Fredag 11maj

Já nú erum við komin HEIM til íslands. Við komum með flugi í gærkveldi (fimtudag), lentum kl 23:30 og vorum svolítið með skrítna tilfinningu fyrir þessu öllu saman. Við erum nefnilega Heima en samt að heiman.FootinMouth Við brunuðum með Halla og Tótu til Rvk og fórum smá aukatúr svona til að skoða hvað er búið að byggja og hvaðer verið að byggja. Ótrúlegt hvað allt er öðruvísi en samt eins. Svo í dag var slakað á fyrir átök morgundagsins en kíktum samt aðeins á gömlu vinnustaðina okkar og ég (kristinn) spjallaði aðeins við nokkra kunningja þaðan og eyddi óvart öllum deginum þarna. Það er líka ekki skrítið þar sem það eru 360dagar síðan ég var á skerinu síðast. Á meðan fór Ragna og Margrét og heimsóttu Geislabaug. Þar eftir hittu þær svo Jóhönnu vinkonu hennar Rögnu og kíktu á kaffi hús. Margrét fékk loksins alvöru kleinuhring og þá var sko ekki nóg einn heldur 2stk.Blush

Á morgunn förum við í sveitinna og mætum kát og hress í brúðkaup og vonandi verður einhver öl til að skola niður og nóg að éta því ekki er manni annað bjóðandi.Smile

Ef þú lest þetta og uppgvötvar að við erum nærri þér og vilt heyra í okkur þá erum við með síman okkar með okkur og hann er 0045-6128-8855. (og við bítum ekki)Joyful

Kveðja Familien ADvej 25 sem er á faraldsfæti


Tirsdag 08maj

Góðan Daginn,

Við erum búin að hafa ágæta langa helgi. Það var frídagur hérna í DK síðastliðinn föstudag, svo að það var tekið til í aukaherberginu og hent dóti uppá loft í geymslu. Svo fórum við í fermingarveizlu til Sdr Hygum þar sem drengurinn hennar Lisbetar var fermdur. Þegar við mættum kl 12:15 (korteri of seint) þar borið fram matur, þriggja rétta. Milli rétta voru sungnir heimasmíðaðir heilla og lofsöngvar um fermingarbarnið (víst danskur siður) og kl 15:30 fengum við svo kaffi, súkkulaði og smákökur. Ekki fengum við faraleyfi fyrr en boðið var uppá “nattmad” fyrir brottför. Þannig í allt var þetta góður dagur með nægum veitingum og hugglegheitum.Smile

Svo er bara verið að pakka og gera sig kláran fyrir ÍSLAND. Þannig að það er nóg að gera hjá okkur og Margrét vaknar á hverjum degi og telur niður fyrir brottför henni er farið að hlakka mikið til að hitta Ömmur, Afana og alla hinaGrin.Já þið megið bíða aðeins lengur eftir myndum þar sem ég hef bara netið í vinnunni og verð að láta það duga enn. 

Jæja sjáumst og hafið það gott Familien Albert Damsvej 25


Fimtudagur 3maj

Jæja set hérna inn smá svona fyrir helgina.

Það er ekki búið að vera svo mikið að gerast hérna í DK, bara heitt og fínt veður og við Margrét erum bara dugleg í boltanum. Um helgina ætlum við svo að slappa af og njóta þess að vera til, kannski taka eitthvað til í garðinum eða reyna að koma reglu á kassastæðurnar í aukaherberginu. Wink Svo verður brunað til Sønderjylland á sunnudaginn í fermingu hjá Jesper hennar Lisbetar. Því miður er enn kalt á næturnar þannig að ekki verður farið í útilegur fyrr en eftir miðjan MaíGetLost. Svo styttist jú í að við komum “heim” til íslands, það er bara í næstu viku (10mai). Við erum eins og ég fyrr hef sagt farinn að hlakka mikið til og erum spennt fyrir brúðkaupinu sem verður þann 12mai.Svo ætlum við að heimsækja þá ættingja sem vilja fá okkur i heimsoknWhistling 

Jæja bestu sólarkveðjur frá Albert Dams vej 25


Fin helgi

Já alveg hreint fín helgi hjá okkur öllum. Við fórum út að borða föstudagskvöld og Margrét fékk að velja staðinn, hún valdi Jensens Buffhus. Maturinn er alltaf jafn góður þarna og við vorum ánægð með útkomuna eins og áður. 

Svo kom laugardagur og við vöknuðum snemma enda skvísan spennt fyrir deginum. Við fórum út og náðum okkur í hoppupúða sem við leigðum yfir daginn. Margrét var sko ekkert smá ánægð með það og hann vakti þvílíka lukku hjá stelpunum sem komu. Það var sko hoppað og skoppað allan daginn. Það komu allar stelpurnar í bekknum, ásamt 2nágrannastelpum. Við grilluðum pylsur og bökuðum kökur fyrir stelpurnar sem tóku vel til sín. Þegar þær voru svo farnar lögðum við Ragna okkur í sólinni og létum hana baka okkur aðeins eftir átök dagsins. 

Í gær var svo slakað á að mestu fyrir utan að við tókum aðeins til á bak við hús og hreinsuðum beðið þar. Ekki samt hægt að gera neitt stórt þar sem hitinn var um 22c alla helgina.  

Jæja bestu sólar og sumarkveðjur frá Albert Dams vej 25


Margrét er 7ára í dag

Já þetta er ekki plat, stelpan mín er 7ára og það þíðir að við hjónin erum bara enn eldri og vitrariErrm.

Ragna bakaði múffur fyrir bekkinn sem Margrét fær að taka með sér í skólan í dag. Hún vaknaði alveg eldhress og spurði svo eftir afmælisgjöfinni sinni frá okkur. Það var sko ekki hægt að bíða þar til í dag eftir skóla. Við gáfum henni Bratz dúkku með gæludýri og svo fékk hún eiturrauða fótbolta skó. Hún var að sjálfsögðu kát með þetta en vildi samt líka aðra dúkkuHalo. 

Svo verður jú fest á morgunn og spáin er ekki bara að rætast með veðrið heldur verður heitara og betra. Þannig að best er að eiga nóg af sólarvörn fyrir skvísurnar.Blush

Ætli það verði svo ekki slappað af á Sunnudaginn eftir helgina og notað nýja hengirúmið sem ég keypti mér. (rosa flott og gott).Cool  

Kveðjur úr góða veðrinu. Familien Albert Dams Vej 25CoolCoolCoolTounge


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband