Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 12. febrúar 2007
Ragna hætt á Næturbröltinu
Já nú er ég hætt á Næturvöktunum en ég hefði átt að taka 2 í viðbót en því miður er ég bara gersamlega BAKK ligg hér með hitapoka og get ekki sofið fyrir bakverkjum Já þetta byrjaði á laugardaginn og hefur þetta versnað og versnað og í nótt var lyftan mikið notuð þar sem ég gat ekki gengið upp tröppurnar
ég hringdi svo áðan og spjallaði við þær í vinnunni og var mér sagt að vera bara heima og reyna að jafna mig
já mér finnst nú alveg ömurlegt að hringja mig veika 2 vaktirnar en það er bara ekkert annað í stöðunni, þær voru nú alveg komnar að því að senda mig heim í nótt þar sem ég næstum gat ekki setið,ekki staðið og gekk því um
já þeim leist ekkert á mig og sögðu mér að spjalla við þær á skrifstofunni sem ég jú gerði. Margrét er heima og er hún búin að vera að horfa á VIDEO í morgun og er núna í BARBIE hún er búin að vera svo góð í morgun eins og hún er jú flesta daga
en hún tók ekki í mál að fara í frístundina þar sem einginn af hennar vinkonum er þar núna hún vildi frekar vera heima þó að hún vissi að hún yrði að dunda sér sjálf og leyfa mér að sofa.
Já nú í haust ætlar vinafólk okkar að flytja hingað út JJEYYYYYY þau ætla að búa í AALABORG sem er um 1 1/2 tíma frá Silkeborg. Þetta eru þau Fanney og Ari og jú börnin koma að sjálfsögðu með Perla Sóley og Pálmi Rafn Það verður æðislegt að fá þau hingað út stelpurnar eru rosa góðar vinkonur en það var jú Perla sem kom hingað til okkar síðasta sumar. Nú verður mörgum grill og kósý kvöldunum eytt með þeim
já okkur hlakkar sko BARA til að fá ykkur hingað út kæru vinir
Jæja nóg í bili best að reyna að sofa smá
bæjó í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 10. febrúar 2007
SPOOKY NÓTT
Já í nótt þá upplifi ég frekar spooky hluti en þannig er að í gærmorgun dó kona á elliheimilinu en hún átti fyrst að vera sótt í dag, svo í nótt þá allt í einu dettur hljóðið út í sjónvarpinu hjá okkur , ljósin blikka og svo hringir talstöðin og vitiði bara hvað ? það var úr herberginu hennar sem var hringt
já frekar spooky við fórum öll 3 og kiktum þar inn og tækið pípti hjá henni ( en þegar fólkið er búið að hringja á okkur þá pípir tækið inni hjá þeim ) svo að þá vissum við að við höfðum ekki heyrt RANGT herbergisnúmer. Okkur varð nú frekar órótt við þetta ,svo stuttu síðar fórum við að heyra fótatök og ískur og sendum karlmanninn rúnt um ganga hússins ALLIR SVÁFU svo var hringdi talstöðin aftur frá hennar herbergi og þá leist okkur ekki á blikuna og maðurinn sem var með mér á vakt varð svo hræddur að hann fölnaði og ég hélt hann ætlaði að pissa niður af hræðslu
endaði svo með því að við kveiktum kertaljós og reykelsi og þá féll allt í ró á ný JÁ JÁ ÞAÐ VAR ALDEILIS AÐ HÚN ÞURFTI AÐ KVEÐJA OKKUR ÞESSI
og já það er hægt að segja að það hafi verið fjör á vaktinni , en við fengum ekki hljóðið aftur á sjónvarpið
en svona var nú það.
Kristinn og Margrét eru búin að fara í göngutúr og út í fótbalta en það er frost í dag en sól. Ætla þau svo að skella sér í sund á morgun og reyna að ná úr sér kvefinu (inni laug) svo ég fæ svenfrið á morgun
Vona ég nú að það verði fín nótt í nótt án allra SPOOKY THINGS
Jæja við biðjum að heilsa knús og kram FAMILIEN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 8. febrúar 2007
SMÁ SNJÓR OG SMÁ KALLT
Jæja þá er aftur smá vetur hjá okkur en það er smá snjódrífa og frost, en sól og logn ég var að vinna í nótt og svaf svo til hálf 4 og fór þá að sækja Margréti í afmæli hjá bekkjarsystursinni sem býr í götunni sem við erum að fara að flytja í Kristinn er á kvöldvakt svo að ég og Bangsi röltum og sóttum skvísuna þar með fékk Bangsi klukkutíma hreyfingu og að sjálfsögðu vakti hann lukku hjá stelpunum í afmælinu
Við fengum PAKKA í dag VEIII alltaf gaman að fá pakka Margrét fékk að opna kasann þegar hún kom heim þetta var frá Mömmu og pabba (Tótu og Halla) og mamma var búin að sauma GEÐVEIKA peysu/kápu í stíl við húfu sett sem Svanhildur systir gaf henni í jólagjöf
nú er skvísan bara eins og klippt útur tískublaði
svo var kassinn fylltur með NIZZA súkkulaði og ROYAL búðing
TAKK TAKK TAKK elsku mamma og pabbi Margréti fannst þetta bara æðislegt og mátaði strax kápuna sem smellpassar
ég verð að smella mynd af henni í öllu settinu og skella hér inn. Annars segi ég bara mest lítið , það var ráðin karlmaður í mína stöðu en hann var áður að vinna í svona afleisingarfyrirtæki og hafði oft tekið vakt hjá okkur og þekkir því okkur og rútínuna hjá okkur svo hann þarf enga aðlögun sem er ekki verra
svo var önnur kona líka ráðin og byrjar hún á mánudaginn og mun ég aðlaga hana mínar 2 síðustuvaktir. Kellurnar voru voða fegnar að fá karlmann í hópinn en það er visst öryggi að hafa einn slíkan á næturvöktunum svo þær eru bara nokkuð kátar með þetta
En nóg um vinnublaðr
Bið að heilsa ykkur öllum og munið bara að kvitta
PS.Ollý mín er jörðin nokkuð búin að gleypa þig ?? ég er farin að fá frákvarfseinkenni að hitta þig ekki á MSN og heyra ekki af þér endilega skrifaðu mér línu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 7. febrúar 2007
Snjor og allt stopp
Jæja kom ekki sma snjor. Og trafikin her fyrir utan er alveg stopp. Merkilegt ad ekki turfi nema 1cm snjo til ad lama alla starfsemi med litilli kunnattu i snjo akstri. Tad var gamall karl sem "festi sig" herna fyrir framan innkeyrsluna inn a planid og turfti islendingurinn ad syna hvernig færa ætti bilinn. Ad sjalfsogdu med glæsibrag og handbremsusnuning.
Annars for eg a kynningu a nyju linunni fra Pioneer i Bilagræum og Leidsogukerfum i gærkveldi. Teir fra Pioneer Danmark budu okkur i mat og drykk a undan og svo var fundur med kynningu a tessum nyju utfærslum og hvad vid megum eiga von a fljotlega. I fundarhlei voru allir reknir fram i kokur og kaffi. Tarna voru hvorki meira ne minna 10 !! mismunandi hnalltorur. Eg let eina sneid duga
. Virkilega flott!!
Svo er kvoldvakt a morgunn og a fostudag a eg ad leysa af i Silkeborg. Helgin verdur svo tekin rolega med Margreti tvi Ragna a ad vinna
Kvedjur ur snjodrifunni i Aarhus. Kristinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 6. febrúar 2007
HÆ HÆ OG HÓ HÓ
Við viljum byrja á því að óska Sigga og Ingu til hamingju með soninn og að sjálfsögðu Birnu Maríu með litla bróður en þau eignuðust dreng 28 janúar en komu fyrst heim í gær þar sem litli snáðinn þurfti aðeins að koma við á vökudeildinni og ná sér í smá skammt af súrefni, en nú heilsast mæðgininum vel
Annars er bara rólegheita dagur hjá mér (Rögnu) í dag ég fór í hnykk og náði svo í Margréti og nú erum við bara að TJILLA eins og það kallast Kristinn er að fara á fund í vinnunni í kvöld svo hann kemur seint heim, þannig að þið fáið ekki myndir í dag en mér tókst nefnilega að týna myndum einhversstaðar í tölvunni (þær finnast ekki) og mig langar ekki að missa myndirnar frá í gær svo að Kristinn fær að setja þær inn og veita mér betri kennslu í þessu
Ég heyrði í yfirmanninum mínum í dag og ég klára næstu törn og svo hætti ég , ég þarf að aðlaga inn nýja manneskju þannig að hún bað mig að vera út mína viku, en ég var búin að biðja um að fá að hætta á sunnudag en ég gat jú ekki sagt nei við hana þar sem hún er búin að vera svo almennileg við mig
Margrét er nú ekki alveg á því að mæta í frístundina í næstu viku þar sem flestir verða í fríi en ég ætla að heyra í mömmu Jóhönnu og sjá hvort hún megi vera þar mánudag og þriðjudag svo er Kristinn á kvöldvakt á miðvikudag svo að þá getur hún verið heima
Þetta reddast allt saman.
Jæja nú hef ég ekki meira að segja en bara KVITTA TAKK
KVEÐJA RAGNA
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 5. febrúar 2007
36 HEIMSÓKNIR Í DAG OG EINGINN SEM KVITTAR :( :( USS USS :(
Já nú segi ég bara enn og aftur USS USS hvað er í gangi enn eitt metið í heimsóknarfjölda eeen einginn kvittar EKKI NÓGU GOTT
EN að öðru við vorum á þessari líka fínu skólaskemmtun með Margréti í kvöld og stóð hún í fremsturöð og söng hástöfum við vorum svo stolt af stelpunni okkar þau sungu 3 lög og svo sýndi 6 bekkur leikrit og svo var kaffi, kökur,pylsur og gos til sölu og svo var dansiball til kl:21 jájá fyrsta skólaballið hjá stelpunni og hún og Jóhanna settust ekki eftir að músikin byrjaði HE HE
það lak af henni svitinn af öllum dansinum og hún skemmti sér bara SVOOO VEL
það var alveg yndislegt að sjá hvað hún naut sín í kvöld
Hún var svo spennt að fara í kvöld að það var bara mikið mál að velja föt THI HI loks var valinn kjóll og var hún svo fín og sæt
nú er hún steinrotuð niðrði herberginu sínu
með bros á vör eftir vel heppnað kvöld. EN það verður kannski ekki eins gaman í fyrramálið þegar hún þarf að vakna,
en ég ætla nú að sækja hana snemma á morgun svo það reddast
Jæja eruð þið nú ekki til í að kvitta eftir lesturinn ?? það er bara svo miklu skemmtilegra að sjá hverjir eru að skoða síðuna okkar
EN VIÐ BIÐJUM AÐ HEILSA Í BILI OG VIÐ ÆTLUM AÐ REYNA AÐ SKELLA INN MYNDUM FRÁ KVÖLDINU Á MORGUN,OG KANNSKI 1 MYNDBANDI LÍKA EN ÞÁ VERÐIÐ LÍKA GJÖRA SVO VEL AÐ KVITTA OG HANA NÚ
KVEÐJA FAMILIEN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 4. febrúar 2007
Góður sunnudagur :)
Já í dag erum við búin að fara á sýningu hér í Silkeborg sem er svona HUS & HAVE sýning ákváðum við kíkja og fá hugmyndir með nýja húsið og garðinn þar í kring Margrét fór svo til Cecilie vinkonu sinnar að leika og við fórum heim að pakka smá í kassa úr skápum og vona það styttist jú óðum í MARS
Já ég gleymdi að segja ykkur í gær að Margrét fór með bekkjarsystursinni í reiðtíma á föstudaginn og fékk hún að taka þátt í öllu sem var gert í tímanum og fannst það BARA gaman sat ALVEG sjálf á hesti og einginn teymdi eins og hún sagði sjálf
Svo eins og þið hafið kannksi tekið eftir hér til hliðar þá erum við búin að skella inn myndbandi af Margréti að syngja lag á dönsku bara svona til að þið getið heyrt hvað skottan er orðin klár í tungumálinu
Á morgun er svo skemmtun í skólanum og að sjálfsögðu mætum við öll þar en þetta er frá 18:30- 21 svo skottan fer ekki að sofa á réttum tíma það kveldið sem er jú í lagi svona 1 sinni. Svo í næstu viku er vetrarfrí í skólanum og ætla ég að reyna að leyfa henni að vera hiema og njóta þess en Frístundin er opin og mig langar að leifa henni að fá smá frí
TAKK TAKK fyrir allt kvittiríið á síðunni og nú er bara að halda áfram að vera duglegur allavegana öðruhvoru
kær kveðja Familien í vorinu í DK
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 3. febrúar 2007
Aarhusferð
Já í dag var brunað til Aarhus og kikt í bæjinn þar, Margrét fékk grímubúning en við verðum reyndar stödd í Englandi þegar öskudagurinn er hér ,var því ákeðið að hafa öskubúningaafmæli þegar Margrét á afmæli . Hún var sko ekki par hrifin af að missa af öllu fjörinu í skólanum þennan dag en það er búið að kippa því í liðinn og vitiði bara hvað ?? Við keyptum okkur sko SKYR já SKYR.IS NAMMI NAMMI NAMM
svo að hér á bæ verður sko skyr og brauð í aftensmad í kveld
en það er semsagt hægt að kaupa jarðarberjaskyr, peru og bananaskyr og svo hreintskyr en þetta fæst bara í SALLING á strikinu í Aarhus en það er sko alveg leggjandi ásig til að fá SKYR
Við kíktum svo í kafffi til Bylgju og Sigfús og skottu litlu og fengum nýbakaða súkkulaðiköku og mjólk NAMMI NAMM takk fyrir okkur , en við hittum nú Sigfús ekki því hann var á handboltaleik en við hittum hann bara næst
ég fékk aðeins að dúllast í litlunni gefa pela og svona og var það nú alveg til að kveikja í minni HI HI
Jæja ætla að fara að hræra skyrið NAMM NAMM bið að heilsa í bili Kossar og knús Ragna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 1. febrúar 2007
Bæjarferð hjá mæðgunum
Já í dag fór ég með Margréti til eyrnalæknis því hún kom ekki svo vel útur heyrnamælingu í skólanum en það var rör í eyranu sem var GERSAMLEGA stíflað og fjarlægði læknirinn bara röðið og það sem því fylgdi og svo var hún heyrnarmæld aftur og heyrði bara alveg GLIMRANDI vel Ji hvað ég var ánægð að þessu var bara reddað svona auðveldlega. Svo röltum við um bæinn og fórum á kaffihús
hittum meira að segja 2 íslenskar stelpur sem búa hér en kærastar þeirra eru að spila með Silkeborg og var gaman að spjalla aðeins við íslendinga
Ég fór í barnafatabúðina í dag en hún var búin að ráða í stöðuna en ég er búin að fá loforð um afleysingu á 2 leiksólum sem ég held að verði bara fínt þá ætti ég að fá vinnu 5 daga vikunnar og það verður bara fjölbreytni að vera á 2 stöðum og svo ef losnar seinna föst staða og þær eru ánægðar með mig þá fæ ég þá stöðu
nú er Kristinn á kvöldvakt og við mæðgur ætlaum að hafa kósý kvöld í kvöld fórum og keiptum okkur smá nammi í búð sem heitir FRELLSEN en hún er ekki ósvipuð VÍNBERINU á laugarveginum og er gaman að fara þar svona til tilbreytingar og velja sér svona auðruvísi nammi ég man þegar mamma og pabbi komu í sumar þá missti pabbi sig í kókosbollunum FLØDEBOLLER og keipti 5 því það var tilboð HE HE já þetta er skemmtileg búð
Margrét fékk svo verðlaun því hún stóð sig svo vel hjá eyrnalækninum en hún vildi nú helst bara fara til Einars sem hún var með Íslandi en þessi hér í DK var svo bara ekkert mikið síðri og spjallaði hann mikið um Ísland og um fundi sem hann hafði setið á Íslandi og fengið SVARTA DAUÐA að drekka HI HI þá vitum við hvernig Íslensku eyrnalæknarnir taka á móti Kollegum sínum HI HI
En jæja nú er komið nóg í bili bið að heilsa ykkur Knús Ragna
EN JÁ ÉG MINNI ENN OG AFTUR Á GESTABÓKINA UM DAGINN SLÓGUÐ ÞIÐ MET Í HEIMSÓKNUM EÐA 26 EN VITIÐ ÞIÐ AÐ ÞAÐ KVITTAÐI EINGINN USS USS USS ÞETTA GENGUR EKKI MEÐ YKKUR
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 30. janúar 2007
ÞVÍLÍK SPENNA Í EINUM LEIK ÚFF ÚFF
Já spennan var í hámarki hér á bæ, Kristinn strunsaði um stofuna og ég gat ekki setið kjurr ég held að ég hafi ALDREI verið svona spennt yfir boltaleik áður. En við getum nú samt verið stolt af strákunum það hefði sko ekki verið gaman ef þetta hefði verið BURST
Það streymdu inn SMS hér frá vinnufélögum okkar beggja á síðustu mínútunum
HE HE
Annars er það í fréttum að ég er búin að segja upp og á morgun verður ráðið í mína stöðu og held ég að ég taki 1 törn í viðbót, það er búið að lofa mér vikar stöðu á leikskóla en ég ætla líka að sækja um í barnafatabúð hér í bænum , en ég og við öll erum ánægð með að ég ætla að skipta um vinnu og það er jú fyrir öllu ég er að fara á vakt í kvöld svo er ég komin í frí og svo þá bara 7 vaktir eftir
sem mér finnst gott að hugsa til , þó svo að mér líki vel við alla í vinnunni og eigi eftir að sakna að vinna með þeim en við munum nú halda sambandi þau eru öll frekar leið yfir að ég sé að hætta sem segir mér jú að þau eru ánægð með FRÚNA
Nú ætla ég að fara að tíja mig til vinnu,læt ykkur vita um leið og veit með nýju vinnunna
bestu kveðjur RAGNA
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)