Færsluflokkur: Bloggar

Margrét gengin í lið við ACTION GIRSL :)

Já hún fór í fyrsta fimleikatímann í dag og var rosa stuð og púl hihi þær voru alltaf að taka vatnspásur Ullandi greinilega óvanar hlaupum og æfingum eins og þessum, það eru 7 stelpur á aldrinum 6-8 og 3 13 ára sem þjálfa þær. Okkur leist vel á þetta og það er svo þægilegt að hún fari í þetta vegna þess að kennslan er í salnum í skólanum hennar svo hún mun fara bara sjálf og svo sækjum við hana þegar tíminn er búinn Glottandi bara þægilegt fyrir alla.

Annars er bara allt gott af okkur að frétta , ég er "bara" að sinna húsmóður djobbinu og líkar það nú bara ágætlega, en langar nú samt að fara að vinna, líka til að kynnast fólki og já vera í kringum fólk Glottandikristinn er alltaf jafn ánægður í vinnunni og Margrét heldur áfram að koma öllum á óvart með dönskunni sinni, en það er alveg ótrúlegt hvað hún er farin að tala góða dönsku Hlæjandi

Biðjum að heilsa ykkur öllum frá danaveldi 


HÆ ÖLL SÖMUL :)

Í dag er ég búin að vera heima á netinu og reyna að finna vinnu, ég fékk semsagt ekki vinnuna á hjúkrunarheimilinu Fýldur en svona er þetta. Ég er búin að sækja um 2 aðrar stöður og bíð eftir svari frá þeim. 

Ég fór líka í Rönken mynd af hálsinum og það er eitthvað ekki alveg nógu gott með hnakkafesturnar hægramegin en það er víst hægt að laga með nuddi og hnykkjum , kiropraktorinn hnykkti síðan á mér hálsinn og það var EKKI þægilegt Öskrandi ég hef aldrei áður verið hnykkt og já það er ekki hægt að segja að þetta hafi verið gott Óákveðinn svo að nú á ég að mæta í nudd aðrahvora viku og í hnykk 1x í mánuði næstu 6 mánuðina úffúff en það er að sjálfsögðu gott að það sé hægt að laga þetta án þess að þurfa í aðgerð eða þess háttar. Ég finn strax að ég er ekki eins stíf og áður svo að hann hefur náð að hnykkja einhverju í lag Glottandi

Annars áttum við fjölskyldan yndislegan dag í gær í algjörum rólegheitum og kósýheitum, allir eru kátir og hressir eins og það á að vera er það ekki ?

Bið að heilsa Ragna, 


Aarhus ferð !!

Í dag gerðum við heiðarlega tilraun að fara í IKEA en hættum snarlega við þegar það var hleift inn á bílkastæðin í HOLLUM þvílík geðveiki veit ekki alveg hvað var í gangi ( EKKI EINUSINNI ÚTSALA) svo við fórum í moll sem er í bænum og þar var líka vel troðið  af fólki ÚFF ÚFF alltof troðið stoppuðum stutt þar ,því allir voru komnir með hausverk Óákveðinn Brunað var svo í TOYS R US og Margrét valdi afmælisgjafir fyrir næsta laugardag, kristinn keypti sér líka model en hann er alveg orðinn HÚKT á að gera flugvélamódel Hlæjandi svo var keypt ein jólagjöf en það er ágætt að vera tímanlega í því þegar maður þarf að senda á milli landa Glottandi

Jæja svo var haldið heim á leið ,komið við í bakaríinu og fengið sér hádegis-kaffi mat , síðan var slakað á og svo arkað í göngutúr ( gott að fá sér frískt loft eftir svona verslunarferðir) Glottandi

Kær kveðja Familien Danaveldi 


Besta konan:)

Ég held bara að ég sé rosalega heppin með þetta eintak af eiginkonu. Í Dag föstudag kom ég heim snemma eins og venjulega og vitiði hvað, hún Ragna mín var búin að þrífa hátt og lágt. Ekki nóg með að allt var hreint heldur var hún búinn að baka pönsur. (Þvílíkar móttökur). Við Margrét átum náttúrulega á okkur gat af pönnukökum með súkkulaði. Þetta kalla ég húsmóðir, mætti halda að hún hafi þetta frá tengdamömmu sinni sem alltaf (að mér fannst) var að baka eitthvað með kaffinu. Glottandi

Kannski er þetta eitthvað frá mömmu hennar, veit það ekki. Ég tel mig að minnsta kosti mjög heppin með þennan kvenkost minn. Hún hefur að minnsta kosti sannað að hún var og er hin mesti kvenkostur sem fannst í þessu vosaldar bæli sem kallast höfuðból Reykjavíkur, Ekki samt að ég sé að gera lítið úr hinum kvennpeninginum í því höfuðbóli. Eitt skal ég samt segja, HUN ER MÍN OG MUN VERA MÍN.Hlæjandi

Kveðja frá Hamingjusamasta Karlinum í Öllu Danaveldi sem að Sjálfsögðu er að verða þéttari og fallegri með hverjum liðnum degi. (Kristinn) 


HALLO HALLO !!

Jæja þá erMargrét bara orðin vinsæl í bekknum Hlæjandi en í gær kom ein úr bekknum með henni heim að leika og svo í dag var ég spurð af annari stelpu hvort hún mætti leika með Margréti einhverntímann eftir skóla. Í dag er hún svo í fyrsta bjekkjarafmælinu hjá strák, var það mikill höfuðverkur hjá henni hvað ætti að gefa honum en þetta er fyrsta strákaafmælið sem hún fer í, en svo var LEGO RACER fyrir valinu Glottandi foreldrar stráksins sóttu alla strolluna í skólann kl:1 og svo sæki ég hana á eftir heim til hans, þá er foreldrum boðið uppá kaffi og þá fæ ég kannski tækifæri að kynnast hinum foreldrunum smá Glottandi. Hún fór semsagt voða fín og voða spennt í skólann í morgun Koss með pakkann í skólatöskunni.  Svo er búið að bjóða henni í 2 afmæli á næstu dögum og það eru líka strákar Hlæjandi svo við verðum að arka aftur af stað í leit af strákadóti. Það er greinilega vaninn hér í danaveldi að bjóða öllum bekknum og kristinn er farin að svitna yfir tilhugsuninni að fá 24 ,7 ára börn í litla kotið okkar á næsta ári hehehehÓákveðinn

Annars er bara allt gott af okkur að frétta eins og vanalega , það þýðir ekkert annað Glottandi

kv Ragna 


Fyrsta atvinnuviðtalið !!

Hæ hæ ég er nú ekki of bjartsýn með þessa vinnu Óákveðinn en það kemur allt í ljós í næstu viku. Við vorum 2 af 26 sem fengum viðtal , en önnur þeirra sem tók mig í viðtal var eitthvað pirruð á að ég skildi ekki hvert einasta orð sem hún sagði og bað hana að tala aðeins hægar. Samt var það ekki mikið sem ég skildi ekki og ég gat svarað öllum spurningunum, hin var mjög almennileg og talaði mjög skýrt, svo að þetta verður bara að koma í ljós Glottandi

Ætla að taka því bara rólega í dag og föndra smá en ég keypti mér smá föndur í NETTO í gær já af öllum stöðum þá fann ég mér föndur í matvörubúðinni minni Hlæjandi

Bið að heilsa ykkur í bili kv Ragna 

 


Fyrsta BIO ferðin í dk

Já í gær skelltum við okkur á GRETTIR 2 það var rosa fín mynd og allir skemmtu sér konunglega. Margrét hafði mest áhyggjur af mér að ég skildi ekki hvað þau voru að segja ( þetta var að sjálfsögðu með dönsku tali) og hún var alltaf að spyrja mig " á ég að segja þér hvað hann var að segja " algjör snúlla en ég afþakkaði og sagðist alveg skilja allt saman (sem var alveg rétt).

Svo er ég bara að dúllast heima í dag og fer svo í viðtalið á morgun Skömmustulegur pínu stress í minni núna hehe. En vonandi fer þetta bara allt vel.

 Verið nú dugleg að kvitta, það er svo gaman að vita hver er að skoða síðuna okkar Hlæjandi

bless í bili,, læt ykkur vita á morgun hvernig gekk.

knús , familien í dk


Farið í hjólatúr !!

Í dag ákváðum við að fara í hjólatúr, drifum okkur af stað öll 4 og bangsi var sko alveg að fíla þetta , en er frekar þreyttur núna (enda búin að hlaupa í 3 tíma með hléum) Ullandi Núna er hann í klippingu útá palli hjá pabba sínum Glottandi held samt þeir séu að koma inn það er að byrja þrumur með tilheyrandi úrkomu Óákveðinn

Í kvöld verður svo slakað á yfir tv með gotteri í skál Hlæjandi ætlum að grilla svínakjöt ( ef veður leyfir) Óákveðinn eins og er sé ég kristinn ekki fyrir mér úti að grilla , maður heyrir ekki í sjálfum sér fyrir dropum hihi það er eins og hellt úr fötu og feðgarnir flúðu undir skignið haha bangsi er frekar hræddur við þessi læti greyið það eru brjálaðar þrumur og þið bara í beinni heheheHlæjandi Margrét er sko alveg að fíla þrumurnar er eins og á gamlárskvöld hehe Hlæjandi finnst þetta bara sport.

Sem betur fer erum við komin inn úr hjólatúrnum en það var sko sól og 25c áðan hihiSvalur  

Það verður allavega slakað VEL á yfir TV undir teppi aaaaahhhh bara kósý.

Bless í bili kv Ragna 

 


Sól sól skín á mig :)

Í dag er sól og sumar hér í silkeborg ( 25c) Svalur   Margrét er orðin hress og mætti galvösk í myndatöku í skólanum í morgun Koss hún er samt enn mikið kvefuð, en var frekar pirruð í gær að þurfa að vera heima í gær því hún var ekkert slöpp, mér fannst bara betra að láta jafna sig betur svo henni myndi ekki slá niður , en svona erum við þessar mömmur Glottandi

Jæja ég fékk skemmtilegt bréf í póstinum í morgun Hlæjandi en ég er boðuð í atvinnuviðtal á hjíukrunarheimili sem ég sótti um stöðu hjá Hlæjandi JIBBÍ JIBBÍ nú er bara að krossa fingur fyrir mig, en viðtalið er á þriðjudaginn kl:11 Glottandi ég er pínu stressuð á að misskilja spurnigarnar o.f.l. en þetta fer nú örugglega allt saman vel. Ég er ein af þrem sem fæ viðtal úr stórum hóp umsækjanda svo ég er nokkuð bjartsýn, má samt ekki vera of bjartsýn Óákveðinn

Ég óska ykkur öllum góðrar helgar knús frá familien í Dalsvinget 54 


Jæja og Já

Í dag er bara nokkuð finn dagur. Við erum öll heima núna en ég (kristinn) er á leiðinni á kvöldvakt og Margrét er orðin nokkuð mikið hress. Líka eins gott því hún er að fara í fyrstu bekkjarmyndartökuna sína og þá er nú skemmtilegra að vera með. Síðan er nú hugmyndin okkar að slappa af um helgina og reyna að gera sem minst. Kannski verður kíkt á kvöldvöku á laugardaginn hérna í húsalengjunni.

Annars er maður að vera niður ringdur því ólíkt Júlí er búið að Rigna MIKIÐ í Ágúst. Þetta stafar af þvi að Júlí var of heitur og núna fáum við sumarrigninguna alla á einu bretti. Reyndar er spáð fínu núna í dag og yfir helgina þannig að maður vonar að það haldist.

Jæja verð að fara týja mig á kvöldvakt, bið að heilsa,

Kristinn og Familian hans. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband