Mæðginin komin heim :)

Í gær fengum við loks að koma heim en ég var orðin frekar þreytt á þessari sjúkrahúsvist. Ég var samasem EKKERT búin að sofa eftir að ég var flutt á 2 manna stofu Frown en það var sko ekki vegna hans Bjarna Haralds nei nei það var nágranninn ég meina það sko barnið það öskraði allan sólarhringinn nánast og ég er ekki að grínast hann ÖSKRAÐI og var meira að segja orðinn hás í gær. En Bjarni Harald lét þetta sko ekki trufla sinn svefn og svaf í gegnum öskrin Wink ótrúlegt að hann hafi getað sofið en það er svo mikil værð yfir honum að það er alveg yndislegt að horfa á hann InLove hann sefur vaknar drekkur sefur í 3-4 tíma vaknar og drekkur svona rúllar hans sólarhringur núna þessa dagana Smile sældarlíf alveg hreint. En þar sem ég er ekki með nógu mikla mjólk fyrir hann fær hann þurrmjólk með og þar sem hann er enn frekar þreyttur og lítill þá orkar hann ekki að taka brjóst og svo pela þannig að ég mjólka mig svo hann fær mína mjólk líka á pela, já þetta er vinna að vera alltaf að mjólka sig en mér finnst nauðsynlegt að hann fái mína mjólk, svo þegar hann er búin að safna meiri kröftum þá verðum honum skellt á brjóst aftur Wink en ég fékk 2 kosti í gær annað hvort að vera áfram ynnlögð í einhvern tíma áfram og hann fengi sondu aftur (fær þá mat í gegnum slöngu í gegnum nefið) og ég myndi leggja hann á brjóst með EÐA fara heim og hafa þetta þá eins og ég var að lýsa hér að ofan. Ég hugsaði mig sko ekki 2x um og sagði HEIM TAKK ég er heldur ekki hlynnt þessari sondu og hún ýtir sko ekki á eftir honum að drekka og hann var líka frekar pirraður útí hana þessa daga sem hann hafði hana, hann meira að segja reif hana úr sér eina nóttina Errm hjúkkan var líka alveg sammála mér svo ég hringdi í Kristinn og sagði honum að koma og ná í okkur. Við fórum síðan með hann uppá deild í morgun en þær vilja fylgjast með hvort hann sé ekki örugglega að þyngjast svo að við fórum með hann í vigtun og var hann búin að þyngjast um 20 gr síðan í gær og voru þær ánægðar með það svo eigum við að mæta aftur í vigtun á laugardaginn. Síðan kemur hjúkkan heim til okkar á mánudaginn. 

Kristinn byrjar svo í fæðingarorlofi á mánudaginn og hlakkar honum mikið til þess að geta átt smá tíma með lilta kútnum. Svo eru  tengdó LOKSINS búin að festa sér miða til okkar og koma 8-14 des svo það passar fínt við fríið hjá Kristni.

Jæja þá kallar prinsinn á pelann sinn (er ekki neitt rosa þolinmóður að bíða eftir matnum)

Bæjó í bili  og TAKK ÆÐISLEGA FYRIR ALLAR KVEÐJURNAR InLove

 


Núna aðeins ítarlegri frásögn af vikunni.

    Já það er ekki bara nóg að setja stóra fyrir sögn og enga sögu. (sjá síðustu færslu). Við eignuðumst á þriðjudaginn okkar annað barn. Ragna greyið var búin að farast úr verkjum síðustu helgi (17-18nóv) og hreinlega ekkert búin að sofa síðan á föstudagsmorguninn í síðustu viku. Hún lá hérna í sófanum og var með reglulegar hríðar og verki sem ekki fóru í burtu. Á mánudag átti hún svo pantaðan tíma hjá lækninum okkar niður í bæ. Þangað fer hún með leigubíl í stutta heimsókn og svona eftirfylgni hjá lækninum (sem er svosem fín en er ekki fæðingarlæknir), hún sendir bara Rögnu heim aftur og segir að hún eigi bara að liggja kyrr. Ragna hringir í mig í vinnuna og fær mig til að keyra hana heim. Eitthvað sá ég samt á henni að ekki var allt í lagi þar sem hún gat varla gengið vegna verkja. Hún stönglaðist samt inn í bílinn og keyrðum við heim. Ég sagði samt við hana að við ættum að ráðfæra okkur við ljósmóðurina. Ég var ekki fyrr kominn aftur í vinnuna þegar Ragna hringdi og sagði að ljósmóðirin vildi að hún færi uppá spítala til að láta kíkja á þetta. Þannig fór að ég keyrði þá með Rögnu aftur niður í bæ og þetta skiptið upp á spítala í tékk. Ragna fékka að vera þarna yfir nóttina og læknirinn sem sá hana á mánudagskvöldinu fannst þetta bara vera "móðursýki" og vildi að hún færi bara heim og biði lengra fram á meðgönguna en féllst á að láta hana gista samt. Á þriðjudagsmorgun eftir svefnlausa nótt þar sem Ragna samt fékk verkjalyf, morfín og svefntöflur. Þá fékk hún heimsókn af deildarlækninum á fæðingarganginum og hélt hann að kannski væri legkakan laus og þetta gengi ekki að hún svæfi ekkert og með alla þessa verki. (Det går simpel hen ikke længere i gang med damen). Hringdi Ragna í mig í vinnuna og sagði að það væri verið í gangi með að sprengja belgin. En það gekk ekki alveg eftir í fyrstu tilraun. Í annari tilraun þar sem víst ein ljósmóðirinn fór hreinlega uppí rúm og lagðist ofan á efri hluta kúlunar og önnur hjálpaði eitthvað til (var ekki á staðnum, heyrði bara lýsinguna). Þá sprakk belgurinn og misti konan mín loks legvatnið. Fékk ég loks að koma til sögunar, ég sagði við vinnufélagana að núna væri tíminn kominn og kvaddi þá með nóg að gera. Brunað var niður á fæðingardeild og þar kom ég að Rögnu þar sem hún bara lá og slappaði af á bekknum. Ekkert sérlega fæðingarlegt að sjá. En það átti eftir að koma í ljós að biðin yrði einhver þannig að ég slakaði líka á og las fagleg kvenna tímarit og lét þannig tíman líða. Um eftirmiðdaginn þegar hríðarnar voru orðnar slæmar bað Ragna um mænudeifingu. Kom þá til svæfingarlæknir með nema í eftirdragi. Þessi kona lét Rögnu fullvissa sig um að mænudeifing væri það sem hún vildi áður en hún hóf störf. Svarið var einfalt JÁ. Hinsvegar þegar undirbúningur stóð sem hæst og búið var að fordeifa svæðið og hún var við að stinga kom upp efi, hún leit á mig og spurði hvort hún ætti nokkuð að vera að þessu?. En þá kom hríð og svarið var já. Deifing hreif svo vel að Ragna næstum bara sofnaði, hríðarnar voru bara barnaleikur í hennar augum og  ekkert leit útfyrir að vera að gerast. Það voru svo vaktaskipti og fóru ljósmóðirnn og neminn hennar heim og við tók eldri og veraldsvön ljósmóðir við (Kirsten). Hún skoðað Rögnu og áleit að aðeins væri um 2cm að ræða í útvíkkun. Við biðum lengur. Hún skoðaði svo aftur aðeins seinna og sagði að þetta gæti tekið tíma og bauð okkur eitthvað að drekka og borða. Hún var varla fyrr farin út úr herberginu þegar Ragna hreinlega veinaði af sársauka. Hún öskraði á mig að kalla aftur á ljósmóðirina og láta lina sársaukan. En Nei ekki var það hægt þar sem núna stóð alltíeinu koll hálfnaður á leiðinni í heiminn. Á ca 30 mín var svo allt yfirstaðið og Bjarni Harald okkar var fæddur og lagður á maga móður sinnar. Það er eins og þeir segja ekkert er dásamlegra en fæðing mans eigins holds og blóðs. Grin Fékk ég svo að klippa naflastrenginn og var það líka frábært þar sem ekki hafði mér gefist sá möguleiki þegar hinn gullmolinn okkar hún Margrét Svanhildur fæddist. Núna beið stráksins svo viktun, en hún beið samt með að skoða hann betur þar sem hann var ákaflega mikið vakandi eftir fæðinguna eins og sést á myndunum hérna við hliðina. Loks þegar hann var svo skoðaður og mældur, var hann úrskurðaður fullkomlega frískur miðað við stærð og 5vikur fyrir tíman. Eftir langan og erfiðan dag fór einn þreyttur Pabbi heim að gefa hundinum okkar mat og viðra hann og sofnaði með stærðar bros á vör um leið og höfuðið var lagt á koddan. 

Vikan hefur svo liðið frekar hratt hjá okkur hérna í DK. Ragna er enn á spítalanum þar sem hann er ekki farinn að taka brjóstið svo vel og í gær (laugardag) var læknirinn búin að mæla hann Bjarna Harald með GULU. Já ekki alveg eins gott og við héldum þannig að honum var snarað með det samme í ljós. Hann var lagður ofan á ljósabekk og þarf að vera í honum þangað til honum batnar, ca 2daga. Annars hefur hann það gott. Búin að fara í sitt fyrsta bað og kom í ljós eftir baðið að lubbinn á kollinum er umtalsverður ef gott er ekki að hann sé mikill. Rögnu heilsast eftir aðstæðum vel. Hún er reyndar smá pirruð yfir að vera flutt af einkastofu yfir á 2manna stofu og hafa þaraf leiðandi ekki eins mikið næði og fyrr. En ekki er á allt kosið, samt alls ekkert hægt að kvarta yfir aðstöðunni þarna á sængurkvennaganginum. Og Starfsfólkið hreinlega SÚPER GOTT. Ég er samt farin að langa að fá konununa mín heim með strákinn og tel því tímana þar til hún verður útskrifuð.

Margrét Svanhildur er mjög ánægð með að vera loks orðin stóra systir og fynnst litli bróðir "ekkert smá sætur". Hún fékk á miðvikudaginn bol þar sem á stendur "verdens bedste storesøster". Ekkert smá ánægð með það og bar hann stolt í skólanum bæði fimmtudag og föstudag. Henni er samt farið að langa að fá Mömmu heim til að eiga hana að þar ekki á einvherju "sygehus".

Jæja látum gott heita og skila bestu kveðju til allra sem að nenna að lesa bloggið. Endilega kastið inn línu í athugasemd þar sem gaman er að sjá hverjir eru að fylgjast með.

PABBINN  


Fæddur strákur !!!!!!!!!!!!!!!!!

Já Hún Ragna mín fæddi strák í gær

 

Þriðjudag 20-11.

 

Hann vó 2400grömm og mældist

 

48cm.

 

Hann var svo strax nefndur.

 

 

Nafnið er Bjarni Harald.

 

 

Báðum heilsast vel.

 

 

Bestu kveðjur frá DK, fjöldskyldan Albert Dams Vej 25. 


LJÓSMÓÐURHEIMSÓKN

Jæja ég fór til ljósunnar í dag og kom það ekki of vel út Frown ég er búin að vera með mikla túrverki síðan í gær og samdrætti inn á milli, svo var blóðþrýstingurinn aftur of hár og púlsinn alltof hár. Vegna verkjanna vildi hún að ég færi uppá deild í tjekk, ég var sett í rúm þar og beint í monitor svo lá ég þar í 30 mín og fékk 3 hríðar á þeim tíma,gaurinn hefur það samt fínt og þar sem útvíkkunin er enn bara 1 þá fékk ég að fara heim en nú á ég algjörlega að liggja rúmföst Frown 'eg varð nú soldið svekkt að þetta væri svona þar sem ég hef tekið því rólega síðan ég var útskrifuð af spítalanum en það er greynilega ekki nóg og nú má ég barasta EKKERT gera nema liggja. Sem betur fer er ég dottin í rosa spennandi bók á dönsku svo að ég ætti að geta legið og lesið Wink Svo á ég tíma hjá lækninum mínum á mánudaginn og þá verður tjekkað á hlutunum aftur. Svo nú er bara að krossa fingur fyrir mig kæru vinir og vona að þetta róist eitthvað aftur.

Annars segjum við bara góða helgi Kissing


HELLÚ HELLÚ

Nú er Margrét eitthvað slöpp í maganum og gubbaði í gær svo að hún var heima í gær og er líka heima í dag svo að við mæðgur höfum það kósý í sófanum og horfum á DVD og spilum JUNGEL PARTY í Playstation 2 Wink

Við fengum sendingu frá Íslandi í gær en þetta voru 2x stórir kassar fullir af ungbarnafötum af Margréti og sængin hennar var líka með og sængurföt og svo var annar kassinn fylltur upp með nammi og hinn með föndri handa mér Grin TAKK æðislega fyrir  föndrið  Dögg mín   Kissing  nú get ég haldið áfram með jólakortin.

Annars hef ég það bara fínt þessa dagana fæ smá hríðir inn á milli og þrýsting niður í kúluna þegar ég stend svo ég sit mest eða ligg Wink þá er þetta OK. Svo fer ég til ljósmóðurinnar á föstudaginn og er ég soldið spennt hvað hún segir, og hvernig útvíkkunin stendur. 

Við settum fullt af myndum inn á síðuna hjá Margréti í gær endilega kikið á það Wink 

Knús og Kram  Ragna og allir hinir InLove


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband