Miðvikudagur, 26. ágúst 2009
Jæja best að nota tímann og skrifa nokkrar línur hér inn :)
Margrét Svanhildur stóð sig rosalega vel á Fótboltamótinu á laugardaginn en þær unnu alla sína leiki og hún skoraði 5 mörk, pabbinn var ekkert smá stoltur af skvísunni sinni en hún var nú líka vel þreytt eftir þetta mótið enda spiluðu þær 4 leiki og það var vel heitt úti.
Bjarni Harald er orðinn rosa duglegur að fara á koppinn og pissaði í hann í fyrsta skipti í gær og var ekkert lítið ánægður með sig hann er alltaf jafn ánægður hjá June og er hann víst farinn að stjórna á heimilinu þar HEHE en hann vekur krakkana hennar á morgnanna og svo þegar maðurinn hennnar er heima vill Bjarni bara vera með honum eitthvað að bardúsa.
Símon Mikael er farinn sofa 8-10 tíma í einu á nóttinni (flestar nætur) svo ég er farinn að vakna úthvíld á morgnanna Hann er líka farinn að sofa betur úti. Við fórum í mömmuhitting í gær og var svo gaman að sjá hann þar þau eru farin að uppgötva hvort annað svo mikið og liggja bara saman á gólfinu og skoða hvort annað og dótið. Hann var nú svo þreyttur í gær að hann sofnaði í fanginu á mér með skeiðina í munninum ( var að borða grautinn sinn) ég þvoði honum bara og lagði hann út og hann svaf 2 1/2 tíma.
Ég er svo dugleg núna að ég er farin að gera eplamaukið sjálf og geri grautinn frá grunni, ótrúlegt að ég hafi ekki gert þetta líka fyrir hin þar sem þetta er EKKERT mál. Þetta er nátturlega miklu hollara og MIKLU ódýrara.
Jæja best að kikja aðeins í þvottahúsið, alltaf nóg að gera þar á þessu heimili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 22. ágúst 2009
Lítið um að vera
Já það er nú ekki mikið um að vera hjá okkur familiunni þessa dagana, bara vinna,skóli,dagmamma og við Símon Mikael erum jú bara heima að dúllast eitthvað.
Bjarni Harald er komin til June aftur og er sko alsæll með það maður sér sko greynilega hvað honum líður vel hjá henni Margrét Svanhildur er á fullu í skólanum og er núna byrjuð í ensku líka, hún ætlar síðan að hvíla sig á handboltanum í vetur og varð sund fyrir valinu í staðinn. Kristinn hefur nóg að gera í vinnunni og fótboltanum.
Kristinn og Margrét eru núna á MC DONALDS fótboltamóti og strákarnir sofa eða reyndar er Símon að vakna ákkurat núna hann sefur ENN ekki mikið á daginn en ég má ekki gefa upp vonina heldur bara vera þolinmóð.
Bjarni Harald er farinn að gera nr.2 í klósettið og bara stoltur með það en hann byrjaði allt í einu bara að vilja fara á WC þegar hann þurfti að gera nr.2 og er þetta jú bara besta mál.
Símon Mikael er orðinn 7.2 kg og 66cm svo hann vex vel og hann er líka farinn að borða graut, alsskonar mauk og kartöflur og er sko BARA gaman að gefa honum að borða hann tekur sko endalaust við ég má passa mig að sprengja hann ekki HEHE
En jæja nú vill hann fá athygli litli kúturinn svo ég kveð að sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 12. ágúst 2009
Komin heim
Jæja þá erum við komin heim, við komum heim á laugardaginn eða reyndar sunnudaginn (kl:02:30) og voru allir þreyttir eftir ferðalagið svo það var sofið til kl:10:30 á sunnudaginn. Ferðalagið gekk og við skulum bara ekki ræða það meir, en það er semsagt meira en að segja það að ferðast með 2 litla þreytta kúta börnin sváfu síðan öll í bílnum frá köben og voru barasta borin inn í rúm.
Á mánudaginn byrjaði Kristinn svo að vinna Margrét Svanhildur í skólanum og Bjarni Harald hjá dagmömmu en hann er hjá gestadagmömmu þessa vikuna og gengur það bara vel. Þar sem Símon Mikael grætur enn frekar mikið suma daga þá ákvað ég að það væri betra að setja Bjarna til gestadagmömmu heldur en að hafa hann heima og geta lítið sinnt honum Símon Mikael er nú aðeins farinn að sofa betur úti og vona ég að þetta verði betra og betra með hverjum degi.
Við áttum að sjálfsögðu yndislegan tíma á íslandinu góða og var Símon Mikael skírður miðvikudaginn 29 júli Símon bróðir hélt á honum og þetta gekk allt vel, svo var Inga Rósa vinkona svo yndisleg að elda dýryndis kjúklingarétt og gerði sallöt með TAKK aftur kæra vinkona svo bökuðu Harpa og Stína súkkulaði köku
og svo var skýrnarterta allir voru hæstánægðir með daginn og var Símon bara í góðum gír þennan daginn.
við vorum uppí bústað með mömmu,pabba,Svanhildi og Freyju Sóley nokkra daga og nutu Bjarni Harald og Freyja Sóley sín vel í gúmmístígvelum arkandi á efftir afa sínum og héldust í hendur bara sæt saman.
Við hjónin gripum tækifærið og skelltum okkur í bíó og var það bara gott að komast aðeins út án barna.
Strákarnir voru reyndar veikir fyrstu dagna og fórum við með þá á læknavaktina strax daginn eftir að við komum þar sem Bjarni var með yfir 40c og Símon með ljótann hósta og hæsi, þegar við sögðum að við værum að koma frá danmörku panikkaði símdaman og henti í okkur grímum fyrir strákana og við fórum inn á undan öllum sem biðu (sem var reyndar ágætt þar sem það var full biðstofa) héldu læknarnir semsagt fyrst að þeir væru með svínaflensuna en svo var sem betur fer ekki þeir jöfnuðu sig síðan fljótt og urðu sjálfir sér líkir.
Við vorum viku í sveitinni og var nú bara slakað á þar sem Bjarni Harld fékk aftur hita og ljótan hósta og missti eiginlega bara röddina kíkt var til læknis í svetitinn með hann og vildi hann ekkert gera heldur bara bíða og sjá hvort hann myndi ekki vinna á þessu sjálfur, ég og Bjarni Harald vorum síðan bara 2 í kotinu eitt kvöldið meðan hinir skruppu á selfoss í matarboð, þetta var nú bara kósý við fengum okkur pylsu í kvöldmat og horfðum svo á Stubbana og Dodda í leikfangalandi. Símon svaf allt matarboðið og var bara stilltur hjá pabba sínum.
Jæja nú er hann vaknaður svo Bæjó í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 21. júlí 2009
Styttist í brottför!
Það er farið að styttast vel í brottför. Við erum á fullu að finna allt til sem þarf að hafa með, búin að gera lista yfir það sem á að koma með og förum vel eftir honum enda erfitt að muna eftir öllu þegar um 5manna fjölskyldu er að ræða. Gott að vita til þess að við megum taka með okkur 80kg með öllu.
Margrét fékk að vita á sunnudagskvöldið að við værum að fara til íslands og sú var sko hissa. Hún hoppaði um að kæti og grét eða hló til skiptis.
Í gær áttum við frúin 7ára brúðkaupsafmæli. (Ullarbrúðkaupsafmæli). Já ótrúlegt hvað tíminn flýgur og að maður sé eins ástfanginn og þá :). Við gerðum samt lítið til að halda uppá það, fyrir utan að Margrét bakaði köku fyrir okkur. (gerum okkur kannski dagamun á íslandi ef við getum platað einhvern að passa).
Jæja best að fara taka til og slá garðinn.
Sjáumst kannski á skerinu. Kristinn & Family
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 16. júlí 2009
Alveg að mygla í vinnunni.
Það er ekki sérstaklega gaman að vera að vinna þessa dagana. Þegar hitinn er um og yfir 25c og raki þá er best að vera heima á stuttbuxum en ekki í svörtum buxum og skyrtu í glerkassa (vinnustaðurinn er með stóra glugga í hásuður).
Það er líka erfitt að einbeita sér þegar fríið er rétt handan við hornið. Það er frekar lítið að gera og ekki margir bifvélavirkjar í vinnunni í dag. Þetta er spurning að halda þetta út í 11/2 dag í viðbót.
Bjarni og Símon voru í sprutum núna á þriðjudaginn og Símon fékk hita greyið eftir það svo hann er búin að vera frekar lítill og stuttur þráður í skapinu (mamman segir að það komi frá pabbanum :(=
Margrét er búin að vera dugleg að hjálpa til heima við með að passa Bjarna því hann er í fríi. Ragna hefur svo verið dugleg að labba með ungahópin sinn út á róló og leifa þeim að fá smá útrás og Bjarni er alveg voðalega ánægður með það, getur hreinlega dundað sér tímunum saman með skóflu og fötu.
Jæja best að fara að gera eitthvað til að láta tíman líða.
Kveðjur frá sumarblíðunni í DK - Kristinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)