Þriðjudagur, 14. október 2008
GÓÐANN OG BLESSAÐANN DAGINN :)
Við áttum fína helgi hér í ADV 25 við fórum í smá bíltúr á laugardaginn til að kaupa ost handa Karin en hún er mikið fyrir STERKA danska osta og við komum alltaf með minnsta kosti einn þegar við förum til þeirra Kristinn kláraði svo að mála bílskýlið og er ALLT annað að sjá þetta
svo höfðum við videokvöld.
Á sunnudaginn var Kristinn að vinna og Bergþóra kíkti í kaffi með strákana svo við Margrét skelltum í súkkulaði köku TAKK aftur fyrir komuna vinkona það er alltaf svo gaman að fá þig í smá spjall
Við mæðgur vorum ótrúlega duglegar í gær og gerðum 11 jólakort Margrét kom mér ekkert smá á óvart hvað hún er góð í þessu Kristinn átti sko erfitt með að finna út hver gerði hvaða kort í gær HEHE og fannst skvísunni það sko ekki leiðinlegt hún er svo dugleg og henni fannst virkilega gaman að föndrast með mömmu sinni og það var nú óskup lítið sem ég þurfti að hjálpa henni hún bjargaði sér sko bara sjálf
nú erum við strand þar sem okkur vantar bæði kort og límpúða svo við verðum að gera okkur ferð í bæinn á morgun og versla það.
Við ætlum að kikja í kaffi til Anette á eftir þegar við erum búnar að sækja litla kútinn.
Jæja ætla að fara að kúra í sófanum hjá skvísunni minni (hún kann sko að vera í fríi og liggur núna og horfir á DVD)
KNÚS OG KRAM Ragna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 10. október 2008
FJÓRFÆTLINGURINN OKKAR Á AFMÆLI Í DAG
Hann Bangsi er 5 ára í dag svo ætli ég verði ekki að vera extra góð við hann í dag
Annars er bara allt við það sama hér Kristinn að vinna, Margrét Svanhildur í skólanum ,Bjarni Harald hjá dagmömmunni og ég heima að þrífa HEHE nei ég er nú kannski að þrífa alla daga húsið okkar er jú ekki SVO stórt en ég er nú samt búin að vera dugleg að gera fínt hjá okkur, ég þreif td eldhúsinnréttinguna í gær að innan og utan
en það er jú nóg af verkefnum hér handa mér svo dagarnir líða hratt
Bjarni Harald er alltaf jafn ánægður hjá henni June og er þetta bara að ganga ótrúlega vel með hann (mikill léttir fyrir mig) það er svo mikill munur að skilja við barnið sitt brosandi en ekki á öskrinu eins og systir hans var stundum
það var alveg hræðilegt að skilja hana við sig hún öskraði og grét úr sér lungun svo hringdi ég kannski 1/2 tíma síðar til að athuga með hana þá var hún hæstánægð að leika svo hún var bara að láta reyna á mömmu sina
Margrét er svo í fríi alla næstu viku og ætlum að við að dúlla okkur hér heima bara 2 mán,þri, og miðvikudag en svo er dagmamman í fríi fim og föstudag , Kristinn er svo í fríi á föstudaginn og við ætlum að drífa okkur til Karin og Tobi í þýskalandi (systir pabba) en það er alltof langt síðan við fórum síðast til þeirra ég held það hafi verið í april svo það er alveg kominn tími á að fara að hitta þau, við ætlum að vera hjá þeim frá fimmtudegi fram á laugardag
og hlakkar okkur mikið til að hitta þau og líka bara breyta aðeins um umhverfi.
Okkur mæðgum hlakkar nú líka til að eiga smá tíma bara 2 og ætlum við að bretta upp ermarnar og klára jólakortin en ég er búin með 20 og á þá 30 eftir.Margrét er orðin svo dugleg og vandvirk að hún getur vel hjálpað mér.
Læt þetta duga í bili GÓÐA HELGI og reynið nú að vera bjartsýn þrátt fyrir erfiða tíma heima á Íslandi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 6. október 2008
HELGIN
Jæja þá er þessi helgin á enda og aftur kominn mánudagur.
Við gerðum nú ekki mikið þessa helgina eða réttara sagt gerði ÉG ekki mikið, þar sem á föstudagskvöldið helltist yfir mig hálsbólga beinverkir og hiti síðan um nóttina ég lá eins og klessa í sófanum allan laugardaginn og reyndi að sofa. Kristinn fór með krakkana í bæinn og keypti handboltaskó og hnéhlífar fyrir Margréti og nýtti ég tímann í að SOFA.
Kristinn var svo að vinna í gær og ég var búinn að lofa Margréti bioferð og búinn að fá barnapíuna til að koma svo ég skellti mér í BIO og við tókum Jóhönnu vinkonu Margrétar með. ég var nú mun hressari svo þetta var bara fínasta bioferð en við fórum að sjá FAR TIL FIRE( pabbi 4 barna) þetta er svona grínmynd en ég held að þetta hafi verið 3 eða 4 myndin sem er gerð og eru þær allar rosa góðar svo við skemmtum okkur konunglega. Þetta var fyrsta skiptið sem barnapían passaði og gekk það mjög vel og kúturinn alsæll með þetta.
Hann er ennþá alsæll hjá dagmömmunni og prófaði að sofa einn lúr hjá henni í morgun og gekk það vel. Hann knúsar hana og allt þegar við mætum á morgnanna HEHE hann er svo mikill krúsukall
Hún er ekkert smá ánægð með hann enda ekki annað hægt þegar hann byrjar daginn á að sjarma hana með knúsi HEHE
Ég veit ekki alveg hvað hann Bjarni Harald þykist geta en hann er farinn að standa upp útá miðjugólfi án þess að stiðja sig við eitt né neitt og vaggar hann fram og til baka og dettur svo á bossann hann er líka farinn að gangameðfram sófanum og færir sig yfir á sófaborðið Margrét var sko EKKI svona köld HEHE kannski er þetta munurinn á stelpu og strák ?? annars eru börn jú svo rosalega ólík.
Jæja ég var að setja inn myndir á hina síðuna og þið megið alveg kvitta bæði hér og þar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 2. október 2008
Bjarni Harald byrjaður hjá dagmömmu
Já prinsinn okkar er byrjaður hjá henni Juun, það var fyrsti dagurinn í dag og gekk mjög vel, hann var einn í tæpa 2 tíma og var bara alsæll að leika sér og fylgdist VEL með hinum börnunum Mér fannst frekar skrítið að skilja hann eftir fyrsta daginn en það er jú alltaf erfitt að skilja barnið sitt eftir á nýjum stað. Ég er bara svo ánægð hvað þetta gekk vel hann fór ekki einu sinni að gráta þegar ég hvaddi hann (greynilega alsæll að komast út að leika með öðrum)
en jiminn hvað hann var þreyttur þegar ég sótti hann, hann var alveg stjarfur í bílnum á leiðinni heim og rotaðist um leið og ég lagði hann út og svaf eins og grjót í 2 1/2 tíma
hann er farinn aftur út núna og STEINSEFUR
þetta eru jú mikil viðbrigði fyrir hann þegar hann er búinn að vera einn heima með mér í rólegheitum alla daga.
Annars er bara allt gott af okkur að frétta. Það er komið haust og farið að kólna og rigna í miklum skúrum. Okkur er strax farið að hlakka til að koma heim um jólin og Margréti finnst ANSI LANGT þangað til við förum en tíminn er svo fljótur að líða að 17 des rennur upp áður en við vitum af
Jæja nóg í bili en þið megið alveg kvitta sko það er ekkert bannað
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 29. september 2008
KÓSÝ HELGI :)
Við erum búin að eiga mjög fína og rólega helgi hér í DK. Á föstudagskvöldið var Kristinn með POKERKVÖLD hér heima , en við krakkarnir kiktum á eina hér í götunni en við vorum 3 sem hittumst með krakkana og var það mjög fínt. Á laugardaginn var farið á bókasafnið og verslað í matinn, farið heim og hent í kanilsnúða, þegar litlikúturinn var búinn að leggja sig og fá sér smá að borða var farið í göngutúr og haustveðrinu síðan var horft á DVD sem Margrét tók á bókasafninu. Í gær var síðan slakað á til að byrja með og síðan skelltum við okkur í sund svo elduðum við PURUSTEIK NAMMI NAMM
Kristinn klippti Margréti á laugardaginn og tókst honum bara vel til og er skvísan ALSÆL með "nýja" hárið hann ætlaði nú að klippa mig líka en guggnaði á því þar sem ég er með svo liðað hár og kannski pínu erfiðaðra að klippa það.
Bjarni Harald er alltaf jafn hress og kátur og fer um allt Margrét er farin að loka inn til sín á morgnanna þegar hún fer í skólann. En honum finnst mest spennandi að fara inn til hennar eða inn á bað svo þessar 2 hurðar eru yfirleitt lokaðar núna.
jæja hef ekki meira að segja í bili BÆJÓ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)