Mánudagur, 7. júlí 2008
Þreyttur Mánudagur
Þá er Kristinn byrjaður að vinna aftur og var hann frekar þreyttur og pirraður þegar hann kom heim í dag en það var ALLT í klessu eftir þann sem leisti hann af sem kallaði á klukkutíma yfirvinnu hjá Kristni í dag og hann náði EKKI að klára allt Bjarni Harald er líka búin að vera frekar þreyttur og pirraður eitthvað í dag og ekki veit ég hvað veldur því kannski bara typískur mánudagur
Við áttum HEITA og góða viku í síðustu viku og var meðal annars kikt á ströndina og var Bjarni sko alveg að fýla það sat bara eins og prins og fylgdist með fólkinu við sátum nátturlega með hann í skugga að mestu sem var ágætt þar sem það var 30c og þá er fínt að vera í skugganum það var semsagt 27 - 32c og sól alla vikuna svo það var svosem ekki mikið gert annað en að drekka vatn og borða melonu
í dag er svo búið að vera svona hitabylgjurigning og flýtur vatnið bara ofan á grasinu og moldinni þar sem allt er svo þurrt, svo að maður heyrði gróðurin segja TAKK við rigninguna í dag
Stína systir Kristins kemur á fimmtudaginn og ætlar að vera hjá okkur í 10 daga og mun hún svo fljúga heim með Margréti. Margrét mun svo koma aftur heim til DK þann 4 ágúst og mun hún þá eflaust vera útur dekruð og sæl hún er farin að telja dagana og er orðin MJÖÖÖG spennt
ég var að reyna að segja við hana að það eru enn 12 dagar í að hún fari og hún gæti alveg slakað aðeins á en nei henni finnst SVOOOO stutt í þetta og er orðinn SVOOOO spennt eins og hún orðaði það sjálf í morgun
svo það verður fínt að fá Stínu til okkar þá verður tíminn fljótari að líða hjá Margréti
Jæja ég ætla að láta þetta duga í bili og bið bara að heilsa ykkur að sinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 30. júní 2008
Sumarfrí på toppen af Denmark.
Jæja jæja þá gefst loks tími hér á bæ til að skrifa nokkrar línur
Við fórum til Aalbek sem er rétt hjá Skagen sem er toppurinn á DK, við áttum æðislega viku þar og brölluðum ýmislegt og slökuðum á. Td fórum við í sund, sædýrasafn,eyddum einum degi á Skagen og svo öðrum degi í Fredrikshavn en þar var einmitt miðaldarhátíð sem var voða flott hátíð og gaman að sjá það (sérstaklega fyrir Margréti) svo var bara farið í göngutúra og borðaður góður matur
Svo í gær flutti prinsinn um herbergi og svaf hann eins og steinn í nótt en ég svaf eitthvað laust (fannst þetta frekar skrítið) vona að ég sofi betur í nótt þar sem ég veit að ég heyri vel í honum enda herbergið beint á móti okkar
Við fórum á útsöluráp í Aarhus í dag og var aðeins verslað á krakkana og Margrét fékk nýja skólatösku og er hún strax búin að raða í hana og hana farið að hlakka til að mæta í skólann með nýju töskuna (6 vikur í skólann ) HEHE já það er gott að skvísan er ánægð í skólanum
Næstu daga á svo að taka til hendinni í garðinum enda góð veðurspá framundan eða 25 - 30c og sól eins langt og spáin nær
Jæja best að fara að koma drengnum í rúmið, feðginin eru að GAULA í singstar (vona að nágrannarnir heyri ekki of vel ) HAHAHAHA
Góða nótt RAGNA
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 19. júní 2008
styttist í FRÍ :)
já nú er Kristinn ALVEG að fara í sumarfrí hann á bara eftir að vinna á morgun og svo förum við að stað á laugardaginn en við erum búin að leigja LUXUS sumarhús á SKAGEN sem er á toppnum á DK það er bæði sauna og nuddbaðkar svo það mun ekki væsa um okkur þar, svo er húsið alveg við ströndina svo þetta verður bara kósý, við ætlum að eyða viku þar og njóta þess að vera í fríi saman og bralla eitthvað sniðugt.
Annars er bara allt rólegt hjá okkur og lítið að gerast við Bjarni Harald erum alltaf heima að dúlla okur eitthvað ,Margrét Svanhildur í skólanum og Kristinn að vinna.
Við keyptum hjól handa Margréti um daginn en tengdó gáfu krökkunum pening um daginn og ákváðum við að splæsa í nýtt/notað hjól handa skvísunni,það er með gýrum og aðeins stærra en það gamla og er hún alsæl með nýja hjólið sitt Bjarni Harald fékk hoppurólu fyrir sinn pening en hann er orðinn frekar leiður á að liggja endalaust á gólfinu svo að nú hoppar hann og rólar inn á milli og brosir allan hringinn
hann er líka sáttur ef hann fær að sitja í sófanum og leika sér en þá sit ég jú hjá honum þó svo að hann sé farin að sitja fínt sjálfur þá veit maður að hann getur rúllað fram fyrir sig og þá endar hann í gólfinu sem er jú ekki svo sniðugt.
jæja nú veit barasta ekki hvað ég á að segja ykkur fleirra svo að ég hætti bara núna og skrifa aftur síðar þegar ég hef eitthvað skemmtilegt að segja ykkur BÆJÓ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 15. júní 2008
GADEFEST :)
Já það var gadefest eða grillfest í götunni hjá okkur í gær herlegheitin byrjuðu kl:16 og ég og Bjarni Harald fórum heim aftur um 22:30. Þetta var mjög vel heppnað og skemmtilegur dagur Það er venjan að allir komi með köku á sameignlegt kökuborð og sá sem kemur með bestu kökuna fær Dverginn og á að passa hann í 1 ár. Þetta er stærðarinnar dvergur úr stein og er grafið í hann hvaða hús fær hann hvaða ár. Og viti menn við fengum dverginn í ár
en það þýðir líka að gadefesten verður heima hjá okkur næsta ár og við þurfum að skipuleggja það með 2 öðrum familium úr götunni en það verður bara gaman vonandi
Bjarni Harald er kominn með 2 tönnslur og hann er enn að uppgötva þær og býtur sig í puttann og bregður mikið við það og fer að gráta bara dúlla þessa elska. Hann er allaf jafn duglegur að borða og mér finnst hann farinn að þyngjast vel núna. Hann er farinn að sitja næstum óstuddur og stundum alveg óstuddur. Svo hann dafnar bara vel
Margrét Svanhildur er alltaf hin hressasta(nema kannski í morgun) en hún fór að sofa um 00:30 og var vakinn 8:40 þar sem festen hélt áfram í morgun með sameiginlegum morgunmat.Sem var mjög kósý.
Kristinn er að vinna núna,Margrét er að leika með krökkunum í götunni og Bjarni sefur, það er LOKSINS rigning hér hjá okkur og maður BARA ánægður með það
Við erum svo á leið í sumarfrí næstu helgi og er okkur farið að hlakka til þess að slaka á saman og eiga smá tíma öll 4 saman eða 5 jú þar sem Bangsi kemur með
Við erum búin að breyta útlitinu á barnalandssíðunni og erum búin að setja inn MAÍ albúm endilega kikið á það og munið nú að KVITTA
Kveð að sinni, Kveðja frá ADV 25
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 11. júní 2008
Konan orðin þrítug.
Ég á orðið þrítuga konu, hún er samt betri heldur en hún var þegar við kyntumst, Ekki samt að hún hafi verið slæm eða þannig. Hún tók nú samt ekkert eftir þessu frekar en undirritaður þegar hann fylti tuginn. Við höfðum góðan dag með Bylgju og Sigfúsi sem komu ásamt dóttur sinni Rakel Talíu í Grilll og huggulegheit yfir daginn. Hitinn var samt næstum ekki til að halda út. Það fór í 29c í skugga á laugardeginum og yfir í 30c á Sunnudeginum. Við erum samt alveg ánægð að núna er bara venjulegt veður með smá golu (vind) og skúrum. Enda ekki vanþörf á rigningunni.
Þær mæðgur Ragna og Margrét skeltu sér í Sirkus Arena á Sunnudeginum og fengu alveg hreint frábæra skemmtun útúr deginum. Við feðgarnir nutum þess að vera konulausir og lékum okkur á gólfinu og spjölluðum svolítið saman. Borðuðum svo góðan mat og nutum lífsins með Grilli og kósíheitum.
Margrét er alltaf á fullu í fótboltanum og kallin með sem "træner" og hrikalega aktívur á siðar línunni. Þær voru að keppa á þriðjudaginn en gekk ekki alveg nógu vel. Þær spiluðu fínt en vantaði aðeins herslumuninn til að taka sigurinn heim.
Svo er Bjarni Harald kominn með Tönn. Já það er rétt. Litla tansan gjægðist upp í dag og hann er ekki alveg sáttur við lífið svolítið pirraður og þreittur.
Jæja læt þetta duga í bili.
Bestu kveðjur frá kallinum í DK.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)