Fimmtudagur, 24. júlí 2008
HITABYLGJA
Úff já nú er sko HEITT hér hjá okkur og mun hitinn bara hækka næstu daga, veðurkallinn sagði í fréttunum að það væri hitabylgja á leiðinni og þeir kalla það hitabylgju þegar hitinn fer yfir 28c í 3 daga í röð Bjarni og ég fórum í bæinn í gær að kaupa skyr og útréttast, ég labbaði nú niður í bæ og tók það mig klukkutíma svo tók ég strætó heim. Við röltum síðan áðan að kaupa ávexti og grænmeti (nauðsyn að eiga nóg af því í hitabylgju) hann sefur núna inni enda allt of heitt að sofa úti ég er síðan með dreigið fyrir alla glugga til að reyna að einangra aðeins frá hitanum
Bjarni Harald fékk sinn fyrsta hrísgrjónagraut í gærkvöldi og fannst honum það BARA gott og smjattaði vel og klappaði saman höndunum með bros á vör núna eru vínber líka í miklu uppáhaldi hjá honum og hef ég varla undan að skrælla þau ofan í hann.
Mamma og pabbi munu sækja Margréti í sveitina á morgun og verður hún hjá þeim þar til hún kemur heim hún er líka svo heppin að Svanhildur systir mun koma til Íslands næsta fimmtudag, svo hún fær að hitta hana og Freyju Sóley dóttir hennar, Margrét var sko ekki lítið ánægð þegar ég sagði henni það í gær og sagði bara YESS í símann
Jæja kannski maður eigi að reyna að ná sér í pínu brúnku meðan guttinn sefur ef ég tolli þá úti ég er ekki sú besta í að liggja í sólbaði jæja bið að heilsa ykkur í bili (þið meigið alveg kvitta )
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 22. júlí 2008
SKVÍSAN OKKAR ER Í ESSINU SÍNU Á ÍSLANDINU GÓÐA :)
Já það er sko fjör hjá henni Margréti okkar núna en hún er í sveitinni og þar er sko nóg að bralla sérstaklega núna þar sem það eru 6 hvolpar og það finnst henni sko ekki leyðinlegt það er svo gaman hjá henni að hún má varla vera að tala við okkur þegar við hringjum HEHE. Hún á síðan von á Birtu Huld vinkonu sinni á morgun og ætlar hún að gista eina nótt hjá henni í sveitinni
Við skelltum okkur útað borða á sunnudaginn í tilefnidagsins og var það mjög fínt okkur finnst reyndar MJÖG tómlegt að hafa Margréti ekki heima og var frekar skrítið að hafa hana ekki með útað borða mig er strax farið að hlakka til að fá hana aftur heim
og það verður sko fjör hér fyrstu vikuna eftir að hún kemur heim vegna þess að hún Fanney vinkona og Perla Sóley koma með Margréti út og verða hér í 5 daga, Tinna frænka Fanneyar kemur líka með sína stelpu sem er ári eldri en Margrét og Perla ég þekki líka Tinnu úr Árbæjarskóla svo þetta verður BARA FJÖR karlpeningurinn á heimilinu verður semsagt í minnihluta þessa vikuna
Bjarni Harald er eitthvað pirraður þessa dagana ég veit ekki alveg hvað gengur að honum kannski bara tanntakan vona að hann lagist fljótt í skapinu
Lukas og Anette komu í kaffi í morgun og léku strákarnir sér saman í smástund (Bjarni svaf næstum allan tímann) þeir voru BARA sætir þar sem þeir sátu saman á gólfinu og var að sjálfsögðu teknar myndir
jæja best að nýta tímann meðan prinsinn sefur bið að heilsa ykkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 20. júlí 2008
Margrét farin til íslands
já í gær fór stórastelpan okkar til íslands ég stóð nú með kökk í hálsinum og horfði á eftir henni fara upp stigann frekar skrítið sko. Hún var nú sjálf sem hressasta og brosti út af eyrum
svo þegar ég spurði hana í röðinni hvort hún ætti ekki eftir að sakna mín þá var svarið " nei nei ég mun ekkert hafa tíma til þess " HAHA HIHI HEHE hún er svo yndisleg þessi elska
Í dag erum við hjónin búin að vera gift í 6 ár VÁ hvað tíminn líður HRATT við mæðgin fórum í bakaríið í morgun og keyptum rúnstykki og þegar við komum heim þá var Kristinn vaknaður og búinn að leggja á borð og kveikja á kertum voða kósý morgunmatur
Svo er lilti kúturinn líka 8 mánaða í dag mér finnst hann vera fæddur í síðasta mánuði ótrúlegt hvað hann er orðinn stór strax. Hann er farinn að borða ýmislegt eins og kæfubrauð,skyr, matarkex skinku og ofl og ofl og finnst honum þetta allt saman vera algjört lostæti
Svo situr hann orðið alveg sjálfur og vill bara sitja þegar hann leikur sér SKO EKKERT SPORT AÐ LIGGJA
Jæja ætla að fara að föndra með bóndanum mínum við erum að gera myndir fyrir herbergið hans Bjarna Haralds eigið góðan sunnudag BÆJÓ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 17. júlí 2008
SKVÍSAN ORÐIN SPEEEEENT :)
Það er sko hægt að segja að hún Margrét Svanhildur sé orðin spent núna úff úff hún veit ekkert hvernig hún á að vera HIHI enda kannski ekki skrítið það er nú sport að fá að fara til "útlanda" án foreldranna og það aðeins 8 ára gömul Hana hlakkar líka bara svo til að hitta alla og vera hjá ömmum og öfum í dekri.
Stína er nú búin að vera dugleg að stitta henni stundirnar og eru þær búnar að spila heil ósköp svo erum við búin að fara í bæinn og í gær fórum við í bæinn í Aarhus við fórum bara með lestinni og var það mjög þæginlegt. Bjarni Harald er sko alveg að fýla bæjarferðirnar og situr eins og prins í kerrunni sinni
Hann er nún að hrúa niður tönnum og er hann núna kominn með 5 tennur 2 niðri og 3 uppi
Jæja best að fara að gera eitthvað annað en að sitja í tölvunni
BÆJÓ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 12. júlí 2008
Laugardagur í Rigningu
Herna er bara Rigning og letilegt veður. Við vorum að koma úr sundi en hún systir mín Stína er í heimsókn og fórum því bara öll af stað. Þetta var annað sinn sem hann Bjarni fór í sund og þetta skiptið var mikið betra. Hann var allur hinn kátasti og hreinlega var í essinu sínu. Hann hoppaði og buslaði fyrir allan peninginn.
Hún Stína systir er hérna eins og áður sagði. Hún kom á fimmtudagsmorun og verður fram á næsta laugardag. En þá fara hún og Margrét til Íslands.
Það er búin að vera strembin vika núna síðastliðin. En eins og fram kemur í fyrra bloggi var ég jú í 2vikna fríi og mætti aftur á mánudaginn. En sá sem leisti mig af er ekki alveg með stjórn á aðstæðum og því var ég alla vikunna að ná í skottið á sjálfum mér en það var allveg nóg annað að gera sem er skiljanlegt þar sem allir eru að fara í frí eða komnir í frí og bíllin þarf að vera í lagi.
Við vorum í Gær í mat hjá Bergþóru og Jón Óskari í Vejle. Við fengum að gæða okkur á ekta íslensku lambi og svo var hún með heitan ís í desert. Allveg hreint frábær matur og góður félagsskapur. Við viljum þakka allveg kærlega fyrir okkur aftur. Takk Bergþóra. :)
Jæja nún er best að fara að slaka aðeins á þar sem þetta er eini frídagur minn í þessari viku. En á morgun er ég á sunnduagsvakt í söludeildinni. Bestu kveðjur frá Rignarbaunalandinu.
Kristinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)