Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 11. apríl 2008
FREDAG DEN 11. APRIL
Já það er komin föstudagur enn og aftur (ekki slæmt það ) þessi vika er búin að líða hratt enda nóg að gera svosem. Á mánudaginn fórum við Bjarni í bæinn með Anette og Lukas og var það mjög gaman, þriðjudaginn komu Jonna og Milla (úr mömmuhópnum) í kaffi og við fórum saman í göngutúr, Kristinn fór á námskeið á miðvikudaginn útí Middelfart og gisti þar því hann sat annað námskeið þar í gær, ég þurfti með Margréti til læknis í gær en hún fékk sár á fótinn á Handboltaæfingu fyrir 2 vikum síðan hún fékk plástur á sárið og greinilega þá þoldi hún ekki þennan plástur því hann var tekin daginn eftir að hann var settur á og viti menn hún var komin með þvílík útbrot hring um löppina hún er semsagt enn með þessi útbrot og þau vesna bara frekar en hitt, hana klæjaði svo mikið í þetta í gær að hún hringdi í mig úr skólanum og sagðist ekki líða nógu vel í löppinni, læknirinn sagðist aldrei hafa séð annað eins og skrifaði uppá krem sem á að bera á þetta 2x á dag svo á hún að koma aftur í næstu viku. Ég var alltaf að bíða eftir að þetta myndi hverfa og greyið lilta búin að vera að klæja og svíða í þetta í allan þennan tíma
en nú vonum við bara að kremið hjálpi og þetta fari fljótt. Í dag fórum við Bjarni í göngutúr í sólinni og svo á að grilla í kveld já það er komið GRILLVEÐUR
svo er planið að kikja í bæinn á morgun og svo á aðeins að vinna í garðinum um helgina
Já við erum dugleg að hafa eitthvað fyrir stafni hér á bæ enda óþarfi að láta sér leiðast
En þið megið alveg vera duglegri að kvitta í gestó bæði hér og hjá krökkunum það er svo gaman að fá smá línu frá ykkur.
Góða helgi knús Ragna og allir hinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 6. apríl 2008
KOMNAR MYNDIR Á BARNALANDIÐ :0)
Já við settum inn FULLT af myndum í gær á Barnalandið
Þessi helgi er búin að vera mjög róleg og góð reyndar er búið að vera nóg að gera hjá Margréti eins og alltaf en hún gisti hjá Cecilie hérna í götunni á föstudagskvöldið og svo léku þær sér í allan gær dag, Kristinn fór svo með þær á skauta og skemmtu þau sér mjög vel. Kristinn er að vinna í dag og Margrét er með Luise vinkonu sína í heimsókn og þær eru úti að leika í góða veðrinu, Bjarni Harald sefur úti og svo eru smiðirnir að setja gafla á húsið svo að það er nóg um að vera í kotinu núna
Ég sjálf er nú bara að slaka á og þvo þvott og þannig (alltaf nóg af þvottinum ) ég ætla svo líklegast með Anette í bæinn á morgun en við erum að spá í að fara með strætó í bæinn og kikja aðeins í búðirnar Það er bara vorblíða og fuglasöngur hjá okkur svo að það er kominn vor/sumar fílingur í mann , við heyrðum meira að segja í slátturvel í gær svo að við erum greinilega ekki þau einu sem erum komin í vorfílinginn
ENDILEGA MUNIÐ AÐ KVITTA
KNÚS RAGNA
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 4. apríl 2008
Jæja þá eru allir komnir heim í kotið á ný :)
Já við mæðginin komum heim á þriðjudaginn vorum við nú bæði þreytt eftir ferðalagið enda langt ferðalag. Bjarni Harald var nú góður mest allan tíma fyrir utan smá söng fyrir fólkið í vélinni þegar við fórum frá borði HEHE við tók klukkutíma bið eftir lestinni og svo 4 tímar í lest ÚFFÚff ég hélt þetta ætlaði aldrei að taka enda en Bjarni svaf mest alla lestarferðina en ákvað að syngja líka aðeins fyrir farþegana í lestinni rétt í lokin HEHE.
Ég fór svo með Margréti til læknis á miðvikudaginn og var hún bara nokkuð ánægð með hana og vill sjá hana eftir ár. Bjarni Harald er mun betri af lyfjunum og svo fær hann líka spes mjólk(ekki til soya þurrmjólk í DK) en læknirinn hér er nú ekki viss um að hann þoli ekki kúamjólk og vill athuga það betur eftir mánuð (KROSSA FINGUR) vona svo ynnilega að hann þoli kúamjólkina En hann er semsagt mun kátari núna og tekur ekki eins mörg grátköst og áður
Hann er farinn að babla heilmikið og nagar ALLT sem hann nær í enda eru 2 tönnslur á leiðinni
Hann er farinn að borða VEL af sveskjumauki á morgnanna og svo graut með perumauki útí á kvöldin ( ELSKAR ÞAÐ)
Við fórum svo í KÆRE BÖRN í gær og keyptum líka þessa flottu regnhlífakerru frá CHICCO þetta er mjög kröftug og góð kerra með almennilegum dekkjum ICELAND EXPRESS borgar svo flottheitin á mánudaginn enda var þetta mjög góð kerra sem var eyðilögð.
Kristinn og Margrét eru núna útí garði að setja áburð á grasið og Bjarni Harald sefur útí vagni svo ég er aðeins ein inni í rólegheitum
Setjum inn myndir fljótlega á barnalandið BÆJÓ og góða helgi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 30. mars 2008
Sunnudagur 30 Mars
Jæja góðan daginn,
Við Margrét erum núna búin að vera 2 í DK síðan á Þriðjudag og gengur allt vel. Við fórum í flug síðastliðinn Þriðjudag kl 15:30. Reyndar byrjaði Flugstöðin á því að eyðilegga Regnhlífarkerruna okkar með að klemma hana á færibandinu hjá sér. Hún var svo illa farinn að ég hirti bara pokan og regnslánna af henni og bað svo um að láta henda henni. Samt ekkert sérstaklega spennandi þegar maður er kallaður upp í hátalara kerfinu á vellinum og beðin að koma í VOPNALEITINA. Jæja en við komust nú samt að lokum í loftið og áleiðis til Köben. Jökull móðurbróðir var á vellinum og beið okkar með bílinn okkar. Við fórum heim til þeirra í Taastrup og þágðum kvöldverð áður en við héldum alla leið til Jótlands (Silkeborg). Þegar við vorum komin rétt Vestur fyrir StórKaupmannahafnarsvæðið byrjaði að snjóa og var snjór meira og minna alla leiðina heim. Vegna snjókomu og seinkunar á vélinni vorum við fyrst komin heim kl 2 um nóttina og áttum bæði að vakna snemma næsta morgun.
Síðan hefur daglegt amstur tekið við og var nóg að gera hjá Margréti í vikunni. Handbolti á fimmtudag og svo handbolta slútt á laugardeginum frá 4-10 um kveldið. Síðan í dag var brunað til Lisbet á suðurjótlandi og náð í hundinn okkar hann Bangsa sem var þar í MJÖG góðu yfirlæti.
Við erum farinn að hlakka til að fá Mömmu heim og litla bróðir. Við fengum reyndar slæmar fréttir af honum frá Íslandi. Ragna fór með hann til læknis og litli kallinn minn var komin með vírus í hálsin. Læknarinir villja reyndar meina að hann sé með bakflæði og það sé orsök þess að hann er ælandi lon og don, ásamt því að honum líði illa í maganum. Hann á að taka einhver lyf næsta mánuðinn og svo eigum við að sjá hvað setur.
Jæja bestu kveðjur frá Feðgininum í ADvej 25.
P.S. Þið megið kvitta í athugasemdir. Gaman að heyra frá fólki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 24. mars 2008
Smá svona færsla
Ég vil byrja á að þakka öllum þeim sem að mættu í skírnarveiszlu síðasliðinn laugardag. Takk kærlega fyrir allar þær kveðjur og gjafir handa honum Bjarna Harald.
Veislan tókst vel og var vel sótt. ca 60manns og það var rosalega gaman að sjá alla vini og ættingja okkar svona á einum stað.
Erum kominn í bæin og hún Ragna mín verður hérna í bryggjuhverfinu hjá bróður sínum. Er með síman sinn með sér. (+45 6128 8855).
Við Margrét erum svo á leiðinni í flug á morgun enda nóg að gera í vinnu og skóla.
Bestu kveðjur frá familiunni ADvej 25.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 12. mars 2008
ÍSLAND EKKI ÍSALAND HEHEHE HAHAHA


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 12. mars 2008
ÍSALAND Á MORGUN :) ;)
Jæja þá er komið að brottfarardegi hjá okkur við munum leggja í hann um 3 leitið í dag Allt er komið í töskurnar og allir eru orðnir voða spenntir hér á bænum. Það var nú eitthvað stress í mér í gærkvöldi og fannst mér ég eiga eftir að gera SVO mikið og fannst ég vera að gleyma einhverju (bara vitleysa og ferðastress) ég er mun rólegri núna enda er allt klappað og klárt
Bjarni Harald sefur og Margrét Svanhildur er í skólanum hún er nú orðin svo spennt að hún veit ekki alveg hvernig hún á að vera HEHE Kristinn er nú óskup rólegur bara og lætur mig um stressið HAHA
Krakkarnir eru bæði orðin nokkuð hress bara fyrir utan smá kvef og við hjónin erum ekki enn búinn að leggjast svo við höfum sem betur fer sloppið í þetta sinn
Jæja best að fara að dobbel tjekka farangurinn HEHE
VIÐ SJÁUMST
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 9. mars 2008
LASARUSAR :(
Það er hægt að segja að gullmolarnir okkar 2 eru búin að vera Lasarusar, Bjarni Harald fékk sínar fyrstu sprautur á fimmtudaginn og viti menn hann rauk uppí rúma 39 um kvöldið, hann var síðan með 38 allan föstudaginn og svo í gærmorgun vaknaði hann fullur af kvefi og með hósta
Margrét Svanhildur fylltist af kvefi á fimmtudaginn og á föstudagskvöldið hóstaði hún svo mikið að hún gubbaði, svo í morgun vaknaði hún með 38.5 og er ROSALEGA kvefuð Bjarni Harald er enn mjög kvefaður svo þau hósta og hnerra hér í kór.
Kristinn er jú ekki búinn að vera mikið heima um helgina og er hann með samviskubit yfir því en hann getur jú lítið gert við því. Það er bara TÝPÍSKT að krakkarnir verða báðir veikir þegar hann er ekki heima. Ég krossa núna bara fingur að við hjónin leggjumst ekki líka í þetta kvef og allir verði þokkalega hressir á fimmtudag
Ég er síðan á fullu að þvo þvott fyrir íslandsförina en ég ætla nú að reyna að pakka létt þar sem allir eiga jú þvottavel á íslandinu En við Bjarni Harald verðum jú viku lengur en Kristinn og Margrét Svanhildur svo við verðum í tæpar 3 vikur og er það aðalega föt á prinsinn sem maður þarf vel af (hann er líka soldill gubbulíus)
Allt er að verða klappað og klárt fyrir skírnina en mér finnst nú soldið skrítið að vera að skipuleggja hana héðan en þetta er allt að smella
Jæja þá er þvottavelin búin (nr 4 í dag) bið að heilsa ykkur og sjáumst hress og kát eftir nokkra daga Knús RAGNA
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 7. mars 2008
Læra og Læra
Góðan daginn allir
Jæja nú er kallinn sestur á skólabekk og á að læra eitthað. Við vorum allir sendir á skólabekk frá Varahlutum og Verkstæðismóttöku og eigum að læra betri þjónustu (hún var nú ekki slæm fyrir) og meiri sölu til kúnna t.d á aukahlutum eða aukaþjónustum eins og alþrif m/bóni eða ryðvörn. Við vorum á námskeiði í dag (föstudag) og eigum að læra meira á morgun Laugardag. Svo er ég að vinna á sunnudaginn þannig að Ragna er ekki fulkomlega hress með kallinn sinn. Ekkert heima og svoleiðis. Svo verður farið til Köben næsta miðvikudag eftir stutt stopp hjá Lisbet en hún ætlar að passa fjórfætta fjölskyldumeðliminn.
Svo í kvöld er Pókerklúbbur. En það eru nokkrir hérna í götunni sem hittast og spila Póker. Mér hefur gengið vel síðustu skipti og komið heim í plús. Ekki amalegt það
Jæja Bestu kveðjur frá Silkeborg og hlökkum til að hitta ykkur á íslandi. Kristinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 5. mars 2008
VIKA Í BROTTFÖR :0)
Nú er ekki nema vika í að við leggjum í hann við munum fara fyrst til Köben á miðvikudaginn og gista hjá frænda Kristins svo er það hádegisvel til íslands á fimmtudaginn Við erum orðin voða spennt og Margrét er farin að telja dagana.
Bjarni Harald var orðin hitalaus í morgun en er búinn að vera frekar þreyttur í dag, hann á svo að fá fyrstu sprautuna sína á morgun og vona ég bara að hann verði ekki aftur veikur eftir það.
Jæja hef ekki meira að segja í bili MUNIÐ NÚ AÐ KVITTA eftir lesturinn og kikið á barnalandið ALLTAF nýjar myndir þar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)