Færsluflokkur: Bloggar

Þreyttur Mánudagur

Þá er Kristinn byrjaður að vinna aftur og var hann frekar þreyttur og pirraður þegar hann kom heim í dag en það var ALLT í klessu eftir þann sem leisti hann af sem kallaði á klukkutíma yfirvinnu hjá Kristni í dag og hann náði EKKI að klára allt Errm  Bjarni Harald er líka búin að vera frekar þreyttur og pirraður eitthvað í dag og ekki veit ég hvað veldur því kannski bara typískur mánudagur Blush

Við áttum HEITA og góða viku í síðustu viku og var meðal annars kikt á ströndina og var Bjarni sko alveg að fýla það sat bara eins og prins og fylgdist með fólkinu við sátum nátturlega með hann í skugga að mestu sem var ágætt þar sem það var 30c og þá er fínt að vera í skugganum Wink það var semsagt 27 - 32c og sól alla vikuna svo það var svosem ekki mikið gert annað en að drekka vatn og borða melonu Grin  í dag er svo búið að vera svona hitabylgjurigning og flýtur vatnið bara ofan á grasinu og moldinni þar sem allt er svo þurrt, svo að maður heyrði gróðurin segja TAKK við rigninguna í dag Smile 

Stína systir Kristins kemur á fimmtudaginn og ætlar að vera hjá okkur í 10 daga og mun hún svo fljúga heim með Margréti.   Margrét mun svo koma aftur heim til DK þann 4 ágúst og mun hún þá eflaust vera útur dekruð og sæl Grin hún er farin að telja dagana og er orðin MJÖÖÖG spennt Tounge   ég var að reyna að segja við hana að það eru enn 12 dagar í að hún fari og hún gæti alveg slakað aðeins á en nei henni finnst SVOOOO stutt í þetta og er orðinn SVOOOO spennt eins og hún orðaði það sjálf í morgun Grin svo það verður fínt að fá Stínu til okkar þá verður tíminn fljótari að líða hjá Margréti Wink        

Jæja ég ætla að láta þetta duga í bili og bið bara að heilsa ykkur að sinni  


Sumarfrí på toppen af Denmark.

Jæja jæja þá gefst loks tími hér á bæ til að skrifa nokkrar línur Wink

Við fórum til Aalbek sem er rétt hjá Skagen sem er toppurinn á DK, við áttum æðislega viku þar og brölluðum ýmislegt og slökuðum á. Td fórum við í sund, sædýrasafn,eyddum einum degi á Skagen og svo öðrum degi í Fredrikshavn en þar var einmitt miðaldarhátíð sem var voða flott hátíð og gaman að sjá það (sérstaklega fyrir Margréti) svo var bara farið í göngutúra og borðaður góður matur Smile 

Svo í gær flutti prinsinn um herbergi og svaf hann eins og steinn í nótt en ég svaf eitthvað laust (fannst þetta frekar skrítið) vona að ég sofi betur í nótt þar sem ég veit að ég heyri vel í honum enda herbergið beint á móti okkar Wink 

Við fórum á útsöluráp í Aarhus í dag og var aðeins verslað á krakkana og Margrét fékk nýja skólatösku og er hún strax búin að raða í hana og hana farið að hlakka til að mæta í skólann með nýju töskuna (6 vikur í skólann ) HEHE já það er gott að skvísan er ánægð í skólanum Grin

Næstu daga á svo að taka til hendinni í garðinum enda góð veðurspá framundan eða 25 - 30c og sól eins langt og spáin nær Cool

Jæja best að fara að koma drengnum í rúmið, feðginin eru að GAULA í singstar GrinTounge (vona að nágrannarnir heyri ekki of vel ) HAHAHAHA 

Góða nótt RAGNA 


styttist í FRÍ :)

já nú er Kristinn ALVEG að fara í sumarfrí  hann á bara eftir að vinna á morgun og svo förum við að stað á laugardaginn Wink en við erum búin að leigja LUXUS sumarhús á SKAGEN sem er á toppnum á DK það er bæði sauna og nuddbaðkar svo það mun ekki væsa um okkur þar, svo er húsið alveg við ströndina svo þetta verður bara kósý, við ætlum að eyða viku þar og njóta þess að vera í fríi saman og bralla eitthvað sniðugt. 

Annars er bara allt rólegt hjá okkur og lítið að gerast við Bjarni Harald erum alltaf heima að dúlla okur eitthvað ,Margrét Svanhildur í skólanum og Kristinn að vinna.  

Við keyptum hjól handa Margréti um daginn en tengdó gáfu krökkunum pening um daginn og ákváðum við að splæsa í nýtt/notað hjól handa skvísunni,það er með gýrum og aðeins stærra en það gamla og er hún alsæl með nýja hjólið sitt Grin Bjarni Harald fékk hoppurólu fyrir sinn pening en hann er orðinn frekar leiður á að liggja endalaust á gólfinu svo að nú hoppar hann og rólar inn á milli og brosir allan hringinn Grin hann er líka sáttur ef hann fær að sitja í sófanum og leika sér en þá sit ég jú hjá honum þó svo að hann sé farin að sitja fínt sjálfur þá veit maður að hann getur rúllað fram fyrir sig og þá endar hann í gólfinu sem er jú ekki svo sniðugt. 

jæja nú veit barasta ekki hvað ég á að segja ykkur fleirra svo að ég hætti bara núna og skrifa aftur síðar þegar ég hef eitthvað skemmtilegt að segja ykkur Tounge BÆJÓ


GADEFEST :)

Já það var gadefest eða grillfest í götunni hjá okkur í gær herlegheitin byrjuðu kl:16 og ég og Bjarni Harald fórum heim aftur um 22:30. Þetta var mjög vel heppnað og skemmtilegur dagur Smile Það er venjan að allir komi með köku á sameignlegt kökuborð og sá sem kemur með bestu kökuna fær Dverginn og á að passa hann í 1 ár. Þetta er stærðarinnar dvergur úr stein og er grafið í hann hvaða hús fær hann hvaða ár. Og viti menn við fengum dverginn í ár Grin en það þýðir líka að gadefesten verður heima hjá okkur næsta ár og við þurfum að skipuleggja það með 2 öðrum familium úr götunni en það verður bara gaman vonandi Wink

Bjarni Harald er kominn með 2 tönnslur og hann er enn að uppgötva þær og býtur sig í puttann og bregður mikið við það og fer að gráta Blush bara dúlla þessa elska. Hann er allaf jafn duglegur að borða og mér finnst hann farinn að þyngjast vel núna. Hann er farinn að sitja næstum óstuddur og stundum alveg óstuddur. Svo hann dafnar bara vel Smile

Margrét Svanhildur er alltaf hin hressasta(nema kannski í morgun) en hún fór að sofa um 00:30 og var vakinn 8:40 þar sem festen hélt áfram í morgun með sameiginlegum morgunmat.Sem var mjög kósý.

Kristinn er að vinna núna,Margrét er að leika með krökkunum í götunni og Bjarni sefur, það er LOKSINS rigning hér hjá okkur og maður BARA ánægður með það Wink 

Við erum svo á leið í sumarfrí næstu helgi og er okkur farið að hlakka til þess að slaka á saman og eiga smá tíma öll 4 saman eða 5 jú þar sem Bangsi kemur með Tounge

Við erum búin að breyta útlitinu á barnalandssíðunni og erum búin að setja inn MAÍ albúm endilega kikið á það og munið nú að KVITTA Kissing

Kveð að sinni, Kveðja frá ADV 25 


Konan orðin þrítug.

Ég á orðið þrítuga konu, hún er samt betri heldur en hún var þegar við kyntumst, Ekki samt að hún hafi verið slæm eða þannig. Hún tók nú samt ekkert eftir þessu frekar en undirritaður þegar hann fylti tuginn. Við höfðum góðan dag með Bylgju og Sigfúsi sem komu ásamt dóttur sinni Rakel Talíu í Grilll og huggulegheit yfir daginn. Hitinn var samt næstum ekki til að halda út. Það fór í 29c í skugga á laugardeginum og yfir í 30c á Sunnudeginum. Við erum samt alveg ánægð að núna er bara venjulegt veður með smá golu (vind) og skúrum. Enda ekki vanþörf á rigningunni.

Þær mæðgur Ragna og Margrét skeltu sér í Sirkus Arena á Sunnudeginum og fengu alveg hreint frábæra skemmtun útúr deginum. Við feðgarnir nutum þess að vera konulausir og lékum okkur á gólfinu og spjölluðum svolítið saman. Borðuðum svo góðan mat og nutum lífsins með Grilli og kósíheitum.

Margrét er alltaf á fullu í fótboltanum og kallin með sem "træner" og hrikalega aktívur á siðar línunni. Þær voru að keppa á þriðjudaginn en gekk ekki alveg nógu vel. Þær spiluðu fínt en vantaði aðeins herslumuninn til að taka sigurinn heim.

Svo er Bjarni Harald kominn með Tönn. Já það er rétt. Litla tansan gjægðist upp í dag og hann er ekki alveg sáttur við lífið svolítið pirraður og þreittur.

Jæja læt þetta duga í bili.

Bestu kveðjur frá kallinum í DK. 


JÆJA ÞÁ ER HÚSMÓÐIRIN ORÐIN "STÓR" :)

Já þá er ég orðin 30 ára USS USS manni finnst þetta nú rosalegt að vera orðin svona "stór" hehe en mér líður bara vel yfir þessu enda ekki annað hægt þegar bóndinn sendi mann í klippingu og strípur í gær svo maður væri nú "stór" og fín í dag Grin   Bylgja og Sigfús eru á leiðinni til okkar og ætlum við að hafa það kósý í garðinum með grill og tjill  í sólinni og 28 -30c sem henni fylgja í dag Cool

ég er nú orðin "welldunn" á bakinu en ég gleymdi mér aðeins í sólbaðinu á fimmtudaginn Blush en það lagast fljótt Wink 

Jæja ætla að fara að græja mig áður en gestirnir koma  kær kveðja Ragna afmælisbarn Kissing


Sveittir Pungsar!

Núna er búið að vera þurkar í Danmörku síðan miðjan Apríl, ekki dropi úr lofti. Þannig að maður er hreinlega farinn að bíða eftir rigningu. Ótrúlegt en svona er það þegar maður er Garðeigandi í DK. Við erum seinustu daga búin að fara upp og yfir 30c og allir í rosalegu sumarskapi. Er samt erfitt að vinna í þessu veður fari þar sem húsið sem ég vinn í er með Glervegg í suður og hitinn í húsinu nær yfir 35c. Hengirúmið er samt notað þegar maður kemur heim þar sem maður er alveg við suðumark. Þannig að hægt er að segja með góðu lagi að maður sé sveittur á punginum. 

Það er samt nóg að gera bæði í vinnu og við þjálfun á stelpuliðunu í fótboltanum. Margrét og stelpurnar eru að æfa mán og mið ásamt því að keppa flesta þriðjudaga. Voru að keppa í gær þriðjudag og gekk það ekki alveg eftir eins og meistara þjálfarinn ætlaði. Töpuðu báðum en þeim var sama þeim fannst bara gaman af þessu. 

Litla kallinum mínum finnst svolítið erfitt að takast á við þennan hita og hann hefur ekkert getað sofið úti þar sem hitin er of mikill. Hann er samt duglegur að borða en latur við að drekka mjólk. Hefur það samt gott miðað við veðurfar og aðstæður.

Jæja ætla ekki að hafa það lengra að sinni. Bið fyrir bestu kveðjum frá "Afríku"

Kristinn.

P.S. Þið megið alveg kvitta einstaka sinnum :( 


EIGINLEGA ALLTOF HEITT

Já það liggur við að það sé OF heitt hjá okkur núna = 30 og sól það er varla hægt að vera úti þessa dagana og Bjarni sefur bara inni og það bara á samfellunni með lak yfir sér. Við hjónin rifum líka sængurnar innan úr sængurverunum í gærkvöldi og sváfum bara með sængurverin það var svo heitt í húsinu að ég ætlaði aldrei að geta sofnað (ekki líkt mér) en það borgar sig nú ekki að vera að kvarta yfir góðu veðri en það getur líka verið OF gott veður LoL

Kristinn var nú ekki mikið heima síðustu helgi en á Laugardaginn fór hann á vinnufund, klósettrallý og svo útað borða, og í gær var hann að vinna. Ég kikti nú í afmæli með krakkana til Vejle en strákarnir hjá Bergþóru áttu báðir afmæli núna á dögunum. Við vorum þar í góðu yfirlæti í 30c og sól svo að krakkarnir fengu að fara í vatnsbyssuslag og sulla í vatni eins og þau vildu Grin svo bauð ég skottunni minni uppá MC DONALDS klikkar aldrei og svo horfðum við á video (voða kósý hjá okkur)  Í gær fór Margrét með Marianne vinkonu sinni niður á strönd og ég lét sólina aðeins baka mig hér í garðinum Cool Svo sótti ég Kristinn í vinnuna og mætti ég með 2x ÍSKALDA CARLSBERG handa þeim og var það bara vinsælt, en hann sem var að vinna með honum er að fara að gifta sig og var hann steggjaður á laugardaginn svo hann var frekar þreyttur og þunnur greyið Sick svo hann var bara glaður að fá einn ískaldan Tounge

Bjarni Harald er farinn að borða eins og HESTUR en í alvörunni talað þá verð ég að stoppa hann af í hverri máltíð þegar mér finnst komið nóg Wink hann lemur bara í borðið og bíður með opinn munninn HEHE Margrét var jú líka svona á sínum tíma hún  ÖSKRAÐI ef maður skóflaði ekki nógu hratt uppí hana HEHE

Bjarni er ekki alveg að  þola hitann en Margrét þolir þetta vel og er bara úti í fótbolta og svona og kemur svo reglulega og biður um ís eða eitthvað að kalt að drekka sem hún fær í ótakmörkuðu mæli núna Grin

Jæja ætla að fara að reyna að liggja smá úti og fá smá meiri lit á kroppinn Cool 


FRÁBÆRIR DAGAR :)

EN of fáir finnst manni. Já við erum búin að eiga æðislegan tíma með Bjarna og Oddny þau komu jú á Laugardagskveld og brunuðu feðginin til Billund að ná í þau, mér fannst nú frekar skrítið að sitja ein og horfa á EORUVISION en það lagaðist þegar þau komu Wink Á sunnudeginum sátum við í sólbaði, fórum í 1 1/2 tíma göngutúr og svo í piknik en við keyrðum niður að vatni og sátum þar eins og palli einn í heiminum SVO FRIÐSÆLT OG GOTT Blikka svo um kvöldið lá leiðin á JENSENS BUFFHUS og svo heim enda allir þreyttir eftir góðan dag og ég og Bjarni(eldri) ANSI rauð og sæt eftir sólina HEHE Blush Kristinn fór svo að vinna á mánudeginum en Margrét var í fríi frá skólanum svo að við Margrét og Bjarni Harald fórum með þau niður í bæ með bus og röltum við göturnar og tengdó náðu aðeins að eyða eins og nokkrum krónum Grin þau gáfu okkur dúk á borðið og krökkunum dót Bjarni Harald er SVO ánægður með sitt nýja dót en hann fékk BANGSÍMON hunangskrukku sem syngur og bangsinum skýst uppúr krukkunni ef maður ýtir á vissan takka og svo spjallar bangsimon við mann og syngur lög og ef maður ýtir ekki á neina takka í smá tíma þá segir hann bara FARVEL HEHE voða sniðugt, Margrét fékk PET SHOP dýr Wink Jæja í gær var svo síðasti dagurinn þeirra hjá okkur Errm við fórum í smá göngutúr í sólinni en við röltum alla leið niður í miðbæ og tók það 1 1/2 tíma við keyptum okkur ís og tókum svo bussinn heim Wink  svo var eldaður matur og haldið uppí skóla á TEATER FEST Margrét stóð sig eins og hetja  og var þetta mjög skemmtilegt kvöld Bjarni Harald skemmti sér konuglega en hann skelli hló og skríkti meðan á sýningunni stóð BARA KRÚTT Tounge

Já við erum síðan búin að kaupa TRIP TRAP stól fyrir hann og er hann alsæll með það.

Jæja við biðjum bara að heilsa í bili ég heyri að Bjarni Harald er farinn að blaðra við sjálfan sig úti vagni = vaknaður Smile

Kær kveðja Ragna og allir hinir 


Tengdó á leiðinni :)

já Bjarni hringdi í gær og tilkynnti okkur að hann væri að kaupa flugmiða til okkar og hann og Oddny kæmu á laugardaginn og verða til þriðjudagskvölds Smile Hann hringdi í síðustu viku og sagði okkur að þeim langaði nú að fara að koma og kikja á barnabörnin og vonandi okkur gömlu lika HEHE jú ætli það ekki Tounge Margrét er alveg í skýjunum með þetta og hlakkar okkur öllum til að sjá þau. Það hittir líka svo vel á að Margrét er að fara að sýna leikrit í skólanum á þriðjudaginn og munu þau ná að sjá það.

Annars er bara allt gott að frétta af okkur hitinn er farinn að stíga á ný (20c) og sól að mestu leyti Cool Bjarni Harald er alltaf jafn sprækur þessa dagana og er voða skemmtilegur, bablar og frussar útí eitt Tounge allgjör snúlli, hann prófaði að sitja í TRIP TRAP stól hjá einni úr mömmuhópnum og þetta var BARA að virka fyrir hann svo nú er bara að setja allt á fullt og reyna að finna einn slíkan notaðan, hann er ekki alveg að vilja sitja í ömmustólnum meðan hann borðar svo við Kristinn höfum verið að skiptast á að halda á honum sem er frekar erfitt þar sem hann er ansi snöggur og rífur í alla diska og glös og já bara allt sem hann nær í Woundering okkur finnst alveg ótrúlegt að hann sé orðinn 6 mánaða þar er alveg ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Þann 20 maí varð hann semsagt 6 mánaða og þann sama dag voru líka 2 ár síðan við fluttum hingað út.

jæja nóg komið í bili MUNIÐ NÚ AÐ KVITTA Kissing


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband