Fimmtudagur, 26. apríl 2007
Fotboltafar hja okkur
Ja nú er sko kallinn farinn að taka á því. Mér fannst ekki hægt að Margrét fengi bara að æfa bolta þannig að ég mætti á Oldboys æfingu í fótbolta í gærkveldi. Og en ekki hvað, kallinum tókst að skora úr annarari snertingu. Það er þannig að þeir spila hvern miðvikudag og eru 12-14 í sjálfu liðinu. Svo eru það hinir (ég er með þeim) sem mæta og spila og æfa við hliðina. Við erum svona varalið frá 6-12 strákar ég er reyndar yngstur því þetta er 32+, en þar sem ég hef ekkert að gera í strákana sem eru 18-31 er betra að mæta með hinum eldri, tímasetning á æfingum er líka betri.
Margrét mætti á sína aðra æfingu í gær og ég held að eftir smá tíma komi hún til með að taka bræðurmína alla í einu og yfirspila þá. Hún er þvílíkt áhugasöm og finnst þetta skemmtilegt. Skoraði fullt af mörkum í gær og allt.
Þegar æfinginn er búin borðar hún svo einsog afi sinn á Brautarhóli, og afþví orkan er orðin lítil er svo háttað og farið snemma að sofa þessi kvöld.
Hún er líka ekkert orðin smá spennt fyrir afmælinu sínu. Það er jú á morgun sem barnið mitt verður 7ára!!! Maður er ekkert orðin smá gamall.Svo eins og ég hef fyrr sagt hérna á bloginu, höldum við uppá það á laugardaginn og þá koma allar skvísurnar í bekknum og verður rigtigt fest. Eg ætla ad grilla pylsur í liðið, bjoda uppá köku og þess fyrir utan er ég búin að panta svolítið svona suprise fyrir Margréti.
Jæja bið fyrir bestu kveðjur til allra úr sólinni í DK (aðeins 23c i dag) Kristinn og Familie
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Vor og afmæli
Hallo allir,
Við höfum það ennþá mjög gott hérna fyrir utan netleysið sem er farið að hrjá okkur. Margrét er nýbyrjuð að æfa fótbolta og er rosaleg ánægð með það. Á æfingunum er stelpur á hennar aldri og líka úr bekknum hennar. Svo ætla ég (kristinn) að prófa að mæta hjá old boys og sjá hvort ég geti enn eitthvað.





Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 19. apríl 2007
Stina Lina er ad fermast i dag

Já hún litla systir mín er að fermast í dag. Og ég er bara staddur hérna í DK og átti ekki auðvelt með að bara að skreppa svona í Biskupstungurnar. Ég vona bara að þetta verði góður dagur hjá henni og verð bara að gera mér að góðu að ýmynda mér þær kræsingar sem Mamma er líklega búinn að finna til veizlunar.


Hafið þið það sem allra best og verði ykkur að góðu sem komast í kræsingarnar hennar Mömmu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 16. apríl 2007
Gott "Sumar" og mikill hiti.
Det er dejligt at bo i DK lige nu.
Ja það er búið að vera 20+c alla helgina og grillið hefur verið notað vel i sólinni. Við erum líka búin að vera dugleg og gerðum þósvolítið í garðinum. Slóum grasið og erum byrjuð að klippa og snyrta runna og tré. Samt var hitinn næstum óbærilegur því maður er ennþá að koma undan vetri og þetta er eins og henda á mann sumrinu í einu kasti. Maður á samt ekki að kvarta, heldur bara að vera ánægður.

Hafið þið sem best og einnig góða kveðjur til litla brósa (Oddur Bjarni) gangi þér vel með aðgerðina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 11. apríl 2007
SUMAR SUMAR SUMAR OG SÓL :)
já já nú er sko að koma sumar (það segir veðurkallinn allavegana) en í dag er 15c og sól og á bara að hlýna og um helgina á að vera 20-22c og heiðskýrt svo það verður bara slakað á í garðinum og sólað sig og grillað
og borðað úti eins og Margrét er búin að panta
kannski við bjóðum Bylgju og Sigfús og Rakel Talíu og Fríðu bara í grill og tjill (ég held þau komi aftur út á morgun ,eru núna á Íslandi) en allavegana ef þið kæru vinir lesið þetta þá endilega hafið þetta í huga og sláið á þráðinn. Það væri nefnilega ógurlega gaman að ná að hitta Fríðu í þetta sinn
En annars erum við bara að komast í gang eftir páskana , vinna og skóli á fullu. Við erum að fá "nýtt"þak en það var hreinsað í dag og svo verður það málað á næstu dögum (það var frekar gamallt og slitið) og fannst okkur sniðugra að láta hreynsa og mála heldur en að kaupa nýtt þak. Það er 15 ára ábyrgð á vinnunni svo þetta ætti að duga okkur við erum öll hress og kát ég er reyndar búin að vera með kvefskít um páskana en er að lagast held ég.
En nú er nóg komið af pikki í bili bæjó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)