Þriðjudagur, 29. ágúst 2006
Fyrsta atvinnuviðtalið !!
Hæ hæ ég er nú ekki of bjartsýn með þessa vinnu en það kemur allt í ljós í næstu viku. Við vorum 2 af 26 sem fengum viðtal , en önnur þeirra sem tók mig í viðtal var eitthvað pirruð á að ég skildi ekki hvert einasta orð sem hún sagði og bað hana að tala aðeins hægar. Samt var það ekki mikið sem ég skildi ekki og ég gat svarað öllum spurningunum, hin var mjög almennileg og talaði mjög skýrt, svo að þetta verður bara að koma í ljós
Ætla að taka því bara rólega í dag og föndra smá en ég keypti mér smá föndur í NETTO í gær já af öllum stöðum þá fann ég mér föndur í matvörubúðinni minni
Bið að heilsa ykkur í bili kv Ragna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 28. ágúst 2006
Fyrsta BIO ferðin í dk
Já í gær skelltum við okkur á GRETTIR 2 það var rosa fín mynd og allir skemmtu sér konunglega. Margrét hafði mest áhyggjur af mér að ég skildi ekki hvað þau voru að segja ( þetta var að sjálfsögðu með dönsku tali) og hún var alltaf að spyrja mig " á ég að segja þér hvað hann var að segja " algjör snúlla en ég afþakkaði og sagðist alveg skilja allt saman (sem var alveg rétt).
Svo er ég bara að dúllast heima í dag og fer svo í viðtalið á morgun pínu stress í minni núna hehe. En vonandi fer þetta bara allt vel.
Verið nú dugleg að kvitta, það er svo gaman að vita hver er að skoða síðuna okkar
bless í bili,, læt ykkur vita á morgun hvernig gekk.
knús , familien í dk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 26. ágúst 2006
Farið í hjólatúr !!
Í dag ákváðum við að fara í hjólatúr, drifum okkur af stað öll 4 og bangsi var sko alveg að fíla þetta , en er frekar þreyttur núna (enda búin að hlaupa í 3 tíma með hléum) Núna er hann í klippingu útá palli hjá pabba sínum
held samt þeir séu að koma inn það er að byrja þrumur með tilheyrandi úrkomu
Í kvöld verður svo slakað á yfir tv með gotteri í skál ætlum að grilla svínakjöt ( ef veður leyfir)
eins og er sé ég kristinn ekki fyrir mér úti að grilla , maður heyrir ekki í sjálfum sér fyrir dropum hihi það er eins og hellt úr fötu og feðgarnir flúðu undir skignið haha bangsi er frekar hræddur við þessi læti greyið það eru brjálaðar þrumur og þið bara í beinni hehehe
Margrét er sko alveg að fíla þrumurnar er eins og á gamlárskvöld hehe
finnst þetta bara sport.
Sem betur fer erum við komin inn úr hjólatúrnum en það var sko sól og 25c áðan hihi
Það verður allavega slakað VEL á yfir TV undir teppi aaaaahhhh bara kósý.
Bless í bili kv Ragna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 25. ágúst 2006
Sól sól skín á mig :)
Í dag er sól og sumar hér í silkeborg ( 25c) Margrét er orðin hress og mætti galvösk í myndatöku í skólanum í morgun
hún er samt enn mikið kvefuð, en var frekar pirruð í gær að þurfa að vera heima í gær því hún var ekkert slöpp, mér fannst bara betra að láta jafna sig betur svo henni myndi ekki slá niður , en svona erum við þessar mömmur
Jæja ég fékk skemmtilegt bréf í póstinum í morgun en ég er boðuð í atvinnuviðtal á hjíukrunarheimili sem ég sótti um stöðu hjá
JIBBÍ JIBBÍ nú er bara að krossa fingur fyrir mig, en viðtalið er á þriðjudaginn kl:11
ég er pínu stressuð á að misskilja spurnigarnar o.f.l. en þetta fer nú örugglega allt saman vel. Ég er ein af þrem sem fæ viðtal úr stórum hóp umsækjanda svo ég er nokkuð bjartsýn, má samt ekki vera of bjartsýn
Ég óska ykkur öllum góðrar helgar knús frá familien í Dalsvinget 54
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 24. ágúst 2006
Jæja og Já
Í dag er bara nokkuð finn dagur. Við erum öll heima núna en ég (kristinn) er á leiðinni á kvöldvakt og Margrét er orðin nokkuð mikið hress. Líka eins gott því hún er að fara í fyrstu bekkjarmyndartökuna sína og þá er nú skemmtilegra að vera með. Síðan er nú hugmyndin okkar að slappa af um helgina og reyna að gera sem minst. Kannski verður kíkt á kvöldvöku á laugardaginn hérna í húsalengjunni.
Annars er maður að vera niður ringdur því ólíkt Júlí er búið að Rigna MIKIÐ í Ágúst. Þetta stafar af þvi að Júlí var of heitur og núna fáum við sumarrigninguna alla á einu bretti. Reyndar er spáð fínu núna í dag og yfir helgina þannig að maður vonar að það haldist.
Jæja verð að fara týja mig á kvöldvakt, bið að heilsa,
Kristinn og Familian hans.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)