VEIKINDI OG AFTUR VEIKINDI :(

Þetta eru nú meiri veikindin á þessum bæ ég er ALVEG að vera búin að fá nóg sko Frown EN á laugardaginn leist okkur ekkert á hljóðin í drengnum þegar hann dró andann og hann hafði hóstað svo mikið um nóttina að hann náði ekki andanum FREKAR ÓHUGGULEGT við ákváðum því að fara með hann á læknavaktina og viti menn hann er kominn með astma-bronkitis litla skinnið og þarf nú  að fá lyfjapúst þegar hann fær slæm hóstaköst Blush Margrét rauk síðan upp í hita á laugardagskvöldið og var síðan OK á sunndaginn ,hundveik á mánudaginn OK á þriðjudaginn og svo aftur veik í gær, Bjarni Harald fór til dagmömmunnar í gær og Margrét Svanhildur í skólann í dag en þá er ég lökst í rúmið í staðinn Frown en ég er að DRUKKNA í kvefi með beinverki og niðurgang Frown ég vona nú að þetta gangi hratt yfir og við förum nú öll að vera hress Wink 

Það er voðalega lítið annað í fréttum af þessum bænum svo ég hætti bara í bili

PS ætla að reyna að skella inn desember myndum á hina síðuna á eftir Smile


KOMINN BLOGGTÍMI

Við áttum alveg yndislegan tíma á Íslandi í faðmi fjölskyldna okkar og erum við öll alsæl með þessa ferð og þessi jólin Grin þvímiður náðum við ekki að heimsækja marga í þessu stoppi enda var planið þetta sinnið að SLAPPA AF og vorum við dugleg í því. Við verðum bara duglegri í heimsóknum næst Wink Við fengum öll margar og fínar gjafir og voru allar töskur úttroðnar á "heim"leið en samt ekki yfirvigt Wink enda erfitt að sprengja yfirvigt þegar maður má vera með 70kg. Bjarni Harald svaf eiginlega allt flugið báðar leiðir svo það er ekki erfitt að ferðast með hann við mæðgur kiktum á video(vorum með ICELAND AIR) svo flugið leið hratt.

Margrét var alsæl að koma aftur í skólann og er hún búin að vera dugleg að leika með vinkonunum eftir skóla. Bjarni var líka nokkuð hress með að koma aftur til June og krakkanna en hann var pínu feiminn fyrst en var fljótur að hrista það af sér og stökkva í leikinn. Kristinn er búinn að hafa nóg að gera í vinnunni svo þessi helgin er kærkominn hjá honum, ég var að vinna í gær og hinn en var heima í dag með litla kútinn þar sem hann er fullur af kvefi og var með 38,5 í gærkvöldi hann er nú búinn að vera hitalaus í dag en er með ljótann hósta og mikið kvef vona bara að hann jafni sig um helgina.

Það er búið að bjóða okkur í afmæli á sunnudaginn hjá Rakel Talíu (í Aarhus) og vona ég að sá stutti verði orðinn hress svo við komumst öll Wink

Jæja ætla að fara að gera pizzu bless í bili 


AFMÆLI OG LITLU JÓLIN

Í dag á húsbóndinn afmæli og er hann orðinn 31 árs "gamli kallinn" við ákváðum því að gefa hvort öðru jólagjafir og krakkarnir fengu gjafir frá okkur svo á að elda góðann mat og hafa það kósý í kvöld Wink Bjarni Harald varð aftur veikur á fimmtudaginn en dagmamman "gleymdi"að setja hann í lopasokkana þegar hann  fór út að sofa "það var frost" og var hann svo kaldur frá tám upp að hnjám að ég hef aldrei vitað annað eins hann var eld rauður og þrútinn af kulda ARRG hvað ég varð reið útí hana þegar ég sá þetta og þá var hann líka kominn með 39c í hita Frown og rauk uppí 40 um kvöldið, svo var hann slappur hér á föstudaginn og rauk uppí hita á föstudagskvöldið Frown hann er búinn að vera hitalaus í gær og í dag og krossum við bara fingur að það haldist þannig. Ég ætla svo aðeins að ræða við dagmömmuna á morgun og láta hana vita að við séum EKKI glöð með þetta. Kristinn er LOKS að hressast en þeir eru báðir MJÖG kvefaðir Blush

Margrét stóð sig eins og hetja á miðvikudaginn á helgileiknum og vorum við  SVO stolt af henni Grin hún talaði mjög hátt og skýrt og var bara hin rólegasta í þessu.

Margrét fékk náttborð frá okkur í jólagjöf og eru þau núna að setja það saman, Bjarni fékk FICHER PRICE bóndagarð með fullt af dýrum og traktor og öðrum fylgihlutum og var hann alsæll með það Wink

Best að fara að huga að matseldinni biðjum að heilsa öllum og sjáumst brátt Kissing


JÆJA ALLIR AÐ HRESSAST

jæja þá er flensan loksins að fara að kveðja þetta heimilið Bjarni Harald er jú búinn að liggja í 8 daga svo það er kominn tími á að hann hressist. Kristinn lagðist svo á föstudaginn og ég á sunnudaginn Blush en nú förum við öll af stað á morgun í vinnu og dagmömmu og Margrét Svanhildur í skólann en hún hefur sloppið við þessa flensuna enda er hún ekki mikið búin að vera heima.

Hún er svo að fara að sýna helgileik á morgun og er hún voða spennt fyrir því og er hún búin að læra textan sinn utanaf og kann öll lögin Grin enda búin að æfa sig mikið. 

Svo er bara kominn spenna í okkur enda bara vika í að við brunum til Kóngsins Köben Grin við munum svo gista hjá Jökli og co eina nótt og svo liggur leiðin til Íslands á miðvikudaginn Smile 

Kristinn á afmæli á sunnudaginn og ætlum við að halda "jól" og borða góðann mat og opna pakka Tounge Margréti finnst sko EKKI slæmt að fá 2x jól HAHA

Jæja ætla að baða guttann það er svooo hressandi eftir svona veikindi að fara í bað ,BÆJÓ 


ÞVÍLÍK FLENSA SEM LITLI KÚTURINN KRÆKTI SÉR Í :(

Hann Bjarni Harald er sko búinn að vera veikur en hann byrjaði með niðurgang á laugardagskvöld og og sunnudag en var ekkert slappur svo ég fór með hann til June á mánudaginn þar var hann eitthvað tuskulegur allan daginn og svo um kvöldið var minn byrjaður að hósta líka og um nóttina jókst hóstinn og hiti bættist við Blush hann var mjög slappur allan þriðjudaginn og um nóttina fór hitinn í 41 takk fyrir og hóstinn versnaði mikið. Við fórum með hann til læknis í gær og voru teknar blóðprufur og hann skoðaður vel. Hann er með einhvern vírus sem hann á að vinna sjálfur á, í morgun vaknaði hann svo með augnsýkingu í báðum augum og enn með 38 -39 í hita. Hann er nú aðeins farinn að borða en er MJÖG slappur greyið. Þetta er eitthvað að ganga hjá dagmömmunni og var hún ekki með nein börn í gær þetta tekur um 5 daga að ganga yfir svo við vonum að hann hressist um helgina Wink Við hin erum hress og finnum eingin einkenni 7 9 13

jæja best að fara að hugsa um hann knús á alla  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband