Fimmtudagur, 15. október 2009
Símon Mikael lasarus :(
Já hann Símon Mikael er sko búin að vera veikur litli kúturinn, hann fékk hita síðasta föstudag og var með 39 - 40 laugardag og sunnudag þrátt fyrir að við værum að gefa honum panodil á 6 tíma fresti svo aðfaranótt mánudags var hann mjög slappur og heitur svo ég mældi hann og var hann þá með 40,9
ákvað ég þá að hringja á læknavaktina. Læknirinn kom og skoðaði hann og tók svo þá ákvörðun að hringja barasta á sjúkrabíl og láta leggja hann inn á barnadeildina í Viborg. Þegar við komum þangað var hann með 40,2 í hita, ofháan blóðþrýsting háan og óreglulegan púls og andaði mjög hratt. Læknunum leist nú ekkert á hann og tóku fullt af blóðprufum,þvagprufu og stungu í þvagblöðruna utan frá og tóku sýni svo átti að taka sýni úr mænunni og setja upp sýklalyf í æð hjá honum. En sem betur fer fór þá stílinn sem hann fékk hjá þeim að virka og leit hann þá aðeins betur út og ákváðu þá læknarnir að bíða með mænusýnið og sýklalyfið. Við sváfum síðan aðeins og svo rauk hann aftur upp í hita þegar stílinn hætti að virka og púlsinn var frekar hár, fékk hann þá annan stíl og mjólk á pela þar sem hann vildi ekkert borða, svaf hann svo meira og var síðan aðeins hressari og borðaði smá kartöflumús, svo sváfum við bæði í 3 tíma og þegar hann vaknaði var hann hitalaus og bara nokkuð sprækur svo við fengum að fara heim. Fékk hann samt stíla áður en við fórum. Kom svo í ljós að þetta var influenza sem hann fékk en ekki bakteria eins og læknarnir hræddust þarna um nóttina. Hann er búin að vera mjög þreyttur og pirraður síðan og fyrst í dag sem hann vildi borða eitthvað að viti og og vildi leika sér á gólfinu, svo þetta er allt saman að koma. Ég er nú líka búin að vera ansi þreytt eftir þetta en þetta tók jú á mig að horfa á hann svona slappan og sjá hvað læknarnir voru áhyggjufullir án þess að þeir sögðu nokkuð strax þá sá ég bara á þeim að þeim leist ekki á hann og líka hverngi þeir litu á hvorn annan þá vissi ég að þeim leist ekkert á hann. En sem betur fer þá var þetta ekkert alvarlegt og hann er að ná sér
Kristinn fór á landsleik til Köben í gær og var svaka stuð og stemning hjá honum hann fékk frímiða gegnum vinnuna og þurfti ekkert að borga sjálfur hvorki rútuna mat eða inn á leikinn.
Á leiðinni var tippað á hvernig leikurinn myndi fara og var Kristinn sá eini sem tippaði rétt og vann hann því rúmar 700 dkr og ekki skemmdi það nú stemninguna hjá honum á heimleiðinni
Margrét Svanhildur og Bjarni Harald eru vetrarfríi núna og erum við bara búin að hafa það kósý heima
Bless í bili Ragna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 8. október 2009
Hellú
Allt er farið að ganga betur hér á bæ Símon Mikael sefur allar nætur núna frá 21-6 svo við erum hætt að kvarta HEHE en verðum bara að sætta okkur við að fara á fætur kl:6 því þá vill hann fá hafragrautinn sinn
Bjarni Harald vaknar líka alltaf við hann á morgnanna svo það er bara stuð á bænum. Símon Mikael er farinn að borða ýmislegt eins og kjöt allt grænmeti og ávexti hann er rosalega harður á sínum matartímum og vill fá að borða 6:30 , 11, 15, 18 og svo pelinn kl:20 ef þetta dregst um 10 mínútur þá verður allt brjál, hann er farinn að sitja sjálfur og við erum búinn að kaupa TRIP TRAP stól sem hann vígði í gær
Ég og Margrét Svanhildur fórum á skólaskemmtun á þriðjudaginn og var það mjög fínt, það var sko gott að koma heim og Kristinn búinn að koma báðum prinsunum í bólið
Bjarni Harald vex og vex og vex ég keypti notuð föt á hann um daginn nr 98 og 104 og hann passar í það hann átti allt í einu EINGIN föt sem hann passaði í var eins og hertur fiskur í öllu
fyndið hvað þau vaxa hratt allt í einu þessi börn.
Jæja ákvað að pikka smá fyrir ykkur en ég er nú ekki að nenna þessu mikið lengur erum að spá í að fara að hætta þessu barasta og vera bera með barnalandið
BÆJÓ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 29. september 2009
Langt á milli skrifa núna
Já maður er nú ekki alltaf að skrifa hér inn núna þar sem ekki er mikið í fréttum, allt gengur bara sinn vanagang hér á bæ og allir eru hressir og kátir
Símon Mikael er bara nýr strákur og sefur á nóttinni og 2 góða lúra útí vagni, hann er duglegur að borða og stækkar vel.
Bjarni Harald er orðinn algjör gaur og vill ráða öllu á heimilinu hehe hann verður góður í framtíðinni úffúff hann minnir okkur mikið á Rúnar bróðir Kristins HEHE algjör trúður sko
Margrét Svanhildur er hress og kát ,hún er á fullu í sportinu og nóg að gera hjá henni í skólanum, hún er að læra á blokkflautu í skólanum og mikið fjör þegar hún er að æfa sig okkur hjónum hlakkar mikið til þegar hún fer að hitta betur á réttu tónanna
Já annars er nú bara ekkert að frétta af okkur ég vildi bara láta ykkur vita að við værum á lífi en þið megið alveg gera hið sama og kvitta öðru hvoru
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 17. september 2009
Jæja jæja
Loksins fór Símon Mikael að sofa, hann er búinn að sofa núna 2 nætur í röð án þess að vakna hann rumskar aðeins en þá er nóg að gefa honum snuðið og laga hann í rúminu nú er bara eins gott að þetta haldi áfram svona. Hann er búinn að sofa 3 góða lúra á daginn síðan á laugardag svo þetta er allt að koma hjá honum.
Dögg mín það er best að leggja hana út að sofa og ef hún vaknar þá er bara að rugga henni þá ætti hún að sofna aftur ég fer oft út og rugga honum smá þá sofnar hann strax aftur, oft þarf kannski að leggja þau á hina hliðina eða láta þau ropa og svo leggja hana aftur niður. Vona að þetta hjálpi þér.
Símon Mikael var í 5 mánaða skoðun og sprautu á þriðjudaginn og er hann orðinn 7,9kg og 68cm svo hann er að stækka vel, en það er einn í mömmuhópnum sem er 9,5kg og 72cm HLUNKUR HEHE mér finnst Símon bara vera písl við hliðina á honum.
Annars er nú ekki mikið nýtt í fréttum hér á bæ við er öll bara hress og kát í haustblíðunni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 9. september 2009
Er orðin ráðþrota :(
Nú veit ég barasta ekki hvað ég á til bragðs að taka með hann Símon Mikael, hann er aftur farinn að sofa MJÖG lítið á daginn og líka á nóttunni. Ég svaf í stofunni síðustu helgi og Kristinn tók hann á nóttunni þá svaf hann vel og vaknaði bara einu sinni og eina nóttina vaknaði hann alls ekki. Hann var farinn að vakna á klukkttíma fresti allar nætur og var búin að gera það í 9 daga svo við fórum með hann til læknis til að láta kikja á hann, hún vildi ekki meina að það væri nokkuð með hann fyrir utan smá þrýsting á eyrum og vildi ekkert gera við því þar sem hann er fá tennur og getur það valdið þrýstingnum. Nú er ég aftur flutt inn í herbergi og þá leikur hann sama leikinn (klukktíma fresti) við hjónin erum oðrin ansi þreytt og vonum að við náum að venja drenginn af þessu sem fyrst.
Annars er bara allt ágætt að frétta ég eyði dögunum í að reyna að láta Símon Mikael sofa án þess að ég haldi á honum og gengur það upp og niður.
Margrét Svanhildur er bara á fullu í skólanum og sundi á mánudögum, fótbolta á þriðjudögum og fimmtudögum út sept og svo er frí frá fótboltanum, hún ætlar síðan að prófa borðtennis í dag og jafnvel að vera í því í vetur.
Bjarni Harald fór stoltur af stað í morgun með bakpoka í bakinu með nesti og vatnsbrúsa en dagmömmurnar eru saman í dag í "paradiserlejeren" hérna rétt fyrir utan bæinn.
Jæja best að fara að gera eitthvað meðan kúturinn sefur
PS nýjar myndir á barnalandinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)