Fimmtudagur, 14. desember 2006
Góður dagur :)
Já í dag erum við búin að eiga góðann dag, það var foreldrakaffi í frístundinni og fórum við að sjálfsögðu í það, fengum við kaffi og "æbleskiver" eða eplabollur sem eru spes danskur siður fyrir jólin maður hitar þær og hefur svo sykur, flórsykur og sultu á disk og dýfur svo eplabollunum þar í , þetta bragðast nú bara nokkuð vel en þegar við mættum á svæðið spurði einn starfsmaðurinn okkur hvort við þekktum ekki þessar eplabollur " við alveg nei " en þá hafði hún Margrét okkar spurt fyrr um daginn hort hún mætti ekki fá eina svona KARTÖFLU HE HE
fannst þeim þetta frekar fyndið HE HE .
Við brunuðum svo heim og skiptum um föt og fórum svo á PIZZA ROMA og fengum okkur að borða ROSA GOTT svo var bara slakað á í kvöld yfir TV. Kristinn fékk að sjálfsögðu pakka , en við mæðgur gáfum honum bók ,en þeir sem þekkja Kristinn vita hvað hann er mikill bókaormur og hann er búinn að finna sér danskann höfund sem hann kann vel við og fékk hann bók númer 2 í afmælisgjöf og var ALSÆLL með það. Það er búið að vera ERFITT fyrir mig að banna honum að kaupa sér þessa bók síðastliðna daga hef reynt að segja honum að bíða eftir kiljunni HE HE HE
Hann bauð uppá rúndstykki í vinnunni og íslenskt nóa konfekt sem danirnir kunnu VEL að meta. Ég er að fara að vinna en ég er aðeins betri í höndinni
og vona ég bara að það haldist þannig.
Jæja ég minni enn og aftur á gestabókina og athugasemdirnar hér fyrir neðan, og við þökkum fyrir þær afmæliskveðjur sem Kristinn fékk í dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 14. desember 2006
KRISTINN Á AFMÆLI Í DAG :) :)



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 13. desember 2006
MARGRÉT ORÐIN SPRÆK 'A NÝ :)
Nú ætla ég að byrja á að óska henni Fanney vinkonu okkar ynnilega til hamingju með afmælið, við sendum þér afmæliskossa og knús , njóttu dagsins
Já en hún Margrét okkar fór nú bara eldhress í skólann í gær og var bara eins og ekkert gubberí hefði verið ég veit ekki alveg hvað er í gangi með hana en þetta er í 4 eða 5 sinn síðan við fluttum út sem hún gubbar eina gusu og svo ekki meir og þetta er alltaf á nóttinni
já eins og ég segi þá veit ég sko ekki hvað er að valda þessu
En hún er hress og kát núna og fór spennt í skólann því hún er að fara í kirkjuna á jólaleikrit með skólanum í dag
Ég fór í nudd og hnykk í gær ,en ég er búin að vera að drepast í hægri höndinni síðan á sunnudag (of mikið föndur) HE HE nei ég segi nú bara svona. En ég er semsagt með klemmdar taugar í öxlinni sem leiðir niður í fingur sem þíðir að ég er með mikla verki í öllum handleggnum og höndin er frekar kraftlaus ég á að setja fostpoka á öxlina 3x á dag og gera léttar æfingar svo er það nudd og hnykk aftur eftir viku
og taka því rólega í vinnunni, ekkert að snúa fólki bara gefa lyf og þannig
vona ég nú að ég verði orðin góð fyrir jól svo að Kristinn þurfi nú ekki að skera steikina ofan í mig og opna pakkana
nei ég bíð sko með pakkana ef ég verð ekki orðin góð það er ekkert gaman að láta annan opna pakkana fyrir sig
En ég verð orðin góð
Jæja ætla að fara að hvíla hendina og skella ís á hana BRBRBRBr KALLLT
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 11. desember 2006
Margrét lasin :(
Já skottan okkar vakti mig um miðnætti í nótt, með því að öskra ÉG ER BÚIN AÐ GUBBA MAMMA ég var ekki að trúa þessu en jújú ALLT í ælu í herberginu hennar og hún NÁFÖL í framan þessi elska
Hún gubbaði nú ekki meira en er frekar slöpp í dag.
Ætla ég svo að gera jólahreingerningu á herberginu hennar í dag Kristinn skrapp á pósthúsið með jólakortin til ykkar
og svo ætlar hann að koma við í sjoppu og kaupa kók og snakk handa skottunni og einnig leigja eins og eina videomynd fyrir hana. Hann fer svo á kvöldvakt í kvöld en hann skipti á fimmtudeginum þar sem hann á jú afmæli á fimmtudaginn og langaði að vera heima það kvöldið
Vona ég nú að Margrét hressist í dag og mæti spræk í skólann á morgun Hún er búin að vera að gera allskonar jólajóla í frístundinni einn daginn kom hún heim með þessa líka flottu aðventuskreytingu og svo í síðustu viku gerðu þau brjóstsykur og kom hún heim með fullan poka af þeim á föstudaginn NAMMI NAMM rosa góðir hjá henni
Svo á miðvikudaginn fer hún í kirkjuna með skólanum en eldri krakkarnir sýna jólaleikrit, fékk hún boðskort með heim um daginn
En nú ætla ég að fara að þrífa herbergið hennar heyrumst síðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 10. desember 2006
Mjög fín helgi :)
Já við erum búin að eiga mjög góða helgi Á laugardaginn kiktum við aðeins á jólastemninguna í bænum og svo um kvöldið fórum við á JULEFROKOST með TOYOTA liðinu var það fínt en þetta var á STÓRUM stað í Aarhusum svona álíka og NASA, það voru 150 manns frá TOYOTA og sátum við með fínu fólki á borði ( sem nennti að spjalla við mig )
Fannst okkur nú frekar fyndið að á borðunum var léttvín og bjór í könnum og var vel fyllt á
vorum við nú róleg í þannig drykkjum enda fórum við snemma þar sem við þurftum að sækja Margréti en hún skemmti sér konunglega þar sem hún var í pössun svo að allir áttu gott kvöld
Í dag erum við búin að vera að klára að ganga frá jólakortunum og svo fórum við í bíó á HAPPY FEET sem er alveg hreynt FRÁBÆR MYND Í ALLA STAÐI
Jóhanna vinkona Margrétar kom með okkur og svo kom hún með okkur heim að leika eftir Bíó var svaka stuð á þeim stelpunum
Jæja nú ætla ég að koma stúlkunni í draumaheimana
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)