Færsluflokkur: Bloggar

MIKIÐ AÐ GERA NÚNA ÞESSA DAGANA

já nú er sko mikið að gera hjá okkur ég var að vinna þriðjudag og í dag og svo á morgun Kristinn er búin að vera hér í Silkeborg í gær og í dag og á morgun og svo öll kvöld í húsinu .Smiðurinn er langt komin og Kristinn er byrjaður að sparsla meðfram gatinu sem var verið að fylla uppí og ég var að byrja á Margrétar herbergi áðan. Kristinn er núna upp í húsi að sparsla og undirbúa parketvinnu Wink Margrét er búin að vera að leika í húsinu við hliðina en þar búa systur ,sú eldri er jafngömul Margréti og þekkjast þær því úr skólanum og svo er sú yngri 4 eða 5 og geta þær allar leikið mjög vel saman eins og Margrét kýs að orða það. Það er einginn smá munur að hafa vinkonur fyrir hana bara í næsta húsi og býst ég við að þetta verði eins og Gvendargeislanum = hún verður alltaf úti að leika sem er nátturlega bara frábært Grin Margrét fór með frístundinni á sædýrasafn í dag og fannst það mjög gaman svo var hún úti að leika með nágrannastelpunum alveg til kl:6 enda komið vor í loftið hér hjá okkur, svo var brunað heim eldað mat og svo var hún rotuð kl:8 alveg búin á því litla skinnið Sleeping Hún er svo að fara í afmæli á laugardaginn og Kristinn er að fara á fund og útað borða í Aarhus og ég ætla að kikja í kaffi til Anitu sem var að vinna með mér á Næturvöktunum Wink það verður fínt að kikja á hana og spjalla smá. Ætli við verðum svo ekki allan sunnudaginn uppí húsi og það sem eftir er af næstu viku til að ná að flytja inn þann 17. Þetta verður törn en það verður líka gott þegar þetta er búið Wink uuummmWoundering nú held ég að ég hafi ekki meira að segja í bili annað en góða helgi og gangið hægt um gleðinnar dyr Kissing


LÆKNASTÚSS OG HÚSASTÚSS

Ég ætla nú að byrja á að þakka fyrir allar kveðjurnar Smile TAKK TAKK . 

Já í gær fórum við Margrét með rútunni til RANDERS en það tók rúman klukkutíma, svo lentum við á mjög fínum lækni sem er nú alveg sammála okkur um að þetta gangi ekki lengur hún er jú búin að vera með niðurgang stanslaust í 5 mánuði Frown EKKI GOTT hann skipulagði semsagt hellings rannsóknir í viðbót og voru teknar blóðprufur í gær og svo á að athuga með efnaskiptin í líkamanum, og hvort hún sé með eithverskonar ofnæmi, og svo eitthver MJÖG SPES rannsókn sem við þurfum að eyða degi í á sjúkrahúsinu í Aarhus og þar þurfa þeir að fá 3x nýjar afförrings prufur (hægða prufur)já ég veit það er kannski ekki huggulegt að lesa þetta en þetta er sem er næst á dagskrá og nú er bara að vona að það finnist hvað er í gangi og hægt sé að gera eitthvað fyrir hana Blush hún er orðin VERULEGA þreytt á þessu litla skinnið  Errm við vorum 2 klukkutíma í þessu stússi í gær og kiktum svo á búðarráp í kringlu í Randers og lyftum okkur aðeins upp eftir blóðprufurnar Wink  og eyddum smá pening þar.  Svo sótti Kristinn okkur og við brunuðum í IKEA   og versluðum smá þar . Svo lá leiðin uppí Hús og hittum við á smiðinn  þar og var hann búinn að saga gat í vegginn og svo í dag hitti ég hann aftur  og hann ætlar að stefna á að klára verkið á morgun eða hinn . En við erum búin að mála stofuna og svefnherbergið og skápinn hjá Margréti en það eru gamlir skápar og ákváðum við að lífga uppá þá við eigum eftir að mála hurðarnar á skápnum í okkar herbergi sem eru DÖKKBLÁAR núna ekki alvega að fýla það og þær verða hvítar. Við stefnum svo á að flytja inn þann 17 mars svo ef þú ert laus þá SIGFÚS þá myndum við gjarnan vilja fá aðstoð við flutningana Wink annars er bara allt á fullu ég var að vinna í dag til 15:30 fór svo í húsið og hitti á smiðinn og svo á að hvíla lúin bein í kveld enda verður ekki málað meira fyrr en smiðurinn er búinn. Jæja nú held ég að ég hafi ekki meir að segja í dag   Efins


