Færsluflokkur: Bloggar
Þriðjudagur, 4. mars 2008
GÓÐ HELGI
Jæja þá er búið að sækja um passa fyrir Bjarna Harald og gekk það allt saman vel,hann svaf alla leiðina til Köben og vaknaði svo fyrir myndatökuna drakk gubbaði útum allt í sendiráðinu og sofnaði svo aftur
Við áttum síðan rosa fína helgi í svíþjóð hjá Kidda og Níní og var Margrét alveg að fíla að stússast í þríburunum og hjálpaði hún mikið til með þau
TAKK AFTUR FYRIR OKKUR
Í nótt var Bjarni Harald eitthvað pirraður og ég tók hann því uppí fann ég þá að hann var VEL heitur mældi hann svo í morgun og var hann með 38.5 hann er síðan búinn að sofa í allan dag en drekkur þó ágætlega hann er jú frekar pirraður yfir þessu greyið en mamman er bara þolinmóð og situr með hann
vona bara að þetta gangi fljótt yfir.
jæja nú vill hann láta taka sig bæ í bili Ragna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 27. febrúar 2008
2 vikur í Íslandsför :)
Já nú eru ekki nema 15 dagar í að við komum á klakann ótrúlegt hvað tíminn líður hratt
Ég var með mömmuhitting í gær og gekk það mjög vel Bangsi var voða hissa á öllum þessum smábörnum en var voða fegin þegar þau voru farin aftur og steinsvaf í stólnum sínum HIHI. Ein úr hópnum ætlar að passa Bangsa um helgina en hún á sjálf hund og maðurinn hennar er hundaþjálfari svo ætli hann verði ekki þreutþjálfaður eftir helgina HAHA (ætli það)
Við förum til köben snemma á föstudagsmorgun og þegar við erum búin í sendiráðinu þá verður brunað til Lund í Svíþjóð og verður helginni eytt þar með Kidda(frænda Kristins) Níní konunni hans og börnunum þeirra 4 , við erum voða spennt að hitta þau enda höfum við mæðgur aldrei séð þríburana nema á myndum svo að þetta verður voða gaman.
Bjarni Harald er farin að fá eina tsk af sveskjumauki á morgnanna og eina tsk af rísgraut á kvöldin og er hann ALLT annar á nóttinni núna (loksins saddur) honum finnst þetta bæði voða gott og smjattar vel á þessu góðgæti ég átti nú tíma í sprautu fyrir hann í morgun en frestaði því um viku þar sem hætta er á að hann fái hita og fannst mér ekki sniðugt að fara með hann í dag þar sem við erum að fara þetta um helgina.
jæja nú orgar hann á mat bless í bili Ragna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 23. febrúar 2008
Rólegur Laugardagur :0)
jæja þá eru Linda og Hulda Rún búnar að vera hjá okkur en þær fóru snemma í morgun Kristinn fór líka í morgun til Köben að hitta vinnufélagana frá TOYOTA Kópavogi svo að þau keyrðu saman. Kristinn gat fengið bílaleigubíl báðar leiðir og þarf því ekki að borga bensín né brúnna heppilegt að það þurfti einmitt að flytja bíla á milli.
Við áttum rosa góðan tíma með Lindu og Huldu Rún og kíktum meðalannars í bæinn í gær þrátt fyrir rok,rigningu og haglél en við létum það ekki stoppa bæjartúrinn og tókum öll strætó í bæinn og meira að segja Kristinn líka(fyrsta skiptið hans í strætó í silkeborg) Linda gat aðeins verslað á útsölum svo að bæjarferðin gerði sitt gagn
Svo höfðum við það bara kósý með þeim mæðgum og nutum þess að hafa þær hjá okkur,stelpurnar voru rosalega góðar saman (eiginlega eins og systur) og léku sér mjög vel saman.Margrét var hálf leið í morgun þegar þær fóru og fannst þær hafa stoppað frekar stutt
en ég huggaði hana með að segja henni að það eru ekki nema 19 dagar þangað til við förum til íslands Já ég er ekki alveg að ná því hvað það er stutt í að við hittum ykkur öll
Margrét fór síðan kl:8:15 í morgun en hún átti að keppa í handbolta kl:9 hún fékk far með vinkonu sinni svo að ég þurfti ekki að fara með Bjarna Harald líka svo kom mamma vinkonu hennar hér eftir leikinn og sagði að Margrét færi með þeim heim að leika og hún myndi bara keyra hana heim þegar þær nenntu ekki að leika meira núna er kl:16:45 svo að þær leika greinilega vel og mikið
Við Bjarni Harald eru því bara búin að hafa það kósý í dag (fyrir utan smið á þakinu) en erum nú búin að sofa og kúra okkur enda veðrið til þess (rigning og rok)
Kristinn ætlar út að borða með köllunum í kvöld og keyra svo heim svo við Margrét munum hafa kósýkveld í kvöld með íslensku nammi sem Linda kom með frá tengdó
jæja læt þetta duga í bili knús og kram Ragna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 19. febrúar 2008
LOKSINS BLOGG :)
Jæja þá hef ég loks tíma að skrifa smá færslu hér Ég og krakkarnir erum búin að eiga mjög góða viku í fríi við fórum í bæinn á miðvikudaginn en hún Margrét var búin að safna sér svo miklum pening og ákvað að kaupa sér eitthvað sniðugt hélt ég þá að sjálfsögðu að því yrði öllu eytt í dótabúðunum en NEINEI hún vildi ekki einu sinni fara inn í dótabúðina heldur keypti hún sér buxur bol og peysu voða flott skvísuföt
og var mamman bara ánægð með sína. Við fórum á kaffihús og fengum okkur að snæða og við áttum bara rosalega góðan og skemmtilegan dag.
Á fimmtudeginum fórum við svo í sumarbústað en við fengum lánað sumarhúsið hjá foreldrum Lisbet, við buðum Bergþóru,Jóni,Kormáki og Kristófer með okkur og var þetta rosa fín helgi fyrir utan KULDA fyrstu nóttina en rafmagnið var eitthvað að stríða okkur svo að annaðhvort var að hægt að hafa ljós eða hita EKKI BÆÐI Kristinn fann svo útaf þessu á föstudeginum en það var sem betur fer kamína í stofunni svo að við hugguðum okkur bara þar á meðan restin af húsinu var við frostmark. Við fórum niður á strönd á föstudeginum og tíndum steina og skeljar og krakkarnir og hundurinn skemmtu sér konunglega, svo var keiptur ís og brjóstsykur í bænum. Á laugardeginum fóru Kristinn og Jón svo með krakkana í sund og voru þar í 3 eða 4 tíma Bjarni svaf úti og við Bergþóra sátum inni með teppi og höfðum það kósý og spjölluðum um heima og geima
annars gekk helgin útá það að borða góðan mat ,spila ,með krökkunum og hafa það kósý, við skemmtum okkur öll vel. Á bakaleiðinni fórum við svo í afmæli hjá Lisbet og svo var brunað heim.
Í gær vorum við Bjarni nú frekar þreytt bæði 2 svo að við sváfum og reyndum að hafa það kósý en það er verið að skipta um þak (það fór að leka ) svo að það var frekar MIKILL hávaði hér hjá okkur
Planið fyrir daginn í dag er að slaka á og þvo þvott. Á morgun er svo mömmuhittingur hér heima og svo koma Linda og Hulda Rún líka á morgun svo það verður gaman hér hjá okkur á morgun
Kristinn hringdi í ÍSLENSKA sendiráðið í morgun því við þurfum að fá passa fyrir prinsinn og héldum við að við myndum bara þurfa að senda mynd og upplýsingar og svo sækja bara passann þegar við förum til köben een NEI NEI við þurfum að mæta bæði og að sjálfsögðu með Bjarna með okkur það þarf að taka mynd hjá þeim og við þurfum að vera á milli 10 og 12 svo tekur þetta 5 daga svo að við erum neydd til að bruna til Köben við ætlum nú að reyna að fara á föstudegi og reyna þá kannski að eyða helginni þar eða jafnvel í svíþjóð okkur finnst ekki hægt að bruna með prinsinn fram og til baka á sama degi. En þetta eru víst einhverjar nýjar reglur hjá þeim en svo gildir passinn í 5 ár.
Jæja læt þetta duga í bili bið að heilsa ykkur RAGNA
Þið megið alveg KVITTA eftir lesturinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 11. febrúar 2008
MÁNUDAGURINN 11 FEBRÚAR
Við áttum nú bara rólega helgi þar sem húsbóndinn lagðist í rúmið með hita og kvef dauðans en hann fór nú að vinna í morgun ágætlega hress. Það var vorblíða hjá okkur um helgina eða 11c og sól svo að guttinn okkar svaf úti báða dagana og Margrét var úti að leika með Cecilie og Rasmus úr bekknum en þau búa bæði hér í götunni.
Ég og krakkarnir hittum Annette og Lukas í morgun og röltum með þeim í Fötex og BabySam svo vorum við bara heima að hafa það kósý. Á morgun er svo mömmuhittingur og hlakkar Margréti mikið til að fá að koma með og sjá hina krakkana
Svo hringdi hún Linda (frænka Kristins)áðan og spurði hvort hún og Hulda Rún mættu koma í heimsókn í nokkra daga í næstu viku JEDÚDDA MINN hvað við vorum hissa og JIMINN hvað okkur hlakkar MIKIÐ til að sjá þær
Svo er hann Bjarni Harald í VAXTARKIPP ÚFF ÚFF ég geri ekki annað gefa honum brjóst og pela seinnipartinn svo er hann að drekka 200ml fyrir nóttina og sefur svo í 7 tíma sem er sko EKKI slæmt
Jæja ætli það sé ekki best að fara að elda ofaní liðið pabbinn er að gefa syninum pela svo að það er
ég sem að elda í kveld
kOSSAR OG KNÚS Ragna
Já ég var að setja inn fleirri myndir á barnalandið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 8. febrúar 2008
ENN EIN HELGIN AÐ RENNA Í GARÐ :)
Já okkur hérna í DK finnst ALLTAF vera föstudagur tíminn líður svo hratt að maður tekur ekki eftir hinum dögunum en þetta er sko EKKI neikvætt
Jæja þá er öskudagurinn á enda hér eins og annarstaðar en hann var síðastliðinn sunnudag (3 feb) og hér í DK er þann siðurinn að ganga í hús og syngja og fá pening eða nammi, Margrét og Jóhanna klæddu sig upp og röltu af stað og gekk þeim bara mjög vel og græddu vel á fólkinu í hverfinu svo um kvöldið var skólafest og fórum við mæðgur bara 2 þetta var mjög skemmtilegt kvöld en það var sýnt leikrit sem 6.bekkingar léku í og svo var dansiball og kökur og kaffi og gos og ís , Margrét skemmti sér konunglega og dansaði frá sér allt vit
og var Margrét að sjálfsögðu alsæl með uppskeru dagsins. Svo á mánudaginn var festelavns fest í skólanum og fór mín uppáklædd sem NORN með svart hár ROSA FLOTT (set inn myndir síðar) svo var kötturinn sleginn úr tunnunni og fannst minni nú ynnihaldið frekar skítt en það voru litlir rúsínupakkar (einn á mann) hún er jú vön frá íslandi að það sé nammi inní svo að hún var frekar skúffuð og hneyksluð á dananum
Svo er hún Margrét í fríi alla næstuviku en það er vetrarfrí í skólanum við erum búnar að plana "lífsgleðitúr" á miðvikudaginn og ætlum að fá okkur eitthvað gott að borða niðri bæ og kikja í búðir . Kristinn er að fara á námskeið í Köben á miðvikudaginn svo að hann fer SNEMMA af heiman og kemur SEINT heim þann daginn.
Annars erum við öll með eitthvern kvefskít í okkur núna ég og Bjarni hnerrum útí eitt en Margrét og Kristinn eru aðeins verri með hálsbólgu og hósta en við erum svo hraust að við hristum þetta fljótt af okkur og verðum orðin spræk fyrir sumarhúsaferðina næsta fimmtudag
Jæja ætla að fara að gera eitthvað prinsinn sefur úti í vagni en það er sko 8c hiti og fínt veður veðurkallarnir segja að það sé að koma vor
KVEÐJA Ragna
PS. ég gleymi alltaf að benda ykkur á janúaralbúm á barnalandinu (það er ekki efst í röðinni þar sem forritið er eitthvað að stríða okkur) endilega kikið á það FULLT AF FÍNUM MYNDUM
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 4. febrúar 2008
4 Febrúar
Jæja góðan daginn allir.
Hérna í Danmörku er nóg að gera við barnafataþvott og bleijuskipti. Við höfum átt rólega og góða helgi. Við vorum á laugardaginn á handboltamóti í Sejs hérna rétt fyrir utan Silkeborg. Margrét er farinn að vera meira sjálfsörugg þegar hún fær boltan og er nokkuð góð í að skora mörk og allt. Hún skoraði heil 3mörk um helgina sem var jú 25% af þeim sem var skorað í þessum 2leikjum sem hennar lið vann þar að auki. Svo var bara ekta afslöppun á sunnudeginum og sofið í takt við þann litla. Margrét var nefnilega hjá vinkonu sinni.
Næstu helgi er svo vinnuhelgi hjá mér en ég er að vinna Aukavakt á sunnudögum í söludeildinni hérna. Vinnan felst í að senda fólk í prufutúr og spjalla og svoleiðis.
Svo erum við farin að hlakka mikið til helgarinnar 15-17 febrúar en þá erum við búin að fá lánað sumarhús við ströndina og ætlum að njóta smá frí saman í rólegheitum og göngutúrum á ströndinni.
Kveðja Kristinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 30. janúar 2008
GÓÐANN OG BLESSAÐAN DAGINN
Ætla að byrja á að óska henni Stínu Línu (systir Kristins) til hamingju með afmælið þann 28 jan við vonum að þú hafir átt góðan dag
Annars er bara allt gott héðan við Bjarni Harald hittum Annette og Lukas og mömmuhópnum á mánudaginn og eyddum deginum með þeim svo í gær var mömmuhittingur en við vorum bara 3 þar sem 2 voru með veik börn og 1 komst ekki en þetta var voða kósý og gaman þó að við værum bara 3.
Bjarni Harald er farinn að sýna dótinu sýnu áhuga og finnst honum voða gaman að liggja á leikteppinu og skoða dótið hann slær í dótið og það spilar lag þá brosir hann og hjalar og stundum hlær hann ALGJÖR DÚLLA já hann var nú alveg rosalegur í gær, en hann gubbaði yfir mig alla og svo skælbrosti hann og hló
mér fannst þetta nátturlega bara fyndið og hló með þrátt fyrir að vera ÖLL í gubbi HEHE. Hann er semsagt STRAX farinn að stríða mömmu sinni HIHI. Hann er mjög hrifin af systur og þekkir hann sko röddina í henni og leitar af henni um leið og hann heyrir í henni enda er hún dugleg að leika við hann og spjalla við hann. Hún fékk fyrsta brosið og hún fær ALLTAF bros hjá honum
Margrét er orðin voða dugleg að lesa og henni gengur mjög vel í skólanum og er alltaf jafn ánægð þar. Hana er farið að hlakka MIKIÐ til að koma til íslands og hitta alla heima.
Við erum síðan að plana veisluhöld en það á jú að halda skýrnarveislu á íslandi, og ættlum við líka að halda uppá 30 ára afmælin okkar og 8 ára afmæli fyrir skvísuna svo að þetta verður VEISLA
jæja læt þetta duga í bili ætla að drífa út að labba með prinsinn BLESS BLESS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 25. janúar 2008
FÖSTUDAGUR Á NÝ :)
já tíminn líður hratt þó að maður sé heima það er jú nóg að gera þegar maður er heima með einn stuttan,og þvotturinn jókst mikið á heimilinu við að fá einn fjölskyldumeðlim í viðbót svo að það er sko nóg að gera. Bjarni Harald er reyndar farinn að sofa eins og grjót alla daga núna úti vagninum og er eiginlega hægt að segja að við séum búin að fá nýtt barn svo mikill er munurinn á honum. Við röltum í gær með 2 úr mömmuhópnum niður í FÖTEX og svo kiktum við í kaffi til annarar þeirra við sátum nú og spjölluðum í 3 tíma HEHE já það er sko hægt að blaðra þegar maður er búin að vera einn heima svona lengi og kemst loks út að hitta aðrar konur við náum reyndar mjög vel saman ég og þessi kona en hún er 31 árs og er líka með strák sem er 3 vikum yngri en Bjarni Harald strákarnir sváfu nú allan tímann í gær vöknuðu svo aðeins og drukku og fóru svo bara aftur að sofa
við mæðginin áttum semsagt mjög fínan dag í gær. Kristinn er að fara að hitta kallana sem að hann var að vinna með í Aarhus í kvöld svo ég börnin ætlum að hafa það kósý en það er frekar leiðinlegt veður núna ROK og RIGNING
svo að ég ætla bara að kveikja á kertum í kotinuog hafa það gott
jæja góða helgi öll sömul kveðja frá baunalandinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 22. janúar 2008
KOMIN TÍMI Á SMÁ FÆRSLU :)
jamm mér finnst nú komin tími á smá færslu hér á síðunni okkar, en ég er sko búin að reyna nokkrum sinnum að skrifa een þá vaknar alltaf sá stutti HIHI
Síðasta helgi var mjög fín hjá okkur, en á föstudagskveldið gisti Margrét hjá vinkonu sinni og Kristinn fór á pokerkveld svo að við Bjarni vorum bara ein í kotinu og var það bara fínt fyrir utan að ég mátti ganga um gólf með hann í tæpa 2 tíma hann vakti frá 22:30 - 01:30 en svaf svo til 6 um morguninn. Á laugardaginn var Margrét að keppa í handbolta og ég svaf til 2 með Bjarna sem ég hafði SVOOOO gott af
á sunnudaginn skruppum við svo í kaffi til Bylgju,Sigfús og Rakel Talíu og var það mjög fínt.
Bjarni Harald er nú að lagast eitthvað í maganum og vona ég bara að það haldist hann kúkar reyndar ekki á hverjum degi og í dag er t,d, 3 dagar síðan hann kúkaði hjúkkan er ekki ánægð með þetta og vill að hann fái einhverja Lactose dropa.
Við Bjarni fórum á fyrsta mömmuhittinginn í dag og var það mjög gaman við erum semsagt 6 konur í hverfinu sem að hittumst núna vikulega, við erum allar með börn sem eru fædd í nóv eða des. Mér líst vel á þær allar , en það eru 2 sem eru 40 ára ein er 35 og svo er ein 31 ég 29 og ein 28 svo að við skipptumst eiginlega í 2 hópa en við náðum allar vel saman áðan og gátum spjallað MIIIIIKIÐ Bjarni svaf nú eiginlega allan tímann en ákvað samt að láta aðeins sjá sig og kíkja á hin börnin
Við erum búin að kaupa miða til Íslands og munum koma þann 13 mars og vera til 25 mars eða 12 daga.
Jæja held að ég hafi ekki meira að segja ykkur í bili ,kær kveðja frá okkur 5 í ADV 25
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)