Leynigestur Margrétar Svanhildar

Já í gær fórum við til Kaupmannahafnar að ná í "pakka" eða það hélt Margrét allavegana, en málið er að þessi pakki var nú bara lifandi 6 ára vinkona Margrétar sem kom með flugi í fylgd frá íslandi. Við ákváðum að þegja alveg yfir þessu og koma henni algjörlega á óvart, enda var það þess virði, váá sú varð hissa. Þegar Perla Sóley kom labbandi sagði Ragna "jæja þarna er pakkinn okkar " og Margrét var alveg "neiieiii mamma þetta er Perla " já hún er pakkinn til þín, ha er hún pakkinn, "vááá" sagði hún og stökk svo á Perlu og faðmaði hana.Hlæjandi Þær voru báðar svo glaðar.Svo sagði Margrét takk og að við foreldrar hennar værum bestu foreldrar í heimi Glottandi hún var svo göð. Perla ætlar að vera hjá okkur í 8 daga svo þetta verður æðislegt fyrir þær báðar.  En Margrét er búin að vera frekar einmanna síðastliðnar vikur og hún Fanney er svo frábær að leyfa okkur að fá hana Perlu sína lánaða, ákvað þetta á föstudaginn, keypti miða og skvísan komin á sunnudeginum, Fanney mín þú ert "one of the kinde" takk æðislega fyrir að leyfa henni að koma við munum hugsa vel um hana. Koss

Jæja þið að vita meira á morgun  bæó


Heitur laugardagur

Jæja nú er sko heitt hér í danaveldi 27c glampandi sól og engin gola Svalur Við kíktum aðeins í miðbæinn, en það er alltaf markaður og lifandi músik í bænum á laugardögum. Bærinn iðaði af lífi og við gátum keypt okkur sólhlíf í garðinn, svo nú er líft í garðinum Hlæjandi.

í Dag hittum við í fyrsta skipti svo íslendinga sem að búa hérna í bænum. Það eru hjón sem búa í hverfi rétt fyrir norðan bæinn. Hittum þau bara á ganginum í Netto (supermarkad). Vorum að spjalla heilmikið við þau og þetta virðist vera hið besta fólk. Á morgun verður síðan farið í smá bíltúr, þannig að við reynum að slappa af og njóta dagsins í dag.

Bestu kveðjur heim í rigninguna.

Familien Dalsvinget. 


Aarhusferð nr. 2

Í dag fórum við mæðgur inní Aarhus, og nú átti að finna föndurbúð, aðeins var verslað í H&M á Margréti maður þarf nú að vera fínn í skólanum Brosandi , svo var sest á kaffihús og hlustað á alla Íslendingana sem gengu fram hjá í kaupæði. Loks fannst föndurbúðin, en ekkert af tré vörum eins og ég var að leita af , spurning hvort ég þurfi ekki bara að fá sendingu frá föndru hehehehe, nei nei  Kristinn verður bara að vera duglegur að smíða fyrir frúna hehe. Við áttum annars fínan dag í verslunarferðinni. Og hittum svo Kristinn eftir vinnu hjá honum og héldum heim á leið.

Rólegir tímar

Svalur Nú í þessari viku er búið að vera frekar rólegt hérna í danaveldi. Það er þannig að flestir eru í sumarfríi eða eitthvað þess háttar og þess vegna er rólegt að gera hjá varahlutadeildinni. Einnig eru flestir á verkstæðinu í fríi. Ragna og Margrét hafa haft nóg að gera við að ganga frá eftir sumarfríið. Annars erum við í afslöppun og rólegheitum enda heitt og verður heitt út vikuna með sól og góðviðri. Fengum aðeins rigningu mán-þriðjudag svona rétt til að vökva grasið.

slakað á eftir frí

Í gær var deginum eytt heimafyrir, þvo þvott og meiri þvott svona eins og gerist þegar maður kemur úr fríi. Allir voru frekar þreyttir en ánægðir með ferðina.

Margrét heldur áfram að tapa tönnunum en í hádeginu í gær reif hún eina úr setti hana á diskinn hjá mömmu sinni og sagði gjörðusvovel og hló svo dátt og pabba hennar fannst þetta mikið fyndið líka.Hehehehe mér fannst nú ekkert gyrnilegt að fá blóðuga tönn á diskinn minn Óákveðinn en svona eru nú þessi börn haha.

Við fengum svo íslenska matargesti en vinafólk okkar Haukur og Badda og börnin 3, eru í bændagistingu hér á jótlandi og komu til okkar í kvölmat. Það var mjög gaman að fá þau, og Margrét var himinlifandi að fá stelpu að leika við. 

Í dag fór svo húsbóndinn aftur til vinnu og við mæðgur verðum heima að þvo meiri þvott og slaka á í leiðinni.   Kanski aðeins að bæta á brúna litinn en dagurinn í dag virðist ætla að bjóða upp á það Svalur bless í bili.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband