Sunnudagur, 24. desember 2006
Gleðileg Jól
Góðan daginn öll og gleðileg jól
við eru öll kominn í jólaskap og búin að setja pakkana undir tréð. Héldum að það myndi minka en það gerir akkurat öfugt. Undir Trénu er svo mikið af pökkum að tréð er komið upp í loft. Erum búin að sjóða hangikjetið frá Brautarhóli og það bragðast ROSALEGA VEL.
Ætlum að steikja reykta önd í jólamatin í kvöld og svo grjóna graut í eftirrétt (Riz a´la Mande)
Svo verður slakað á á morgun og etið Hangikjet og drukkin jólaöl.
Hafið það sem best og njótið jólana.
Bestu sveinkakveðjur frá DK.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 21. desember 2006
Vorblíða í jólaundirbúningnum í DK

Hér erum við fjölskyldan og Oddur í 10 cr og sól jájá við vitum hvernig veðrið er hjá ykkur og erum búin að sækja um sms þjónustu til þess að við verðum láitn vita ef seinkun verður á fluginu á morgun. Annars ætlum við að dólast til KÖBEN og að sjálfsögðu fara í KÓNGSINS TIVOLI og njóta vorblíðunnar þar. Ég og Margrét fórum á skólaskemmtun í morgun og var það mjög hátíðlegt svo nú er ég LOKS komin í jólaskapið og FRÍ


Bestu kveðjur í óveðrið frá vorblíðunni í DK. Farið varlega í jólastressinu

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 20. desember 2006
Magrét upprennandi BANKO spilari :) :)
Já í gær var sko BANKO hjá TOYOTA, byrjaði þetta nú ekki nógu vel þar sem uplesarinn las HRATT og var einginn okkar að ná tölunum
en svo fór þetta nú að venjast og viti menn Margrét fékk BANKO á heilt spjald og öskraði Kristinn BINGO og þá var sagt í míkrafóninn "VI SPILLER BANKO " HI HI en allavega hún fór uppað drekkhlöðnu vinningsborðinu og fékk að velja sér verðlaun og valsi hún sér frekar stórann EYRNASLAPA bangsa
og jiminn eini hvað hún var glöð hún hafí rekið augun í þennan bangsa þegar við komum inn í salinn og sagði við mig að þetta væri það eina sem hún vildi vinna
jæja svo hélt kvöldið áfram og viti menn hún fékk aftur BANKO á heilt spjald og aftur öskraði Kristinn BINGO í öllum æsingnum HE HE HE
aftur mátti hún velja sér af borðinu og já það er hægt að segja að það verða tónleikar hér næstu vikur og mánuði en hún fékk stærðarinnar BARBIE HLJÓMBORÐ með MÍKRAFÓN og öllu saman
svona leit ég út þegar hún rogaðist að borðinu með þennan kassa VILDI SKO SJÁLF HALDA Á SÍNUM VERÐLAUNUM
og hún geislaði gersamlega af hamingju þessa elska
Í morgun vaknaði ég við að Kristinn var að setja battery í hljómborðið og varð hann nátturlega að prófa og þetta er EKKI hljóðlátt hljómborð en ætli maður venjist því ekki eftir nokkra tónleika
Á morgun er svo litlu jólin hjá henni í skólanum og eru foreldrar velkomnir með og bíst ég við að við mætum bæði á svæðið ef ekki bara öll 3 svo er hún komin í jólafrí frá kl:11 á morgun
Jæja ég held að ég hafi ekki meir að segja í bili , okkur er farið að hlakka rosalega til að fá mömmu og pabba til okkar en nú eru bara 3 dagar í það og 4 dagar í jól ótrúlegt en satt en við biðjum að heilsa á klakann í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 18. desember 2006
sma færsla ur vinnunni






Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 15. desember 2006
KOMNAR MYNDIR :)
Jæja þá er ég (Ragna) búinn að henda inn myndum Kristinn er loks búinn að kenna mér á þetta
Við bættum inn fleiri myndum af húsinu og fleirra frá Nóvember
NJÓTIÐ VEL
Og góða helgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)