Laugardagur, 7. júní 2008
JÆJA ÞÁ ER HÚSMÓÐIRIN ORÐIN "STÓR" :)
Já þá er ég orðin 30 ára USS USS manni finnst þetta nú rosalegt að vera orðin svona "stór" hehe en mér líður bara vel yfir þessu enda ekki annað hægt þegar bóndinn sendi mann í klippingu og strípur í gær svo maður væri nú "stór" og fín í dag Bylgja og Sigfús eru á leiðinni til okkar og ætlum við að hafa það kósý í garðinum með grill og tjill í sólinni og 28 -30c sem henni fylgja í dag
ég er nú orðin "welldunn" á bakinu en ég gleymdi mér aðeins í sólbaðinu á fimmtudaginn en það lagast fljótt
Jæja ætla að fara að græja mig áður en gestirnir koma kær kveðja Ragna afmælisbarn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 4. júní 2008
Sveittir Pungsar!
Núna er búið að vera þurkar í Danmörku síðan miðjan Apríl, ekki dropi úr lofti. Þannig að maður er hreinlega farinn að bíða eftir rigningu. Ótrúlegt en svona er það þegar maður er Garðeigandi í DK. Við erum seinustu daga búin að fara upp og yfir 30c og allir í rosalegu sumarskapi. Er samt erfitt að vinna í þessu veður fari þar sem húsið sem ég vinn í er með Glervegg í suður og hitinn í húsinu nær yfir 35c. Hengirúmið er samt notað þegar maður kemur heim þar sem maður er alveg við suðumark. Þannig að hægt er að segja með góðu lagi að maður sé sveittur á punginum.
Það er samt nóg að gera bæði í vinnu og við þjálfun á stelpuliðunu í fótboltanum. Margrét og stelpurnar eru að æfa mán og mið ásamt því að keppa flesta þriðjudaga. Voru að keppa í gær þriðjudag og gekk það ekki alveg eftir eins og meistara þjálfarinn ætlaði. Töpuðu báðum en þeim var sama þeim fannst bara gaman af þessu.
Litla kallinum mínum finnst svolítið erfitt að takast á við þennan hita og hann hefur ekkert getað sofið úti þar sem hitin er of mikill. Hann er samt duglegur að borða en latur við að drekka mjólk. Hefur það samt gott miðað við veðurfar og aðstæður.
Jæja ætla ekki að hafa það lengra að sinni. Bið fyrir bestu kveðjum frá "Afríku"
Kristinn.
P.S. Þið megið alveg kvitta einstaka sinnum :(
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 2. júní 2008
EIGINLEGA ALLTOF HEITT
Já það liggur við að það sé OF heitt hjá okkur núna = 30 og sól það er varla hægt að vera úti þessa dagana og Bjarni sefur bara inni og það bara á samfellunni með lak yfir sér. Við hjónin rifum líka sængurnar innan úr sængurverunum í gærkvöldi og sváfum bara með sængurverin það var svo heitt í húsinu að ég ætlaði aldrei að geta sofnað (ekki líkt mér) en það borgar sig nú ekki að vera að kvarta yfir góðu veðri en það getur líka verið OF gott veður
Kristinn var nú ekki mikið heima síðustu helgi en á Laugardaginn fór hann á vinnufund, klósettrallý og svo útað borða, og í gær var hann að vinna. Ég kikti nú í afmæli með krakkana til Vejle en strákarnir hjá Bergþóru áttu báðir afmæli núna á dögunum. Við vorum þar í góðu yfirlæti í 30c og sól svo að krakkarnir fengu að fara í vatnsbyssuslag og sulla í vatni eins og þau vildu svo bauð ég skottunni minni uppá MC DONALDS klikkar aldrei og svo horfðum við á video (voða kósý hjá okkur) Í gær fór Margrét með Marianne vinkonu sinni niður á strönd og ég lét sólina aðeins baka mig hér í garðinum
Svo sótti ég Kristinn í vinnuna og mætti ég með 2x ÍSKALDA CARLSBERG handa þeim og var það bara vinsælt, en hann sem var að vinna með honum er að fara að gifta sig og var hann steggjaður á laugardaginn svo hann var frekar þreyttur og þunnur greyið
svo hann var bara glaður að fá einn ískaldan
Bjarni Harald er farinn að borða eins og HESTUR en í alvörunni talað þá verð ég að stoppa hann af í hverri máltíð þegar mér finnst komið nóg hann lemur bara í borðið og bíður með opinn munninn HEHE Margrét var jú líka svona á sínum tíma hún ÖSKRAÐI ef maður skóflaði ekki nógu hratt uppí hana HEHE
Bjarni er ekki alveg að þola hitann en Margrét þolir þetta vel og er bara úti í fótbolta og svona og kemur svo reglulega og biður um ís eða eitthvað að kalt að drekka sem hún fær í ótakmörkuðu mæli núna
Jæja ætla að fara að reyna að liggja smá úti og fá smá meiri lit á kroppinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 28. maí 2008
FRÁBÆRIR DAGAR :)
EN of fáir finnst manni. Já við erum búin að eiga æðislegan tíma með Bjarna og Oddny þau komu jú á Laugardagskveld og brunuðu feðginin til Billund að ná í þau, mér fannst nú frekar skrítið að sitja ein og horfa á EORUVISION en það lagaðist þegar þau komu Á sunnudeginum sátum við í sólbaði, fórum í 1 1/2 tíma göngutúr og svo í piknik en við keyrðum niður að vatni og sátum þar eins og palli einn í heiminum SVO FRIÐSÆLT OG GOTT
svo um kvöldið lá leiðin á JENSENS BUFFHUS og svo heim enda allir þreyttir eftir góðan dag og ég og Bjarni(eldri) ANSI rauð og sæt eftir sólina HEHE
Kristinn fór svo að vinna á mánudeginum en Margrét var í fríi frá skólanum svo að við Margrét og Bjarni Harald fórum með þau niður í bæ með bus og röltum við göturnar og tengdó náðu aðeins að eyða eins og nokkrum krónum
þau gáfu okkur dúk á borðið og krökkunum dót Bjarni Harald er SVO ánægður með sitt nýja dót en hann fékk BANGSÍMON hunangskrukku sem syngur og bangsinum skýst uppúr krukkunni ef maður ýtir á vissan takka og svo spjallar bangsimon við mann og syngur lög og ef maður ýtir ekki á neina takka í smá tíma þá segir hann bara FARVEL HEHE voða sniðugt, Margrét fékk PET SHOP dýr
Jæja í gær var svo síðasti dagurinn þeirra hjá okkur
við fórum í smá göngutúr í sólinni en við röltum alla leið niður í miðbæ og tók það 1 1/2 tíma við keyptum okkur ís og tókum svo bussinn heim
svo var eldaður matur og haldið uppí skóla á TEATER FEST Margrét stóð sig eins og hetja og var þetta mjög skemmtilegt kvöld Bjarni Harald skemmti sér konuglega en hann skelli hló og skríkti meðan á sýningunni stóð BARA KRÚTT
Já við erum síðan búin að kaupa TRIP TRAP stól fyrir hann og er hann alsæll með það.
Jæja við biðjum bara að heilsa í bili ég heyri að Bjarni Harald er farinn að blaðra við sjálfan sig úti vagni = vaknaður
Kær kveðja Ragna og allir hinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 22. maí 2008
Tengdó á leiðinni :)
já Bjarni hringdi í gær og tilkynnti okkur að hann væri að kaupa flugmiða til okkar og hann og Oddny kæmu á laugardaginn og verða til þriðjudagskvölds Hann hringdi í síðustu viku og sagði okkur að þeim langaði nú að fara að koma og kikja á barnabörnin og vonandi okkur gömlu lika HEHE jú ætli það ekki
Margrét er alveg í skýjunum með þetta og hlakkar okkur öllum til að sjá þau. Það hittir líka svo vel á að Margrét er að fara að sýna leikrit í skólanum á þriðjudaginn og munu þau ná að sjá það.
Annars er bara allt gott að frétta af okkur hitinn er farinn að stíga á ný (20c) og sól að mestu leyti Bjarni Harald er alltaf jafn sprækur þessa dagana og er voða skemmtilegur, bablar og frussar útí eitt
allgjör snúlli, hann prófaði að sitja í TRIP TRAP stól hjá einni úr mömmuhópnum og þetta var BARA að virka fyrir hann svo nú er bara að setja allt á fullt og reyna að finna einn slíkan notaðan, hann er ekki alveg að vilja sitja í ömmustólnum meðan hann borðar svo við Kristinn höfum verið að skiptast á að halda á honum sem er frekar erfitt þar sem hann er ansi snöggur og rífur í alla diska og glös og já bara allt sem hann nær í
okkur finnst alveg ótrúlegt að hann sé orðinn 6 mánaða þar er alveg ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Þann 20 maí varð hann semsagt 6 mánaða og þann sama dag voru líka 2 ár síðan við fluttum hingað út.
jæja nóg komið í bili MUNIÐ NÚ AÐ KVITTA
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)