Fimmtudagur, 26. nóvember 2009
ER AÐ FÁ NÓG AF VEIKINDUM :(
Það er hægt að seigja að ég sé að fá nóg af að vera heima með veikt barn, Símon Mikael er búin að vera meira og minna eitthvað slappur síðan 10 október, svo fengu þau systkyn jú þessa blessuðu svínaflensu og lágu alla síðustu viku og svo fór Margrét í skólann á mánudaginn en kom heim í hádeginu með 39c og dúndrandi hausverk og er hún enn með hita en nú hlýtur þetta nú að fara að taka enda nema Bjarni Harald finni uppá að leggjast í rúmið NEI ÞAÐ ER SKO BARA EKKI Í BOÐI FYRIR HANN HEHE
Bjarni Harald átti annars rosa fínan afmælisdag um daginn og var alsæll og þreyttur um kvöldið enda erfitt að vera miðpunkturinn allan daginn
Stína Lína systir Kristins kemur til okkar 12 des og verður fram til 20 des okkur hlakkar mikið til að fá hana og ætlum að baka og jóladúllast með henni og svo á að reyna að skreppa til þýskalands
Vá annars er barasta EKKERT í fréttum núna svo ég er bara hætt í bili BÆJÓ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 20. nóvember 2009
BJARNI HARALD 2 ÁRA
Í dag á hann Bjarni Harald afmæli, orðinn 2 ára gaur Kristinn skellti í skúffuköku í gær og fór prinsinn með stórt bros á vör með 2x bangsímon kökur ,saftvatn og blöðrur til June sinnar í morgun
svo fáum við okkur köku þegar hann kemur heim og svo fær hann jú að opna alla pakkana sem ættingjarnir eru búnir að senda honum og pakkann frá okkur og svo frá Margréti og Símoni svo það verður nóg að gera hjá honum í dag
Annars eru Margrét Svanhildur og Símon Mikael búin að liggja með svínaflensuna alla vikuna en Margrét er nú að hressast núna og Símon var loks orðin hitalaus í morgun en þau eru bæði enn mjög kvefuð og með ljótan hósta. Við hin sleppum vonandi við þetta en við erum bara búin að vera kvefuð.
Jæja ætla að fara að leggja mig með Símoni þar sem ekki er búið að sofa mikið síðustu nætur og ekki mikið um orku hjá mér
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 17. nóvember 2009
Góð helgi að baki :)
já við áttum frábæra helgi hér á bæ, Símon Mikael er fluttur inn til Bjarna Haralds og gengur það bara mjög vel þeir hrjóta vel og þungt þar í kór
Svo var jú afmælisveisla fyrir Bjarna Harald á laugardaginn og komu Bergþóra, Jón, Kristófer og Kormákur frá Gadbjerg og svo Bylgja,Sigfús,Rakel Talía og kúluprins frá Aarhus :) Bjarni Harald var í essinu sínu og naut dagsins í botn. Bergþóra og CO gáfu honum tösku með allskonar litum í og var sunnudeginum eitt í að lita og lita svo fékk hann bubba byggir og selmu og bíl frá Bylgju og CO og er búið að leika mikið með þau bubba og selmu og þau fá alltaf koss þegar hann finnur þau í dótakörfunni (mikið uppáhald hann bubbi byggir)
Kristinn var svo í fríi í gær og vorum við reyndar öll heima þar sem Bjarni Harald var þreyttur eftir helgina og Margrét Svanhildur orðin veik.
Margrét og Símon eru núna lasin með hita,kvef og beinverki, læknirinn vildi nú meina áðan þegar ég hringdi að þetta hljómaði eins og svínaflensan en ég verð bara að vera dugleg að láta þau drekka og bara hjúkra þeim
Kristinn ætlar bara að vera úti með Bjarna Harald eftir vinnu á eftir svo þeir smitist ekki líka en ég er sjálf að drepast í hálsinum og eitthvað slöpp en samt hitalaus held ég.
Jæja ætla að fara að spjalla við músu mína bið að heilsa ykkur í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 11. nóvember 2009
kvefbæli
já hér erum við öll búin að vera kvefuð og krakkarnir hóstuðu í kór í nótt , fallegur söngur það held samt að Margrét og Kristinn séu að klára þetta en ég ætla að hafa Bjarna Harald heima á morgun og hinn svo hann nái að jafna sig fyrir afmælisveisluna sína sem verður á laugardaginn
já hann er að verða 2 ára þann 20 nóv ótrúlegt en satt. Við eigum von á vinafólki okkar frá Gadbjerg, Aarhus og svo Lisbet og Karinu frá suðurjótlandi.
Planið er lika að flytja Símon Mikael inn til Bjarna Haralds á föstudaginn svo mamman fái nætursvefn en ég vakna við hverja stunu frá honum og er því ekki að fá mikinn svefn, Bjarni Harald sefur svo fast að hann á ekkert eftir að vakna við hann (vona ég) en þetta kemur allt saman í ljós vonandi gengur þetta bara vel.
Jæja best að fara að ganga frá þvottinum bæjó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 2. nóvember 2009
USSUSS hvað maður er orðinn latur við skrif hér
Það er bara allt gott að frétta hér í DK Símon Mikael er orðinn hress og stækkar vel, Bjarni Harald er farinn að tala helling en fyrsta íslenska setningin var ansi flott " FARÐU FRÁ" hehe já hann á eftir að verða góður í framtíðinni fyrsta danska setningin var " far bil mig " = pabbi sækir mig á bílnum, svo er hann farinn að segja HJÁL......P já það er soldið bil á milli l og p og svo er mikil áhersla lögð á pið
hann segir líka VÁÁ, meira, horfa, sjá og se, 2 ára ( dönsku)sjov og já bara helling það kemur nýtt orð á hverjum degi og svo er allt apað eftir stóru systir sem hefur fengið nýtt nafn SISSÍ og Símon heitir MIMMI núna
Margrét Svanhildur er bara á fullu í skólanum og sportinu eins og alltaf og barasta hin hressasta
Við fórum í bæinn á föstudaginn en það var halloween og allt opið til 22 við versluðum jólagjafir og svo fengum við okkur sunset sem er eins og subway , þetta var bara mjög gaman og kósý að vera í bænum í mirkrinu og logandi grasker útum allt
Við hjónin erum bara hress líka og allt gengur bara sinn vanagang hér á heimilinu, óskup lítið í fréttum eitthvað.
Jæja hef ekki meira að segja ykkur í bili svo ég kveð að sinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)