Færsluflokkur: Bloggar

heitur málningardagur

Í dag mættu þeir sem nenntu eða gátu málað, það var eiginlega of gott veður til að geta gert annað en að liggja með lappir upp í loft, en það var ekki í boði. Það var byrjað að mála kl:10:30, og svo voru teknar góðar pásur og hætt kl:16:00. Það var glampandi sól og 30c hiti Svalur Ullandi alltof heitt og enginn vindur. nú erum við aðeins að hvíla okkur á sólinni en svo er grill í götunni kl:19:00. Þá verður etið og drukkið ölBrosandi . Allir þurfa vel af aftersun í kvöld eftir svona góðan dagSkömmustulegur hehehe. Bless í bili.

legið í sólbaði

Jæja nú er sko búið að vera gott veður en það hefur verið hlýtt og sól alla vikuna Svalur Í gær og í dag var 25c og glampandi sól Ragna er eins og pabbi sinn í sól eða rauð svo kemur svertinginn í gegn eftir nokkra daga Skömmustulegur við keyptum okkur garðhúsgögn í dag og sátum svo í garðinum fram á kvöld(Kristinn svaf og söng fyrir nágrannana Brosandi hehe. Það er síðan búið að spá áframhaldandi blíðu út næstu viku eða 28-30c og sól. Við vonum nú að veðrið sé að lagast heima en við höfum heyrt fréttir af rigningu og kulda. Við höfum það öll mjög gott nema bangsi á pínulítið erfitt með að venjast hitanum Ullandi en það kemur vonandi fljótt við erum dugleg að gefa honum að drekka. Á morgun verðum við í málningargöllunum en það er málningardagur í götunni allir eiga að mála grindverkin sín að framan, það verður bara gaman líka að hitta nágrannana en við höfum mjög lítið orðið vör við þá(það er svona að vera í endahúsinu mjög gott). Núna liggja feðginin í sófanum og horfa á sjónvarp en bangsi liggur í sínum stól eins og skotinn með lappir upp í loft. Nú er þetta komið gott af pikki í bili ég ætla að fara að hlaða batterýin fyrir málningarvinnuna bless í bili.

Reynt að koma sér fyrir!!!

Svalur

Núna er 7júní og við erum búinn að vera á fullu að koma okkur fyrir hérna í litla húsinu okkar.  Við erum búin að tæma flesta kassana og setja upp myndir á all flesta veggi. Við tókum svo til og gerðum klárt fyrir fyrstu heimsóknina sem við fengum. Tóta og Halli mættu hérna á sunnudaginn (Hvítasunnudag) með Karin og Tobi(Systir Halla frá Þýskal.) . Þau komu alla leið frá Hanne Strand sem er á vesturströnd Danmerkur. Þau voru búinn að vera þar í nokkra daga og voru feginn að komast úr kuldanum við ströndina til hitans og hlýjunar hérna hjá okkur. Það var um 18c hiti hérna alla helgina og er enn þokkalega hlýtt núna í miðri viku. Ekki er verra að það er spáð um 25c laugardag og eitthvað fram í næstu viku.

Við borðuðum afmæliskvöldverð og fengum okkur svo köku í tilefni þess að fyrsti fjölskyldumeðlimurinn átti afmæli hérna í DK. Hún Ragna varð einu ári eldri og betri. Við fórum svo í góðan göngutúr í skóginum okkar sem er hérna við hliðina á húsinu. Við urðum heldur betur skúffuð þegar við gengum í gegnum rjóður á leiðinni og stóðum allt í einu andspænis dádýri sem var ekkert að amast við að einhver var að trufla matartíman hjá því (við vorum ekki með myndavélinaFýldur).

Ekki fannst Margréti það neitt leiðinlegt né að fá að kenna Bangsa að skila dótinu sem við vorum að leika okkur með. Hann á erfitt með að skilja hvernig henda-sækja gengur fyrir sig. Hann var samt fínn í göngutúrnum með nýtt beisli sem aftrar honum frá því að streða þegar hann gengur. 


Skráning i skóla.

Í dag fórum við og skoðuðum skóla fyrir Margréti, fyrst fórum við og töluðum við þá konu sem sér um börn með 2mál. Hún var í skóla sem heitir Nordre skole, þaðan fórum við svo og skoðuðum hverfisskólan hennar sem heitir Balle Skole. Þar hittum við fínan mann sem gaf sér nægan tíma til að sýna okkur skólan og umhverfið. Í skólanum er fyrir kennari sem er íslenskur og okkur leist rosalega vel á allt sem við sáum. Enda sóttum við um skólan strax á staðnum. Svo núna þegar ég skrifa þessar línur eru Ragna og Margrét að skoða skóla fyrir Rögnu.

Þetta er samt hálf skrítið að vera heima svona á miðjum degi, enda þarf ég ekki að mæta í vinnuna fyrr en 15:00. 


Loksins fleirri frettir

Nuna er eg buinn ad vera her i DK i 2vikur og er farinn ad geta gert meirra en i byrjun.

Thetta er buinn ad vera strembinn timi vegna alls tess sem tarf ad læra. Vegna tess ad tad er annad solukerfi sem tarf ad vinna med og einnig eru herna lika aukahlutir sem eg var ekki ad vinna med heima.

Svo eru tad flutningarnir. Vid erum enn ad pakka upp ur kossunum og ganga fra og laga til. Tad gengur allt svona la,la. Vid erum loksins buinn ad fa danska kennitolu svo ad nuna er hægt ad kaupa allt og gera allt sem tarf ad gera. Vid fengum nyja bilinn okkar a fostudag og er tad disil utgafa af Corollu station med 2litra motor. (Hann eydir vist mjog litlu eldsneyti).

A laugardaginn forum vid a station bilnum okkar og fyltum hann af fataskapum og skrifbordi fyrir Margreti og Okkur. I leidinni splæstum vid i tennan fina svefn-tungu-hægindarsofa sem er lika svona skrambi finn. Hann faum vid svo afhentan a morgun tirsdag. (Erfitt ad skrifa a islensku med danskt lyklabord).

 


Einum degi styttra.

Þá er einn dagur liðinn í viðbót.

Í gær fórum við á Selfoss í heimsókn til Vilborgu frænku, og fórum svo í mat til Gríms og Dögg. Við vorum þar fram á kvöld og komum ekki til baka á Brautarhól fyrr en um 22:00.

Í Dag á svo að reyna að slappa af og fara í sund. 


Já Já nú fer allt að ske

Það styttist ógurlega í að við flytjum. Núna er einum degi færra þar til við förum.

Það er farið að koma ferðahugur í okkur, enda ekki annað hægt þegar maður er orðin tímabundið heimilislaus. Öll búslóðin ætti að vera í skipi akkúrat núna og á leið til DK.

Við höfum það samt fínt í sveitinni hérna á  Brautarhóli! Margrét er núna með afa sínum í bíltúr og nýtur þess að vera í fríi. Ragna er ekki alveg eins afslöppuð og veit eiginlega ekkert hvað hún á af sér að gera. Hún er jú líka í svo stuttu frí (Bara til September).

 


Slappað af í sveitini!

Núna er miðvikudagur og við erum búinn að pakka og setja alla búslóðina okkar inní gám og er gámurinn þegar lagður af stað til Silkeborgar. Ég (Kristinn) fer með morgunn vélinni til kaupmannahafnar á sunnudag og byrja í nýrri vinnu á mánudaginn (15). Það er enginn miskunn og sumarfríið mitt verður ekki lengra en ein vika að þessu sinni.

Svalur

Ekki er samt hægt að kvarta þar sem vinnuskyldan mín er ekki mikil þarna hjá Viabiler í DK.

Vinnutíminn er frá 07:30-15:30 og svo einn dag í viku 15:00-23:00. Þetta gefur fyrirheit um að hægt verði að laga forgjöfina í Golfi eitthvað ef maður nennir og Frúin samþykkir. :)

Glottandi

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband