Færsluflokkur: Bloggar
Sunnudagur, 21. október 2007
Helgar færsla
Já við erum búin að eiga fína helgi , en á föstudaginn fengum við heimsókn frá VELJE en Bergþóra og CO komu hér um kaffileitið og voru hér frameftir kvöldi. Það var mjög gaman að fá þau og var spjallað og slúðrað og borðað vel Krakkarnir náðu rosa vel saman (aðalega þau eldri) og var þetta bara hinn fínasti dagur.
Í gær fórum við mæðgur svo í fyrstu Leikhúsferðina okkar hér í DK, við fórum að sjá JUNGEL BOOK(skógarlíf) og var þetta alveg frábær sýning og skemmtum við okkur rosa vel Kristinn er svo að vinna í dag ,ég er heima að dúlla mér og Margrét skrapp yfir til vinkonu sinnar.
Á morgun á ég svo að hitta næringarráðgjafa sem mun ráðleggja mér með sykurlausa fæðið. Blóðsykurinn er nú búinn að vera fínn svo ég hef nú ekki miklar áhyggjur af þessu.
Jæja læt þetta duga í bili bið bara að heilsa ykkur Ragna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 17. október 2007
AFMÆLISKVEÐJA
Við viljum byrja á að óska Birtu Huld ynnilega til hamingju með daginn í dag við vonum að þú hafir átt góðan dag og vonum að pakkinn sé kominn
Við fórum jú í IKEA á sunnudag og var sem betur fer leigð kerra undir dótið, en við keyptum kommóðu,skáphurð 2x bókahillur og fleirra smádót Mánudagurinn sór svo í að taka ALLT útur aukaherberginu og var loks klárað að tæma kassana sem var sett í á Íslandi fyrir tæpum 2 árum. Og nú er verið að setja inn kommóðu og fleirra fyrir litla snúðinn
Í gær fórum við til Flensburg og náðum að kaupa nokkrar jólagjafir og áttum við mjög fínan dag þar. Kristinn var svo að vinna í dag og við mæðgur fórum í bæinn að kaupa stígvel og fleirra fyrir skvísuna sem hana vantaði. Nú er Kristinn kósveittur að setja saman kommóðuna en það vantar leiðbeiningarnar svo ætli hann verði nokkuð búinn fyrren á miðnætti
HIHI neinei ég segi nú bara svona hann er nú vanur að geta sett hluti vandræðalaust saman. Við mæðgur ætlum svo að slaka á heima á morgun og föndrast smá
Jæja nú ætla ég að athuga hvernig bóndanum gengur að setja kommóðuna saman bið að heilsa ykkur í bili kær kveðja Ragna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 13. október 2007
FRÉTTIR :)
Jæja við fórum í extra sónar í gær útaf blóðsykrinum hjá mér og í þetta sinn vildi kúlubúinn sko alveg sýna okkur kynið , og við eigum von á LITLUM PRINS og hann hefur það sko fínt þarna inni,hann er núna 1300gr og allt lítur vel út hjá honum
Ég fékk síðan mæli og á að mæla blóðsykurinn hér heima og svo á ég að mæta eftir 3 vikur í tjekk og sónar. Já það er fylgst vel með þegar þetta gengur svona. Það verður líka fylgst með hvort drengurinn ætli nokkuð að vaxa of hratt, en það er smá áhætta á því þegar blóðsykurinn er of mikill og ekki er gott fyrir hann ef hann verður of þungur. Ég fæ svo fund með næringarráðgjafa og fæ smá leiðbeiningar hvað ég á að forðast og þannig
Annars er bara allt gott að frétta við höfðum VIDEO kvöld í gær og Margrét fær næturgest í nótt en Cecilie ætlar að gista hjá henni í nótt. Á morgun er svo planið að kikja í IKEA Svo ætlum við kikja yfir landamærin á þriðjudaginn til Flensburg og kaupa jólagjafir og ÖL
En Margrét er í vetrarfríi í skólanum alla næstu viku og Kristinn er í frí á mánudag og þriðjudag, svo þessir dagar verða nýttir vel
og bóndinn látinn græja eitt og annað á heimilinu
Jæja við segjum bara góða helgi og endilega kvittið nú eftir lesturinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 10. október 2007
BANGSI 4 ÁRA
Já nú er hann Bangsi okkar orðinn 4 ára og verður hann dekraður í kvöld í tilefni dagsins
Svo fékk ég óvænta heimsókn núna áðan frá 2 frá bekknum ,en þær komu hér með þennan líka flotta blómvönd frá öllum bekknum. Svo sátum við hér og slúðruðm soldið HIHI.
Ég á að fara síðan núna 1x í viku og fá mældan blóðþrýstinginn og á föstudaginn á ég svo að mæta í eitthvert tjekk uppá spítala útaf blóðsykrinum svo það er hægt að segja að það sé fylgst vel með mér. Ég er síðan komin á fullt í að klippa út jólakort en er bara búin með 1 mér vantar fleirri kort og ætla ég að athuga á eftir hvort ég geti ekki fundið karton.
Annars hef ég voða lítið annað að segja svo að ég kveð bara í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 8. október 2007
FÍN HELGI :0)
Jæja þá er ein enn helgin á enda, og þessi helgin mjög fín hjá okkur familiunni. Við fórum á Fótboltaafslutning með Margréti á laugardaginn og svo var bara slakað á það sem eftir var af þeim deginum. Svo í gær fórum við til Lisbet uppúr hádegi og fengum kaffi og svo kvöldmat þar það var mjög gott eins og alltaf að koma þangað. Bangsi þekkti sig strax hjá þeim og var ekki alveg viss hvort hann ætti að koma með okkur þegar við fórum heim
hann var jú skilinn eftir þar síðast þegar hann kom og var ekki sóttur næstu 3 vikurnar svo það er kannski ekki skrítið að hann hafi tvístigið í gær.
Ég ætla núna að fara á fullt í jólakortagerð (verð að hafa eitthvað fyrir stafni) en við vorum nú búin að kaupa bara kortin í ár, een þar sem ég er jú heima og verð heima þá ákvað ég fara í gang með þetta. Þetta er jú líka svo gaman og svo er þetta nú bara róandi og tíminn líður hraðar þegar maður hefur eitthvað fyrir stafni
Ég fer á eftir til læknisins og fæ þá uppáskrifað að ég sé komin í frí og hún mun tékka á blóðþrýstingnum og taka nýja þvagprufu. Svo ætla ég að kaupa mér föndur þegar ég er búin hjá lækninum Margrét er með eitthver útbrot núna sem ég þekki ekki svo að ég ætla að taka hana með mér til læknisins og nýta ferðina.
Bið að heilsa ykkur í bili kossar og knús Ragna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 5. október 2007
FÖSTUDAGUR 5/10
Ég fór til ljósmóðurinnar áðan og þetta lítur ekki vel út með bakið ég þarf þvíðmiður að sætta mig við að fara að vera heima.Ég á að fara til læknisins á mánudaginn og fæ þá skriflegt að ég sé komin í veikindafrí fram að fæðingu. Blóðþrýstingurinn var líka frekar hár og of hátt sykurmagn í þvaginu
Ég var alveg eyðilögð þegar ég var búin hjá henni, en svona er þetta bara og það þýðir ekkert að vera að svekkja sig á þessu.Svo nú er bara afslöppun framundan hjá mér og nú þarf ég bara að hugsa um sjálfa mig. Ég fór nú heim úr skólanum í gær vegna verkja og var heima í dag, og ég veit að þetta gengur ekki lengur svona og verð ég bara að sætta mig við þetta og einbeita mér að hugsa vel um sjálfa mig og barnið. Barnið hefur það annars fínt hjartsláturinn var mjög fínn og kúlan dansaði fyrir ljósuna HIHI
Kristinn er að fara að spila með köllum úr vinnunni í kvöld og við mæðgur ætlum að hafa kósýkvöld með poppi og fleiri huggulegheitum.Á morgun er svo fótboltaslut hjá Margréti og ætlum við að kíkja á það og svo á sunnudaginn ætlum við að kíkja á Lisbet og krakkana svo að þetta verður eflaust fín helgi hjá okkur.
