KOMIN MEÐ NETIÐ JIBBÍ :)

Já nú erum við loksins nettengd á ný hér á bænum Grin þetta tók aðeins 3 mánuði fyrir TELE 2 en nú erum við glöð og kát á ný og getum verið í sambandi við umheiminn.

Ég (Ragna) er búinn að fá svar frá skólanum og hef fengið inngöngu í hann og byrja 2 júlí , en þá er svona kynningarvika held ég og svo er frí í 3 vikur og svo byrjar allt fyrir alvöru og hlakkar mig mikið til að byrja Wink 

Við áttum góða rólega helgi og vorum bara heima að dúllast Margrét fór í afmæli á Laugardaginn og eftir það kíktum við á Bylgju og Sigfús í Aarhus og var það mjög fínt eins og alltaf TAKK FYRIR OKKUR SmileMargrét  fékk svo  stelpur í heimsókn bæði í gær og fyrradag og við hjónin vorum bara í afslöppun sem var mjög fínt. Við sóttum jú Bangsa á föstudagskvöldið og var hann alsæll að sjá okkur og gátum við séð að honum hefur sko ekki liðið illa meðan við vorum á Íslandi Grin pössunin gekk semsagt vonum framar og ætlaði Lisbet nú bara að halda honum og spurði hvað við vildum fá fyrir hann Wink en hann er jú ekki til sölu þessi prins Smile 

Jæja nú held ég að ég hafi ekki meira að segja í bili , kveðja frá A D VEJ 25 


Fredag før Pinsevekend

Jæja núna erum við búin að vera heima síðan mánudagskvöld. Við lentum í Kastrup kl 21:30 og þar beið Jökull eftir okkur. Hann geymdi fyrir okkur bifreiðina það er nefnilega svo dýrt að kaupa bílastæði úti á velli. Þegar við komum út var 18c og mikill raki, þannig að við fengum hálfgert sjokk því að þegar við fórum um borð var 5c og slydda á Íslandi og þar er jú þurrara loftslag.

Við brunuðum svo beint heim enda ekki vandamál á þessum tíma dags, það er næstum enginn traffík. Ég (kristinn) mætti svo í vinnu kl 15:00 á þriðjudaginn þannig að fríið var bara búið og alvaran tekin við.

Við nutum tímans vel heima á Íslandi og gátum náð að heimsækja þó nokkra þó svo að ekki náðist að kíkja á alla þá sem við vildum. (Þið verðið bara þá næst).

Það á svo ekki að gera mikið um helgina, reyndar ætlum við að bruna til Lisbet og ná í Bangsa en hann er búinn að vera þar í góðu yfirlæti síðan 6mai. Margrét er víst boðin í afmæli á morgun en svo verður lífið tekið létt og slakað á annars um helgina.

Hafið það gott og bestu kveðjur frá DK.

komið að "heimferð"

Jæja nú liggur leiðin aftur til DK í dag. Og erum við öll sátt við það Wink við erum búin að hafa það rosalega gott hér á Íslandinu í faðmi fjölskyldu og vina. Við vonumst svo til að fá netsamband áný í DK á morgun eða hinn og verðum þá í sambandi við umheiminn á ný Grin 

Fanney vinkona okkar ætlar að vera svo sæt að skutla okkur útá flugvöll í dag og svo er brottför um 16:00 þá yfirgefum við klakann í þetta sinn . Já ég segi klakann þar sem það snjóaði þegar við vöknuðum í morgun ÓTRÚLEGT Errm vonumst við nú til að það sé nú aðeins hlýrra heima í SILKEBORG Cool en það kemur bara í ljós.

Við þökkum rosalega fyrir öll matarboðin og skemmtileg kvöld og var þessi tími eiginlega alltof fljótur að líða en svona er þetta þegar maður er í fríi.

Jæja nú fer Fanney að renna í hlað. SJÁUMST SÍÐAR Kissing


Þétt plan

Já já það er sko þétt planið hjá okkur hér á klakanum. Við erum upptekin alla daga og öll kvöld þangað til við förum. Og því miður náum við ekki að kíkja á alla Frown en þeir verða þá bara efstir á listanum í næstu heimkomu Wink Við erum búin að hafa það rosalega gott og borða góðan ÍSLENSKAN mat Grin svo er jú ofsalega gaman að hitta alla og Margréti finnst þetta ógurlega skemmtilegt og fær hún pakka á hverjum viðkomustað sem er jú ekki verra Tounge við ætlum að kíkja aðeins í bæinn í dag með Friðrikku vinkonu okkar sem kom frá Dalvík bara til að hitta okkur Grin svo er matarboð í kvöld Wink 

Jæja ætlum að fara að tíja okkur af stað í bæjarferðina skrifum síðar. 


Sunnudagur 13maj

Sælt verði fólkiðWink. Við erum hérna í góðu yfirlæti á Brautarhóli og erum að jafna okkur eftir Brúðkaup ársins. Já í gær giftust Grímur (brósi) og Dögg, þetta var yndisleg athöfn í Skálholtskirkju og þar eftir var boðið til heljar veizlu að hótel Geysi. Grin Það voru um 130 veizlugestir og buðu brúðhjón vel bæði í mat og drykk. Verð að taka fram að okkur fannst brúðhjónin vera afskaplega fallegt par og nutu þau dagsins. Við fórum svo þegar leikar stóðu sem hæst á Brautarhól og gistum þar síðastliðna nótt. Svo brunuðum við til baka og fengum okkur morgun mat. í dag sunnudag erum við búin að slaka á hérna á brautarhóli ásamt því að við skruppum í Hveragerði og náðum í Margréti. Hún faðmaði Ömmu og Afa í sveitinni extra vel enda ekki séð þau í heilt ár. Hún var einnig mjög heppin því að Amma Gamla frá Vopnafirði (Margrét amma Kristins) er stödd hjá okkur hérna á Brautarhóli.

Jæja læt þetta duga í dag og fer að leggja mig. Við erum nefnilega búin að ákveða að vera dugleg að heimsækja fólk og munum sinna þeirri yðju að krafti meðan við erum stödd hérna á skerinu.

Bestu kveðjur úr sveita sælunni á Brautarhóli, Litla familien frá ADvej 25 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband