Þriðjudagur, 15. ágúst 2006
Góðan dag !!
Í dag var rólegheitadagur hjá mér , Margrét fór að sjálfsögðu í skólann kl:8:15 og gekk vel hjá henni í skólanum. Hún fær aukakennslu í dönsku 4 daga vikunnar og var fyrsti aukatíminn í dag, hún er alveg alsæl í skólanum og finnst gaman að læra heima (vonandi heldur það áfram)
Ég fór svo í nudd og við Kristinn áttum svo bara rólegan morgun saman , en hann er nú á kvöldvakt í dag og á morgun. Svo er ég nú búin að vera frekar dösuð eftir nuddið og er búin að hafa það kósý með Margréti
Við erum alsæl með síðustu helgi það var æðsilegt að hitta Svanhildi og Len og eyða helginni með þeim. Samt var helgin alltof fljót að líða
en er það ekki svoleiðis þegar maður skemmtir sér þá flýgur tíminn áfram hehe.
jæja best að fara að gera eitthvað bið að heilsa, Ragna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 14. ágúst 2006
Fyrsti Skóladagurinn
Jæja nú er dagurin runninn upp. Litla stúlkan okkar byrjaði í skólanum í dag. Þetta var rosalega spennandi enda stór stund í lífi hennar að byrja í skólanum. Hún mætti kl 10 og fór inní kennslustofu og fékk svona smá kynnisferð um umhverfið. Þau settust svo við borðin sín og fyrsta kennslustundin byrjaði. Meira að segja fékk hún heimavinnu í dag. Þetta á greinilega eftir að verða gaman því henni fanst þetta þvílíkt spennandi.
Annars höfðum við það rólegt um helgina, við fengum gesti frá Bournmouth (Leonard og Svanhildi) og þau nutu þess að slaka á og skoða með okkur nágrennið og borða mikin mat. Svo mættu Karin föðursystir Rögnu og Tobi, maðurinn hennar í mat á Sunnudeginum og var snætt heljar svína steik með tilheyrandi að dönskum hætti. Þau fengu svo skutl á flugvöllin í dag.
Við sendum bestu kveðjur, Familien Dalsvinget 54
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 10. ágúst 2006
Halló halló !!
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ! Grímur og Rúnar Já í dag eiga 2 bræður hans Kristins afmæli en samt eru 4 ár á milli þeirra, svona var þetta vel útreiknað hjá tengdó á sínum tíma hehe.
Ég fór í fyrsta nuddtímann í morgun og hélt gersamlega að manneskjan ætlaði að ganga frá mér lifandi, mér fannst hún vera að ganga á bakinu á mér en hún var víst bara að nota fingurgómana mér var óglatt þetta var svo vont
Margrét er alltaf jafn kát í frístundinni og svo á mánudaginn byrjar sjálfur skólinn en við fengum einmitt kennarann hennar í kaffi í gær, og líst mér rosalega vel á hana, við sátum og spjölluðum, í rúman klukkutíma, hún útskýrði fyrir mér hvernig skólastarfið gengur fyrir sig hjá þeim og er ég mjög ánægð með þeirra stefnur
Annars verður þetta rólegheita dagur hjá mér, enda kemur Svanhildur stóra systir á morgun hún kemur með morgunvélinni svo Kristinn og Margrét verða í fríi á morgun og við brunum til Billund að sækja þau. Ég vona að það verði ekki mikil seinkun á fluginu, en þar sem hún býr UK eru miklar líkur á seinkun, þar sem allt er brjálað þar núna
en vonandi gengur þetta allt snuðrulaust hjá þeim
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 9. ágúst 2006
Öllu kyppt í lag :0)
Já í dag er búið að kyppa mörgu í lag , dagurinn byrjaði á því að það kom hér meyndýraeyðir kl:7:45 en ég hringdi og pantaði einn slíkan í gær þar sem við höfum verið að herja stríð hér við silfurskottur ég hélt að ég hefði unnið stríðið þar sem við höfðum ekki séð þær í góðan tíma, en svo í fyrrakvöld sáum við þær útum ALLT hús og þá var ákveðið að láta eytra almennilega. Það er ekkert smá snögg þjónustan í þessu hér , ég bjóst við að þurfa að bíða kannski nokkra daga en nei ekki einu sinni 1 sólarhringsbið
sem hentaði okkur prýðilega þar sem við eigum von á gestum bæði þessa helgi og næstu helgi
Svo lá leið mín til kiropraktorsins og hann var ekki neitt rosa kátur með mig spurði mig afhverju ég væri ekki löngu búin að panta tíma, þetta væri bara bannað sérstaklega þegar fólk er með þessa tegund af gigt. En hann var nú samt mjög fínn við mig og tók mjög vel á móti mér, hann vill mynda hrygginn og hálsinn þar sem honum fannst ég óvenjustíf þrátt fyrir gigtina
en þeir eru með röntken þarna hjá sér svo ég fer í myndatöku við fyrsta tækifæri , ég á svo pantaðann nuddtíma á morgun.Þessi stífleiki er samt ekkert sem hann sagði mér að hafa einhverjar áhyggjur af, gætu verið bara óvenju bólgnar vöðva festur
En núna erum við mæðgur að bíða eftir kennaranum hennar, hún ætlar að koma í kaffi og spjall kl:15 og hlakkar Margréti mikið til þess, búnar að fara í bakaríið og alles
Jæja ætla að fara að hella uppá kaffi , kveðja Ragna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 8. ágúst 2006
Góður Þriðjudagur
Í morgun hjóluðum við mæðgur í frístundarheimilið, það gekk fínt fyrir utan að sú stutta er ekki alveg nógu dugleg að hjóla upp brekkur, hún bara fer af hjólinu og labbar en þetta gekk nú samt vel og við komumst á leiðarenda hehe. Ég var síðan enga stund á heim aftur (5 min) þetta er ekkert smá góð hreyfing, ég var búin að gleyma hvað það er gott og skemmtilegt að ferðast á milli staða á hjóli
Við erum ekki búin að vera nógu dugleg að hjóla í sumar, en núna þurfum við mæðgur að hjóla á hverjum degi, ég mun fara hjólandi í vinnuna eins og flestir danir gera.
Ég er loksins búinað panta mér tíma hjá kiropraktor en hér þarf maður fyrst að hitta einn slíkan áður en maður fær nuddara, ég er orðin frekar slæm í skrokknum enda ekki farið í nudd síðan í maí, og þegar maður er með gigt eins og ég má þetta ekki gerast, ég er bara búin að vera svo góð og þess vegna ekkert verið að drífa mig í nudd, svo hellist þetta yfir mann á einum degi en ég fer semsagt til kíropraktor á morgun og fæ þá nudd í framhaldi af því
Annars erum við farin að bíða spennt en á föstudaginn koma Svanhildur (systir mín) og Leonard unnusti hennar til okkar og ætla að vera hjá okkur fram á mánudag það verður æðislegt að fá þau og sýna þeim allt hér í kringum okkur, og bara eiga smá tíma með þeim.
Bið að heilsa í bili ,Ragna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)