Nýji bílinn er rosa fínn og finnst Kristni ég nú hrósa bílnum of mikið HIIHI en ég er semsagt MJÖG ánægð með hann. Margrét er gersamlega í skýjunum yfir nýja rúminu og kemur það mjög vel út í herberginu hennar ROSA KÓSÝ
Jæja nóg komið af pikki í bili. GÓÐA HELGI ÖLL SÖMUL
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 2. október 2007
FÁUM "NÝJA"BÍLINN Í DAG :)
Já nú fáum við bílinn í dag, við mæðgur sækjum Kristinn og svo brunum við til Skandeborg og fáum bílinn og skiljum okkar eftir þar
Ég fór aftur í blóðprufur í morgun til að athuga blóðsykurinn, ég var mætt þar kl:7:25 og búinn kl:10:00 já þetta tekur sko sinn tíma en nú þarf ég ekki að fara í þetta aftur Ég fer svo til ljósunnar á föstudaginn og hlakkar mig bara til þess.
Kristinn er bara ánægður á nýja staðnum og hjólar núna flesta daga og finnst það nú bara hressandi.
Við vorum nú bara mest að slaka á hér heima um síðustu helgi, skelltum okkur reyndar á JENSENS BUFFHUS á föstudaginn (alltaf jafn gott) annars var mest lítið gert enda bara gott að slaka á stundum
Margrét fær nýtt rúm á morgun en Bylgja og Sigfús ætla að selja okkur voða flottan svefnsófa sem þau eiga (mjög gott rúm) við erum búin að vera að ræða það í langann tíma að kaupa svona rúm handa henni en biðum alltaf (sem betur fer núna) svo að nú fer að vera NÓG pláss fyrir næturgesti á heimilinu eða 2x tvíbreið rúm(fyrir gesti) Margrét er ógurlega spennt að vera að fá nýtt rúm en langar mjög mikið einmitt í svona rúm svo að þetta gæti ekki verið betra Svo fáum við líklegast gefins rúm fyrir kúlubangsa en það eru einir foreldrarnir í bekknum hennar Margrétar sem vilja gefa okkur rúm ef við viljum fá það, við eigum bara eftir að kíkja á það
Ég er nú svona upp og niður í grindinni voða misjöfn dag frá degi, var td. mjög slæm í gær enda var ég í skólanum til 3 svo það var svona frekar langur setu dagur. Ég ætla svo bara að sjá hvað ljósan segir á föstudaginn. Ég fékk nú að vita í gær að ef ég verð að stoppa núna þá þarf ég líklegast EKKI að byrja alveg frá byrjun heldur koma inn í miðja önn sem er nátturlega bara frábært en ég á eftir að fá það staðfest.
Jæja best að fara að sækja bílinn bið að heilsa ykkur í bili knús og kram Ragna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 27. september 2007
BÍLASKIPTI :)
Já nú erum við að fara að skipta um bíl næsta þriðjudag, við erum búin að kaupa TOYOTA AVENSIS ,SOL 99 árgerð og er þetta víst hinn fínasti bíll(reyndar ekki station) en það er GOTT skott
Kristinn er núna að pakka saman útí Aarhus og byrjar semsagt hér inní Silkeborg á morgun Ég er nú eitthvað betri í grindinni en ég held að það sé einni úr bekknum að þakka þar sem hún er búin að sækja mig við skólann hennar Margrétar á morgnanna og svo keyrir hún mig uppað dyrum eftir skóla. Hún er sjálf búin að ganga í gegnum þetta 3x og veit því hvað þetta er VOOONT.Svo er ég búin að fá lánaðann svona stórann bolta sem ég sit á í skólanum(þá þarf ég ekki að taka minn með) svo kom kennarinn arkandi með dýnu fyrir mig í dag svo að ég get lagst útaf inn á milli, já þær eru sko alveg frábærar þarna í skólanum og reyna að gera allt til að hjálpa mér að klára önnina
Ég vona bara að ég haldi áfram að vera þokkaleg og geti klárað önnina en við eigum ekki nema 6 vikur eftir svo það er ansi fúlt að hætta núna og þurfa að byrja uppá nýtt
Margrét er að fara á handbolta æfingu á eftir og ætlar að sjá hvernig henni líkar það, hún var ekki alveg að fýla körfuboltann en ég held að það sé líka vegna þess að það voru ekki svo margir þar og einginn á hennar aldri.
Feðginin fóru á fótboltaleik í gær en Kristinn fékk aftur frímiða í mat og alles og bauð dóttirinni með í þetta sinn ég var nú bara heima að slaka á og svo þegar þau komu heim um 20 þá hraut mín á sófanum í bangsi hraut í stólnum HIHI
bara kósý HIHI.
Nú ætla ég að biðja ykkur um að vinsamlegast KVITTA eftir lesturinn það er SVOOOOO leiðinlegt að blogga og blogga og fá ekkert frá ykkur til baka
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 23. september 2007
Komnar nýjar myndir

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 23. september 2007
HELGARFÆRSLA
Jæja þá er komin sunnudagur enn á ný, hér fáið þið smá færslu um það sem við erum búin að bauka þessa helgina
Ég (Ragna) var heima alla síðustu viku og finnst mér það nú hafa virkað og er ég aðeins betri en samt ekki góð. Kristinn og 3 aðrir kallar hér í götunni hittust á föstudagskvöldið hér heima hjá okkur og spiluðu póker, en þeir reyna að hittast á ca 2 mánaða fresti og spila og nú var röðin komin að Kristni að bjóða heim. Við Margrét röltum yfir til Cecilie vinkonu Margrétar og höfðum stelpukvöld þar með þeim mæðgum, sem var mjög fínt. Í gær fórum við svo í verslunarleiðangur inní Aarhus og náðum að kaupa nokkrar jólagjafir Já þið lásuð rétt við erum byrjuð í því stússinu þar sem ég nenni sko ekki að standa í því komin á steyperinn. Svo var nú bara slakað á í gærkvöldi fyrir framan TV. Í dag er Kristinn svo að vinna hér inní Silkeborg en hann er komin með smá aukavinnu sem sölumaður bíla og mun taka ca 1 sunnudag í mánuði sem honum finnst bara mjög fínt. Við mæðgur ætlum að skella okkur í BIO á eftir og ætlum að sjá SHREK 3. Svo ætla ég nú að prófa að fara í skólann á morgun og eitthvað í næstu viku og sjá hvort ég geti ekki haldið aðeins áfram með því samt að taka því rólega og vera dugleg að standa upp og breyta reglulega um stellingu
Kúlubangsi lætur alltaf jafn mikið vita af sér og sparkar næstum stanslaust og kúlan kippist til og frá þetta eru svo kröftug spörk stundum HIHI Kristinn finnur spörk næstum eftir pöntunum og Margrét er farin að finna líka og finnst það ógurlega fyndið.Hún er farin að spjalla við kúluna og syngja líka Kúlan stækkar líka óðum og finn ég nú bara mun frá degi til dags hvað hún stækkar. Mér finnst kúlan nú ekki vera eins og þegar ég gekk með Margrétin, hún er meira svona beint framaná núna ekki svona allan hringinn HIHI Við erum búin að kaupa nokkra heimagalla og samfellur og 1 húfu já ég man nefnilega ekki alveg statusinn á dótinu heima, Grímur og Dögg eru nú að fara í gegnum kassana fyrir okkur og vonandi kemur síðan einhver til okkar fljótt sem getur tekið þetta með sér svo við getum nú séð betur hvað vantar
Okkur langar síðan að lokum að senda Ollý vinkonu okkar hlýustu samúðarkveðjur en hún var að missa bróður sinn Við hugsum sterkt til þín Ollý mín
Jæja svo megið þið nú alveg kvitta eftir lesturinn okkur finnst þið ekki vera að standa ykkur nógu vel á því sviðinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)