Miðvikudagur, 16. janúar 2008
16.JANÚAR
Ég ætla að byrja á því að óska honum pabba mínum til hamingju með daginn. Elsku pabbi við sendum þér kossa og knús yfir hafið í tilefni dagsins
Jæja heimahjúkkan kom í gær og það er sko ekkert smá sem að drengurinn er að stækka vel,hann er orðinn 4,4kg og 56cm svo að hann er semsagt að drífa sig að stækka eins og systir sín. Hann er reyndar búinn að vera frekar óvær greyið uppá síðkastið og er ekki að sofa nema 1-2 tíma í senn og er sí svangur
svo tekur hann magaköst á kvöldin svo að mamman er frekar þreytt þessa dagana. En í gær byrjaði hann að fá dropa (Mylicon)sem að eiga að róa magann svo skiptum við um þurrmjólurtegund og hann fær kamillu the á pelann einstaka sinnum. Hjúkkan er viss um að þetta er maginn sem er að stríða honum og vonum við að þessir dropar og þessar breytingar hjálpi honum og hann fari nú að sofa betur
. Hann vakti t.d. frá 21:30 -00:30 í gærkvöldi en svaf svo alla nóttina eða til 5:30 það er soldið erfitt þegar hann vaknar á 2 tíma fresti á nóttinni líka svo að ég var mjög ánægð með síðustu nótt
Við eigum að prófa þetta núna í viku og sjá svo til.
Annars er mest lítið að frétta af okkur þessa dagana,við erum komin á fullt að skoða flug heim um páskana en við stefnum á að stoppa í 12 daga.Vonandi náum við að hitta sem flesta í þessari ferðinni.
Jæja læt þetta duga í bili KNÚS OG KRAM Familien ADV.25
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 13. janúar 2008
Þvotta og skúringardagur í ADV 25
Góðan daginn,
Tvær afmæliskveðju fyrst af öllu. En það eru tvær vinkonur okkar þær Bylgja í Árhúsum og Badda í hraunbænum sem fylla árið í dag. bestu kveðjur til ykkar
Núna er það Húsbóndinn sem er sjálfur við Skriftir hérna á blogginu. Það var líka kominn tími á mig. Já í dag er búið að taka til hendinni hérna í kotinu okkar í DK. Við byrjuðum reyndar rólega í morgun og fengum okkur seinan morgunmat. Eftir hann skutlaði ég stelpunni okkar til Jóhönnu vinkonu hennar. Þegar ég svo kom til baka, klæddum við Bjarna Harald út og fórum við hjónin með hann og Loðna Bróðirinn í göngutúr í ca 1tíma um hverfið í fínu veðri. Það er svona um 5c og 5m á sek. Þegar við komum svo heim var tekið til hendinni og þurkað af, gengið frá þvotti, ryksugað og svo skúrað. Einnig var tekið síðasta jólaskrautið og sett í kassa og svo hent kössunum upp á loft. Eftir þessi átök áttum við skilið að fá okkur eitthvað gott og snædd var því epla pæ sem ég bakaði í gær.
Annars er ekki mikið að gerast hérna í augnablikinu. Ég hef nóg að sjá til í vinnunni og Ragna hefur fullt í fangi við að gefa Bjarna Harald mat svo að hann stækki og verður gaman að sjá hvað hann verður þungur en Liz (heimahjúkkan) kemur hérna á þriðjudag. Við erum svo að fara í að semja við verktaka um viðgerð á þakinu okkar (nýtt þak) og verður það góður pakki (ca 100.000 dkr) eða um 1.2milj. iskr. En eftir það verður húsið gott eins og nýtt. Vorum reyndar svolítið fúl yfir þessu þar sem við reiknuðum ekki með að þurfa að fara í þessa endurnýjun fyrr en eftir svona 5-10 ár. En þakið reyndist verra en það leit út fyrir. Svo er ekkert við þessu að gera nema slá til. Við vorum með og erum með svo kallaða eigendaskiptatryggingu sem á að dekka svona lagað sem kemur upp skömmu eftir kaup. En þar sem í sölulýsingu og ástandslýsinu var tekið fram að þakið væri gamalt og ekki undir tryggingarpakkanum fáum við ekkert frá þeim eða gömlu eigendunum. Svona er það nú bara .
