HELGIN

Jæja þá er ein enn vikan að hefjast tíminn líður nú ótrúlega hratt þó maður sé bara heima Wink  Við áttum fína helgi hér á bæ Margrét Svanhildur er oðrinn "mamma" en hún er búinn að vera að suða og suða um að fá þessi börn sín og sá Kristinn svo auglýsingu í blaðinu og ákváðum við að kikja á þau. Voru þau síðan tekin með okkur heim, þau eiga sér hús úti og hafa það gott þar, þau heita Lulu og Kalli og eru ofboðslega sætar kaninur Grin Lulu er af tegund sem heitir ljónshöfuð og er hún vel loðin og mjúk Kalli er svo sonur hennar en er ekki eins loðinn hann er hinvegar með skærblá augu er algjör sjarmör SmileÞað er búið að klippa á Kalla svo það koma eingir ungar Grin Margrét er gersamlega í skýjunum með börnin sín en hún borgaði sjálf helminginn og það mun vera mest hún sem sér um þau en við munum að sjálfsögðu aðstoða hana.

Við fórum síðan öll í morgunmat hjá TOYOTA í gær og fengum rúnstykki,kaffi og kakó svo varð Kristinn eftir þar en það var verið að kynna nýjan TOYOTA AVENSIS og var nóg að gera hjá honum í gær.

Við hin vorum bara heima, Margrét  fékk Cecilie í heimsókn og voru þær duglegar að leika sér allan daginn, Bjarni svaf frá 11:20 - 15:45 já hann kann að sofa útí vagni Wink og ég var bara að lesa og slaka á

Við hjónin áttum líka 10 ára afmæli í gær = 10 ár síðan við byrjuðum saman Wink og var eldaður góður matur í tilefni dagsins.

Var að setja inn myndir á barnalandið og þar getið þið meðal annars séð Kalla og Lulu og svo eru líka bumbumyndir Grin

Knús frá okkur öllum  


AFMÆLISKVEÐJUR

Við viljum óska Stínu Línu og Dodda (bróðir pabba) ynnilega til hamingju með daginn í dag og vonum að þið eigið góðan dag Kissing

Ég var annars að koma frá lækninum og fékk að vita að það eina sem er í boði fyrir mig er að LIGGJA en ég fæ samdrætti um leið og ég stend upp af sófanum svo ég verð barasta að hlýða og liggja kjurr ErrmWink  en ég er nú bara jákvæð og róleg yfir þessu enda hjálpar jú ekki að vera eitthvað stressuð og neikvæð        ég er bara að lesa og hef það eins og kósý og ég get

Bið að heilsa í bili RAGNA 


Greynilega ekki fædd til að ganga með börn

Það er ekki hægt að segja að það eigi að vera auðvelt fyrir mig að ganga með börnin mín en hvað leggur maður ekki á sig til að fá gullmola í hendurnar.

ég er búin að vera með samdrætti síðan ég var aðeins kominn 18 vikur á leið en ekki svo slæma og aðalega á kvöldin, svo á miðvikudaginn voru þeir ansi slæmir og allan daginn fór ég bara að sofa snemma og mætti svo í vinnu á miðvikudaginn með samdrætti, samdrættirnir jukust bara og jukust um 11 leitið leist konunum í vinnunni ekkert á mig og létu mig hringja uppá deild var ég beðin um að koma sem fyrst. Ég var nú svo heppin að það var ljósan sem var með mig þegar ég gekk með Bjarna Harald sem tók á móti mér svo hún þekkir mína fyrri sögu, ég fékk mónitor á mig og þá leist okkur ekkert á þetta þar sem það sást á honum að þetta voru meiri hríðar heldur en samdrættir og ekki nema 5 mín á milli Undecided það var kallað strax á lækni og var ákveðið að sprauta mig í lærið til að stoppa hríðarnar, svo var leghálsinn tjekkaður og var hann lokaður SEM BETUR FER það kom svo í ljós að ég er með blöðrubólgu og getur hún orsakað hríðarnar svo ég var sett strax á pensilin við því.  ég fékk svo að fara heim um 5 leitið en á nú bara að liggja og gera ekki neitt ég fór svo í sónar á föstudaginn og var það staðfest að leghálsinn er lokaður en stuttur Wink 

Ég er búin að vera ágæt núna um helgina og læt kallinn bara stjana við mig Wink

Læt ykkur fylgjast með gangi mála síðar Wink


Ég er barasta eins og litlu börnin

Ég var á kvöldvakt í gær og allt í einu eins og hendi væri veifað var ég er að drepast í öðru eyranu Frown ég var jú ALLTAF með í eyrunum sem barn og þekki þessa BEV.... verki jæja ég kláraði vaktina fór heim tróð hvítlauk í eyrað og á bakvið eyrað og reyndi að fara að sofa GEKK EKKI þvílíkur þrýstingur ÁI ÁI Á Crying   ég endaði á að fara fram í sófa og svaf þar sitjandi með hvítlaukinn í eyranu í alla nótt Frown fór svo til læknisins áðan og er með bullandi eyrnabólgu og fékk pensilin við því Frown ég hef nú ekki fengið svona í eyrun síðan 2003 held ég svo ég hélt að ég væri vaxin uppúr þessu ég geri það kannski aldrei Frown 

Dagmamman hans Bjarna Haralds er lögst í flensuna svo hann er núna hjá Gestadagmömmu okkur var nú ekkert vel við að fara með hann til einhverrar sem við höfum aldrei hitt en þetta er fínasta kona um 60 ára og það er bara smá ömmulykt af henni enda var prinsinn alsæll hjá henni í gær og vinkaði bara hress og kátur í morgun Wink   Hann er farinn að arka um allt hús með vagninn sinn á undan sér (ekki dúkkuvagn heldur svona kubbavagn) HEHE hann byrjaði á þessu á sunnudaginn og er hann mjög stoltur af sjálfum sér og ekki erum við hin nú minna stolt Grin 

Jamm jæja ég held ég hafi ekki meira að segja í dag svo ég kveð bara að sinni  


AFMÆLISKVEÐJA

Ynilega til hamingju með afmælið elsku pabbi við sendum þér stórt knús yfir hafið

Komnar nýjar myndir og ný færsla á hina síðuna :) 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband