Færsluflokkur: Bloggar
Þriðjudagur, 18. september 2007
þriðjudagur
Jæja Margrét er öll að hressast og mun líklegast fara í skóla á morgunn. Við fórum til læknisins í gær þar sem hún átti að fara í blóðprufur (ef að ég væri ekki búin að fá Rauðu hundana) en læknirinn sá síðan í mínum skjölum að ég er búin að þá og þá slapp Margrét við blóðprufurnar, en það getur nafnilega verið hættulegt fyrir ófrískar konur að fá þennan vírus svo að það var nú gott að ég var búin með það Læknirinn var síðan ekkert of ánægð með bakið á mér og vildi meina að þetta væri líka að byrja að framanverðu þar sem ég er mjög aum þar við viðkomu, ég á að fara í æfingar hjá sjúkraþjálfara og byrja þar í dag og svo ef ég verð ekkert betri eftir 2-3 vikur þá verð ég bara að sætta mig við að þurfa að liggja heima það sem eftir er af meðgöngu
Nú er bara planið að taka því extra rólega og ég vona síðan að ég lagist eitthvað þegar ég fer að hafa bílinn.
Við viljum síðan óska Stínu (frænku Kristins) og Jónasi ynnilega til hamingju en þau eignuðust litla prinsessu á laugardaginn.
Svo skotta sem var vinkona bangsa í Gvendargeislanum að eignast hvorki meira né minna en 10 stk hvolpa en 9 lifðu af við óskum þeim þar á bæ líka til lukku með stækkunina
Jæja ég ætla að segja þetta nóg í bili og fara að finna til hádegismat handa okkur mæðgum kossar og knús Ragna ,Kristinn,Margrét og Kúlubangsi(eins og Margrét er búin að nefna kúlubúann)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 16. september 2007
KRISTINN ÞUNNUR OG MARGRÉT LASIN
Góðann daginn já nú er kallinn þunnur eða var það allavegana í morgun.i Já ég (Kristinn) var með vinnufélagana í hópferð og svo í mat í gærkveldi. Það var þetta líka rosalega gaman og við drukkum svolítið af bjór,breezer, mojhito, brennivín, rauðvín, vískí og kók, hot´n sweet og bitter snafs frá DK. Reyndar lét ég rauðvínið og bjórin duga. Svo var stuð á mínum til miðnættis þegar þeir svo tóku leigubíl frá Silkeborg inn til Aarhusa þar sem veizlunni var fram haldið örugglega langt fram á morgun. En þar sem ég er orðin næstum 30 þá sat ég viljandi eftir í Silkeborg.
Hérna til morguns vaknaði Margrét með bólgið andlit eins og hún hafi hreinlega verið kýld í andlitið. Já litla skinnið var komið með eitthvað sem heitir Siliussygdom. Ragna brunaði með hana á læknavaktina og beið þar í 1tima eftir að fá þessa greiningu. Svo var þetta afgreitt af læknis hendi með þessari greiningu og hún svo send heim með þau skilaboð að hún má ekki fara í skólan fyrr en þegar sýkingin er horfin. Við vitum ekki alveg hvað þetta heitir á íslensku en höldum að þetta sé Rauðu hundarnir.
En ég (Kristinn) tók mig svo saman upp úr þynkunni og skellti mér á völlin eftir að búið var að taka til í kotinu. Sigfús tók lestina og við hittumst í bænum og röltum á völlin í 19c og sól þannig að þetta var dásamlegt fótbolta veður. Ekki fannst okkur heldur slæmt að miðarnir sem ég var með giltu í VIP stúkuna. Þar var okkur boðið uppá mat fyrir leik og nóg af drykkjarföngum. Svo í hálfleik fengum við kaffi og rababaratertu ásamt súkkulaði. Já og ekki var heldur slæmt að okkar menn í Silkeborg unnu 3-1 í leik sem þeir hefðu getað skorað 2-3 mörk til viðbótar.
Jæja hef þetta ekki lengra í bili. Bestu kveðjur frá AD vej 25
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 15. september 2007
LØRDAG DEN 15/9
Jamm þá er kominn laugardagur á ný sem er ROSA GOTT Mér og grúbbunni minni gekk alveg rosalega vel að framleggja verkefnið í gær og er ég voða fegin að það er búið. Ég fór nú svo bara heim eftir framlegginguna þar sem ég var það slæm í bakinu að ég þoldi ekki lengur við og þar sem ég var bara búin að sofa í 2 1/2 tíma nóttina áður vegna verkja svo að mín fór heim tók verkjalyf og inní rúm og náði að sofa í 2 tíma. Ég ætla svo að reyna að ná á lækninum á mánudaginn þar sem þetta er ekki alveg að ganga svona. Ég var svo slæm í gær að tárin runnu úr augunum ef ég þurfti upp tröppur
ég ætla svo að vera heima næstu viku eða allavegana eitthvað af henni því að það er valvika í skólanum og þá missi ég ekki úr kennslu. Svo verð ég jú bara að sjá hvað doksi segir.
Margrét gisti hjá Cecilie í nótt og var voða notó hjá okur hjónum að vera 2 ein heima í gærkveldi. Kristinn er svo núna í fótboltagolfi (ekki spyrja mig hvað það er ) en allir varahlutastarfsmennirnir (9 kallar) eru að hittast þar og ætla svo að koma hingað í humarsúpu og grill sem Kritinn undirbjó í gær og í morgun. Við mæðgur ætla að hafa það kósý uppí rúmi og horfa á söngvakeppni barna sem er með börnum frá Danmörk,svíþjóð og Noregi svo erum við búnar að taka okkur video líka.Kristinn flutti sjónvarpið inní herbergi áðan svo að við fáum frið og þeir fá frið Á morgun er Kristinn svo að fara á fótboltaleik hér í Silkeborg en hann fékk 2 miða á leikinn og í sæti með mat og öllu fyrir leik hann er búinn að bjóða Sigfús(vinur úr Aarhus) með sér og við mæðgur kikjum kannski á SHREK 3 í bio eða bara slökum á fer eftir heilsu hjá mér.
Jæja ætla að hætta í bili læt heyra frá okkur síðar bæjó í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 12. september 2007
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ELSKU MAMMA
Já mig langar að byrja á því að óska mömmu ynnilega til hamingju með daginn í dag. Hún og pabbi eru núna í góðu yfirlæti hjá Svanhildi systir í Englandi og eru að fylgjast með kúlunni hennar stækka en þið sem ekki vitið þá erum við systur svo ógurlega samtaka í barneignum þetta skiptið að það eru ekki nema 3 vikur á milli hjá okkur
hún er semsagt sett í byrjun des og er ógurleg spenna hjá þeim og okkur öllum að sjálfsögðu. Ég fékk nú bumbumynd af henni um daginn og hún tekur sig sko ekkert smá vel út með kúluna ROSA SÆT OG FÍN
Mamma og pabbi eru svo búin að panta flug til Svanhildar og Len og krílisins yfir jólin og svo fljúga þau til okkar þann 30/12 og verða hjá okkur í nokkra daga. Þau verða jú að sjá börnin nýfædd En það er soldið skrítið fyrir mömmu að við segum báðar bomm og hvorug á íslandi
en hún mun eflaust vera dugleg að skreppa til okkar og við að skreppa heim við öll þau tækifæri sem að gefast.
Ég er núna á fullu að vinna verkefni í skólanum um dauðann og processið í kringum það,við erum 4 í grúbbu og svo á föstudaginn eigum við að framleggja verkefnið og á það að taka 90 mínútur. Við erum að gera powerpoint og svo munum við líka sína stutta mynd. Við ætlum að hittast heima hjá mér á morgun og leggja lokahönd á þetta.
Bakið er gersamlega að DREPA mig þessa dagana en ég er svo slæm í dag að ég á erfitt með að ganga
ég vona nú að ég verði betri á morgun en ég er mjög misjöfn dag frá degi.Ég er heldur ekki að ná nógu góðum nætursvefni útaf þessu en ég verð bara að sjá hvað verður og hversu lengi ég þrauka í skólanum
Jæja best að fara að koma sér vel fyrir og lesa fyrir morgundaginn bið að heilsa ykkur í bili kossar og knús Ragna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 9. september 2007
GÓÐ HELGI :)
Já það er hægt að segja að við seum búin að eiga góða helgi núna , en á föstudaginn fórum við á grillaften hjá bekknum hennar Margrétar og var það mjög svo fínt svo í gær fórum við til VELJE en þar býr Bergþóra(var að vinna með mér á Geislabaug) já hún býr semsagt í VELJE ásamt manni og 2 synum. Við fengum vöfflur og fleira góðgæti með kaffinu og svo vildi hún endilega bjóða okkur í mat líka og var það sko ekki slæmt, við fengum purusteik með tilheyrandi og ís í eftirrétt
NAMM NAMM rosa gott og var þetta bara mjög fínn dagur og fínt kveld og var mikið spjallað um heima og geima og krakkarnir léku sér fínt allan daginn TAKK ÆÐISLEGA FYRIR OKKUR
Svo í dag er barasta bongóblíða úti og er Kristinn búinn að þrífa og núna er hann úti í garði að slá og hreinsa, Margrét fékk bekkjarsystur sína í heimsókn og eru þær úti að hjóla. Ég sit núna og er að ganga frá verkefni í NATURFAG sem ég á að skila á morgun. En ég var búin með það og fór svo með það í skólann og lét eina lesa yfir það og leiðrétta stafsetningu svo nú er bara að laga þær og prenta út
og svo á bara að setjast útí sólina þar sem ég held nú að það komi nú ekki margir svona góðir í viðbót þetta árið.
Kær kveðja Ragna og Familien
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 7. september 2007
Til Hamingju með daginn Mamma og Dögg :)
Ég vil jú óska ykkur innilega til hamingju með daginn. Þetta er jú líka stórt þar sem Dögg mágkona verður 30 í dag. Veit að þær ætla að hafa það gott og elda fiskisúpu á Brautarhóli að mér skilst og líka bjóða einhverjum að borða með þeim.
Annars er allt gott að frétta héðan frá DK. Allir eitthvað að tauta um þessa hryðjuverks kalla sem voru handteknir þarna í Köben. Við erum sko ekki að velta okkur mikið upp úr því hérna í sveitinni á jótlandi. Hér er það helst ökuníðingar sem við stressum okkur yfir.
Verð svo að segja að ég hef fengið stöðufærslu (fæ sama starf bara í öðru húsi). Hef loksins fengið starfið útí Silkeborg og kem því til með að keyra mikið minna og fá auka 1og ½ tíma á dag sem ég hef áður notað í keyrslu. Er sem sagt mjög ánægður yfir þessu og hlakka til að hefja störf þann 1okt á nýjum stað en samt í sama fyrirtæki og allt.

Jæja best að halda áfram með vinnuna, skrifa seinna.
Bestu kveðjur Kristinn og familie Advej 25
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 3. september 2007
Mánudagurinn 3/9
Jæja þá er aftur komin mánudagur og ný vika að byrja. Rólegheitin sem áttu að vera á laugardaginn breyttust nú og fékk Kristinn einhverja rakettu í rassinn, en við fórum að versla í matinn og svo í Rúmfatalagerinn ogkeyptum þar hillu og bastkörfur í hana fyrir herbergið hennar Margrétar. Svo fór Kristinn heim með allt dótið en við mæðgur kíktum á markað hér uppí skóla "BALLE BÖRNEMARKET" þar voru krakkar að selja notað dót og svo voru skemmtiatriði og þess háttar. Er við komum svo heim þá var farið á fullt í herberginu hjá skvísunni og farið í gegnum alla þessa blessuðu dótakassa sem hún á (hún hefði sko alveg getað selt eitthvað af þessu) en allavegana þá var allt sorterað(einu sinni enn) og svo sett í körfurnar og í fínu hilluna og það er sko ALLT annað að sjá herbergið hjá barninu Kristinn ryksugaði síðan húsið ég þurkaði af (þar sem ég ekki þurfti að beygja mig niður) og svo skúraði bóndinn . Svo rauk hann út og sló garðinn
Já ég sagði að hann hefði fengið rakettu í rassinn HEHE
en nú er allavegana hægt að segja að húsið okkar sé hreynt og fínt (fyrir utan aukaherbergið) sem er næsta mál á dagsskrá.
Já við eyddum síðan gærdeginum á fótboltamóti og var það bara fínn dagur þrátt fyrir rigningu og stelpurnar unnu engann leik. En þær voru nú samt alsælar með daginn og skemmtu sér vel sem er fyrir öllu. Margrét var mest í marki en hún er ÞRUSUGÓÐ þar ,hún er sko ekki hrædd við boltann
Hún er svo að fara í blóðprufur í fyrramálið og mun ég svo taka hana bara með mér í skólann,þar sem ég tek jú strætó og ég myndi ekki ná í skólann ef ég ætti að fara með hana í skólann hennar og svo aftur niðri bæ.Ég er jú bara til 10:45 í skólanum á morgun svo að þessu er bara reddað svona og er daman ekkert smá spennt að fá að koma með mömmu sinni í skólann og er farin að plana hvaða föt hún ætlar í og hvað hún ætlar að taka með sér HIIHI
EN jæja nú þarf ég að þjóta með hana í körfubolta skrifa meira síðar
BÆJÓ Í BILI
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 31. ágúst 2007
FREDAG DEN 31/8
Halló halló allir saman. Jæja nú er húsmóðirin hér ekki lengur húsmóðir heldur er húsbóndinn alfarið búin að taka við heimilisstörfunum með aðstoð Margrétar. Þannig er nefnilega mál með vexti að bakið er farið að segja ANSI mikið til sín hjá mér og í gær fór ég til KIROPRAKTOR(hnykk) og sagði hann að ef ég fer ekki að taka því rólega núna þá verð ég = rúmliggjandi (veikindafrí) eftir mánuð þetta er jú ekki neitt gamanmál og er ég ekki að fara að vera í veikindafríi fram að fæðingu NEI TAKK ekki aftur ég var jú í veikindafríi frá 20.viku þegar ég gekk með Margréti og er ekki á leiðinni í þann pakkann aftur. Semsagt nú þegar ég kem heim á daginn þá læri ég svo tekur við afslöppun í sófanum. Ég þarf bara að venjast því að hafa smá hundahár og smá óreiðu á heimilnu án þess að pirra mig á því þar sem Kristinn er jú að vinna alla daga og er ekki alveg að geta farið að þrífa alla daga um leið og hann kemur heim hann þarf jú líka stundum að slaka á
En svona er þetta núna og verður bara að vera svona ég vona bara að ég geti setið skólann allavegana fram í október en ég á rétt á orlofi frá 20 október og væri nátturlega best að geta verið þangað til. Ég fer nátturlega í nálastungur og nudd einu sinni í viku og hnykk einu sinni í mánuði og vona ég að það haldi mér aðeins gangandi , en þetta verður bara allt að koma í ljós og nú verð ég bara að taka einn dag í einu
og líta á björtu hliðarnar, þetta tekur allt saman enda og í staðinn fæ ég lítið yndilslegt barn
Við ætlum nú bara að taka því rólega á morgun og svo fer sunnudagurinn í fótboltamót hjá Margréti og að sjálfsögðu munum við fara með og styðja stelpurnar
Nú segi ég bara góða helgi og hafið það sem allra best
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 28. ágúst 2007
Þriðjudagur
Þá er komin tími á færlsu . Aðfaranótt mánudags var Margrét með upp og niður svo að við mæðgur vorum heima í gær. Hún fékk líka smá hita en ég held það hafi líka bara verið af áreynslu Hún var svo slöpp að við ákváðum að hafa hana heima líka í dag og var Kristinn með hana heima í dag, hún er mun hressari núna og mun skella sér hress í skólann á morgun
Ég fór semsagt í skólann í morgun og svo til læknis í 24 vikna skoðun. Skoðunin kom alveg glimrandi vel út, ég er búin að þyngjast um heil 300gr blóðþrýstingurinn fínn
hjartslátturinn hjá barninu í góðum gír
og þetta gæti bara ekki verið betra eins og læknirinn kaus að orða það
og að sjálfsögðu er mamman bara alsæl eftir þessa læknisheimsóknina.
Jæja hef ekki meira að segja ykkur í bili annað en BLESS
P.S. Bergþóra ef þú lest þetta þá væri gaman að fá símanr hjá þér svo við gætum nú haft pínu samband en nr mitt er 61288855.
BÆJÓ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 26. ágúst 2007
SUNNUDAGUR TIL SÆLU :)
Já já nú er enn einu sinni kominn sunnudagur en mér finnst tíminn gersamlega fljúga áfram núna þessa dagana. Við erum nú mest búin að vera heima við um helgina , en kíktum nú samt í bæinn í gær en það var "AUTO MANIA" í bænum sem þýðir að bærinn var fullur af fornbílum og á torginu var fornbílamarkaður og var voða gaman að kíkja á lífið í bænum.Margrét,Kristinn og Bangsi fóru svo í heljarinnar hjólatúr (1 1/2 tíma) en ég var eitthvað slöpp og að drepast í bakinu svo ég var heima og lagði mig . Svo var tekið video fyrir kvöldið og haft KÓSÝ kvöld með ÍSLENSKU nammi við fengum nefnilega pakka í gær frá mömmu og pabba sem ynnihélt FLATKÖKUR
SÆLGÆTI
og allskyns skóladót handa Margréti
en ég er nefnilega búin að vera óð þessa dagana þar sem mig hefur svo mikið langað í flatkökur
svo að sjálfsögðu sendi mútter flatkökur handa stelpunni sinni
Svo í dag fengum við okkur heljarinnar bíltúr með nesti og keyrðum hér um sveitir og bæi og stoppuðum svo við LIMAFJÖRÐINN og drukkum kaffi. Nú erum við svo bara að slappa af eða við gömlu en Margrét er úti að hjóla (eins og alltaf) en hún er sko alveg hjólasjúk núna þessa dagana, hún er svo að fara á fyrstu körfubolta æfinguna á morgun en nú fer fótboltinn að fara í vetrarfrí og þá langar hana að fara í körfubolta í vetur við ætlum að kíkja á þetta á morgun og sjá hvernig henni líkar svo er hún að fara að keppa í fótboltanum á þriðjudaginn,fótboltaæfingu á miðvikudaginn og svo keppa aftur (á stóru móti) á sunnudaginn svo það er óhætt að segja að það sé nóg að gera hjá henni þessa dagana. Hún er alveg sjúk í allar bolta íþróttir núna og sko EKKI í Ballet í vetur, mér finnst frekar fyndið hvað litla bleika ballet Magga er búin að breytast í stóra bolta stelpu sem vill helst brún,græn eða svört föt og segist sko vera með sinn eigin stíl og vill sko ekki vera eins klædd eða eiga neitt eins og hinar stelpurnar í bekknum HAHA hún minnir mig nú ansi mikið á Símon bróður en hann var og er einmitt svona ÞARF HELST AÐ VERA ÖÐRUVÍSI en aðrir í stíl en mér finnst þetta bara frábært og líka hvað hún er orðin ákveðinn hvað hún vill og að hún sé ekki að apa eftir því hvað hinar stelpurnar gera heldur bara gerir það sem HÚN VILL
Jæja nú ætla ég að hætta í bili og endilega KVITTIÐ nú í gestó
kær kveðja frá SILKEBORGINNI
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)