Jæja læt þetta duga í bili héðan frá DK. Kristinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 6. janúar 2008
LANGT SÍÐAN SÍÐAST
Já það er soldið langt síðan við bloguðum síðast en það er vegna þess að við erum búin að vera með gesti,Bylgja Sigfús og Rakel Talía komu í mat 29.des og var það mjög fínt við spiluðum síðan TRIVIAL PURSUIT og Margrét vann en Sigfús hékk rétt á eftir henni TAKK FYRIR KOMUNA KÆRU VINIR,
Við fórum síðan í bæinn og Bjarni Harald með og líkaði honum það vel (svaf allan timann) Bjarni Harald fór síðan í 5 vikna skoðun hjá lækninum og var hún rosalega ánægð með hann,hann er orðinn 3,7 kg og 55,5cm já hann er að drífa sig að stækka prinsinn, hann er vaxinn uppúr fyrstu fötunum og bleyjunum
hann er búinn að vera með soldið magavesen en ég vona að það fari að lagst líka núna þegar ég fer að borða venjulegan mat á ný og ró og rútína kemur á okkur aftur eftir hátíðarnar og gestaganginn. Mamma og pabbi dekruðu báða krakkana uppúr skónum og fannst það sko ekki leiðinlegt
við héldum líka aftur smá jól með þeim en þau komu drekkhlaðin pökkum frá englandinu og íslandinu góða. Margréti fannst sko ekki leyðinlegt að það væru aftur allt fullt af pökkum undir trénu HIHI Síðan var bara farið í göngutúra og borðaður góður matur. mamma og pabbi (Tóta og Halli) komu jú þann 30.des og fóru í gær við höfðum það rosalega gott með þeim og nutum tímans með þeim. Kristinn pabbi og Margrét sprengdu burt gamla árið og fannst Margréti það mikið sport
Á Gamlárskvöld höfðum við allsslags mat á steinagrilli og var það mjög gaman að borða það. Svo horfðum við á KÖLD SLÓÐ (fengum hana í jólagjöf) og mikið ROSALEGA er þessi mynd GÓÐ þvílík spenna ÚFF svo var farið út að sprengja.
Svo komu óvæntir gestir þann 4.jan en Karin og Tobi komu surprise frá þýskalandi og var það mjög skemmtilegt fyrir mömmu og pabba að hitta þau og okkur öll að sjálfsögðu. Ég átti nú mjög erfitt með að þegja yfir því að þau voru að koma en ég var búin að vita það síðan í október en ég lofaði Karin að segja ekkert til mömmu og pabba og það var sko þess virði að hafa þagað HIHI mamma varð alveg kjaftstopp ekki gerist það nú oft og pabbi varð líka þvílíkt glaður og hissa
Svo fór líka að snjóa hér í DK og mikið varð KALLT BURRRR það kingdi niður í gær og voru mamma og pabbi hálf stressuð að komast ekki heim ontime en það gekk allt saman vel ekki nema 20 mín seinkun. Svo fór að rigna í nótt og er mestur snjórinn farinn aftur. Margrét fór út í snjóinn í gær og bjó til nokkra snjókalla með nágrannastelpunum en þetta var sko EKTA snjókallasnjór
Jæja held þetta sé komið gott í bili og segi bara GLEÐILEGT ÁR öll sömul
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 27. desember 2007
JÓLIN 2007
Við fjölskyldan erum búin að hafa það rosalega kósý og rólegheitin í fyrirrúmi þessi jólin Á þorláksmessu fórum við í heljarinnar göngutúr og fengum okkur svo heitar eplaskífur og heitt kókó er við komum aftur heim BARA GOTT . Á Aðfangadag var síðan bara slappað af Margrét fékk MATADOR í jólasokkinn og spiluðu feðginin á meðan við mæðginin lögðum okkur
svo var bara tekið því rólega fram að matargerð. Margrét hjálpaði til við matargerðina í ár og gerði dýrindis ÁVAXTASALLAT
Við vorum síðan með reyktar andabringur brúnaðar kartöflur og tilheyrandi og svo var grjónarönd í eftirrétt þetta heppnaðist allt rosa vel og allir borðuðu á sig gat
jæja svo kom að því að ganga frá eftir matinn og svo það sem Margrét var búin að bíða SPENNT eftir PAKKARNIR ,hún hafði sko nóg að gera þessi jólin í þeim málunum en hún las á pakkana og svo fékk hún líka að opna pakkana hans Bjarna Haralds
Við fengum öll margar og góðar gjafir og Bjarni Harald fékk svo mikið af fínum fötum að ég þarf ekki að missa mig á útsölunum í janúar
Margrét Svanhildur fékk líka mikið af fínum fötum hún fékk síðan bækur,2x DVD myndir og við gáfum henni NINTENDO DS og 2x leiki í það og tösku utan um tölvuna.Margrét fékk líka TRIVIAL PURSUIT DISNEY og var það spilað hér til miðnættis. Við gáfum Bjarna Harald svona dót sem maður getur sett á bílstólinn,kerruna eða bara hvar sem er voða sniðugt. Á jóladag var svo sofið til 10 og svo var brunað í jólabrunch til VEJLE til Bedrgþóru og CO var það rosa gott og mikið gaman hjá krökkunum í I TOY sem strákarnir fengu í jólagjöf. TAKK AFTUR FYRIR OKKUR þetta var mjög fínn dagur. Síðan var borðað Hangikjetið um kvöldið og var það GEÐVEIKT NAMMI NAMMI NAMM
við vorum jú með laufarbrauð og ora baunirnar með svo þetta var bara eins og við værum heima á Íslandi. Á annan í jólum var slakað meira á , farið í göngutúr ,spilað MATADOR og borðað Hangikjet (aftur) svo horfðum við hjónin á MÝRINA en við fengum hana í jólagjöf og urðum við sko EKKI fyrir vonbrigðum þar
Margrét horfði á ÁSTRÓPIU en hún fékk hana og er hún búin að horfa á hana 3x HIHI Kristinn fór svo að vinna í morgun og ég og börnin höldum bara áfram að slaka á hafa það gott
Við vonum að þið hafið öll átt góð jól og hafið náð að slaka á og notið þess að vera með fjölskyldum ykkar. kossar og knús FAMILIEN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 24. desember 2007
JÓLAKVEÐJA HÓHÓHÓ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)