Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 24. september 2008
Búin að fara í atvinnuviðtal :)
og mér leist bara mjög vel á þetta ég er semsagt komin með vinnu hjá afleysingarfyrirtæki og vona núna bara að ég fái sem flestar vaktir
Annars er bara allt rólegt hér Bjarni Harald fór að skríða á 4 fótum á mánudaginn og fer núna um allt og reynir að standa upp við ALLT systur hans finnst hann nú frekar erfiður stundum þegar hún vill fá frið en hann sækir MJÖG mikið í hana og skilur ekki alveg afhverju hún vill hann ekki alltaf inn í herbergi hjá sér og afhverju hún þarf stundum frið til að læra og þannig HEHE
hún er samt alltaf jafn hrifin af honum og er rosalega þolinmóð og góð við hann. Hann vill alltaf fá koss frá henni þegar hún fer í skólann og svo stöndum við við eldhúsgluggann og horfum á eftir henni og hann vinkar á fullu og fylgir á eftir henni svo lengi sem hann sér hana
BARA KRÚTT
Við erum farin að gefa Bjarna Harald fisk og finnst honum það veislumatur eins og allt annað sem hann fær, hann fékk líka ristaðbrauð í fyrsta sinn áðan og fannst honum það algjört lostæti
Margrét er svo að fara á fótboltaslut á eftir en það verður heima hjá þjálfaranum og fá þær allar DIPLOMA og svo verða pylsur og gos
Jæja prinsinn er vaknaður svo ég er hætt í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 21. september 2008
ÓTRÚLEGA DUGLEG HJÓN :)
já við vorum sko dugleg í gær við hjónin, en við tókum okkur til og máluðum mæninn á húsinu og kantinn allan hringinn ,þetta var grænt og er núna grátt og kemur þetta rosalega vel út, svo var Kristinn í stuði og afgangur af málningunni svo skúrinn er líka að verða grár
Bjarni Harald svaf mest allan málningartímann og Margrét var hjá vinkonu sinni svo við máluðum og máluðum og máluðum
Kristinn og Margrét eru núna á fótbolta móti svo við mæðginin erum bara heima að hafa það kósý, ætla nú að drífa mig í göngutúr á eftir en það er rosa fínt veður eða um 18c og sól á köflum.
Bjarni Harald er farinn að skríða (á maganum) út um ALLT hús og stendur upp við ALLT svo fjörið er byrjað hér á bæ hann dettur á hausinn að meðaltali 2x á dag en pabbinn vill nú meina að hann læri af að detta
ég get nú ekki séð ennþá að hann læri mikið af því HEHE en maður veit jú aldrei,þangað til verður bara að hlaupa til og hjálpa honum undan skápum,stólum og borðum og hugga hann er hann dettur
svo eru steriogræjurnar alveg ROSALEGA spennandi og er sko ekkert spennandi lengur að leika með dótið sitt ef maður sér græjurnar eða hvað þá blómin úff úff þetta er ALLT svo spennandi og maður er jú bara að uppgötva heiminn
Jæja best að hætta þessu pikki og leika smá við prinsinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 17. september 2008
JÆJA JÆJA
Nú er allt að smella hér á bæ með dagmömmu og vinnu :) Við Bjarni Harald heimsóttum dagmömmuna á mánudaginn og leist okkur bara nokkuð vel á. Hann mun byrja aðlögun 2 oktober ég fer svo í viðtal á miðvikudaginn og fæ að vita nánar með mína vinnu.
Kristinn fór á TOYOTA djamm á föstudaginn og var frekar "léttur " er hann kom heim. Ég vaknaði við hann og sagði "ég hélt að þú ætlaðir bara ekkert að koma heim "(bara að stríða honum ) en þá söng minn "ég er kominn ég er kominn" HEHE HEHE við náðum nú samt að dobbla hann í bæinn á laugardaginn og var farið í H&M og notað ávísunina sem ég fékk með póstinum en þar sem ég er jú í H&M klúbbnum þá fæ ég ávísun 1x á ári EKKI SLÆMT
Bjarni Harald var dressaður upp og er nú klár fyrir dagmömmuna. Svo tókum við ALVIN OG ÍKORNARNIR á videoleigunni og höfðum kósýkvöld.
Kristinn var svo að vinna á sunnudaginn og Margrét eyddi deginum hjá vinkonu sinni svo við Bjarnalingur vorum bara ein í kotinu í rólegheitum.
Jamm ég held ég hafi ekki meira að segja að sinni svo ég hætti bara áður en ég fer að bulla eitthvað
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 12. september 2008
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN MAMMA :)
Já í dag á mamma mín afmæli og viljum við óska henni ynnilega til hamingju með daginn KOSSAR OG KNÚS frá okkur öllum.
Svo gleymdi ég að segja ykkur í gær að við erum búin að kaupa flug heim um jólin en við komum semsagt þann 17 des og verðum til 5 jan
Við mæðgur fórum á skólahátíðina í gær og var þetta ROSALEGA flott, td var 8 bekkur með HOLLYWOOD þema og var það rosalega flott hjá þeim það var eins og maður labbaði bara inn í kvikmyndaheim allt í glans og glimmer og hægt að fá "kokteila" og popp svo var 9 bekkur með ferðaþema og kynntu 16 lönd og áttu að reyna að "selja " manni ferð frekar flott hjá þeim. Svo var Margrét og hennar árgangur jú með kínaþema og voru þau búin að skreyta allt í kínadrekum og var hægt að sjá myndir af krökkunum vinna í verkefninu. Síðan átti maður að svara spurningum í hverju þema og skila inn og kannski við höfum barasta unnið gjafakort eða annað sniðugt HVER VEIT
Jæja best að fara að þrífa meðan gaurinn sefur
GÓÐA HELGI
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 11. september 2008
LOKSINS LOKSINS
LOKSINS erum við búin að fá að vita hvar litli snúðurinn okkar á að fara í pössun það er semsagt hjá dagmömmu hér í hverfinu sem er búin að vinna við þetta í 10 ár, fer MIKIÐ út með börnin sem mér finnst stór kostur. Ég á að mæta hjá henni á mánudaginn og kíkja á þetta og vona nú bara að þetta sé fínasta kona og þetta sé þá klappað og klárt.
LOKSINS er ég komin með VINNU þetta er vinna hjá afleysingarfyrirtæki sem sér um afleysingu á hjúkrunarheimilum og leikskólum/vöggustofum. Ég á að mæta þar í viðtal 24/9 og mun svo líklegast byrja í kringum 18 okt. En Bjarni Harald mun byrja 1 okt en fæðingarorlofið mitt rennur ekki út fyrr en 18 og svo er líka vetrarfrí hjá Margréti Svanhildi frá 13 -17 okt svo að þá ætlum við að dúllast eitthvað 2 saman föndra jólakort og þannig skemmtilegt
Mér finnst mjög gott að geta aðlagað Bjarna Harald í rólegheitum og svo mun hann mæta eitthvað þarna vikuna sem Margrét er í fríi það er jú ekki sniðugt að aðlaga hann í 2 vikur og láta hann svo vera í fríi í viku.
Margrét Svanhildur er búin að vera að fræðast um KINA í skólanum alla vikuna og er td búin að gera kínverskan dreka, elda kínverskan mat, hlusta á kínverska tónlist og kínverska skrift. Svo í kvöld er skólahátíð og þá fá foreldrar að sjá allt sem þau eru búin að gera þessa vikuna. Allir árgangar voru með sitthvort landið og mun þetta vera svona í ferðamannastíl í kvöld(eins og við séum að ferðast á milli landa) td er hægt að kaupa mismunandi mat eins og í frakklandi fær maður franska pulsu, í london fær maður fyllta kartöflu ofl ofl. Ég ætla að fara með skvísunni í kvöld en þar sem þetta er ekki búið fyrr en kl:21 þá ætla feðgarnir að vera heima.
Kristinn fór útí garð í fyrradag og týndi epli af einu af eplatrjánum okkar og var þetta sko slatti eða um 10kg svo ég er búin að vera að flisja og skera í bita og setja í frysti. Það fá allir í magann af að borða 10kg af eplum á nokkrum dögum.
Ég er svo að fara að setja inn myndir á barnalandið.
Haldið áfram að vera svona dugleg að kvitta það er svo MIKLU skemmtilegra að skrifa þegar maður fær KOMMENT
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 7. september 2008
2 X AFMÆLISKVEÐJUR Í DAG
Í dag eiga þær Oddný(mamma kristins)og Dögg(mágkona Kristins) afmæli við viljum óska ykkur ynnilega til hamingju með daginn og vonum að þið eigið góðann dag. KOSSAR OG KNÚS frá okkur öllum.
Við Bjarni Harald erum bara 2 í kotinu núna þar sem Kristinn er að vinna og Margrét Svanhildur er að keppa á MC DONALDS fótboltamóti. Það er yndislegt veður og við mæðgin fórum í heljarinnar göngutúr áðan.
Í gær var barnamarkaður hér í hverfinu en þá geta krakkar eldri en 10 ára selt notað dót. Þarna var líka hoppukastali,hljómsveit og veitingar. Við kiktum á þetta með Margréti og Johonnu vinkonu hennar og var það Bjarni Harald sem græddi á því. Við keyptum flugvöll handa honum og með því fylgdu flugvélar ,bílar og kallar þetta er voða líkt FICHER PRICE dótinu en er frá CHICCO, við keyptum líka lítið mótorhjól handa honum sem hann getur dröslast á í garðinum næsta sumar þetta er bara svona sem hann situr á og sparkar sér áfram og fyrir allt þetta máttum við borga 40 dkr Við fórum svo heim með Bjarna en stelpurnar urðu eftir, þær komu síðan alsælar og voru búnar að kaupa nokkur dýr handa Bjarna svo nú á hann fullt af nýju dóti og er sko ALSÆLL með það
Síðan skelltum við í kriddköku og eftir að hún var snædd fórum við niður að vatni og löbbuðum í kringum það (tekur 1 1/2 tíma) síðan var bara skellt í pizzu í kvöldmatinn og voru allir þreyttir eftir góðann dag.
Ég veit EKKI ENN hvar Bjarni okkar fer í pössun ég hringdi daglega niður á kommunu í síðustu viku og náði ALDREI á þeirri sem er með okkar hverfi
mér var nú lofað síðan á föstudaginn að ég fengi að vita þetta á mánudaginn svo við skulum sjá hvað gerist á morgun.
Ég er ENN atvinnulaus og er nú orðin pínu nervus en ég má ekki vera neikvæð og verð bara að halda áfram að sækja um. Mig er farið að gruna að þetta gangi svona illa hjá mér þar sem ég er jú ekki dönsk og þeir setji þá mína umsókn til hliðar
nei æji ég veit það ekki ,mér hefur aldrei gengið svona illa áður að fá vinnu svo að manni dettur þetta svona í hug. Ég vona bara að ég fari að fá eitthvað að gera og fari að komast meira út á meðal fólks
Jæja ætla að láta þetta duga í bili ENDILEGA KVITTIÐ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 1. september 2008
KOMIN TÍMI Á SMÁ BLOGG :=)
Við sóttum mömmu og Kristjönu uppí SKALS á laugardaginn og kiktum svo í bæinn í VIBORG og í BILKA, svo var brunað heim og fengið sér pönnsuklatta það var yndislegt veður hjá okkur alla helgina og var nýtt tækifærið og grillað, svo var setið og spjallað fram eftir kvöldi. Kristinn og Margrét keyrðu þær svo til Aarhus í gær og var frekar erfitt að kveðja mömmu og Margrét ætlaði ekki að vilja sleppa henni á lestarstöðinni
en það var yndislegt að fá að hitta múttu þó að hún hafi stoppað stutt í þetta skiptið. Mömmu fannst líka frekar skrítið hvað Bjarni er orðinn stór og mannalegur enda hefur hún ekki séð hann síðan um páska og er MIKIL breyting á barninu síðan þá.
Ég bíð núna við símann en ég ætti að fá að vita hvar Bjarni Harald fer í pössun SPENNÓ, ég er ekki enn kominn með vinnu en þetta hlýtur allt að fara að smella.
Annars er bara allt rólegt núna hjá okkur og eingir gestir á leiðinni til okkar (ekki svo við vitum til ) en við erum að plana heimför um jólin og er planið að koma 19 des og vera til 5 jan, það verður gaman að koma heim á þessum tíma og eyða jólunum í faðmi fjölskyldunnar
Jæja hef ekki meira að segja ykkur í bili svo ég segi bara BLESS BLESS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 25. ágúst 2008
HALLÓ HALLÓ
Við Margrét brunuðum til Viborg og og náðum í mömmu og Kristjönu vinkonu hennar á laugardaginn en þær eru í handavinnuskóla þar og þar sem þetta er ekki nema um 1/2 tíma fjarlægð ákváðum við að sækja þær og eyða deginum með þeim. Við áttum æðislegan dag í bænum hér í Silkeborg og þegar við komum heim voru Bjarni Harald og Kristinn búnir að fara út í garð og tína epli og var Kristinn að baka eplaköku NAMMINAMM. Við elduðum síðan góðan mat og svo keyrðum við mæðgur þær aftur uppí Viborg. Við munum síðan sækja þær aftur næsta laugardag og þær gista þá eina nótt og er ferðinni hjá þeim svo heitið heim til íslands á sunnudaginn.
Ég fór í atvinnuviðtal á hjúkrunarheimili á föstudaginn og þær hringdu núna áðan og tilkynntu mér að þær væru búnar að ráða aðra sem var til í að taka kvöldvaktir líka en þetta var samt auglýst sem föst dagvakt en þeim vantar á allar vaktir svo ég verð þá bara að halda áfram atvinnuleitinni ég má nú ekki mála skrattann á vegginn strax eftir fyrsta neiið ég hlýt að fá eitthvað að gera
Ég er búinn að sækja um á nokkrum leiksólum en umsóknarfrestur þar er ekki útrunninn svo ég hef ekkert heyrt ennþá frá þeim. KROSSA BARA FINGUR
Jæja ætla að fara að gera eitthvað að viti hérna bið að heilsa ykkur og þið megið alveg kvitta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 20. ágúst 2008
SÆLT VERI FÓLKIÐ
Ég (Ragna)er EKKI á leið í skólann eftir fæðingarorlof þannig er nefnilega mál með vexti að þau í skólanum vilja að ég byrji uppá nýtt (sem ég er ekki sammála) og svo á ég að fá 7.000dkr á mán, í stað 17.000dkr sem ég ætti með réttu að fá þar sem ég er búinn að vinna við aðhlynningu í 5 ár. Ég varð frekar svekt þegar ég hringdi í skólann og er ég búinn að heyra aftur í þeim og þau bakka ekki með sitt
en svona er þetta nú. ég er semsagt komin á fullt að sækja um vinnur og er að sækja um á leiksólum,vöggustofum og hjúkrunarheimilum. ég veit ekkert enn, en vona að ég fái vinnu sem fyrst eða frá 1.okt maður verður bara að vera jákvæður þá kemur þetta allt saman EKKI SATT ??
annars er bara allt gott hér það rignir duglega á okkur þessa dagana og voru þrumur í gær. Bjarni Harald er með kvef núna og á erfitt með að sofa þar sem hann er svo stíflaður svo við sváfum lítið eftir 4 í nótt ég vona nú að hann hristi þetta fljótt úr sér.
Margrét er komin á fullt í fótboltann og var að keppa í gær þær töpuðu einum leik 2-0 og unnu hinn 2-0 svo hún var bara ágætlega sátt með það.
Ég var að setja inn FULLT af myndum á barnalandið . Endilega kikið á það
Kær kveðja Ragna og allir hinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 17. ágúst 2008
TÓMLEGT Í KOTINU
Já nú er frekar tómlegt í kotinu okkar Rúnar,Harpa og Salka Rannveig fóru í morgun en þau eru búin að vera hjá okkur í 4 daga. Við áttum yndislegann tíma með þeim. TAKK AFTUR FYRIR KOMUNA
við eigum eftir að sakna ykkar MIKIÐ
Bjarni Harald og Salka Rannveig voru svo góð að leika saman en það tók þau samt 1 dag að uppgötva hvort annað HIHI svo gátu þau setið saman og skoðað dótið og Bjarni spekuleraði mikið í hvernig hún Salka komst áfram á eftir dótinu hann sat og fylgdist brúnaþungur með frænku sinni
en hann var nú ekkert að reyna að herma eftir henni, það kemur við erum sko ekkert að stressa okkur á því að hann sé ekki farinn að skríða. Margrét fór að hágráta þegar þau voru farin og sátum við mæðgur grátandi við eldhúsborðið þegar þau voru farin
já það var frekar erfitt að kveðja þau.
Núna um helgina var REGATTA ILDFESTIVAL í bænum og var MIKIÐ af fólki í miðbænum, þetta varaði í 4 daga og á þessum 4 dögum voru um 1/2 milljón manns í bænum bara í gærkvöldi var um 250.000 það var flugeldasyning öll kvölin og það var líka TIVOLI og margslags tónleikar. Við fórum í bæinn á fimmtudagskvöld og hlustuðum á INFERNAL en það er vinsæl hljómsveit hér hjá ungafólkinu og var Margrét spennt að fá að hlusta á þau. Ég,Harpa og liltu krakkarnir fórum svo heim eftir tónleikana en Kristinn,Rúnar og Margrét horfðu á flugeldana sem voru víst MJÖG flottir. Bergþóra,Jón Óskar og Kristfófer komu svo í gær og grilluðum við saman og var svo haldið niður í bæ, ég, Rúnar,Harpa og litlu krakkarnir fórum snemma heim en hin voru eftir og sáu flugeldana sem voru enn flottari en á fimmtudeginum.
nú erum við bara að slaka á og á að slaka á í kvöld með smá ísensku nammi
Kær kveðja frá okkur í baunalandinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)