Fyrsta lestarferðin

Í dag fórum við mæðgur í fyrstu lestarferðina, og var ferðinni heitið inní Arhus. Þetta gekk nú bara allt eins og við hefðum aldrei gert annað. Glottandi

Fyrsti viðkomustaður í Arhus var Build a Bear búð á lestarstöðinni, en þar er hægt að kaupa allskyns bangsa og hanna hann sjálfur, velja föt o.f.l. aukahluti. Margrét ákvað að nota pening sem hún átti af afmælispeningunum frá ömmu og afa á Brautarhóli, svo hún fékk alveg að stjórna mömmu sinni í þessari búð , var Margrét hin ánægðasta ekki síst þegar hún sá að hún átti afgang af peningnum Brosandi

Síðan var strikið að sjálfsögðu labbað með viðkomu í H&M og o.f.l. góðum búðum.

Kom svo Kristinn og náði í mæðgurnar sínar eftir vinnu og var þá brunað í BILKA, leist Krissa nú ekki alveg á stærðina á búðinni og ætlaði að elta þá bíla sem voru af fara frá búðinni hehehe, hann slapp nú ekki svo vel, stæði var fundið og allir inn. 2 1/2 klukkustund síðar vorum við aftur komin út í bíl þetta var svolítið stór búð hehe. En engum var meint af nema buddunni hjá Krissa Óákveðinn

Jæja bless í bili, ætlum að hvíla lúin bein í kvöld (svona leiðangrar taka nú svolítið á ) 


Unnid fram eftir

Herna sit eg og er ad reyna vinna svolitid, ekki er samt audvelt ad vinna i tessum hita og nuna er ordid svolitid rakt lika. Vid fengum tessa finu rigningu i gær en nuna er bara hiti og sol frammundan eins langt og spain nær. Tad er frekar rolegt i vinnunni nuna, ekki mikid af vorum sem komu og ekki eru margir kunnar a ferdinni nuna. Samt ætti ad verda gott næstu 1-2 vikur tar sem allir eru ad fara i fri og a leidinni i allar attir.

Kann ordid alltaf betur og betur vid mig herna a nyja vinnustadnum. Allir herna eru kurteisir og mikid um svona samhljom. Tad eru flestir a svona midjum aldri og tess vegna held eg ad vid naum oll svona saman.

Jæja best ad halda afram og lata lita ut sem eg se rosalega duglegur Hlæjandi Kristinn


kærkomnir dropar

Í dag fáum við smá hvíld frá þeirri gulu, en sú hvíld verður stutt eða bara í dag. Nú er smá úði og 17c hiti. Ragna ætlar að nota daginn í að þrífa en það hefur ekki verið hægt vegna hita síðastliðna daga. Hitinn fór í 34c í gær og mæðgurnar toldu aðeins í klukkutíma eða svo utandyra þann daginn, bangsi var líka hálf dasaður vildi ekki einu sinni drekka hann nennti ekki að standa upp. Allir eru nú aðeins ferskari í dag og í morgun fórum við með bangsa til dýralæknisins í sprautu en það gekk mjög vel ,lækninum fannst hann reyndar svolítið grannur en hann fær þá bara stærri matarskammt Brosandi og finnst það ekkert verra.

Okkur fannst nú frekar fyndið að þegar svala vinkona Tótu spurði okkur og Margréti hvort við vildum fá eitthvað frá Íslandi var MYSINGUR með KARMELLU eina sem Margréti fannst vanta í ísskápinn, svona eru nú þessi börn hehehe Glottandi annars er bara allt gott hjá okkur og við erum aðeins að plana viku fríið sem Kristinn fær í júlí, en við ætlum þá að skoða okkur eitthvað um.

Bless í bili . 


Nú er verið að ganga frá manni.

Þetta er alveg að verða nóg. Í dag fór hitinn yfir 30c og ég var að vinna!!! Þetta var næstum ólíft.

Við fengum heimsókn í dag frá Svölu vinkonu Tótu, hún er stödd hérna í bænum á ráðstefnu og leit því aðeins við á milli funda. Margrét fékk nóg af sól í gær og er búinn að vera mikið inni í dag. Ragna er samt alveg dugleg að láta þessa gulu skína á sig og var úti og naut hitans. Við erum samt farinn að hlakka til að fá smá RIGNINGU en henni er spáð á miðvikudag.

Annars allt í góða héðan úr gervispáni, Silkeborg. 


Annar heitur dagur í Silkeborg.

Dagurinn í dag var enn einn hitadagurinn í röð (komnir 3) þar sem hitin náði 30c og enginn kæling að ráði þannig að yfir morgunverðarborðinu var ákveðið að skella sér á ströndina. Við erum svo heppin að hérna í bænum er nóg af pollum, vatni og Ennþá stærri pollum sem hægt er að baða sig í. Við fórum á ströndina við eitt svona vatn. Við vorum ekki þau einu sem fengum þessa hugdettu og það var ekki þverfótað fyrir dönum sem einnig þurftu á kælingu að halda. Við Margrét fórum og syntum í kölduvatninu og létum svo sólina þerra okkur. Þetta var alveg hreint frábært. Að hafa svona aðstöðu hérna næstum við hliðina á húsinu okkar.

Þegar við komum heim fóru allir í sturtu og svo förum við að borða. Við Ragna erum búinn að fá nóg af sól í dag og sitjum hérna inni, en Margrét er enn úti í sólinni á pallinum fyrir framan húsið okkar og er að baða dúkkurnar sínar.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband