fyrsta Ljósmóðurheimsóknin gekk vel :)
Já hún var bara ánægð með mig ljósmóðirin, við fengum svo að heyra hjartsláttinn og fannst Margréti það mjög spennandi og sagði að þetta hljómaði eins og besta MUSIK HIHI allt er eins og það á að vera og svo fer ég í "akupunkt" vegna baksins þessa meðferð fæ ég frítt hjá ljósmóðursenterinu
svo skráði hún mig í meðgöngusund en það er fyrst í byrjun nóv sem ég kemst að þar svo að ég ætla nú aðeins að sjá til hvort ég fari í það. Annars var þetta bara svona spjall og hún var að segja okkur hvað þær bjóða uppá og við sögðum henni frá fyrri meðgöngu og fæðingu.
Jæja við erum búin að panta pláss á tjaldstæði í Þýskalandi rétt hjá borg sem heitir Rokstock (held þetta sé rétt skrifað ) það er loks kominn sumar hiti hjá okkur og var sól í dag
og er spáin bara nokkuð góð fyrir það svæði sem við ætlum að vera á við förum af stað semsagt á mánudagsmorgun og stefnum á vikufrí á kannski 2 stöðum
Jæja ofnin var að pípa svo það er komin kvöldmatur hér bið að heilsa bæjó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 11. júlí 2007
Þá er komin miðvikudagur
Hææ öll sömul, við mæðgur brunuðum til Randers í gær þar sem við vorum búinn að fá bréf um að hún ætti að mæta í sérstakt "svedtest" til að athuga með einhvern spes sjúkdóm. Við hringdum nú á undan okkur til að vita hvort það væri ekki öruggt að það ætti að gera þetta test og JÚJÚ það átti að gera það. Svo mætum við þarna um 2 leitið og viti menn neinei EKKERT test bara blóðprufur sem hefði verið hægt að taka hér í Silkeborg VÁ hvað ég varð pirruð nú er ég semsagt búinn að keyra þarna uppeftir 2x í fýluferð útaf þessu testi ARRG ARRG
þetta tekur jú klukkutíma aðraleið að fara þarna uppeftir. Svo hringdi Kristinn á spítalann frekar pirraður og vildi að yfirlæknirinn myndi hafa samband við okkur og útskýra fyrir okkur hvað væri í gangi. Svo hringdi læknir í hann í morgun og sagði að þessar blóðprufur væru í staðinn fyrir testið (það var EKKI sagt í gær) og þeir væru farnir að hallast að því að hún hafi fengið sýkingu þarna í október og svo væri hún bara með þannig maga að hún losar sig fljótt við fæðuna. Við fáum svo bréf frá þeim þegar komið er úr öllum prufum og ef allar prufur eru OK þá á skilst mér ekki að gera meira.
Í dag erum við mæðgur svo bara búnar að vera að slaka á og njóta þess að vera í fríi hún er núna hjá Cecilie að leika. Ég fór líka í gegnum skápinn hjá henni og tók út það sem er of lítið fínt að vita hvað vantar ef maður fer nú til Þýskalands í næstu viku
Við erum að fara til ljósmóðurinnar á föstudaginn (fyrsta heimsókn) og fer Margrét með okkur , erum við voða spennt að sjá hvernig þetta gengur fyrir sig hér í DK.
Svo fáum við heimsókn á Laugardaginn, en Karin (systir pabba) og Tobi maðurinn hennar ætla að kijka á okkur og gista 1 nótt það verður gaman að fá þau Svo er verið að stefna á tjaldútilegu í næstu viku og þá líklegast í Þýskalandi fer reyndar eftir veðurspá.
Jæja nóg af PÚSTI í bili bið að heilsa ykkur , og munið VIÐ ERUM MEÐ GESTABÓK Á SÍÐUNNI
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 8. júlí 2007
Søndag 8/7
Jæja núna er kominn sunnudagur og við ekki búin að blogga lengi. Enda líka nóg að gera á heimilinu. Húsmóðirin er komin á fullt í skólanum og byrjuð að svitna yfir bókunum. En samt heppin því eftir viku af skólasetu þá er mín bara send í sumarfrí í 3vikur og það á launum. Ekki slæmt að vera nemi í danaveldi. Ég (kristinnn) er í sumarafleysingum hérna inní silkeborg þannig að þessa dagana er ekki langt í vinnu. Svo er það eftir næsta föstudag sem minn er farinn í frí. Við erum MJÖG óheppin með veður þessa dagana hérna er met rigning ofan í met rigningu. T.d var júní mánuður blautasti mánuður síðan mælingar hófust og Júli er ekki að byrja neitt betur. Það er engra breytinga vænst nema kannski sjáum við aðeins meira í sólina í byrjun vikunnar.
Ég er búinn að vera hálf lasinn alla vikuna. þannig er mál með veksti að á Þriðjudagskveldið ákvað minn að nota "góða veðrið" (það var þurt) og fara aðeins útí garð og reyta arfa. Ekki tókst betur til heldur en svo að ég var hreinlega étin af skordýrum (muggi og moskito) og á miðvikudaginn var bitið á öklanum mínum orðið bólgið og hélt áfram að bólgna út. Ég fór á læknavaktina á miðvikudagskveldið og ekki er hún neitt betri heldur en það sem maður þekkir frá íslandi. En hann sagði mér samt að líklegast væri þetta ofnæmisviðbrögð og henti í mig 2töflum af alnok ofnæmistöflum og sagði mér að bíða þetta bara afmér. Á fimmtudag eftir vinnu var öklinn svo orðin næstum 3faldur og mér hætt að lítast á blikuna en það er gott að mágkona mín er læknir og að sjálfsögðu hringdi maður í hana og lét róa kallinn. Í dag er þetta orðið gott og minn byrjaður að hakka í sig B1 vitamin sem á að vera gott til að halda þeim í burtu. (sjáum til)
Annars er Stína systir búin að vera hérna núna í 10 daga og við fórum í gær til Herning að verzla og í sund. Keyptum meðal annnars föndur fyrir Dögg og Buxur handa Stínu. Þær eru búnar að vera alveg hreint frábærlega duglegar að passa Möggu. Þær eru búnar að vera að æfa hana í að hjóla og er hún loks búin að ná tökum á græunni. Við vorum svo ánægð með stelpurnar að við ákváðum að gleðja þær með smá gjöfum svona sem þakklæti fyrir duglegheitin.
Jæja höfum þetta ekki lengra. erum að fara með stelpurnar í lestina.
Bestu kveðjur frá Kallinum på Albert Dams Vej. Og stelpunum hans.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 4. júlí 2007
SKÓLINN BYRJAÐUR Á FULLU
Jájá skólinn er byrjaður og það á fullu, við erum búin að vera 2 daga í svona kynningu um námið og skólann,í dag vorum við svo úti og vorum að kynnast betur og var það mjög gaman.Fórum í svona stöðva leiki og göngutúr í skógi.Við áttum að fara 2 og 2 saman í göngutúr og spjalla svona bara um daginn og veginn svo áttum við að kynna hvor aðra fyrir hinum. Á morgun byrjar svo kennslan á fullu og er það 3x tímar í naturfag og aðrir 3 í dönsku sem bíða okkar á morgun fengum við fyrsta heimalærdóminn í gær en við áttum að lesa 25 bls í AMATOMIU fyrir föstudaginn, ég er nú búinn með þetta fag eða allavegana fyrsta hlutann svo ég las þessar 25bls í gær og glósaði 7bls uppúr því
og var bara stollt af mér í morgun þegar ég heyrði að hinar eru ekki byrjaðar eða bara búnar með smá hluta.
Svo fór ég og hitti stelpurnar í bænum en Stína og Lilja kiktu á útsölur og gátu keypt sér hitt og þetta og voru bara sáttar held ég með daginn Margrét var að sjæalfsögðu með þeim og gaf Stína henni armband sem hún var ógurlega ánægð með
Jæja læt þetta duga í bili fer svo bráðum að láta Kristinn taka bumbumyndir og skella hér inn en það er komin nett og fín kúla og nú eru það bara bumbubuxurnar sem duga
KOSSAR OG KNÚS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 2. júlí 2007
GÓÐANN OG BLESSAÐAN DAGINN :)
SORRY ELSKU OSSI BOSSI þú veist hvernig við erum með afmælisdaga en við segjum núna hátt og skýrt YNNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ODDUR BJARNI
nú er bara eins gott fyrir fólk að passa sig á götum borgarinnar þar sem einn enn BRAUTARHÓLSSONURINN fer að taka bílpróf á næstu dögum.
Annars áttum við fína helgi, á föstudaginn brunaði ég (Ragna) með Margréti til Randers í blóðprufur og viti menn ég viltist EKKI svo kíktum við mæðgur í IKEA í Aarhus áður en við náðum í Kristinn og gekk þetta bara svona líka glimrandi vel ég er ekkert SMÁ stolt af mér
Laugardeginum var svo eytt í leti hér heima í þrumum fyrripartinn og sól seinnipartinn. Í gær var svo brunað í LEGOLAND og deginum eytt þar í rigningu en samt hlýju voru regnhlífar með í för og Margrét fékk regnslá í LEGOLANDI
þetta var fínn dagur þrátt fyrir bleytu.
