Sunnudagur, 21. október 2007
Helgar færsla
Já við erum búin að eiga fína helgi , en á föstudaginn fengum við heimsókn frá VELJE en Bergþóra og CO komu hér um kaffileitið og voru hér frameftir kvöldi. Það var mjög gaman að fá þau og var spjallað og slúðrað og borðað vel Krakkarnir náðu rosa vel saman (aðalega þau eldri) og var þetta bara hinn fínasti dagur.
Í gær fórum við mæðgur svo í fyrstu Leikhúsferðina okkar hér í DK, við fórum að sjá JUNGEL BOOK(skógarlíf) og var þetta alveg frábær sýning og skemmtum við okkur rosa vel Kristinn er svo að vinna í dag ,ég er heima að dúlla mér og Margrét skrapp yfir til vinkonu sinnar.
Á morgun á ég svo að hitta næringarráðgjafa sem mun ráðleggja mér með sykurlausa fæðið. Blóðsykurinn er nú búinn að vera fínn svo ég hef nú ekki miklar áhyggjur af þessu.
Jæja læt þetta duga í bili bið bara að heilsa ykkur Ragna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 17. október 2007
AFMÆLISKVEÐJA
Við viljum byrja á að óska Birtu Huld ynnilega til hamingju með daginn í dag við vonum að þú hafir átt góðan dag og vonum að pakkinn sé kominn
Við fórum jú í IKEA á sunnudag og var sem betur fer leigð kerra undir dótið, en við keyptum kommóðu,skáphurð 2x bókahillur og fleirra smádót Mánudagurinn sór svo í að taka ALLT útur aukaherberginu og var loks klárað að tæma kassana sem var sett í á Íslandi fyrir tæpum 2 árum. Og nú er verið að setja inn kommóðu og fleirra fyrir litla snúðinn
Í gær fórum við til Flensburg og náðum að kaupa nokkrar jólagjafir og áttum við mjög fínan dag þar. Kristinn var svo að vinna í dag og við mæðgur fórum í bæinn að kaupa stígvel og fleirra fyrir skvísuna sem hana vantaði. Nú er Kristinn kósveittur að setja saman kommóðuna en það vantar leiðbeiningarnar svo ætli hann verði nokkuð búinn fyrren á miðnætti
HIHI neinei ég segi nú bara svona hann er nú vanur að geta sett hluti vandræðalaust saman. Við mæðgur ætlum svo að slaka á heima á morgun og föndrast smá
Jæja nú ætla ég að athuga hvernig bóndanum gengur að setja kommóðuna saman bið að heilsa ykkur í bili kær kveðja Ragna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 13. október 2007
FRÉTTIR :)
Jæja við fórum í extra sónar í gær útaf blóðsykrinum hjá mér og í þetta sinn vildi kúlubúinn sko alveg sýna okkur kynið , og við eigum von á LITLUM PRINS og hann hefur það sko fínt þarna inni,hann er núna 1300gr og allt lítur vel út hjá honum
Ég fékk síðan mæli og á að mæla blóðsykurinn hér heima og svo á ég að mæta eftir 3 vikur í tjekk og sónar. Já það er fylgst vel með þegar þetta gengur svona. Það verður líka fylgst með hvort drengurinn ætli nokkuð að vaxa of hratt, en það er smá áhætta á því þegar blóðsykurinn er of mikill og ekki er gott fyrir hann ef hann verður of þungur. Ég fæ svo fund með næringarráðgjafa og fæ smá leiðbeiningar hvað ég á að forðast og þannig
Annars er bara allt gott að frétta við höfðum VIDEO kvöld í gær og Margrét fær næturgest í nótt en Cecilie ætlar að gista hjá henni í nótt. Á morgun er svo planið að kikja í IKEA Svo ætlum við kikja yfir landamærin á þriðjudaginn til Flensburg og kaupa jólagjafir og ÖL
En Margrét er í vetrarfríi í skólanum alla næstu viku og Kristinn er í frí á mánudag og þriðjudag, svo þessir dagar verða nýttir vel
og bóndinn látinn græja eitt og annað á heimilinu
Jæja við segjum bara góða helgi og endilega kvittið nú eftir lesturinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 10. október 2007
BANGSI 4 ÁRA
Já nú er hann Bangsi okkar orðinn 4 ára og verður hann dekraður í kvöld í tilefni dagsins
Svo fékk ég óvænta heimsókn núna áðan frá 2 frá bekknum ,en þær komu hér með þennan líka flotta blómvönd frá öllum bekknum. Svo sátum við hér og slúðruðm soldið HIHI.
Ég á að fara síðan núna 1x í viku og fá mældan blóðþrýstinginn og á föstudaginn á ég svo að mæta í eitthvert tjekk uppá spítala útaf blóðsykrinum svo það er hægt að segja að það sé fylgst vel með mér. Ég er síðan komin á fullt í að klippa út jólakort en er bara búin með 1 mér vantar fleirri kort og ætla ég að athuga á eftir hvort ég geti ekki fundið karton.
Annars hef ég voða lítið annað að segja svo að ég kveð bara í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 8. október 2007
FÍN HELGI :0)
Jæja þá er ein enn helgin á enda, og þessi helgin mjög fín hjá okkur familiunni. Við fórum á Fótboltaafslutning með Margréti á laugardaginn og svo var bara slakað á það sem eftir var af þeim deginum. Svo í gær fórum við til Lisbet uppúr hádegi og fengum kaffi og svo kvöldmat þar það var mjög gott eins og alltaf að koma þangað. Bangsi þekkti sig strax hjá þeim og var ekki alveg viss hvort hann ætti að koma með okkur þegar við fórum heim
hann var jú skilinn eftir þar síðast þegar hann kom og var ekki sóttur næstu 3 vikurnar svo það er kannski ekki skrítið að hann hafi tvístigið í gær.
Ég ætla núna að fara á fullt í jólakortagerð (verð að hafa eitthvað fyrir stafni) en við vorum nú búin að kaupa bara kortin í ár, een þar sem ég er jú heima og verð heima þá ákvað ég fara í gang með þetta. Þetta er jú líka svo gaman og svo er þetta nú bara róandi og tíminn líður hraðar þegar maður hefur eitthvað fyrir stafni
Ég fer á eftir til læknisins og fæ þá uppáskrifað að ég sé komin í frí og hún mun tékka á blóðþrýstingnum og taka nýja þvagprufu. Svo ætla ég að kaupa mér föndur þegar ég er búin hjá lækninum Margrét er með eitthver útbrot núna sem ég þekki ekki svo að ég ætla að taka hana með mér til læknisins og nýta ferðina.
Bið að heilsa ykkur í bili kossar og knús Ragna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)