HEJ ALLE SAMMEN

Jæja nú fáið þið smá bloggfærslu Wink Við erum byrjuð að mála í húsinu og erum nú bara nokkuð sátt við litavalið okkar Smile Húsið var TIPP TOPP þegar við fengum afhent, en þetta er 1.skipti sem ég tek við húsi eða íbúð og þarf ekki að byrja á að skrúbba allt hátt og lágt Grin MIKILL MUNUR. Svo skildu fyrri eigendur eftir ýmislegt handa okkur eins og stiga til að komast uppá háaloft, garðklippur allskyns parket bón og olíu, allskynstappa og aukahluti í eldhúsið og bara hitt og þetta. Svo á að eyða helginni uppí húsi og mála og mála en á fimmtudaginn fór ég um eitt leitið og teypaði allt í stofunni og okkar herbergi svo öll undirbúningsvinna er að mestu búinn. Svo kom smiðurinn sem ætlar að fylla uppí vegg og búa til hurð í öðrum vegg(það eina sem við gerum ekki sjálf) og ætlar hann að byrja á mánudaginn og þá getur Kristinn byrjað að parketleggja á miðvikudag eða fimmtudag, en já við fórum í gær og fjárfestum í parketi en það var á 50% afslætti svo að við ákváðum að kaupa á Margrétar herbergi og ganginn við fengum semsagt fm á 300dkr í staðinn fyrir 700dkr já þetta er frekar dýrt parket sem blessað fólkið valdi Gasp en þetta tilboð er bara um þessa helgi svo við stukkum af stað strax í gær og þetta var til á lager svo parketið er komið uppí hús.

Já ég var að vinna á BALLE BÖRNEHAVE á fimmtudag frá 9-13 og svo hringdi hún um 9 leitið í gærmorgun og bað mig um að koma sem fyrst ég var nú sofandi þegar hún hringdi svo að ég stökk á fætur skellti í mig mig morgunmat og hjólaði uppeftir var mætt 9:20 já ég var frekar snögg Tounge var ég svo til kl:15 og gekk þetta bara rosalega vel og féll ég bara strax inní hópinn Grin mér líst vel á þennan leikskóla og það tóku allir mjög vel á móti mér bæði starsmenn,börnin og foreldrarnir svo að þetta lítur bara vel út Wink hérna eru börnin með matarpakka með sér en hver deild eldar svo með börnunum einu sinni í viku og börnin eiga svo sína daga sem þau koma með bollur eða þessháttar handa allri deildinni sem þau fá svo í kaffinu semsagt hvert barn kemur með kaffimat af heiman ca einu sinni í mánuði. Þetta er nú soldið öðruvísi hér en heima en hér eru blandaðar deildarnar frá 3-6 ára og börnin fá að flakka á milli deilda í frjálsum leiktíma og það er ekki svona mikið planað hvað börnin eiga að gera eins og heima á íslandi þetta er allt miklu frjálsara og mér sýnist þetta ganga bara alveg mjög vel, það er nátturlega líka planað eins og ferðir útí bæ, leikfimistímar og þessháttar.

