Föstudagur, 9. nóvember 2007
GUTTINN ORÐINN 2100 GR :)
Já ég var í vaxtarsónar og sykurtjekki í morgun og lítur allt vel út og guttinn vex vel, hann er næstum búinn að ná fæðingarstærð systur sinnar hann hefur það bara mjög fínt þarna inni og spriklar vel. Sykurmælingarnar hjá mér líta nú ekkert illa út svo þetta er bara allt hið besta
ég á svo að mæta aftur eftir 3 vikur og athuga stærðina á guttanum.
Annars er frekar leiðinlegt veðrið hjá okkur núna ROK og RIGNING og er ég nú bara glöð að vera heima í kósýheitum. Kristinn er að fara að spila póker í kvöld og ætlum við mæðgur að hafa það kósý uppí sófa undir teppi með popp og tilheyrandi
Jæja hef ekki meira að segja í bili knús og kram Ragna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 6. nóvember 2007
RÓLEGHEIT :)
Já nú eru bara rólegheit hjá mér (Rögnu) ég hef það nú fínt miðað við aðstæður enda ligg ég bara fyrir og er að lesa svo er ég líka aðeins að föndra jólakortin ég er bara svo ánægð að vera komin heim þó að ég þurfi að liggja áfram þá er alltaf best að vera heima hjá sér. Kristinn fer með Margréti í skólann á morgnanna og svo hjólar hún sjálf heim svo að ég þarf ekkert að spá í því
Mamma og Kristinn voru búin að þvo öll ungbarnafötin og eru þau núna komin í kommóðu svo að nú er allt að verða klárt fyrir drenginn Mamma kom aðsjálfsögðu klifjuð af æðislegum prjónafötum og teppi handa honum , og er einnig búið að þvo það . Já það er ekki mikið sem ég þarf að gera áður en prinsinn mætir á svæðið enda má ég ekkert gera
svo það er bara gott að hafa allt klárt núna
Jæja ég hef nú ekki mikið að segja núna annað en TAKK TAKK fyrir allar kveðjurnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 3. nóvember 2007
Ragna fékk að koma heim í dag :)
Jæja nú er gaurinn búinn að skilja að hann á að vera lengur inní hljýjunni í kúlunni. Ragna fór í sónar og einnig var athugaður leghálsinn í gær og þar sem það leit allt vel út fékk Ragna að fara heim seinnipartinn í dag Nú á hún samt að liggja áfram hér heima og slaka á.
Kristinn og Margrét keyrðu tótu á lestarstöðina eldsnemma í morgun og komu svo á spítalann og vöktu mig kl:8:20 svo kíktu þau í bæinn og keyptu jólagjafir og komu svo aftur til mín og var ég þá bara nokkuð hress búinn að fara í göngutúr á ganginum og borða frammi svo var ég ekki búinn að fá hríðir í tæpa 2 tíma og fann alveg að ekkert var að gerast og fékk þá leyfi að fara heim með því skylirði að liggja fyrir heima
Mig langar síðan að þakka fyrir allar kveðjurnar það er svo gott að vita að þið hugsið til okkar nú er svo bara planið að fara til ljósunnar 1x í viku og liggja fyrir og reyna að halda gaurnum allavegana einhvern tíma í viðbót.
kær kveðja Ragna og kúlubangsinn sem liggur voða á
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 30. október 2007
Þriðjudagur 30/10
Já núna er kominn þriðjudagur og ekkert svo mikið að frétta.
Ragna er innlögð á meðgöngudeild Skejby Sygehus og er þar í frekar góðum höndum. Litli Gaurinn er að slaka á og er greinilega sáttur við að bíða aðeins með að koma í heimin og það kannski sem betur fer. Hann má allveg vera aðeins lengur í kúlunni til að vaxa og þroskast. Þannig að við Margrét erum núna þessa dagana heima og stundum okkar vinnu og skóla eins og áður.
Einnig kom Tóta (mamma Rögnu) á laugardaginn og var nú Margrét heldur betur ánægð með að fá ömmu sína aðeins í heimsókn. Hún ætlar að vera hérna í eina viku og núna í vikunni hefur hún sótt Margréti strax eftir skóla þannig að hún hefur ekki þurft að vera í Frístundunni. Svo brunum við inn til Skejby í heimsókn og svo heim aftur. Þetta er nú eins og að vera kominn aftur í vinnu útí Árhúsum.
En við þökkum fyrir mikla kvittun og okkur finnst þetta líka rosalega gaman að fá svona margar góðar kveðjur frá ykkur sem að lesa Blogið okkar og hugsa til okkar.
Jæja Bestu kveðjur úr Silkeborg Kristinn, Margrét og Amma Tóta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 24. október 2007
Einum liggur mikið á!!!!
Já það er enginn smá ferð á guttanum í kúlunni hjá mömmu sinni. Ragna er í dag aðeins komin ca 31 viku en minn ætlaði sér bara að koma í heiminn í nótt. Ragna vakti mig rétt fyrir 3 í nótt og þá var hún búin að liggja í rúminu með hríðir og læti. Við hringdum í það sama í sérfræðinginn okkar hana Dögg mágkonu og spurðum hvort þetta væri eðlilegt? Nei það var það sko ekki. Þannig að Margrét var rifin á fætur og af stað niður á Silkeborg Sygehus. Þar var tekið alveg rosalega vel á móti okkur. En þar sem ekki er gott að koma í heimin eftir svona stutta meðgöngu þá var það ákveðið að stoppa ferlið. Dælt var lyfjum í Rögnu og ákveðið til öryggis að senda hana á Skejby Sygehus í Árhúsum. Skejby er næst stærsta sjúkrahúsið í DK. og líka nýjasta. Hún var sett á börur og upp í sjúkrabíl. Þar sem ljósmóðirin vildi enga sjensa taka fór hun og læknir með bílnum til Arhusa. Við Margrét drifum okkur heim og pökkuðum í tösku og keyrðum svo í nótt sem leið lá beint inn til arhusa. Ekki var móttakan á Skejby verri. Þar var hún drifin í rúmið og dælt fleirri lyfjum til að stoppa hríðarnar. Við Margrét fengum sko ekki verri móttökur. Okkur var boðið morgun mat og svo upp í rúm til að leggja okkur enda mjög árla morguns og vissi ljósmóðir á Skjeby að við vorum þreytt og ósofin. Eftir Lúr og ró þá var komið að hádeigis mat. Við tókum þá af stað í ekkert smá ferðalag. Skejby er ekkert "smá hus" og t.d er sjúkrahússtrætó innanhús á spítalanum. Við Margrét löbbuðum samt þessa nokkur hundrað metra og fundum mötuneytið. Mettuðum okkar af kjúkling og keyptum svo blöð og nammi (fyrir Margréti) og héldum til baka. Þegar við komum á fæðingarganginn þá sagði ragna að hún væri á leið á meðgöngu- og sængurganginn. Þangað var hún svo flutt með sérstökum "sjúklinga flutninga manni" (bara innan hús). Ekki er þetta heldur slæmt þarna á sængurkvenna ganginum. Þetta líktist frekar góðu hótelherbergi en spítala stofu. Með aðstöðu fyrir mig til að sofa, sjónvarp, síma á herbergi og þess háttar. Einnig eru hjúkkurnar og sjúkraliðarnir frábærir, við Margrét fengum túrin um deildina og vorum svo látin finna mat handa frúnni. Við Margrét fórum svo til baka til silkeborg hérna um kvöldmatarleitið þegar við vorum viss að búið væri að ná Rögnu nokkuð stöðugri. Við urðum jú að fara heim að huga að Bangsa sem búin var að vera einn heima nokkuð lengi. Margrét borðaði kvöldmat og svo hreinlega sloknaði á henni. Enda búin að vera langur og viðburðaríkur dagur. Við ætlum svo eftir skóla og vinnu á morgun að bruna aftur útí Skejby og heimsækja Rögnu og vona ég að guttin hafi tekið við sér og haldið sér inní kúlunni aðeins lengur i nú.
Bestu kveðjur og vonumst til að þú sendir okkur líka kveðju með að kvitta.
Kristinn og Margrét ein í kofanum í silkeborg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)