ENN EIN HELGIN AÐ RENNA Í GARÐ :)

Já okkur hérna í DK finnst ALLTAF vera föstudagur tíminn líður svo hratt að maður tekur ekki eftir hinum dögunum Wink en þetta er sko EKKI neikvætt Grin

Jæja þá er öskudagurinn á enda hér eins og annarstaðar en hann var síðastliðinn sunnudag (3 feb) og hér í DK er þann siðurinn að ganga í hús og syngja og fá pening eða nammi, Margrét og Jóhanna klæddu sig upp og röltu af stað og gekk þeim bara mjög vel og græddu vel á fólkinu í hverfinu WinkFrown  svo um kvöldið var skólafest og fórum við mæðgur bara 2 þetta var mjög skemmtilegt kvöld en það var sýnt leikrit sem 6.bekkingar léku í og svo var dansiball og kökur og kaffi og gos og ís , Margrét skemmti sér konunglega og dansaði frá sér allt vit Tounge  og var Margrét að sjálfsögðu alsæl með uppskeru dagsins. Svo á mánudaginn var festelavns fest í skólanum og fór mín uppáklædd sem NORN með svart hár ROSA FLOTT (set inn myndir síðar)  svo var kötturinn sleginn úr tunnunni og fannst minni nú ynnihaldið frekar skítt en það voru litlir rúsínupakkar (einn á mann) hún er jú vön frá íslandi að það sé nammi inní svo að hún var frekar skúffuð og hneyksluð á dananum

Svo er hún Margrét í fríi alla næstuviku en það er vetrarfrí í skólanum við erum búnar að plana "lífsgleðitúr" á miðvikudaginn og ætlum að fá okkur eitthvað gott að borða niðri bæ og kikja í búðir . Kristinn er að fara á námskeið í Köben á miðvikudaginn svo að hann fer SNEMMA af heiman og kemur SEINT heim þann daginn.

Annars erum við öll með eitthvern kvefskít í okkur núna ég og Bjarni hnerrum útí eitt en Margrét og Kristinn eru aðeins verri með hálsbólgu og hósta Errm en við erum svo hraust að við hristum þetta fljótt af okkur og verðum orðin spræk fyrir sumarhúsaferðina næsta fimmtudag Wink

Jæja ætla að fara að gera eitthvað prinsinn sefur úti í vagni en það er sko 8c hiti og fínt veður WinkSmile   veðurkallarnir segja að það sé að koma vor

KVEÐJA Ragna

PS. ég gleymi alltaf að benda ykkur á janúaralbúm á barnalandinu (það er ekki efst í röðinni þar sem forritið er eitthvað að stríða okkur) endilega kikið á það FULLT AF FÍNUM MYNDUM Wink 


4 Febrúar

Jæja góðan daginn allir.

Hérna í Danmörku er nóg að gera við barnafataþvott og bleijuskipti. Við höfum átt rólega og góða helgi. Við vorum á laugardaginn á handboltamóti í Sejs hérna rétt fyrir utan Silkeborg. Margrét er farinn að vera meira sjálfsörugg þegar hún fær boltan og er nokkuð góð í að skora mörk og allt. Hún skoraði heil 3mörk um helgina sem var jú 25% af þeim sem var skorað í þessum 2leikjum sem hennar lið vann þar að auki. Svo var bara ekta afslöppun á sunnudeginum og sofið í takt við þann litla. Margrét var nefnilega hjá vinkonu sinni. 

Næstu helgi er svo vinnuhelgi hjá mér en ég er að vinna Aukavakt á sunnudögum í söludeildinni hérna. Vinnan felst í að senda fólk í prufutúr og spjalla og svoleiðis.

Svo erum við farin að hlakka mikið til helgarinnar 15-17 febrúar en þá erum við búin að fá lánað sumarhús við ströndina og ætlum að njóta smá frí saman í rólegheitum og göngutúrum á ströndinni.

Kveðja Kristinn. 


GÓÐANN OG BLESSAÐAN DAGINN

Ætla að byrja á að óska henni Stínu Línu (systir Kristins) til hamingju með afmælið þann 28 jan við vonum að þú hafir átt góðan dag Kissing

Annars er bara allt gott héðan  við Bjarni Harald hittum Annette og Lukas og mömmuhópnum á mánudaginn og eyddum deginum með þeim svo í gær var mömmuhittingur en við vorum bara 3 þar sem 2 voru með veik börn og 1 komst ekki en þetta var voða kósý og gaman þó að við værum bara 3.

Bjarni Harald er farinn að sýna dótinu sýnu áhuga og finnst honum voða gaman að liggja á leikteppinu og skoða dótið hann slær í dótið og það spilar lag þá brosir hann og hjalar og stundum hlær hann ALGJÖR DÚLLA Smile já hann var nú alveg rosalegur í gær, en hann gubbaði yfir mig alla og svo skælbrosti hann og hló Tounge mér fannst þetta nátturlega bara fyndið og hló með þrátt fyrir að vera ÖLL í gubbi HEHE. Hann er semsagt STRAX farinn að stríða mömmu sinni HIHI. Hann er mjög hrifin af systur og þekkir hann sko röddina í henni og leitar af henni um leið og hann heyrir í henni enda er hún dugleg að leika við hann og spjalla við hann. Hún fékk fyrsta brosið og hún fær ALLTAF bros hjá honum Grin 

Margrét er orðin voða dugleg að lesa og henni gengur mjög vel í skólanum og er alltaf jafn ánægð þar. Hana er farið að hlakka MIKIÐ til að koma til íslands og hitta alla heima.

Við erum síðan að plana veisluhöld en það á jú að halda skýrnarveislu á íslandi, og ættlum við líka að halda uppá 30 ára afmælin okkar og 8 ára afmæli fyrir skvísuna svo að  þetta verður VEISLA Wizard

jæja læt þetta duga í bili ætla að drífa út að labba með prinsinn BLESS BLESS Kissing

 


FÖSTUDAGUR Á NÝ :)

já tíminn líður hratt þó að maður sé heima það er jú nóg að gera þegar maður er heima með einn stuttan,og þvotturinn jókst mikið á heimilinu við að fá einn fjölskyldumeðlim í viðbót svo að það er sko nóg að gera. Bjarni Harald er reyndar farinn að sofa eins og grjót alla daga núna úti vagninum og er eiginlega hægt að segja að við séum búin að fá nýtt barn svo mikill er munurinn á honum. Við röltum í gær með 2 úr mömmuhópnum niður í FÖTEX og svo kiktum við í kaffi til annarar þeirra við sátum nú og spjölluðum í 3 tíma HEHE já það er sko hægt að blaðra þegar maður er búin að vera einn heima svona lengi og kemst loks út að hitta aðrar konur Hlátur við náum reyndar mjög vel saman ég og þessi kona en hún er 31 árs og er líka með strák sem er 3 vikum yngri en Bjarni Harald strákarnir sváfu nú allan tímann í gær vöknuðu svo aðeins og drukku og fóru svo bara aftur að sofa Sleeping við mæðginin áttum semsagt mjög fínan dag í gær.  Kristinn er að fara að hitta kallana sem að hann var að vinna með í Aarhus í kvöld svo ég börnin ætlum að hafa það kósý en það er frekar leiðinlegt veður núna ROK og RIGNING Efins svo að ég ætla bara að kveikja á kertum í kotinuog hafa það gott

jæja góða helgi öll sömul kveðja frá baunalandinu 


KOMIN TÍMI Á SMÁ FÆRSLU :)

jamm mér finnst nú komin tími á smá færslu hér á síðunni okkar, en ég er sko búin að reyna nokkrum sinnum að skrifa een þá vaknar alltaf sá stutti HIHI

Síðasta helgi var mjög fín hjá okkur, en á föstudagskveldið gisti Margrét hjá vinkonu sinni og  Kristinn fór á pokerkveld svo að við Bjarni vorum bara ein í kotinu og var það bara fínt fyrir utan að ég mátti ganga um gólf með hann í tæpa 2 tíma Frown  hann vakti frá 22:30 - 01:30 en svaf svo til 6 um morguninn. Á laugardaginn var Margrét að keppa í handbolta og ég svaf til 2 með Bjarna sem ég hafði SVOOOO gott af Wink  á sunnudaginn skruppum við svo í kaffi til Bylgju,Sigfús og Rakel Talíu og var það mjög fínt. 

Bjarni Harald  er nú að lagast eitthvað í maganum og vona ég bara að það haldist hann kúkar reyndar ekki á hverjum degi og í dag er t,d, 3 dagar síðan hann kúkaði Frown hjúkkan er ekki ánægð með þetta og vill að hann fái einhverja Lactose dropa. 

Við Bjarni fórum á fyrsta mömmuhittinginn í dag og var það mjög gaman við erum semsagt 6 konur í hverfinu sem að hittumst núna vikulega, við erum allar með börn sem eru fædd í nóv eða des. Mér líst vel á þær allar , en það eru 2 sem eru 40 ára ein er 35 og svo er ein 31 ég 29 og ein 28 svo að við skipptumst eiginlega í 2 hópa en við náðum allar  vel saman áðan og gátum spjallað MIIIIIKIÐ Tounge Bjarni svaf nú eiginlega allan tímann en ákvað samt að láta aðeins sjá sig og kíkja á hin börnin Grin 

Við erum búin að kaupa miða til Íslands og munum koma þann 13 mars og vera til 25 mars eða 12 daga.

Jæja held að ég hafi ekki meira að segja ykkur í bili ,kær kveðja frá okkur 5 í ADV 25 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband