Hæ allir

Jæja nú rignir líka hjá okkur svo að ísland er ekki eina landið sem rignir á hahaha, en núna í dag og í gær er svona týpísk hitabylgju rigning en það er nú bara frískandi og gott fyrir gróðurinn Hlæjandi

Í gær fór húsmóðirin í klippingu og litun og fannst henni það frekar ódýrt miðað við heima en þetta kostaði um 4000 islkr. Svo allir eru að verða fínir en bangsi fær sína hanteringu á morgun, það verða nú allir að vera fínir :0)

Allir eru kátir og hressir hér þrátt fyrir dropana en það lagast á morgun þá er spáð sól og hita aftur eins langt og spáin nær svo það lofar góðu í sumarfríinu okkar sem er í næstu viku SvalurSvalurSvalurUllandi

P.S. endilega reynið að muna að skrifa okkur línu í athugasemdir eða í gestabókina, það þarf ekki að vera langt :0) 

 


Góður Sunnudagur

Þetta er reyndar búinn að vera góð helgi. Við fórum og litum á lífið í bænum á föstudaginn. Það voru tjöld allstaðar og allstaðar var spilaður JAZZ. Hvort heldur í kirkjunum eða öldurhúsunum. Fullt af fólki var í bænum, gagngert til að koma á JAzz hátíðina. Við heyrðum líka þósvolítið af íslensku. 

Við fórum í Ikea (aftur) til að kaupa það sem ekki náðist að kaupa síðast. Núna kláruðum við skápin okkar þannig að fötin gátu farið á sinn stað (loksins úr kössum og töskum). Svo fórum við líka í Leikfangasupermarkað (Toys´r us) og þar gat Margrét fundið Kim Possible (gló magnaða) og var hún hin ánægðasta með valið. 

Í dag var svo bara slappað af enda hitinn orðinn þó svolítill hérna (28c) við erum nefnilea ekki svo heppin/óheppin að vera við ströndina og fá svalandi sjávargolu. Við örkuðum samt að arka upp í skólan hennar Margrétar og til baka. (erum að reyna að finna bestu leiðina)SvalurSvalurSvalur


til hamingju með sólina íslendingar

jæja það var mikið að þið hin fenguð líka að sjá þá gulu, til hamingju með það hehe.

Þessa viku höfum fengið hvíld frá sólinni, en núna er hún eitthvað að rembast Brosandi það er 22c núna og sól öðruhvoru fínt :0)

Við ætlum í bæinn á eftir en það er rosastór jazzhátíð í bænum alla helgina(byrjaði í gær) það er víst alltaf mikil stemning í bænum á þessari hátíð en þetta er árlegur viðburður. Það koma fullt af jazzböndum frá ýmsum löndum, spilað er bæði útá götu og inni á stöðunum. Svo eru búðirnar lengur opnar og fullt af tilboðum í gangi :)  Þið fáið að frétta síðar hvernig okkur leyst á hátíðina.

Á morgun á svo að bruna inní IKEA og reyna að klára að koma klæðaskápnum í stand (okkar hjónanna). vonandi tekur þetta ekki 4klukkutíma eins og síðasta ark í gegnum IKEA þetta er eingin smá stærð á þessu  ALLTOF stórt en mikið og gott úrval hehehe  sem er ekki verra þegar mann vantar hitt og þetta. Ég vona að við fáum allt sem vantar í þessari ferð og þurfum ekki í aðra eftir 2 vikur hehe.

Jæja er þetta nú ekki gott í bili  , skilum sumar kveðjum til allra Svalur


Rólegheita dagar

Jæja nú höfum við mæðgur aðeins verið heima í garðinum og dúllast fleira heima fyrir, það er alltaf gott að vera í ró og næði heima Glottandi. Við fórum í morgun að hitta kennarann hennar Margrétar og leist okkur rosalega vel á hana, hún mun koma heim til okkar í kaffi og spjall í ágúst. Þetta er allt svo heimilislegt í þessum skóla. Við hittum líka skólastjórann en er óskup yfirvegaður og gaf sér tíma í að spjalla aðeins við Margréti, hann er ekki þessi týpíska skólastjóra týpa hehehe.

Eftir skólaheimsóknina fórum við niður í bæ og feðginin fengu klippingu og eru nú sætari og fínni. Kristinn fékk sér uppáhaldsklippinguna sína eða allt rakað af Brosandi og eins og vanalega mátti bara aðeins særa hjá Margréti en það er allt í góðu maður verður nú að vera með sítt og fínt hár í skóla eins og hún  sjálf orðar það Glottandi

Nú er Kristinn á kvöldvakt og við mæðgur vorum að koma inn úr 1klst. göngu með bangsa sem var mjög hressandi, en í dag er skýjað og 19c, okkur finnst það eiginlega kallt miðað við hitann í síðustu viku hehehe.

Jæja nú er þetta gott í bili. kv. R.S.H. 


#1 "Miniferie" (fyrsta smáferðin)

Já núna erum við ný kominn heim úr fyrsta "miniferie" hér í Danaveldi. Við ákváðum að nota helgina vel og skruppum aðeins í skemmtiferð. Þessi ferð var kannski aðeins lengri heldur en tíðkast hér, við skruppum alla leið norður til Blokhus sem er á norðurtanganum (þessum efst á jótlandi).

 Þarna lengst norður á hjara dansks lands fundum við nefnilega skemmtigarð sem okkur fannst upplagt að heimsækja. Þannig að á laugardagseftirmiðdag (17júní, til hamingju með daginn ísland) brunuðum við af stað á díselkagganum okkar. Skottið var fullt af öl, mat og sængum. Við gistum í smábænum Blokhus sem liggur við Vesterhavet. Þar fundum við tjaldstæði sem leigði okkur "Hytte" á viðráðanlegu verði, og við máttum taka Bangsa með okkur. Brosandi Þetta var alveg fín gisting á skemmtulegu svæði. Á laugardagskvöldinu skruppum við niður á strönd til að sýna Bangsa hvernig sjórinn lítur út og sandurinn. Hann var ekkert hrifinn af hvoru tveggja og Rögnu fannst ekkert tilkomumikið að sjá hvað Díselkaggin dreif í sandinum mér til mikillar óánægju. (Fannst hann standa sig alveg þokkalega, ég festi hann að minsta kosti ekki). 

Á sunnudagsmorgunn var vaknað kl 09:00, borðað morgunmat og húsið tæmt, stefnan var sett á Faarupsommerland. Þangað var komið rétt eftir 10:00 og greinilegt að við vorum ekki eina fólkið sem var mætt á mínútinni. Við lentum í heljarröð en það er allt vel skipulagt hjá garðinum þannig að þetta gekk mjög vel fyrir sig. Við örkuðum því að stað frá bílnum og vitiði hvað, HUNDAR eru leyfðir í garðinum. Þannig að Bangsi var voða monntinn að fá að koma með og ekki þurfa að húkka í bílnum. Þetta var rosalega fínn  garður og fullt af tækjum. Við Margrét fórum samt beint í stóra rússíbanan í garðinum og urðum bæði frekar skelkuð. Hann nær 70km hraða og hæðsti punktur er 20m. Ullandi

Við nutum dagsins rosalega vel og prufuðum meirihluta af þeim tækjum sem garðurinn bauð uppá. Í lok dagsins var svo farið í vatnagarðshluta skemmtigarðsins og buslað og rennt sér í fínum rennibrautum.

Svo var motorvejen tekinn heim á öðru hundraðinu (120-130)Svalur (þetta er ekki nema 2tímar frá Silkeborg).

Hérna sitjum við svo og erum kominn heim heil á húfi og búinn að snæða kjuklingafajitas. 

Bestu kveðjur frá öllum hérna í Dalsvinget.     p.s. endilega kvittið í gestabókina eða sendið okkur kveðjur ef þið lesið þetta, okkur finnst alltaf gaman að heyra frá vinum og ættingjum. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband