KOMNAR MYNDIR

Já það eru komnar myndir frá jólunum, njótið vel Smile og svo KVITTA TAKK Smile

Óskum öllum Gleðilegs Árs

Góðan Daginn og gleðilegt ár. Við erum búin að njóta áramótana eins vel og hægt er. Ragna er akkurat núna í vinnutörn og var því að vinna í nótt (nýjársnótt) og það var víst brjálað að gera. Núna er rok og rigning og búið að vera síðan í gærkveldi. Við borðuðum lambakjet frá Nýja-Sjálandi og vorum með franska humarsúpu í forrétt í gærkveldi og sátum svo og spiluðum þar til Ragna mætti í vinnu og ekki var að spyrja að því að Margrét bustaði okkur í öllum þeim spilum sem við spiluðum. Svo þegar Ragna fór í vinnu um 22:30 horfðum við Margrét og Bangsi á Skrímsli HF. Hann var alveg eins og eymingi því að sprengjur og áramót eru ekki alveg eftir hans skapi. Við dópuðum hann en samt var hann með mjög öran hjartslátt. Hann fékk þetta einakvöld að liggja í nýja sófanum okkar og var sófinn teppalagður svo að hann yrði ekki svartur. 

Svo var vaknað undir hádegi hérna og liggjum við í sófanum og slökum á enda ekki annað hægt í svona Haustveðri. Horfðum á þetta ömurlega skaup á netinu og urðum fyrir vonbrigðum Sick ÖMURLEGT. 

Óskum ykkur öllum aftur Gleðilegs árs og takk fyrir það Gamla. Vonum að við fáum fleirri gesti á þessu ári heldur en síðasta. (fengum samt marga á síðasta ári (takk fyrir það)) Enda verður nóg pláss á Albert Damsvej þegar við loks flytjum. (Mars)


ÁRAMÓTA KVEÐJA

VIÐ ÓSKUM YKKUR ÖLLUM GLEÐILEGS NÝS ÁRS OG FARSÆLDAR Á NÝJU ÁRI, NÚ ÆTLA ÉG AÐ RÓA BANGSA GREYIÐ HANN ER MJÖG HRÆDDUR GREYIÐ NÚNA Heart

Halló halló

Jæja af okkur er allt gott að frétta mér líður bara ágætlega eftir sjokkið í vinnunni  en við erum öll mun betur á varðbergi eftir þetta þar sem engir reykskynjarar eru í herbergjum fólksins og er mikið um bruna á þessum tíma Blush við erum búin að ræða þetta saman aftur og aftur og sjáum að við hefðum ekki getað gert neitt betur í þessem aðstæðum og erum við líka BARA búin að fá HRÓS frá yfirmönnum og öðru starfsfólki Smile en það er mjög gott og bara nauðsynlegt að fá hrós eftir svona atburði Wink 

Kristinn og Margrét fóru að versla í morgun og svo þreif Kristinn allt hér svo við getum svifið inn í nýtt ár í hreynu húsi Grin ég er orðin VEL dökkhærð en Kristinn litaði á mér hárið áðan Tounge og líst mér bara nokkuð vel á útkomuna. Við munum bara vera 3 hér í kotinu annað kvöld en það verður bara kósý, við vorum búin að bjóða vinafólki okkar frá Aarhus (íslendingum) en þar sem þau eiga von á sínu fyrsta barni 10 janúar og Bylgja er orðin frekar þreytt og stirð í hreyfingum ætla þau bara að vera heima sem ég skil vel. Ég fer svo að vinna kl:23 annað kvöld sem verður ábyggilega skrítið og POTTÞÉTT nóg að gera FootinMouth Næstu helgi ætlum við svo til Aarhus að hjálpa Bylgju og Sigfús að flytja en þau voru að fá stærri íbúð á KOLLEGI og ekki mun hún Bylgja nú bera mikið Wink 

Við óskum ykkur öllum GLEÐILEGS NÝS ÁRS og sjáumst vonandi á næsta ári InLoveKissing Gangið hægt um gleðinnar dyr Heart

 


Færslan milli Jóla og Nýárs

 Halló halló já við erum sko búin að hafa það  GOTT hér í danaveldi með Tótu og Halla, við skökuðum vel á á jóladag svo á annan í jólum var brunað til Þýskalands til systir Halla og fengum góðan mat og gistum við þar eina nótt Smile svo var haldið snemma af stað til danmerkur á ný vegna þess að húsmóðirin átti vakt um kvöldið. Já það var nú meiri vaktin það Blush er mér búið að líða hálf ylla í dag og gat ég nú bara dormað í einhverja 3 tíma. En snemma í morgun þá kviknaði í kodda hjá einum íbúanum og sem betur fer áttum við að kikja á hann um þetta leiti annars hefði þetta farið verr. Við fundum einga brunalykt fram á gang en þegaqr við opnuðum inn í herbergið var það FULLT af reyk og koddinn í ljósum logum Gasp eina sem ég og sú sem var með mér hugsuðum var að koma manninum út og byrjuðum við á því að henda koddanum út á stétt og svo að koma manninum í hjólastólinn og fram á gang. Þetta gekk og svo kom slökkvilið og sjúkrabíll en maðurinn þurfti að fara á skadestuen til aðhlynningar. Var kölluð út áfallahjálp fyrir okkur sem vorum á vakt og var fundur haldinn með okkur svo hélt ég heim á leið og um leið og ég gekk út heltist sjokkið yfir mig og labbaði ég  grátandi í losti heim og allt í einu var ég búin að strunsa heim. Átti ég MJÖG erfitt með svefn í dag en náði að dorma Undecided veit ég að hin af vaktinni sváfu ekki heldur svo nóttin í nótt verður erfið Blush Svo megum við hafa samband við áfallahjálpina ef við náum ekki að vinna á þessu næstu 14 daga en við vorum öll í sjokki líka vegna þess að EKKERT kerfi fór í gang Errm sem er MJÖG slæmt Frown en verður vonandi allt í góðu hjá okkur kollegunum sem fyrst. En nú ætla ég að slaka aðeins á áður en ég held á vakt. Mamma og Pabbi fara svo snemma í fyrramálið til Köben og þá verður tómlegt í kofanum Blush Margrét fer til vinkonu sinnar að leika á morgun svo að ég get sofið Sleeping 

En bless í bili Kissing


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband