Miðvikudagur, 24. september 2008
Búin að fara í atvinnuviðtal :)
og mér leist bara mjög vel á þetta ég er semsagt komin með vinnu hjá afleysingarfyrirtæki og vona núna bara að ég fái sem flestar vaktir
Annars er bara allt rólegt hér Bjarni Harald fór að skríða á 4 fótum á mánudaginn og fer núna um allt og reynir að standa upp við ALLT systur hans finnst hann nú frekar erfiður stundum þegar hún vill fá frið en hann sækir MJÖG mikið í hana og skilur ekki alveg afhverju hún vill hann ekki alltaf inn í herbergi hjá sér og afhverju hún þarf stundum frið til að læra og þannig HEHE
hún er samt alltaf jafn hrifin af honum og er rosalega þolinmóð og góð við hann. Hann vill alltaf fá koss frá henni þegar hún fer í skólann og svo stöndum við við eldhúsgluggann og horfum á eftir henni og hann vinkar á fullu og fylgir á eftir henni svo lengi sem hann sér hana
BARA KRÚTT
Við erum farin að gefa Bjarna Harald fisk og finnst honum það veislumatur eins og allt annað sem hann fær, hann fékk líka ristaðbrauð í fyrsta sinn áðan og fannst honum það algjört lostæti
Margrét er svo að fara á fótboltaslut á eftir en það verður heima hjá þjálfaranum og fá þær allar DIPLOMA og svo verða pylsur og gos
Jæja prinsinn er vaknaður svo ég er hætt í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 21. september 2008
ÓTRÚLEGA DUGLEG HJÓN :)
já við vorum sko dugleg í gær við hjónin, en við tókum okkur til og máluðum mæninn á húsinu og kantinn allan hringinn ,þetta var grænt og er núna grátt og kemur þetta rosalega vel út, svo var Kristinn í stuði og afgangur af málningunni svo skúrinn er líka að verða grár
Bjarni Harald svaf mest allan málningartímann og Margrét var hjá vinkonu sinni svo við máluðum og máluðum og máluðum
Kristinn og Margrét eru núna á fótbolta móti svo við mæðginin erum bara heima að hafa það kósý, ætla nú að drífa mig í göngutúr á eftir en það er rosa fínt veður eða um 18c og sól á köflum.
Bjarni Harald er farinn að skríða (á maganum) út um ALLT hús og stendur upp við ALLT svo fjörið er byrjað hér á bæ hann dettur á hausinn að meðaltali 2x á dag en pabbinn vill nú meina að hann læri af að detta
ég get nú ekki séð ennþá að hann læri mikið af því HEHE en maður veit jú aldrei,þangað til verður bara að hlaupa til og hjálpa honum undan skápum,stólum og borðum og hugga hann er hann dettur
svo eru steriogræjurnar alveg ROSALEGA spennandi og er sko ekkert spennandi lengur að leika með dótið sitt ef maður sér græjurnar eða hvað þá blómin úff úff þetta er ALLT svo spennandi og maður er jú bara að uppgötva heiminn
Jæja best að hætta þessu pikki og leika smá við prinsinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 17. september 2008
JÆJA JÆJA
Nú er allt að smella hér á bæ með dagmömmu og vinnu :) Við Bjarni Harald heimsóttum dagmömmuna á mánudaginn og leist okkur bara nokkuð vel á. Hann mun byrja aðlögun 2 oktober ég fer svo í viðtal á miðvikudaginn og fæ að vita nánar með mína vinnu.
Kristinn fór á TOYOTA djamm á föstudaginn og var frekar "léttur " er hann kom heim. Ég vaknaði við hann og sagði "ég hélt að þú ætlaðir bara ekkert að koma heim "(bara að stríða honum ) en þá söng minn "ég er kominn ég er kominn" HEHE HEHE við náðum nú samt að dobbla hann í bæinn á laugardaginn og var farið í H&M og notað ávísunina sem ég fékk með póstinum en þar sem ég er jú í H&M klúbbnum þá fæ ég ávísun 1x á ári EKKI SLÆMT
Bjarni Harald var dressaður upp og er nú klár fyrir dagmömmuna. Svo tókum við ALVIN OG ÍKORNARNIR á videoleigunni og höfðum kósýkvöld.
Kristinn var svo að vinna á sunnudaginn og Margrét eyddi deginum hjá vinkonu sinni svo við Bjarnalingur vorum bara ein í kotinu í rólegheitum.
Jamm ég held ég hafi ekki meira að segja að sinni svo ég hætti bara áður en ég fer að bulla eitthvað
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 12. september 2008
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN MAMMA :)
Já í dag á mamma mín afmæli og viljum við óska henni ynnilega til hamingju með daginn KOSSAR OG KNÚS frá okkur öllum.
Svo gleymdi ég að segja ykkur í gær að við erum búin að kaupa flug heim um jólin en við komum semsagt þann 17 des og verðum til 5 jan
Við mæðgur fórum á skólahátíðina í gær og var þetta ROSALEGA flott, td var 8 bekkur með HOLLYWOOD þema og var það rosalega flott hjá þeim það var eins og maður labbaði bara inn í kvikmyndaheim allt í glans og glimmer og hægt að fá "kokteila" og popp svo var 9 bekkur með ferðaþema og kynntu 16 lönd og áttu að reyna að "selja " manni ferð frekar flott hjá þeim. Svo var Margrét og hennar árgangur jú með kínaþema og voru þau búin að skreyta allt í kínadrekum og var hægt að sjá myndir af krökkunum vinna í verkefninu. Síðan átti maður að svara spurningum í hverju þema og skila inn og kannski við höfum barasta unnið gjafakort eða annað sniðugt HVER VEIT
Jæja best að fara að þrífa meðan gaurinn sefur
GÓÐA HELGI
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 11. september 2008
LOKSINS LOKSINS
LOKSINS erum við búin að fá að vita hvar litli snúðurinn okkar á að fara í pössun það er semsagt hjá dagmömmu hér í hverfinu sem er búin að vinna við þetta í 10 ár, fer MIKIÐ út með börnin sem mér finnst stór kostur. Ég á að mæta hjá henni á mánudaginn og kíkja á þetta og vona nú bara að þetta sé fínasta kona og þetta sé þá klappað og klárt.
LOKSINS er ég komin með VINNU þetta er vinna hjá afleysingarfyrirtæki sem sér um afleysingu á hjúkrunarheimilum og leikskólum/vöggustofum. Ég á að mæta þar í viðtal 24/9 og mun svo líklegast byrja í kringum 18 okt. En Bjarni Harald mun byrja 1 okt en fæðingarorlofið mitt rennur ekki út fyrr en 18 og svo er líka vetrarfrí hjá Margréti Svanhildi frá 13 -17 okt svo að þá ætlum við að dúllast eitthvað 2 saman föndra jólakort og þannig skemmtilegt
Mér finnst mjög gott að geta aðlagað Bjarna Harald í rólegheitum og svo mun hann mæta eitthvað þarna vikuna sem Margrét er í fríi það er jú ekki sniðugt að aðlaga hann í 2 vikur og láta hann svo vera í fríi í viku.
Margrét Svanhildur er búin að vera að fræðast um KINA í skólanum alla vikuna og er td búin að gera kínverskan dreka, elda kínverskan mat, hlusta á kínverska tónlist og kínverska skrift. Svo í kvöld er skólahátíð og þá fá foreldrar að sjá allt sem þau eru búin að gera þessa vikuna. Allir árgangar voru með sitthvort landið og mun þetta vera svona í ferðamannastíl í kvöld(eins og við séum að ferðast á milli landa) td er hægt að kaupa mismunandi mat eins og í frakklandi fær maður franska pulsu, í london fær maður fyllta kartöflu ofl ofl. Ég ætla að fara með skvísunni í kvöld en þar sem þetta er ekki búið fyrr en kl:21 þá ætla feðgarnir að vera heima.
Kristinn fór útí garð í fyrradag og týndi epli af einu af eplatrjánum okkar og var þetta sko slatti eða um 10kg svo ég er búin að vera að flisja og skera í bita og setja í frysti. Það fá allir í magann af að borða 10kg af eplum á nokkrum dögum.
Ég er svo að fara að setja inn myndir á barnalandið.
Haldið áfram að vera svona dugleg að kvitta það er svo MIKLU skemmtilegra að skrifa þegar maður fær KOMMENT
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)