MARGRÉT BINGO SPILARI NR. 1 :0)

Já það er sko hægt að segja að hún Margrét okkar sé heppinn í BINGO hún vann jú 2x í fyrra og svo í gærkvöldi kom hún heim með EITT STÓRT bros Grin því að hún vann aftur 2x og í ár fékk hún 1 og 1/2 kg af MACINTOS NAMM NAMM og svo fékk hún stærðarinnar tösku fulla af litum og málningu, síðan kom jólasveinn og gaf öllum börnunum stóran nammipoka og geisladisk með þeim sem komust áfram í MGP í ár en Margrét er mjög mikið fyrir þetta MGP og er víst byrjuð að æfa sig fyrir næsta ár en þá ætlar hún að reyna að keppa ásamt nokkrum vinkonum sínum Wink þið sem ekki vitið hvað MGP er þá er þetta söngvakeppni barna frá 8 ára í Noregi,Danmörk og Svíþjóð.

Við mæðginin höfðum það kósý hér heima í gærkvöldi og sváfum Sleeping en mér veitti sko ekki af því að sofa smá Wink  Ég ætla svo að eiga smá tíma með Margréti á eftir og ætlum við bara 2 niður í bæ og dúlla okkur smá þar Smile en ég hef jú ekki getað gert mikið af að vera bara ein með henni og finnst mér við báðar hafa þörf á því svo að Kristinn verður bara að stússast með litla snúllann. Það er jú gott að hann er líka á pela annars væri erfiðara fyrir mig að skreppa svona út.

Kristinn ætlar að kaupa jólatré á leiðinni heim á eftir en Margrét er orðin stressuð um að við fáum ekkert jólatré í ár en flestar vinkonurnar eru víst löngu búnar að fá tré og búnar að skreyta og ALLES svo að það er kannski ekki skrítið að Margrét sé orðin smá stressuð þegar aðeins 4 dagar eru til jóla Gasp

Jæja hef ekki meira að segja ykkur í bili svo að ég bið bara að heilsa ykkur. KNÚS OG KRAM RAGNA  

 


smá bloggerí :0)

Það er nú lítið að frétta af okkur núna, Kristinn er byrjaður að vinna aftur og þegar hann kom heim í gær sagðist ALDREI ætla í frí aftur Já svo mikill var bunkinn á skrifborðinu hans og ég man ekki töluna á Emailunum en þau voru MÖRG Gasp svo að hann var frekar þreyttur enda fékk heilar 5 mín í hádegismat.

Stína og Oddur eru hjá okkur núna og eru þau niðri í bæ að versla jólagjafir og dressa sig upp fyrir jólin Wink svo ætla þau með Kristni og Margréti í keilu á eftir. Margrét er reyndar búin að vera lasin en hún var með smá hitavellu á laugardaginn og sunnudaginn og ljótan hósta í gær svo að hún var heima í gær en það var sko ekki að ræða það við hana að vera aftur heima í dag, og þar sem hún var hitalaus og ekkert slöpp  í gær ákváðum við að leyfa henni að fara í skólann í dag. Stína og Oddur fara svo á morgun, og Kristinn og Margrét eru að fara á jólabingó hjá TOYOTA annað kvöld.

Bjarni Harald er alltaf sami prinsinn, en hann fær reyndar eytthvað í magann á kvöldin (ekki öll kvöld samt) ég verð bara að vera dugleg að sofa með honum á daginn svo að ég hafi orku í magakrampana með honum á kvöldin en þetta  er svona í kringum miðnætti sem hann er órólegur Blush  Ég ætla síðan að fara með hann uppí skólann hennar Margrétar á föstudaginn en þá er síðasti dagurinn fyrir jól og það eru svo flottir jólatónleikar að ég barasta get ekki sleppt þeim ,ég komst fyrst í jólaskapið í fyrra eftir þessa tónleika Smile enda verður drengurinn orðin mánaðagamall á fimmtudaginn  og við erum ekki nema 5 mín að labba uppeftir svo að ég er viss um að þetta verði í lagi fyrir hann Wink

Svo langar mig að óska henni Þórunni Klöru til hamingju með daginn en hún er dóttir hans Símons bróður míns og er hún 2 ára skottan í dag, við sendum þér kossa og knús í tilefni dagsins InLove 

kær kveðja Ragna 


BÓNDINN 30 Í DAG :):)

Nú er Kristinn orðinn 30 ára og er bara nokkuð sáttur við það Wink Oddný og Bjarni voru hérna hjá okkur þessa vikuna og fóru eldsnemma í morgun með lestinn frá Aarhus en bíða núna á Kastrup eftir að flogið verði frá rokinu á Íslandi Errm  svo koma Stína og Oddur á morgun vonandi verður ekki mikil seinkun á þeim Wink

Við erum búin að eiga voða fína viku með foreldrum Kristins og eru þau búin að þræða bæinn x2 og við fengum lánaðann stóran bíl og fórum öll í býltúr og Bjarni Harald svaf nú allan tímann Smile svo var borðaður góður matur að hætti húsbóndans Grin Lisbet og krakkarnir komu á þriðjudaginn í afmælismat og voru Nautalundir með tilheyrandi á boðstólnum og ís í eftirrétt NAMM NAMM rosa gott og velheppnað kvöld Grin  Kristinn fékk nú góða afmælisgjöf frá sinni familiu og mér en það var slegið í púkk svo að hann geti skellt sér á fótboltaleik í Enskudeildinni eða í Barselona svo er planið að bræðurnir skelli sér saman á leik ,en þetta er langþráður draumur hjá Kristni og var því upplagt að slá saman í svona ferð handa honum Wink 

Planið er að slaka á í kvöld og horfa á SIMPSONS THE MOVIE sem Margrét fékk í sokkinn í morgun Wink svo á að fá sér ÍSLENSKT SLIK með Tounge 

Já svo ylmar ísskápurinn af jólalygt hjá okkur en tengdó komu að sjálfsögðu með HANGIKJET með í farangrinum NAMMI NAMM svo munu Stína og Oddur koma með LAUFARBRAUÐIÐ og ORA GRÆNAR Grin og þá er hægt að halda JÓL.

KIKIÐ SVO Á BARNALANDIÐ EN ÞAR ERU NÝJAR MYNDIR Wink


JÓLA JÓLA

Já það er hægt að seigja að það sé að koma smá jólafílingur í  okkur hérna í DK Wink Við tókum okkur til í gær og bökuðum piparkökur og 3x aðrar sortir af smákökum NAMM NAMM þetta heppnaðist rosa vel og bragðast allt rosa vel Grin Í dag er Kristinn svo búinn að vera úti að setja seríu á runnan (tók 1 1/2 tíma) svo var hurðarkransinum skellt upp líka. Ég (Ragna) þreif eldhúsinnrettinguna á meðan Bjarni Harald svaf svo nú erum við barasta að verða JÓLAKLÁR Wizard Nágrannar okkar kíktu svo við með pakka handa Bjarna Harald og fengu að kikja á hann sofandi inní rúmi já hann er sko ekki að vakna þótt að það komi gestir. Hann fékk líka sendingu frá Aarhus TAKK FYRIR SENDINGUNA ,Bylgja,Sigfús og Rakel Talía InLove

Við erum líka búin að fara í klippingu fyrir jólin, Kristinn og Margrét fóru á mánudaginn og lét Margrét taka rúma 10cm af hárinu en hún var orðin frekar þreytt á síða þunga hárinu sínu og ákváðum við að leyfa henni að ráða þessu og er hún í skýjunum með "nýja hárið " gengur um og sveiflar hausnum HIHI en nú er hárið bara rétt fyrir neðan axlir og er hún rosa sæt og fín EINS OG ALLTAF Grin ég skellti mér svo á þriðjudaginn  í klippingu og smá útréttingar og svaf sá stutti allan tímann hjá pabba sínum og var pabbinn nú bara sallarólegur í Playstation 2 þegar ég kom heim Wink

Jólakortin verða EKKI heimagerð í ár þar sem ekki gefst tími í að klára þau fyrir bleyjuskiptum og dúlleríi í kringum prinsinn . Þið verðið bara að  sætta ykkur við búðarkeypt þetta árið Wink

Jæja ætla að láta þetta duga í bili kær kveðja Ragna og allir hinir 


Mandag den 3/12

Jæja góðan daginn,

Við viljum byrja á því að óska Svanhildi, systur Rögnu til hamingju með stelpuna og líka Lenna. Þau eignuðust stelpu í gær sem að var 16merkur og 56cm.

Við höfum það annars fínt í Danaveldi og litli kallinn hann Bjarni Harald sér til þess að við höfum nóg að gera í að gefa honum mat og skipta um bleiur og svoleiðis. Hann er duglegur að taka á og rétt í þessu var hjukkan í heimsókn til að líta eftir honum og sjá hvernig hann stækkar. Í dag var gaurinn orðin 2525gr og tekur því greinilega við þeirri næringu sem honum er gefið. Wink

Kristinn er svo kominn í barnseignarfrí og verður því heimavinnandi húskarl næstu tvær vikur. Enda nóg að gera í kotinu, komandi jól. Barnaþvottur ásamt pelaþvotti og bleiuskiptum. Svo þarf nú að baka smákökur og gera hreint þannig að hægt sé að taka á móti gestum. Grin

Við viljum svo benda öllum okkar ættingjum og vinum á að myndir verða hér eftir aðeins birtar á síðunni þeirra Margrétar og Bjarna á barnalandi og er linkur til að klikka á hér við hliðina.

Bestu kveðjur úr kotinu í Albert Dams Vej 25. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband