Frumburðurinn átti afmæli í gær.....

Já hún Margrét Svanhildur er orðinn 9 ára skvísa, þar sem við vorum netlaus í gær kom einginn afmælisfærsla hér inn á afmælisdaginn hennar svo nú er ég búin að bæta úr því Wink

Hún hélt afmæli fyrir stelpurnar úr bekknum á sunnudaginn í Aqua og gekk það vonum framar, þetta var mjög skemmtilegur og velheppnaður dagur og hún var alsæl með daginn. Bjarni Harald var í essinu sínu,hljóp fiskibúranna á milli og klýndi andlitinu upp að glerinu, svo hékk hann á handriðinu þegar otrarnir fengu að borða eitt bros í framan HAHA það var yndislegt að fylgjast með honum, hann naut sín sko alveg í botn Grin og brosti eyrnanna á milli.

Prinsessan fékk svo afmælisköku í gær og hún fékk að ráða kvöldmatnum og varð kínamatur fyrir valinu hjá henni Smile

Hjúkkan kom svo aftur í gær og er hún hæst ánægð með Símon Mikael, hann er orðinn 3,5 kg og 51,5cm svo hann dafnar vel og er kominn með bollukinnar og ættarsvipinn frá mér undirhökuna flottu Grin

Jæja nú kallar prinsinn á mat en hann sefur úti í vagni í 1.sinn 

bless í bili


Simon Mikael 3 vikna í dag

Já litli snúðurinn okkar er 3 vikna í dag , hann er orðinn tæp 3 kg og dafnar vel. Hann mætti nú samt sofa aðeins betur á daginn svo mamman komi einhverju í verk en hann sefur vel á nóttunni svo það er best að vera ekkert að hvarta Smile

Annars er bara lítið í fréttum núna allir eru hressir og kátir og sumarið að koma, spáin hljóðar uppá 20-22 c og sól um helgina ef þið viljið kikja i kaffi Grin þá erum við heima við Wink 

Við erum að fara að halda uppá afmælið hennar Margrétar Svanhildar á sunnudaginn, hún og ein úr bekknum ætla að halda saman uppá afmælin en það eru bara 3 dagar á milli þeirra. Herlegheitin verða í Aqua en það er svona ferskvatnsdýrasafn með fullt af flottum fiskum og öðrum dýrum, þær fá að sjá dýrunum gefið og svo fá þær pizzu og fleirra góðgæti og svo er rosa flott útileiksvæði sem verður líklegast notað vel ef veðurspáin rætist Wink 

Kristinn er byrjaður á fullu í vinnunni og er nóg að gera hjá honum þar, og við Símon Mikael höfum það kósý heima í brjóstaþoku og pelagjöfum Tounge

Jæja er hætt í bili bæjó 


KOMIN HEIM :)

Jæja við mæðginin fengum loks að koma heim á sunnudaginn (páskadag) Símon Mikael dafnar vel og er orðinn duglegur að drekka bæði brjóst og pela Wink Við fórum svo með hann í vigtun á spítalanum í gær og er hann að komast í fæðingarþyngd. Heimahjúkkan kikir svo á okkur á morgun.

Margrét Svanhildur og Bjarni Harald eru rosa kát að vera búin að fá okkur heim, Bjarni Harald er ótrúlega góður við litlabróður sinn og er alltaf að kyssa hann og knúsa InLove við leyfum honum að fylgjast með þegar við erum að skipta á litla kút og finnst honum svaka sport að fá að standa uppá stól og halda í höndina á Símon Mikael við skiptiborðið Smile Margrét Svanhildur er alltaf jafn dugleg að hjálpa til og gefur litla kút pela. 

Við viljum þakka fyrir allar kveðjurnar InLove

Er að fara að setja inn fleiri myndir á barnalandið 


Skírdagur 2009

Svo er páskahelginn uprunninn. Við erum á fullu að taka til í garðinum eftir veturinn og fáum líka til þess þetta fína vorveður 15-20c og sól. Bjarni er ekkert smáhrifinn af að geta verið úti í stígvélum og pollabuxum í sandkassanum sem pabbi hans smíðaði. Ég keypti mér mosa skerara og er á fullu að hreinsa grasflötina okkar enda ekki mikið af grasi í flötinni.Svo eru líka öll hin verkin sem þarf að gera, enda er það þannig með gamlan gróin garð með nóg af plöntulífi að alltaf er hægt að finn eitthvað að dunda við.

Ragna liggur enn á spítala með Símon Mikael en hann er ekkert sérstaklega duglegur að taka á móti næringu. En góðu fréttirnar eru þær að þau eru flutt til Silkeborg þannig að það er ekki eins langt að fara. Það var líka 30mín akstur til Viborg en aðeins 5mín til Silkeborg sygehus. Þau hafa það samt gott og strákurinn er hraustur og fínn. Ragna er líka öll að koma til eftir sjúkrabeðs legu síðan í Janúar.

 Jæja læt þetta duga í bili. Bestu kveðjur frá DK.

Kristinn, Ragna Steinunn, Margrét Svanhildur, Bjarni Harald og Símon Mikael.

(úff þvílík runa :) )


Fæddur Strákur. !!!!!

Hæhæ allir.

Já það fæddist lítill prins kl16:03 í dag 1apríl.

Þetta er ekki aprílgabb:) !

Nefndur strax - Símon Mikael.

Kveðjur frá DK. 

p.s myndir eru komnar á barnalandssíðuna. !!!!!!!!!!!!!!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband