Þriðjudagur, 9. janúar 2007
Margrét lasin :(
Já já í hádeginu í gær hringdi kennarinn hennar Margrétar og sagði að hún væri veik, fór ég og sótti hana og var hún þá náföl með hausverk, illt í maganum og með hitavellu Ekki gaman svo í dag erum við heima að hugga okkur uppí sófa yfir VIDEO. Hún er nú hitalaus en óskup slöpp eitthvað og föl. Vona að þetta sé nú bara flensa sem gengur fljótt yfir
Ég hringdi í yfirmanninn minn í gær og sagði henni að ég væri farin að kíkja eftir nýrri vinnu, var hún mjög jákvæð og skildi mig vel var það mikill léttir fyrir mig , ég verð nú að halda henni góðri þar sem við verðum jú fljótt nágrannar
En hún þakkaði mér bara fyrir að láta sig vita og var bara mjög almennileg.
Ætla ég svo að fara á leikskólana með umsóknir um leið og Margrét er orðin hress ég og Kristinn erum búin að gera voða flottar umsóknir með mynd og öllu
vona ég bara að það komi eitthvað útur því.
Jæja ég ætla að halda áfram að horfa á VIDEO með prinsessunni minni, bið að heilsa og takk fyrir að vera svona dugleg að kvitta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 8. janúar 2007
Ynnilega til hamingju Bylgja og Sigfús :)
Jæja í gærkvöldi fæddist Íslensk stelpa í Aarhusum en Bylgja og Sigfús eignuðust semsagt stelpu í gærkveldi og viljum við hér með óska þeim ynnilega til hamingju með prinsessuna VÁ við vorum að hjálpa þeim að flytja á laugardaginn og svo bara hefur stúlkan ákveðið að drífa sig í heiminn strax daginn eftir
nú verður Sigfús bara að gera allt klárt í nýju íbúðinni áður en mæðgurnar koma heim en þær verða nú næstu daga á sjúkrahúsinu
Annars er bara rigning og rok hér í danaveldi svo týpískt haustveður og sit hér heima og er bara að dúllast eitthvað Bið bara að heilsa ykkur í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 7. janúar 2007
ÚTSÖLUR OG FLUTINGAR
Já þá er búið að versla AÐEINS á útsölunum í bænum aðalega á Margréti en líka aðeins á okkur gömlu Svo var morgundeginum eitt með Bylgju og Sigfús í flutningum og kíktum við svo öll saman í IKEA var það mjög fínt Svo í dag skrapp ég aðeins ein í kringluna okkar en þar byrjuðu útsölur í dag og ÞVÍLÍK GEÐVEIKI manni var bara rutt áfram en ég náði nú samt að ryðjast líka og gat aðeins keipt á Margréti en nú er nefnilega ekki svo gott að kaupa á hana í H&M því hún er komin í svo stóra stærð (134) að ofan og þá eru bara einhver pæju föt í boði í H&M
en ég fann fín föt á hana í EXIT í dag
Og var hún voða sátt þegar ég kom heim , hún er núna með vinkonu sína í heimsókn og eru þær niðri ní herbergi að leika og hlusta á BIRGITTU HAUKDAL og er ég nú viss að Cecilie skilur nú ekki mikið af lögunum HE HE HE Kristinn er búinn að taka niður allt jólaskrautið svo allir eru búnir að vera duglegir í dag
ég ætla að gera CV á eftir og fara á Leikskólana á morgun og vona ég að ég fái nú vinnu
Jæja bið að heilsa og takk fyrir KVITTIÐ haldið áfram að vera svona dugleg
OG OLLÝ mín takk æðislega fyrir að hringja það var svo gaman að heyra í þér og SORRY en MARGRÉT skellti á HE HE en allavega TAKK FYRIR AÐ HRINGJA
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 5. janúar 2007
TAKK FYRIR AÐ KVITTA :)
SKO YKKUR þetta gátuð þið HE HE HE segi svona HIHI allavegna þá er bara svo gaman að sjá hverjir eru að skoða síðuna En ég fór í nudd og hnykk í morgun og kom það ekki nógu vel út og vill sjúkraþjálfarinn og kírópraktorinn að ég skipti um vinnu
já svona var það slæmt ástandið á minni
ég mun fara að kikka eftir nýrri vinnu sem fyrst og verða leikskólarnir í hverfinu efstir á lista
Meira hef ég ekki að segja í bili og haldið bara áfram að vera svona dugleg að kvitta Góða Helgi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 4. janúar 2007
GÓÐANN OG BLESSAÐANN DAGINN :)
Jæja þá er vinnutörnin hjá mér loks á enda og er ég komin í frí fram á miðvikudagskveld Við ætlum í bæinn í dag á Útsölur en þær eru nýbyrjaðar hér í silkeborg, en það er svo týpíst að þetta eru fyrstu jólin sem Margrét fær einginn föt og þá vantar hana virkilega föt ég tók 2x fulla poka úr skápnum hennar um daginn svo það á að fylla það pláss upp í dag eða á næstu dögum
Við höfum það annars mjög fínt erum bara farin að telja dagana til Englandsfararinnar en brottför er nú ekki samt fyrr en 16. feb. en það er allt í lagi að láta sér hlakka til
svo er Kristinn búinn að fá smið til að gera það sem þarf í húsinu ,en við þurfum að láta fylla upp í vegg og búa til hurð , en það er það eina svo jú mála og leggja parket á hluta af húsinu en það gerum við bara sjálf
ætlar smiðurinn að byrja bara strax í byrjun mars svo þetta lítur allt vel út
Svo er það upphitun fyrir flutningana á Laugardaginn þegar við hjálpum Bylgju og Sigfús að flytja Kristinn er vonandi búinn að fá stórann bíl lánaðann í vinnunni í það annars þurfa Krisitnn og Sigfús bara að keyra fram og til baka nokkrum sinnum
En nú er ég hætt í bili.... JÁ SVO ERUM VIÐ EKKI NÓGU SÁTT VIÐ LETINA Í YKKUR AÐ NENNA EKKI AÐ KVITTA HVAÐ ER MÁLIÐ EIGINLEGA ? VERIÐ NÚ SVO VÆN AÐ FARA AÐ KVITTA SVO VIÐ NENNUM AÐ BLOGGA,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)