Sunnudagur, 25. febrúar 2007
AFMÆLISKVEÐJA
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ELDKU OLLÝ OKKAR VIÐ SENDUM ÞÉR KNÚS OG KRAM Á AFMÆLISDAGINN OG VONUM AÐ ÞÚ NJÓTIR DAGSINS
Já annars er enn snjór í silkeborg reyndar er farið að rigna. Við ætlum að taka pásu frá pappakössunum í dag og skella okkur í BIO og sjá ARTHUR & ÁLFANA (veit ekki hvort þið þekkið hana) en þetta er víst fínasta mynd
En við biðjum bara að heilsa ykkur í bili og munið að vera góð hvort við annað
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 24. febrúar 2007
Snjór og meiri Snjór
Já hérna kom smá snjókoma síðastliðið miðvikudagskvöld. Það snjóaði fram á föstudag og hérna hjá okkur var ca 20cm snjór. Hins vegar er og var ástandið verra norðar á jótlandi og líka í Aarhus. Þar var hreinlega allt á kafi. Við erum hins vegar öllu vön og á góðum vetrardekkjum og komumst því áleiðis okkar leið. Ég (kristinn) var að leysa af varahlutamannin hérna í Silkeborg og slapp því sem betur fer við að keyra inn til aarhusa.
Við erum svo á fullu að pakka núna um helgina og búin að setja í þó nokkra kassa í dag. Ætlum að vera langt komin á miðvikudag svo að hægt sé að einbeita sér á fullu að nýja húsinu og því sem við ætlum að gera þar. Komst reyndar að því að parketið sem liggur á stofunni er frekar dýrt. Ég ætlaði að setja sama parket á gangin og herbergið hennar margréta en líklega verð ég að gera eitthvað annað. Svona parket kostar nefnilega 595dkr.m2 ca 7000iskr.
Svo á að mála og Ragna er búin að ákveða að ég geti sett upp veggfóður. (karlinn kann allt!) Stefnan er sett á að flytja inn 17mars. Þannig að eins gott að vinna vel og hratt til að allt verði klárt.
Svo vorum við að setja inn nýjar myndir, njótið vel.
Bestu kveðjur úr vetrinum sem kom loks, Kristinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 22. febrúar 2007
ALLT Á KAFI ALLSTAÐAR TRALLA LALLA LALALALALALALALALA :)
JÁ NÚ ER SKO SNJÓR HÉR Í DANAVELDI , ALLT Á KAFI REYNDAR Já okkur brá soldið þegar við vöknuðum í morgun en það er mikill snjór hér núna sem kom eiginlega allur í nótt. Kristinn byrjaði á að hjálpa nágrannakonu okkar sem sat föst sem okkur fannst ekki skrýtið þar sem hún er á SUMAR DEKKJUM alveg ótrúlegir þessir danir stundum. Svo komumst við nú klakklaust uppí skóla en Margrét var nr 2 í frístundina (allir seinir í dag) svo fór kristinn í vinnuna en hann er núna hér í Silkeborg (annars hefði hann verið í fríi þar sem hann hefí ekki komist útí Aarhus) svo brunaði ég heim í gegnum skaflana en ég er að fara í fiðtal á eftir þess vegna er ég með bílinn
ég ætla nú að hringja á undan mér og athuga hvort manneskjan sem ég á að tala við hafi mætt í dag, reyndar hringdi Kristinn í mig og sagði mér að allt er á kafi niðri í bæ og fastir bílar þvers og kruss svo það er kannski bara spurning hvort ég fá nýjan tíma í viðtal
Þar sem margir eru á sumardekkjum er kannski bara hættulegt fyrir íslendinginn á sínum vetrardekkjum að fara niðri bæ ? Það er síðan spáð snjókomu í dag og smá vindi en ef það fer að blása þá verður ÓFÆRT en strætó var frestað til 8 sem átti að vera kl 6 svo það er gott að vera ekki með strætó í dag
nokkrir skólar eru lokaðir og engir skólabílar keyra í dag. En Balleskolen er opinn
en það er spurning hvað margir mæta.
Við erum annars á fullu að pakka enda bara vika í afhendingu svo það er nóg að gera.
En ég bið að heilsa úr vetrinum sem kom loks og það með TROMPI
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 20. febrúar 2007
ENGLANDSFERÐ 16-19 FEBRÚAR
Jæja þá erum við komin heim aftur eftir frábæra helgi í UK. Við fengum vorblíðu alla helgina sem var sko ekkert verra En hér kemur smá ferðasaga.
Já lagt var af stað snemma á föstudagsmorgni og brunað svo til BOURNMOUTH á vitlausum vegarhelming sem gekk nú ótrúlega vel, það var aðalega mér sem fannst þetta óþæginlegt að vera svona vitlausumegin en Kristni fannst þetta nú ekki mikið mál þegar hann var komin uppá lagið með þetta. Svo vorum við komin til Svanhildar um 11 leitið og þegar Len kom heim fengum við okkur hressingu svo var farið í bíltúr í smábæ þar sem Len vinnur röltum við aðeins bæinn þar fórum á kaffihús og fórum svo heim þetta var síðan 1 kvöldið sem borðað var heima en þannig áþetta að vera þegar meður er í fríi fara út að borða og svona það er ekki eins og maður sé alltaf úti að borða
Jæja á Laugardeginum var farið í bæinn í BOURNMOUTH og aðeins kikt í búðir við versluðum aðeins á Margréti í FAT FACE rosa flott búð farið var líka á STARBUCKS kaffihús og að sjálfsögðu í THORNSTONS að kaupa karmellur og Kristinn verslaði svo vel þar að afgreiðslu konan sagði bara " enjoy the caramell" HHI HI svo var farið í ferju yfir í litla eyju og aðeins kikt þar um kring og endað á ekta breskri sveitakrá í BRUNCH mjög gott og um kvöldið var farið og fengið sér pizzu alltaf gott
Svo á sunnudeginum var farið í NEW FOREST en það er stærðarinnar skógur með villtum dýrum í sáum við bamba og pony hesta og asna, svo hófst mikil leit af krá til að fá sér sunday brunch en það er mjög vinsælt á sunnudögum svo það var ekki hlaupið að því að finna krá með laust borð fyrir 5 manns en að lokum fannst krá og var úðað í sig góðum mat þar sem allir voru VEL svangir. SVO um kvöldið var farið á ÍTALSKAN stað MJÖG gott
Í gær kíktum við í fleiri búðir fundum mjög flotta NEXT búð sem var líka með húsgögnum og var aðeins keipt á stelpuna þar og í herbergið hennar. Svo fórum við í TOYS R US sem var eiginlega ALLTOF stór en þar keypti Margret sér DIIDDL HUNDINN en það munaði helmingi á verðinu þar og hér í dk Svo fengum við okkur hressingu hjá Svanhildi og svo lá leiðin til GATWIK AIRPORT og vorum við svo komin heim í hús um 22:30
Við mæðgur nýttum okkur tækifærið og fórum í bað þar svem við erum bara með sturtu Svanhildur keypti baðbombur handa okkur í LUSH mjög notalegt. Svo var spjallað um heima og geima alla helgina.
TAKK FYRIR FRÁBÆRA HELGI SVANHILDUR OG LEONARD
Margrét er heima í dag en hún var frekar þreytt í gær svo við ákváðum að leifa henni að vera heima enda svaf hún til 10 í morgun svo fórum við á eftir og sækjum BANGSA greyið
En við setjum fljótt inn myndir úr ferðinni góðu bæjó í billi
og takk fyrir kveðjurnar og haldið áfram að kvitta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 15. febrúar 2007
AFMÆLISKVEÐJA
JÁ Í DAG ER HANN SIGFÚS (ÁRHUSBÚI) 30 ÁRA YNNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN
JÆJA ÉG ER SVONA EITTHVAÐ AÐ LAGAST Í BAKINU EN SAMT EKKI GÓÐ EN ÞETTA MJAKAST ÁFRAM. VIÐ VORUM MEÐ KÓSÝKVÖLD Í GÆR OG TÓKUM VIDEO OG SMÁ NAMMI MEÐ
SVO Í DAG ÆTLUM VIÐ MÆÐGUR AÐEINS Í BÆINN AÐ NÁ Í "ENSKA PENINGA" EINS OG MARGRÉT SEGIR HIHI OG EITTHVAÐ AÐ ÚTRÉTTAST. HEITAVATNIÐ ER EITTHVAÐ AÐ STRÍÐA OKKUR EN ÉG REYNDI AÐ FARA Í STURTU Í GÆR EN HÆTTI VIÐ SVO Í MORGUN VAR VATNIÐ HEITT OG FÍNT SVO ÉG DREIF MIG Í STURTU EN VITI MENN HEITAVATNIÐ FÓR OG JIMMINNEINI ÉG HEF ALDREI VERIÐ SVONA SNÖGG AÐ SKOLA AF MÉR SÁPUNA BBBRRRRRR
KANNKSI FEÐGININ ÞURFI BARA AÐ FARA Í SUND Í KVÖLD EÐA BARASTA FÁ AFNOT AF STURTU HJÁ SVANHILDI SYSTUR Á MORGUN
EN ÞAÐ KEMUR Í LJÓS. BANGSI ER AÐ FARA Á HÓTEL Á EFTIR EN MARGRÉT ER NÚ EKKI ALVEG Á ÞVÍ AÐ SKYLJA HANN EFTIR HJÁ ÓKUNNUGUM
EN VIÐ ERUM BÚIN AÐ SEGJA VIÐ HANA AÐ HANN MUNI HAFA ÞAÐ GOTT OG AÐ HÚN ÞURFI EKKI AÐ HAFA ÁHYGGJUR AF HONUM
JÁ SVO ER BARA FARIÐ TIL LONDON Í FYRRAMÁLIÐ SVO Á AÐ BRUNA TIL BORNMOUTH SEM ER 2 TÍMAR SUÐUR FRÁ LONDON OG Á AÐ EYÐA HELGINNI MEÐ SVANHILDI OG LEN
HLAKKAR OKKUR MIKIÐ TIL AÐ HITTA ÞAU OG ÞIÐ FÁIÐ FERÐASÖGU Á ÞRIÐJUDAGINN EN VIÐ KOMUM TIL BAKA Á MÁNUDAGSKVÖLD
EN NÓG Í BILI OG NÚ ER BARA AÐ KVITTA Í GESTÓ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)