Ég og Margrét erum svo að fara til Randers á mánudaginn en hún á að mæta í tjekk á barnadeildinni og er ég frekar spennt að heyra hvað þau segja því þetta er ekki að ganga nógu vel hjá henni hún er með niðurgang næstum hvert skipti sem hún fer á WC og hvartar enn um verki Frown hún er semsagt búin að vera með í maganum síðan 6. okt svo að þetta er orðið frekar langdreigið og nú er bara að berja í borðið hjá læknunum og fá einhver SVÖR TAKK þetta gengur ekki svona FOR EVER við ætlum að taka rútuna og svo sækir Kristinn okkur eftir vinnu ég skal svo henda inn færslu hér á mánudagskveld Wink og þangað til segi ég bara GÓÐA HELGI og VERIÐ GÓÐ HVORT VIÐ ANNAÐ og já TAKK TAKK fyrir allt KVITTIÐ KissingInLove


ALLT AÐ GERAST :0)

Já nú eru hlutirnir farnir að gerast hér á þessum bæ  VIÐ FÁUM HÚSIÐ OKKAR Í DAG NÁKVAMLEGA KL:15:30 AÐ ÍSLENSKUM TÍMA Grin Erum við ógurlega spennt að fara að mála og gera fínt þar, og Margrét getur varla beðið eftir að komast í garðinn góða Wink en hér þar sem við búum núna er svoddan bílaumferð og menn úti að vinna uppi á þökum svo að hún hefur ekki getað verið mikið úti að leika með vinkonunum þegar þær koma í heimsókn Errm svo sagði Jóhanna í gær (hún kom aftur með okkur heim ) að í nýja húsinu er sko GÓÐUR garður og þar geta þær sko leikið alveg í friði (hún þekkir stelpuna sem bjó í húsinu) og var að reyna að hughreysta Margréti sem var frekar leið yfir að geta ekki verið úti Wink Já þetta verður sko miklu betra þar sagði Margrét þá ógurlega glöð Wink 

Svo fékk í hringingu frá BALLE BÖRNEHAVE og var beðin um að mæta til vinnu á morgun kl:9 þetta er fyrsta skiptið sem þær þurfa á mér að halda svo að ég er voða glöð yfir að fá að koma og prófa danskann leikskóla Grin vona ég svo bara að ág fái fleirri hringingar Wink því ekki meika ég að sitja heima og gera ekki neitt þó svo að ég fái jú nóg af verkefnum næstu daga í húisnu ,een ég fæ jú ekki borgað fyrir það Blush en þetta reddast allt ég var líka ekki búin að segja ykkur að ég er búin að SÆKJA UM SKÓLA já þið lásuð rétt ég er búin að sækja um í sjúkraliðaskólanum hér í SILKEBORG og vona að ég komist þar inn og þá ætti ég að geta byrjað þar 1. JÚLÍ þetta er semsagt 18 mánaða nám og ég fæ 100.000 ísl. á mánuði í laun og 10.000 ísl.í bókastyrk á önn, svo það besta (fynnst mér) það er bara einu sinni próf , eða í lok námsins ekki í lok hvers áfanga eins og heima ,þetta hentar PRÓFSKREKK eins og mér rosa vel Grin en þetta á allt eftir að koma betur í ljós en þið megið alveg KROSSA FINGUR  fyrir mig Smile EN nóg af blaðri í dag ætla að reyna að gera eitthvað hér heima bæ í bili og munið GESTABÓKINA KNÚS OG KRAM FAMILIEN Bjarnason InLove

 


 

 


HELLÚ ALLE SAMMEN

jæja í morgun fórum við hjónin og versluðum málningu og pöntuðum rosa flott veggfóður fyrir Margrétar herbergi Grin svo fórum við og sóttum Margréti  og fékk leyfi til að taka 2 vinkonur sínar með heim og eru þær búnar að vera að leika sér og vera í tölvunni og flissa og pískrast um strákana í bekknum HI HI þær skemmtu sér alveg glimrandi vel WinkKristinn er á kvöldvakt í kvöld en hann skipti á fimmtudeginum svo að við getum  öll sömul tekið  við lyklunum af HÚSINU okkar Smile og svo verður bara málað um helgina allavegana byrjað Wink Svo var pabbi Jóhönnu að bjóða fram aðstoð sína við að veggfóðra þegar hann heyrði að við höfum aldrei veggfóðrað þá var hann fljótur að segja okkur bara að hringja Tounge held að það sé nú betra að fá einn vanann svo að þetta verði PURRFEKT. 

Myndin sem við fórum á í gær var alveg þræl fín og gátum við öll skemmt okkur konunglega, svo var LAMBALÆRI í matinn rosa gott Grin 

Nú er farið að bergmála í húsinu okkar og við erum búin með alla kassa sem við áttum svo nú er bara að bíða til fimmtudags Wink Kristni er farið að klæja í puttana að byrja í húsinu Tounge Svo erum við búin að taka þá ákvörðun að kaupa bara parket á Margrétar herbergi og leyfa teppinu að vera á ganginum,  það er svo dýrt parketið sem er á stofunni og 1 herberginu en okkur langar að setja eins á svo að við ákváðum að gera þetta bara í rólegheitum enda liggur ekkert á og einginn sem segir að það þurfi að gera allt STRAX Wink við viljum bara ekki að Margrét hafi teppi á sýnu herbergi (finnst það ekki sniðugt uppá hósta pg þannig ) svo að hennar herbergi verður gert TIPP TOPP Grin

En nú ætla ég að fara að elda  PASTARÉTT bið að heilsa í bili Kissing


AFMÆLISKVEÐJA

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ELDKU OLLÝ OKKAR VIÐ SENDUM ÞÉR KNÚS OG KRAM Á AFMÆLISDAGINN OG VONUM AÐ ÞÚ NJÓTIR DAGSINS Kissing

Já annars er enn snjór í silkeborg reyndar er farið að rigna. Við ætlum að taka pásu frá pappakössunum í dag og skella okkur í BIO og sjá ARTHUR & ÁLFANA (veit ekki hvort þið þekkið hana) en þetta er víst fínasta mynd Wink

En við biðjum bara að heilsa ykkur í bili og munið að vera góð hvort við annað InLove


Snjór og meiri Snjór

Já hérna kom smá snjókoma síðastliðið miðvikudagskvöld. Það snjóaði fram á föstudag og hérna hjá okkur var ca 20cm snjór. Hins vegar er og var ástandið verra norðar á jótlandi og líka í Aarhus. Þar var hreinlega allt á kafi. Við erum hins vegar öllu vön og á góðum vetrardekkjum og komumst því áleiðis okkar leið. Ég (kristinn) var að leysa af varahlutamannin hérna í Silkeborg og slapp því sem betur fer við að keyra inn til aarhusa. W00t

Við erum svo á fullu að pakka núna um helgina og búin að setja í þó nokkra kassa í dag. Ætlum að vera langt komin á miðvikudag svo að hægt sé að einbeita sér á fullu að nýja húsinu og því sem við ætlum að gera þar. Komst reyndar að því að parketið sem liggur á stofunni er frekar dýrt. Ég ætlaði að setja sama parket á gangin og herbergið hennar margréta en líklega verð ég að gera eitthvað annað. Svona parket kostar nefnilega 595dkr.m2 ca 7000iskr. Shocking

Svo á að mála og Ragna er búin að ákveða að ég geti sett upp veggfóður. (karlinn kann allt!Wink) Stefnan er sett á að flytja inn 17mars. Þannig að eins gott að vinna vel og hratt til að allt verði klárt.

Svo vorum við að setja inn nýjar myndir, njótið vel.

Bestu kveðjur úr vetrinum sem kom loks, Kristinn 


ALLT Á KAFI ALLSTAÐAR TRALLA LALLA LALALALALALALALALA :)

JÁ NÚ ER SKO SNJÓR HÉR Í DANAVELDI , ALLT Á KAFI REYNDAR Gasp Já okkur brá soldið þegar við vöknuðum í morgun en það er mikill snjór hér núna sem kom eiginlega allur í nótt. Kristinn byrjaði á að hjálpa nágrannakonu okkar sem sat föst sem okkur fannst ekki skrýtið þar sem hún er á SUMAR DEKKJUM alveg ótrúlegir þessir danir stundum. Svo komumst við nú klakklaust uppí skóla en Margrét var nr 2 í frístundina (allir seinir í dag) svo fór kristinn í vinnuna en hann er núna hér í Silkeborg (annars hefði hann verið í fríi þar sem hann hefí ekki komist útí Aarhus) svo brunaði ég heim í gegnum skaflana en ég er að fara í fiðtal á eftir þess vegna er ég með bílinn Wink ég ætla nú að hringja á undan mér og athuga hvort manneskjan sem ég á að tala við hafi mætt í dag, reyndar hringdi Kristinn í mig og sagði mér að allt er á kafi niðri í bæ og fastir bílar þvers og kruss svo það er kannski bara spurning hvort ég fá nýjan tíma í viðtal Undecided Þar sem margir eru á sumardekkjum er kannski bara hættulegt fyrir íslendinginn á sínum vetrardekkjum að fara  niðri bæ ? Það er síðan spáð snjókomu í dag og smá vindi en ef það fer að blása þá verður ÓFÆRT en strætó var frestað til 8 sem átti að vera kl 6 svo það er gott að vera ekki með strætó í dag Wink nokkrir skólar eru lokaðir og engir skólabílar keyra í dag. En Balleskolen er opinn Wink en það er spurning hvað margir mæta. 

Við erum annars á fullu að pakka enda bara vika í afhendingu svo það er nóg að gera.

En ég bið að  heilsa úr vetrinum sem kom loks og það með TROMPI LoL

 

 


ENGLANDSFERÐ 16-19 FEBRÚAR

Jæja þá erum við komin heim aftur eftir frábæra helgi í UK. Við fengum vorblíðu alla helgina sem var sko ekkert verra Wink En hér kemur smá ferðasaga.

Já  lagt var af stað snemma á föstudagsmorgni og brunað svo til BOURNMOUTH á vitlausum vegarhelming sem gekk nú ótrúlega vel, það var aðalega mér sem fannst þetta óþæginlegt að vera svona vitlausumegin en Kristni fannst þetta nú ekki mikið mál þegar hann var komin uppá lagið með þetta. Svo vorum við komin til Svanhildar um 11 leitið og þegar Len kom heim fengum við okkur hressingu svo var farið í bíltúr í smábæ þar sem Len vinnur röltum við aðeins bæinn þar fórum á kaffihús og fórum svo heim þetta var síðan 1 kvöldið sem borðað var heima Smile en þannig áþetta að vera þegar meður er í fríi fara út að borða og svona það er ekki eins og maður sé alltaf úti að borða Wink

Jæja á Laugardeginum var farið í bæinn í BOURNMOUTH og aðeins kikt í búðir við versluðum aðeins á Margréti í FAT FACE rosa flott búð Grin farið var líka á STARBUCKS kaffihús og að sjálfsögðu í THORNSTONS að kaupa karmellur og Kristinn verslaði svo vel þar að afgreiðslu konan sagði bara " enjoy the caramell" HHI HI svo var farið í ferju yfir í litla eyju og aðeins kikt þar um kring og endað á ekta breskri sveitakrá í BRUNCH mjög gott og um kvöldið var farið og fengið sér pizzu alltaf gott Smile

Svo á sunnudeginum var farið í NEW FOREST en það er stærðarinnar skógur með villtum dýrum í sáum við bamba og pony hesta og asna, svo hófst mikil leit af krá til að fá sér sunday brunch en það er mjög vinsælt á sunnudögum svo það var ekki hlaupið að því að finna krá með laust borð fyrir 5 manns en að lokum fannst krá og var úðað í sig góðum mat þar sem allir voru VEL svangir. SVO um kvöldið var farið á ÍTALSKAN stað MJÖG gott Grin 

Í gær kíktum við í fleiri búðir fundum mjög flotta NEXT búð sem var líka með húsgögnum og var aðeins keipt á stelpuna þar og í herbergið hennar. Svo fórum við í TOYS R US sem var eiginlega ALLTOF stór en þar keypti Margret sér DIIDDL HUNDINN en það munaði helmingi á verðinu þar og hér í dk Wink Svo fengum við okkur hressingu hjá Svanhildi og svo lá leiðin til GATWIK AIRPORT og vorum við svo komin heim í hús um 22:30 

 

Við mæðgur nýttum okkur tækifærið og fórum í bað þar svem við erum bara með sturtu Svanhildur keypti baðbombur handa okkur í LUSH mjög notalegt. Svo var spjallað um heima og geima alla helgina. 

TAKK FYRIR FRÁBÆRA HELGI SVANHILDUR OG LEONARD InLoveKissing

Margrét er heima í dag en hún var frekar þreytt í gær svo við ákváðum að leifa henni að vera heima enda svaf hún til 10 í morgun svo fórum við á eftir og sækjum BANGSA greyið Wink 

En við setjum fljótt inn myndir úr ferðinni góðu bæjó í billi

og takk fyrir kveðjurnar og haldið áfram að kvitta InLove


AFMÆLISKVEÐJA

JÁ Í DAG ER HANN SIGFÚS (ÁRHUSBÚI) 30 ÁRA YNNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN Wizard 

JÆJA ÉG ER SVONA EITTHVAÐ AÐ LAGAST Í BAKINU  Blush EN SAMT EKKI GÓÐ EN ÞETTA MJAKAST ÁFRAM. VIÐ VORUM MEÐ KÓSÝKVÖLD Í GÆR OG TÓKUM VIDEO OG SMÁ NAMMI MEÐ Wink SVO Í DAG ÆTLUM VIÐ MÆÐGUR AÐEINS Í BÆINN AÐ NÁ Í "ENSKA PENINGA" EINS OG MARGRÉT SEGIR HIHI OG EITTHVAÐ AÐ ÚTRÉTTAST. HEITAVATNIÐ ER EITTHVAÐ AÐ STRÍÐA OKKUR EN ÉG REYNDI AÐ FARA Í STURTU Í GÆR EN HÆTTI VIÐ SVO Í MORGUN VAR VATNIÐ HEITT OG FÍNT SVO ÉG DREIF MIG Í STURTU EN VITI MENN HEITAVATNIÐ FÓR OG JIMMINNEINI ÉG HEF ALDREI VERIÐ SVONA SNÖGG AÐ SKOLA AF MÉR SÁPUNA BBBRRRRRR Crying KANNKSI FEÐGININ ÞURFI BARA AÐ FARA Í SUND Í KVÖLD EÐA BARASTA FÁ AFNOT AF STURTU HJÁ SVANHILDI SYSTUR Á MORGUN Wink EN ÞAÐ KEMUR Í LJÓS. BANGSI ER AÐ FARA Á HÓTEL Á EFTIR EN MARGRÉT ER NÚ EKKI ALVEG Á ÞVÍ AÐ SKYLJA HANN EFTIR HJÁ ÓKUNNUGUM Errm EN VIÐ ERUM BÚIN AÐ SEGJA VIÐ HANA AÐ HANN MUNI HAFA ÞAÐ GOTT  OG AÐ HÚN ÞURFI EKKI AÐ HAFA ÁHYGGJUR AF HONUM Wink  JÁ SVO ER BARA FARIÐ TIL LONDON Í FYRRAMÁLIÐ SVO Á AÐ BRUNA TIL BORNMOUTH SEM ER 2 TÍMAR SUÐUR FRÁ LONDON OG Á AÐ EYÐA HELGINNI MEÐ SVANHILDI OG LEN Smile HLAKKAR OKKUR MIKIÐ TIL AÐ HITTA ÞAU OG ÞIÐ FÁIÐ FERÐASÖGU Á ÞRIÐJUDAGINN EN VIÐ KOMUM TIL BAKA Á MÁNUDAGSKVÖLD Wink

EN NÓG Í BILI OG NÚ ER BARA AÐ KVITTA Í GESTÓ InLove


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband