Mánudagur, 28. apríl 2008
DEKURHELGI :)
Já það er sko hægt að segja að það sé búið að vera dekurhelgi hér hjá okkur en við erum búin að njóta veðurlíðunnar alla helgina og á laugardaginn röltum við og keyptum okkur grænmeti,ávexti og osta og um kvöldið var videokvöld með poppi,ostum og hvítvíni NAMMI NAMM í gær var svo skellt í Amerískar pönnukökur í morgunmat í tilefni dagsins og svo var skellt sér í TIVOLI FRIHEDEN í Aarhus og eyddum við deginum þar í 20c og sól
svo var farið út að borða á ítölskum veitingastað NAMMI NAMM Bjarni Harald var sko ALVEG að fýla það að fara út að borða og var hrókur alls fagnaðar
Við gáfum Margréti línuskauta í afmælisgjöf og svo fær hún að koma ein til Íslands í sumar og vera í dekri hjá ömmum og öfum
Veðurblíðan er áfram hjá okkur og erum við Bjarni Harald búin að rölta í búðina og kaupa bleyjur og þess háttar hann steinsefur núna ,en hann er SVO heitfengur að ég er alveg í vandræðum hvernig ég á að klæða hann það er alveg sama hversu léttklæddur hann fer út hann kemur alltaf kófsveittur inn þessa dagana áðan þegar ég var að gefa honum þá var hann bara á síðermasamfellu og sokkum og það LAK af honum svitinn HVERNIG VERÐUR ÞETTA EYGINLEGA Í SUMAR ?? ÚFF ÚFF
Við erum svo að fara í foreldraviðtal í skólanum á eftir og á Margrét að vera með í þetta sinn, hún er voða spennt að fá að koma með en þetta er í fyrsta sinn sem börnin mega vera með.
TAKK FYRIR AFMÆLISKVEÐJURNAR TIL SKVÍSUNNAR KOSSAR OG KNÚS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 27. apríl 2008
Hún á afmæli í dag hún á afmæli í dag hún á afmæli hún Margrét Svanhildur........
Já nú er stelpan okkar orðin 8 ára ótrúlegt hvað hún er orðin stór Við fórum í keilu með stelpurnar úr bekknum hennar á föstudaginn og heppnaðist það rosalega vel og var þetta mjög góður dagur
Þær fengu Hamborgara,franskar og gos og svo ís og köku eftir að þær spiluðu 2 umferðir í keilu
.Margrét fékk keilu að gjöf frá keiluhöllinni og var skrifuð afmæliskveðja á hana svo fékk hún líka gjafakort í keilu
skvísan var mjög ánægð með daginn og var ÞREYTT um kvöldið
og sofnaði vært.
Jæja ætla að fara að knúsa afmælisstelpuna mína
Bæjó Ragna og allir hinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 24. apríl 2008
VITIÐ ÞIÐ UM EINHVERN SEM VANTAR ÍBÚÐ TIL LEIGU ??
Þá vitum við um mjög góða íbúð á besta stað í RVK eða á Meistaravöllum vestur í bæ, hún Svanhildur systir á íbúðina og verður hún laus frá 1.júní og getur leigst út með húsgögnum endilega látið okkur vita hér á síðunni ef þið vitið um einhvern
Annars er bara allt gott héðan, sit núna þessa dagana bara úti á palli og sóla mig í 18c og sól.
Skrifa meira eftir helgi GÓÐA HELGI.
KNÚS RAGNA
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 22. apríl 2008
ÞRIÐJUDAGUR
Jæja þá erum við búin að skreppa til Þýskalands og áttum við mjög góða helgi þar, við slökuðum á kiktum í C&A og borðuðum góðann mat svo á bakaleiðinni var stoppað í grensabúðinni og verslað gos og bjór
Bjarni Harald er núna aftur kominn á venjulega þurrmjólk og erum við að vona að hann þoli hana, annars er hann bara hinn sprækasti þessa dagana, hlær og skríkir og bablar
Við erum svo að fara að halda uppá 8 ára afmælið hennar Margrétar Svanhildar en hún á jú afmæli á sunnudaginn, við munum sækja stelpurnar(11 stk) í skólann á föstudaginn kl: 13 og fara með þær í keiluhöll þar sem þær fá ýmiskonar góðgæti að borða ,spila keilu og fá svo ís og köku og svo verða þær sóttar þar kl:16:30. Margrét er orðin voða spennt fyrir þessum degi og telur niður svo ætlum við að gera eitthvað sniðugt á sjálfan afmælisdaginn líka en það fer eftir veðri hvað það verður. Núna er 16c og sól svo það er ekki hægt að kvarta yfir veðrinu þessa dagana enda er Kristinn búinn að vera SÚPER duglegur í garðinum og er allt farið að líta þokkalega vel út
Jæja best að kikja út og sleikja sólina smá kossar og knús Ragna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 16. apríl 2008
SÓL SÓL SKÍN Á MIG ..................
já það er sko barasta búið að vera æðislegt veður hér hjá okkur ,sól og 10-13c allir eru léttir í lundu og eru úti að vinna í garðinum eða grilla og þess háttar.DEJLIGT
Annars fór ég með krakkana til læknis í gær og eru útbrotin á Margréti mun betri við eigum samt að bera á þetta þar til þetta er alveg horfið. Bjarni Harald fékk síðan 5 mánaða sprauturnar og læknisskoðun og er hann orðinn 67cm og 7kg já hann stækkar vel drengurinn en lækninum fannst hann samt ekki þyngjast nógu vel og vill að hann fari að fá venjulega þurrmjólk aftur (prófa það allavegana) og ég á að velja þá þurrmjólk sem er með mestum kalóríum, hann er bara búin að þyngjast um 1kg síðan 22 feb en hann lítur samt vel út og hefur það gott :) Hann varð reyndar veikur eftir sprauturnar og var frekar lítill í gærkvöldi og með hita hann var með yfir 40 stiga hita í nótt og átti frekar erfiða nótt greyið lilta ,hann er núna bara með nokkrar kommur og er farin að leika sér og brosa og hjala aftur semsagt orðin líkur sjálfum sér á ný :)
Við ætlum að bruna til Elsmhorn í þýskalandi á morgun og eyða helginni hjá systir pabba en það er löng helgi núna (ST BEDEDAG á föstudaginn) svo okkur fannst tilvalið að kikja á frændfólkið í hinum megin við grensan og versla smá á krakkana og gos og bjór Bjarni Harald er or'in frekar fátækur af samfellum svo að hann verður birgður upp af þeim og Margrét ætlar eitthvað að versla sér en hún á FULLT af EVRUM svo að hana hlakkar til að kikja í bæinn í Elmshorn. ég fór reyndar með krakkana í bæinn síðustu helgi og þá keypti hún sér rosa flottar buxur og skó fyrir peninginn frá foreldrum mínum hún er orðin svo mikil fatafrík þessi elska og hún elskar að kaupa sér föt GUÐ HJÁLPI MÉR EFTIR NOKKUR 'AR HEHEHE
Jæja ætla að fara að elda áður en feðginin koma heim en þau eru á fótboltaæfingu (Margrét byrjuð aftur að sparka boltanum )
Í RESTINA ÞÁ LANGAR MIG AÐ ÓSKA SVANHILDI SYSTIR TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN Á MORGUN EIGÐU SÚPERGÓÐANN DAG ELSKU SYSTIR KNÚS OG KRAM FRÁ OKKUR
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)