Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 19. maí 2008
LOKSINS KOMIN MEÐ HEIMA SÍMA :)
Þá erum við komin með síma (annan en GSM) þetta er svona breiðbandssími og ef þið viljið heyra í okkur getið þið hringt í 0045-5851 2967
Þetta er búið að vera fín helgi hér hjá okkur við kiktum í bæinn á laugardaginn og var Bjarni Harald bara í kerrunni sinni alveg að fýla þetta í botn sat þarna og horfði á allt fólkið og naut sín í botn. Kristinn var svo að vinna í gær og við Margrét tókum til í ruslakompunni hennar og breyttum henni aftur í fallegt herbergi svo fórum við í göngutúr og Margrét þaut um á linuskautunum. svo er bara búið að vera grill og fínheit í matinn enda veðrið til þess, reyndar kólnaði aðeins hjá okkur (17c) en hitinn er á leið upp aftur. Það ringdi loks í morgun en það voru fyrstu droparnir í Maí mánuði, allt var orðið frekar þurrt svo að þetta voru BARA góðir dropar.
Ég er mun betri í löppinni og ætti að geta farið að fara út að labba daglega aftur
Jæja gaurinn vill fara að fá pelann sinn og fara út að sofa
Kær kveðja frá ADVEJ 25
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 16. maí 2008
Jæja komin helgi á ný :)
Ótrúlegt hvað þessar vikur líða hratt mér finnst að það hafi verið föstudagur í gær
Ég er loks eitthvað betri í löppinni og er farin að geta stigið almennilega í hana ég fór með Bjarna Harald í vigtun á miðvikudaginn og var læknirinn bara nokkuð kátur með hann, hann er núna 7,2 kg svo hann er að þyngjast fínt þrátt fyrir gubbustandið. Læknirinn leit á fótinn á mér og var viss um að ég hefði slitið liðband en ég er ekki viss um að það sé rétt þar sem ég er miklu betri í dag.
Kristinn er núna úti að grafa skurð frá götunni og inní hús en við erum að fara að fá breiðband og þá þarf maður að grafa sjálfur fyrir því , en við munum fá mun betri internet og betra sjónvarp en þetta þýðir líka að við munum vera netlaus í einhvern tíma í júní en við lifum það af
Svo erum við búin að panta símabox og þá verðum við með heimasíma og þá munum við hringja frítt til íslands og fleirri landa fyrir aðeins ca 80 dkr á mánuði þá mun fólkið okkar heima fara að heyra oftar í okkur
Jæja ætla að fara að sinna prinsinum sem er búin að velta sér yfir á magann og vill fá hjálp til að komast aftur á bakið HEHE
Góða helgi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 12. maí 2008
Góð Sumarhelgi (Pinseweekend)
Það er heldur betur ekki amalegt að vera búsettur í DK þessa dagana. Alla síðustu viku hefur hitmælirinn bara haft eitt markmið og það er að slá sitt eigið met frá deginum áður. Frá mánudag hefur semsagt mælirinn bætt á sig einni gráðu á degi hverjum. Það var 20 á mánudag og svo hefur hitinn bara aukist og aukist í gær var 26c í skugga og það sem Daninn segir að sé "Sumardagur" eru orðnir 3. "Sumardagur" er skilgreindur þegar hitinn hefur farið yfir 25c á veðurathuganarstöðum í DK. En eins og gefur að skilja er heitara í garðinum heima. Á pallinum okkar var um 30c og ekki eitt ský á himninum.
Þetta hefur því verið þungbær vika fyrir húsmóðurina á heimilinu. Hún hefur verið hoppandi á einu fæti með hinn bundinn inn í bindi. Ekkert sérlega spennandi í þessu veðurfari. En svona er nú lífið. Margrét hefur hins vegar verið eins og kýrnar á vorinn úti 18tíma á dag og er orðin hálf svört. Hún fékk mig til að setja loft í sundlaugina hennar og svo komu nokkrar vinkonur í heimsókn og var buslað og skvett svolítið á hver aðra.
Í gær Sunnudag var svo "Komune mesterskab i fodbold" og vorum við frá 11-15 á fótboltavellinum í nágranna bænum í 27c hita. En ekki var að sjá að hitinn hafi gert þeim slæmt og lentu þær í liðnu hennar Margrétar í 3sæti (brons) og vorum þær nokkuð kátar með árangurinn.
Margrét
Freja
Cecille
Lizette
Rebekka
Rikke
Marie
Duglegar stelpur !!
Jæja bestu kveðjur frá ADvej 25.
Frá stoltum föður sem er orðinn aðstoðar þjálfari að eigin frumkvæði.
Kristinn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 8. maí 2008
HÚSFRÚIN HOPPANDI UM Á EINUM FÆTI :(
Já já mér tókst að detta hér á mánudaginn á leiðinni út með Margréti á fótboltaæfingu ÁI þetta var BARA vont og það endaði með því að Kristinn fór bara með Bjarna og Margréti í fótboltann og ég uppí sófa með fótinn uppí loft og klaka á um kvöldmat leist mér nú ekkert á blikuna þar sem ég var með 3 faldan ökla og verki uppí hné, hringdi því á slysó en það var svo busy hjá þeim að ég gat fyrst komið kl:22 , ég fór því bara ein með TAXA jæja ég lá þarna uppá slysó og var skoðuð bak og fyrir og læknirinn var viss um þetta væri brot
mér var skellt í rönken og sem betur fer sást ekkert brot á myndunum
þeir voru 3 læknarnir sem skoðuðu myndirnar þar sem þeir trúðu bara ekki að ég væri ekki brotin og löppin liti svona út. Jæja ég er semsagt í teygjuumbúðum og ligg með ís á löppinni. Kristinn var heima þriðjudag og miðvikudag þar sem ég gat jú ekki hoppað hér um með Bjarna Harald í fanginu, Kristinn fór að vinna í morgun og ég trilla Bjarna hér um í kerrunni HAHA já honum finnst þetta frekar skrítið greyinu. ég er nú aðeins farin að tilla í fótinn en fer mér HÆGT. Svo sit ég bara úti og nýt veðursins en það er búið að vera sól og 22-24c alla vikuna og núna er hvorki meira né minna en 26c Bjarni er bara á samfellunni og hefur það gott en hann sefur nú bara inni þessa dagana þar sem það er ALLTOF heitt fyrir hann að sofa úti.
Margrét er á fullu í fótboltanum en það var æfing á mánudag,leikur á þriðjudag og svo æfing á miðvikudag svo er hún að fara að keppa á sunnudaginn í KOMMUNE MESTERSKAP en þetta er stór keppni og eru nokkrar úr liðinu hennar sem munu keppa, hún er voða spennt fyrir þessari keppni en ég er ansi hrædd um að mín verði þreytt um kvöldið þar sem þetta eru 5 leikir sem þær eiga að spila.
Jæja best að fara að stappa banana í strákin, ójá við gáfum honum kartöflur og gulrætur í gær og honum fannst það algjört lostæti hann er orðin svo duglegur að borða þessi elska
kveðja úr sólinni Ragna (bráðum brún)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 4. maí 2008
sunnudagur til sælu :)
ojá já þá er þessi helgi á enda komin þetta er búin vera fín helgi,Kristinn fór og spilaði poker á föstudagskvöldið(gekk ekki nógu vel) ég og Margrét skruppum bara 2 í bæinn í gær en það var hreingerningardagur í miðbænum þá er mikið um að vera og góðtilboð á hverju horni, það var pakkað í bænum enda um 18c og sól
síðan komu Bergþóra,Jón Óskar ,og strákarnir og eyddu deginum með okkur við drukkum kaffi úti og svo var grillað og borðað úti rosa kósý TAKK AFTUR FYRIR KOMUNA
Margrét er núna í afmæli og Bjarni Harald sefur úti nú er ég farin að setja bara þunna húfu á hann þegar hann fer út (enga peysu) og þá sefur hann vel og lengi
Hann lá á teppinu sínu í morgun og velti sér 3x af bakinu yfir á magann ROSA DUGLEGUR
svo lá hann bara og stundi UUU þangað til honum var hjálpað aftur yfir á bakið. Hann er farinn að borða banana ELSKAR ÞAÐ og svo í gær gaf ég honum sveskjusafa og það fannst mínum sko gott hann ríghélt í pelann til að tryggja að einginn tæki þetta gómsæti frá honum HEHE Við hjónin ætlum nú bara að slaka á í sólinni í dag og njóta dagsins enda ekki annað hægt í þessari veðurblíðu
Ég setti inn myndir á barnalandið á föstudaginn endilega kikkið á það
KNÚS frá okkur í ADVEJ 25
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 28. apríl 2008
DEKURHELGI :)
Já það er sko hægt að segja að það sé búið að vera dekurhelgi hér hjá okkur en við erum búin að njóta veðurlíðunnar alla helgina og á laugardaginn röltum við og keyptum okkur grænmeti,ávexti og osta og um kvöldið var videokvöld með poppi,ostum og hvítvíni NAMMI NAMM í gær var svo skellt í Amerískar pönnukökur í morgunmat í tilefni dagsins og svo var skellt sér í TIVOLI FRIHEDEN í Aarhus og eyddum við deginum þar í 20c og sól
svo var farið út að borða á ítölskum veitingastað NAMMI NAMM Bjarni Harald var sko ALVEG að fýla það að fara út að borða og var hrókur alls fagnaðar
Við gáfum Margréti línuskauta í afmælisgjöf og svo fær hún að koma ein til Íslands í sumar og vera í dekri hjá ömmum og öfum
Veðurblíðan er áfram hjá okkur og erum við Bjarni Harald búin að rölta í búðina og kaupa bleyjur og þess háttar hann steinsefur núna ,en hann er SVO heitfengur að ég er alveg í vandræðum hvernig ég á að klæða hann það er alveg sama hversu léttklæddur hann fer út hann kemur alltaf kófsveittur inn þessa dagana áðan þegar ég var að gefa honum þá var hann bara á síðermasamfellu og sokkum og það LAK af honum svitinn HVERNIG VERÐUR ÞETTA EYGINLEGA Í SUMAR ?? ÚFF ÚFF
Við erum svo að fara í foreldraviðtal í skólanum á eftir og á Margrét að vera með í þetta sinn, hún er voða spennt að fá að koma með en þetta er í fyrsta sinn sem börnin mega vera með.
TAKK FYRIR AFMÆLISKVEÐJURNAR TIL SKVÍSUNNAR KOSSAR OG KNÚS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 27. apríl 2008
Hún á afmæli í dag hún á afmæli í dag hún á afmæli hún Margrét Svanhildur........
Já nú er stelpan okkar orðin 8 ára ótrúlegt hvað hún er orðin stór Við fórum í keilu með stelpurnar úr bekknum hennar á föstudaginn og heppnaðist það rosalega vel og var þetta mjög góður dagur
Þær fengu Hamborgara,franskar og gos og svo ís og köku eftir að þær spiluðu 2 umferðir í keilu
.Margrét fékk keilu að gjöf frá keiluhöllinni og var skrifuð afmæliskveðja á hana svo fékk hún líka gjafakort í keilu
skvísan var mjög ánægð með daginn og var ÞREYTT um kvöldið
og sofnaði vært.
Jæja ætla að fara að knúsa afmælisstelpuna mína
Bæjó Ragna og allir hinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 24. apríl 2008
VITIÐ ÞIÐ UM EINHVERN SEM VANTAR ÍBÚÐ TIL LEIGU ??
Þá vitum við um mjög góða íbúð á besta stað í RVK eða á Meistaravöllum vestur í bæ, hún Svanhildur systir á íbúðina og verður hún laus frá 1.júní og getur leigst út með húsgögnum endilega látið okkur vita hér á síðunni ef þið vitið um einhvern
Annars er bara allt gott héðan, sit núna þessa dagana bara úti á palli og sóla mig í 18c og sól.
Skrifa meira eftir helgi GÓÐA HELGI.
KNÚS RAGNA
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 22. apríl 2008
ÞRIÐJUDAGUR
Jæja þá erum við búin að skreppa til Þýskalands og áttum við mjög góða helgi þar, við slökuðum á kiktum í C&A og borðuðum góðann mat svo á bakaleiðinni var stoppað í grensabúðinni og verslað gos og bjór
Bjarni Harald er núna aftur kominn á venjulega þurrmjólk og erum við að vona að hann þoli hana, annars er hann bara hinn sprækasti þessa dagana, hlær og skríkir og bablar
Við erum svo að fara að halda uppá 8 ára afmælið hennar Margrétar Svanhildar en hún á jú afmæli á sunnudaginn, við munum sækja stelpurnar(11 stk) í skólann á föstudaginn kl: 13 og fara með þær í keiluhöll þar sem þær fá ýmiskonar góðgæti að borða ,spila keilu og fá svo ís og köku og svo verða þær sóttar þar kl:16:30. Margrét er orðin voða spennt fyrir þessum degi og telur niður svo ætlum við að gera eitthvað sniðugt á sjálfan afmælisdaginn líka en það fer eftir veðri hvað það verður. Núna er 16c og sól svo það er ekki hægt að kvarta yfir veðrinu þessa dagana enda er Kristinn búinn að vera SÚPER duglegur í garðinum og er allt farið að líta þokkalega vel út
Jæja best að kikja út og sleikja sólina smá kossar og knús Ragna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 16. apríl 2008
SÓL SÓL SKÍN Á MIG ..................
já það er sko barasta búið að vera æðislegt veður hér hjá okkur ,sól og 10-13c allir eru léttir í lundu og eru úti að vinna í garðinum eða grilla og þess háttar.DEJLIGT
Annars fór ég með krakkana til læknis í gær og eru útbrotin á Margréti mun betri við eigum samt að bera á þetta þar til þetta er alveg horfið. Bjarni Harald fékk síðan 5 mánaða sprauturnar og læknisskoðun og er hann orðinn 67cm og 7kg já hann stækkar vel drengurinn en lækninum fannst hann samt ekki þyngjast nógu vel og vill að hann fari að fá venjulega þurrmjólk aftur (prófa það allavegana) og ég á að velja þá þurrmjólk sem er með mestum kalóríum, hann er bara búin að þyngjast um 1kg síðan 22 feb en hann lítur samt vel út og hefur það gott :) Hann varð reyndar veikur eftir sprauturnar og var frekar lítill í gærkvöldi og með hita hann var með yfir 40 stiga hita í nótt og átti frekar erfiða nótt greyið lilta ,hann er núna bara með nokkrar kommur og er farin að leika sér og brosa og hjala aftur semsagt orðin líkur sjálfum sér á ný :)
Við ætlum að bruna til Elsmhorn í þýskalandi á morgun og eyða helginni hjá systir pabba en það er löng helgi núna (ST BEDEDAG á föstudaginn) svo okkur fannst tilvalið að kikja á frændfólkið í hinum megin við grensan og versla smá á krakkana og gos og bjór Bjarni Harald er or'in frekar fátækur af samfellum svo að hann verður birgður upp af þeim og Margrét ætlar eitthvað að versla sér en hún á FULLT af EVRUM svo að hana hlakkar til að kikja í bæinn í Elmshorn. ég fór reyndar með krakkana í bæinn síðustu helgi og þá keypti hún sér rosa flottar buxur og skó fyrir peninginn frá foreldrum mínum hún er orðin svo mikil fatafrík þessi elska og hún elskar að kaupa sér föt GUÐ HJÁLPI MÉR EFTIR NOKKUR 'AR HEHEHE
Jæja ætla að fara að elda áður en feðginin koma heim en þau eru á fótboltaæfingu (Margrét byrjuð aftur að sparka boltanum )
Í RESTINA ÞÁ LANGAR MIG AÐ ÓSKA SVANHILDI SYSTIR TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN Á MORGUN EIGÐU SÚPERGÓÐANN DAG ELSKU SYSTIR KNÚS OG KRAM FRÁ OKKUR
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)