Í morgun fór ég svo í skólann og líst mér bara vel á enn um sinn. Þetta veðrur nú samt strembið og byrjar námið bara á fullu á fimmtudaginn á ég nú að lesa heima strax fyrir morgundaginn svo það er eingin miskunn. Þetta er voða blandaður aldurshópur í bekknum eða frá 19-40 sem er líka bara fínt en ég verð nátturlega ekki lengi í þessum bekk. Skildi ég nú bara ALLT sem fram fór í tímunum í dag svo þetta lofar bara góðu Fengum við 2x skruddur afhentar í dag en við fáum semsagt hluta af bókunum lánaðar frá skólanum.
Stína og Lilja voru heima með Margréti í morgun og gekk það bara vel, Margrét vaknaði nú þegar við Kristinn vorum að læðast út en lagði sig nú bara aftur enda þreytt eftir langan og skemmtilegan dag í gær.
Jæja nóg í bili bið að heilsa bæjó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 28. júní 2007
Margrét er hressari :)
Já Margrét er mun hressari í dag hún er samt heima að hvíla sig því hún var svo rosalega slöpp í gær. Við fórum áðan í skólann og hún kvaddi kennarann sinn og gaf henni poka af ÞRISTUM NAMM NAMM
var kennarinn mjög ánægð með það og sagðist ætla að gæða sér á þessu í sumarfríinu.
Stína og Lilja koma á eftir og munum við sækja þær á lestarstöðina í Aarhus. Það verður gaman að fá þær skotturnar Margrét fer svo smá í skólann á morgun en þá eru skólaslit og ekki má nú missa af fyrstu skólaslitunum
Veðrið er strax betra sól en smá vindur. Svo á að vera rosa gott veður um helgina sérstaklega á sunnudaginn svo sá dagur verður nýttur vel utandyra . Það er JASS hátíð í bænum um helgina og munum við kikja á það kannski á laugardagskvöldið, það er rosa gaman á þessari hátíð (var líka í fyrra) mikið líf í bænum og mikið um að vera
En góða helgi segi ég bara snemma þessa helgina og ég læt ykkur vita hvernig fyrsti skóladagurinn minn verður bæbæ kveðja FAMILIEN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 27. júní 2007
RIGNING OG ROK (ÍSLENSKT VEÐUR)
Já nú er sko bara eins og maður sé á Íslandi, ROK og RIGNING en það á nú að lagast strax á morgun og er spáð sól og fínu um helgina
Ég fór í viðtal í skólanum mínum í morgun og gekk það vel, það er semsagt ekkert mál fyrir mig að byrja og vera fram í nóvember svo þar sem það er ekki gott að láta líða of langt á milli bóklegs og verklegs mun ég byrja í verklegu næsta sumar og þá mun Kristinn taka fæðingarorlof svo þetta ætti að reddast
Svo er það litla stóra skottið á bænum hún var send heim úr skólanum í dag með mikla magaverki og er með rennandi niðurgang og er komin með hita núna , læknirinn hringdi áðan og eru þau hætt við að gera speglun á henni veit ekki alveg hvað ég á til að bragðs að taka. Það á að taka fleirri blóðprufur og svo á ég að gefa henni HUSK sem á að herða hægðirnar. Svo bara bíða og bíða og bíða ég er nú mikið að spá í að leita til annarra lækna í Aarhus og fá annað álit,veit ekki alveg hvað er best að gera veit bara að hún getur EKKI verið svona litla skinnið
hún er með verulega slæma verki núna og eingis um í sófanum
HVAÐ Á ÉG AÐ GERA ?????
Ætla að reyna að sinna henni eitthvað bæ í bili kveðja frá okkur í Rigningunni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 26. júní 2007
GÓÐANN DAGINN
Hér er allt í rólegheitum þessa dagana , Kristinn að vinna ,Margrét í skólanum og ég og Bangsi erum heima svo byrjar nú skólinn hjá mér á mánudaginn og get ég varla beðið ég er núna að reyna að ná á Námsráðgjafanum í skólanum til að fræðast aðeins um hvernig sé best að hafa þetta hjá mér þar sem ég mun bara taka fyrstu önnina og fara svo í fæðingarorlof, ég vona nú að þetta verði ekki mikið mál sem ég býst nú ekki við því ég get klárað heila önn. Þetta kemur allt í ljós vonandi núna á næstu dögum
Ég fór í hnykk í gær og var hann EKKI áægður með bakið á mér og verð ég að passa VEL uppá það , hann sagði að ef ég passa mjög vel uppá bakið og fer reglulega í nuddið þá ætti ég að geta reynt að komast hjá grindargliðnun. En guð minn góður hvað þetta var vont ég kipptist næstum af bekknum af sársauka og svo varð mér svo óglatt eftir á að það hálfa væri nóg
ekki nógu gott.
Nú er bara að nota snúningslakið og hann sagði mér að nota bakbelti sem ég á síðan á síðustu meðgöngu. Á ég að nota beltið ef ég þarf að reyna eitthvað á þetta svæði. Bara reyna að verja það eins og hægt er.
Jæja nóg í bili bið að heilsa ykkur kær kveðja Ragna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)